Dagur - 26.03.1942, Síða 2

Dagur - 26.03.1942, Síða 2
2 Fimmtudaginn 26. marz 1942 Framleiðilan og Bretavinnan Verkalýðurinn hrósar happi yfir því, að vofa atvinnuleysis- ins hefir verið kveðin niður um stundarsakir að minnsta kosti. Þetta er og að vonum. Vinnu- færir og vinnufúsir menn njóta jafnan ánægju af því að geta aflað sér og sínum nægilegs dag- legs brauðs í sveita síns andlitis. En sé mál þetta skoðað niður í kjölinn, slær þó nokkrum fölskva á þann ánægjueld, sem hin mikla atvinnuaukning hefir náð að tendra í hugum manna. Atvinnuaukningin er sem sé ekki reist á heilbrigðum grund- velli. Hún er afleiðing óvenju- legs, sjúks ástands, sem heimur- inn er haldinn af nú um sinn, og flutt hefir verið inn í landið að okkur nauðugum. Það er hern- aðaræði stórþjóðanna, sem veldur aukinni eftirspurn eftir vinnu. Óhemjumikið erlent setulið hefir tekið sér bólfestu á íslandi og sogar til sín vinnuaflið vegna hernaðaraðgerða, er hinn út- lendi her hefir með höndum. Þessar hernaðaraðgerðir og öll sú orka, er þær taka í þjónustu sína, standa utan við hið eigin- lega þjóðlíf íslendinga og eru því í raun og v^ru óviðkomandi. Bretavinnan svokallaða gefur þjóðinni engin varanleg verð- mæti; hún gefur einstaklingun- um, er ganga á mála hjá setulið- inu, allmikið af seðlaflóði, sem vekur þá hugmynd meðal ýmsra, að verkamennimir, sem vinna hjá setuliðinu, séu á leið- inni að verða nýríkir. En þeir, sem þannig hugsa, gæta þess ekki sem skyldi, að peningaseðl- arnir eru ekki verðmæti í sjálfu sér, heldur aðeins ávísun á verð- mæti. Því aðeins hafa seðlarnir fullt gildi í lífi handhafa, að verðmæti skapist í hlutfalli yið hið aukna seðlaflóð í landinu. Enginn leggur sér pappírsseðla til munns til að seðja hungur sitt, eða klæðir sig í þá til að hylja nekt sína og verja sig kulda. En séu nægar matvörur fyrir hendi og efni í klæðnað, eru pappírsseðlarnir hæfir til að afla sér þessara lífsnauðsynja. Af þessu er það ljóst, að það er fyrst og fremst framleiðsla nauðsynjavara, sem allt veltur á og eru hin sönnu verðmæti. Án framleiðslu eru peningar einskis virði. Eins og áður er sagt, hefir Bretavinnan dregið til sín gríð- armikið vinnuafl íslenzkra verkamanna, svo að atvinnu- vegir landsmanna eru í hættu staddir af þeim sökum, einkum þó landbúnaðurinn. Ástandið í þeim efnum er orðið svo ískyggilegt, að ekki er annað sýnilegt en að framleiðsla land- búnaðarins dragist að minnsta kosti mjög samán, eða leggist jafnvel að einhverju leyti í auðn vegna skorts á vinnuafli, ef ekk- ert er aðgjört til varnar því. Fyrirsjáanlegt er hvernig slíkt mundi enda. Þegar Bretavinn- an er um garð gengin, yrði at- vinnuleysisfjöldinn alveg gífur- lega mikill, og annar aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar stór- lamaður. Framleiðslugetannæði sér ekki aftur fyrr en eftir svo og svo langan tíma og því til- finnanlegur skortