Dagur - 05.12.1940, Side 2

Dagur - 05.12.1940, Side 2
214 D A G U B SO. tbL Fullveldisdagurinn. í þau 22 ár, sem liðin eru, síð- an ísland varð fullvalda ríki, hefir fullveldisdagurinn (1. des- ember) aldrei áður verið með sama hætti og að þessu sinni, þ. e. a. s. ástandið með sjálfstæðis- mál vort hefir aldrei áður verið þvíiíkt. Með hertöku Danmerkur í vor kom það í ljós, að Danir voru þess ekki megnugir að fara lengur með utanríkismál vor; hurfu þau mál því að öllu leyti í hendur ís- lendinga sjálfra að fyrirlagi Al- þingis. Með hertöku Danmerkur hafði jafnframt það ástand skap- azt, að konungi íslands var ókleift að fara með það vald, sem honum er fengið í stjórnarskránni, og hvarf því þetta vald undir ráðuneyti íslands, einnig að fyr- irlagi Alþingis. Fyrir rás atburðanna hefir sjálfstæðismál íslendinga tekið á sig nýtt gervi á þessu ári: öll mál íslendinga, þar með talið konungsvaldið, eru nú í höndum þeirra sjálfra, 1 fyrsta skipti síðan hið forna þjóðveldi leið undir lök á 13. öld. Eins og málum er nú komið, er stjórnarfyrirkomulagið í landi hér fullkominn vísir eða grund- völlur að lýðveldi, þó að það hafi enn ekki tekið á sig fast form og enginn sé forsetinn. En nú er sá tími runninn upp bráðlega, er ís- lendingar verða að taka ákvarð- anir um framtíðarskipun þess máls og hefja lokaþáttinn í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Það er að líkindum eingöngu undir sjálfum okkur komið, hvort síðasti áfang- inn á þeirri leið verður sigurganga eða ekki. Einn atburður hefir gerzt í landi hér, sem er einsdæmi í sögu þjóðarinnar. Landið er her- nurriið af öðrum stríðsaðilanum. Um leið og sá atburður gerðist, lofuðu Bretar því, að þeir skyldu ekki blanda sér í þjóðmálefni ís- lendinga eða stjórnarfar landsins, og að setuliðið skyldi hverfa á brott jafnskjótt og stríðinu yrði lokið. Og nú hafa þeir á ný end- tekið og áréttað þá yfirlýsingu sína á sjálfan fullveldisdaginn frammi fyrir 'öllum heiminum. Hernám landsins varpaði skugga á sjálfstæði þjóðarinnar. Við óskum að lifa í friði og sátt við allar þjóðir, en höfum hins vegar engin tök á að verja hlut- leysi okkar með vopnum, frekar en aðrar smáþjóðir gagnvart stór- veldunum. En fyrnefndar yfirlýs- ingar þess stórveldis, sem hefir hertekið land vort gegn vilja okk- ar, eru ljós í myrkrinu. Við höf- um enga ástæðu til að ætla, að loforð Breta verði ekki haldin; við treystum því að svo verði, trúum því og treystum að þeir skerði ekki eitt hár á höfði þjóð- arinnar að því er til sjálfstæðis- máia hennar kemur, fram yfir það tímabundna ástand, sem hlaut að myndast með hertök- unni. Það er mikil hamingja í óláni okkar að mega treysta þessu, þegar litið er til annara hertek- inna smáríkja, sem sífellt eru rof- in grið á og eiga við miklar hörm- ungar og kúgun að búa. Að vísu er til hópur manna hér á landi, sem einskis óskar fremur en hinnar verstu sambúðar ís- lendinga við brezka setuliðið. Þeir hinir sömu bregða öðrum óspart um undirlægjuhátt við Breta. En illa fer þeim að berja aðra brigzlum í þessu- efni, því vitanlegt er, að þeir eru sjálfir hinar auðvirðilegustu sleikjur gagnvart útlendu einræðisvaldi, hvort sem þeir nefnast nazistar eða kommúnistar. Bækur. Hjörtur Björnsson frá Skála- brekku: Sumcir á fjöllum. Rvík 1940. Útg. ísafoldar- prentsmiðja. Bók þessi er minning frá ferða- lögum um fjöll og óbyggðir. Iiöf- undurinn hefir ungur heillast af öræfunum og notað hvert tæki- færi er gafst til að leita þeirra, hvort heldur var við vegavinnu eða skemmtiferðir. Til fjallanna hefir hann sótt, til að safna sér forðá af sólskini og birtu til vetr- arins að því er hann sjálfur segir. Töfrar öræfanna hafa tekið. hann föstum tökum, og þeir sleppa engum, sem þeir á annað borð hafa hernumið. Það er raunar ekki lengur orðið í frásögur færandi, þótt einhver bregði sér inn í óbyggðir. Fjalla- ferðir hafa á síðustu árum orðið tízka, og sem betur fer eru þeir nú orðið margir, sem leita til fjallanna sér til hressingar og sáluhjálpar. En hinir eru einnig margir, sem þangað fara, mér liggur við að segja, fyrir siða- sakir. Hjörtur Björnsson er enginn venjulegur ferðamaður. Hann hefir augun opnari en almennt gerist fyrir sérkennileik landsins og náttúru þess. Á ferðum sínum hefir hann sér það að gamni að snudda eftir grösum og grjóti og horfa á berglög í giljum og gjám, safna steingervingum og skoða gamlar eyðitóttir. En hann kann líka að hlusta á klið öræfanna eða njóta kyrrðar þeirra. Frá þessu segir hann í bók sinni af meiri hagleik en títt er um þá, sem ferðasögur skrá. Víða er. sögnum og vísum fléttað inn í frásögnina til fjölbreyttni. Gera má ráð fyr- ir, að ýsmir kynnu að skrá ná- kvæmari leiðarlýsingar með fleiri örnefnum en Hjörtur gerir, og er þó ýmsan slíkan fróðleik að finna í bók hans. En hitt hygg eg fágætt, að skráðar séu jafnsannar lýsingar af samlífi ferðamannsins við öræfanáttúruna og þarna. Eg hefi sjálfur farið um marga þá staði, sem þarna er getið. Við lestur bókarinnar hefi eg á ný notið ánægjunnar af ferðalögun- um, og mér hefir þótt sem eg fyndi fjallablæinn anda frá hverri opnu. Hitt skal eg ekki um dæma, hvort þeim, sem aldrei hafa um fjöll farið, finnst eins mikið til bókarinnar koma. Höfundurinn er myndskeri að iðn, en hefir nú verið heilsulítill um skeið. Mér er ókunnugt um hver hagleiksmaður hann er í iðn sinni, en hitt er víst, að hann kann að halda á penna til jafns við hvern annan. Eitt ber þó að víta. Réttritunog prófarkalestri er svo stórlega ábótavant að við slíkt er varla unandi. Eru það hörmuleg lýti á góðri og skemmtilegri bók. Jóhann Bárðarson: Áraskip. Rvík 1940. Útg. Isafoldar- prentsmiðja. Þegar „Þjóðhættir“ sr. Jónasar Jónassonar komu út fyrir nokkr- um árum, þótti mörgum þar all- mjög á skorta, að ekkert var þar um sjósókn landsmanna á liðnum tímum. Síðan hefir margt birst um þetta efni, og hefir forlag ísa- foldarprentsmiðju einkum gefið út ýmis rit, sem um það fjalla að meira eða minna leyti, má þar nefna bækur Hagalíns, Virkir dagar og Saga Eldeyjar-Hjalta, Þorlákshöfn I.—II., Frá Djúpi og Ströndum o. fl. Og enn bætist við bók sú, er hér skal að nokkru getið. 1 Áraskip fjalla um skip og sjó- sókn frá Bolungavík, einni elztu og mestu verstöð landsins, á árun- um 1895—1904. En þá leggjast árabátarveiðar niður en vélbát- arnir taka við. Höfundurinn er sjálfur gamall formaður úr Bol- ungavík, og segir einungis frá því, sem hann hefur sjálfur séð og reynt. í ritinu eru lýsingar af umhverfi Bolungavíkur og fiskimiðum, en þó einkum lýsing- ar skipa og sjómennsku. Sá, sem ekki þekkir til þessara hluta, get- ur vitanlega ekki dæmt um, hvort allt sé rétt hermt, en öll ber frá- sögnin vitni þess, að höfundur vilji ekki lýsa öðru en því, sem hann veit sannast og réttast, og styður hann hvervetna sína eigin frásögn með öðrum heimildum, þar sem því verður við komið. Mun vera óhætt að taka undir ummæli Ólafs Lárussonar í for- mála bókai’innar, er hann segir að „ritið verði mikilsverður skerfur til þekkingar síðari tíma á þessum merkilega atvinnuvegi“. Samt getur lesandinn saknað ýmislegs einkum um landlífið, hugsunarhátt og menningu í ver- stöð þessari. En höfundur hefir einkum kosið að lýsa skipunum og sjómennskunni sjálfri. Stuttorð frásögn er þarna um ýmsa helztu formenn þessa tímabils, hefðu þær mannlýsingar mátt vera lengri og fyllri. Þá er Qg skýrt frá nokkrum hættu- og svaðilförum. Sýna þær frásagnir gleggst, að ekki var heiglum hennt að stunda sjó frá Bolungavík, og heyja þar lífsbaráttuna við hamremi nátt- úrunnar. Hvervetna skín ást höfundar á verkefni sínu og á staðnum, í gegnum frásögnina, og sýnt er, að hann gætir þess vandlega, að ekk- ert sé þar sagt nokkrum til hnjóðs. Athyglisvert þykir mér það í frásögn höf., er hann skýrir frá því að slysum hafi fjölgað við það að vélbátar komu til sögunnar, sem hann rekur til þess, að sjó- mennskunni hafi hnignað. Er ekki þarna bending til allrar þjóðar- innar um það að láta ekki hina vélrænu menningu gleypa sig svo, að hún gleymi því, sem hún áður kunni, og henni var nauðsyn í lífsbaráttunni? Samlíf þjóðar og lands í þúsund ár hefir kennt mönnum verklag og varúð, sem engin tækni getur endurgoldið, ef það glatast. Margt mynda er í bókinni, bæði úr Bolung^rvík, af formönnum og skipum. En full ástæða er til að harma það með höfundi, að ekki (Framhald á 4. síðu). Ljósmyndasiofan í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN. ■IWHWlWHtHHWHHi S Léreft, W* hvít og rósótt, í miklu úrvali. a K Kaupféiag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. ■UmHMmHMMIMMi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.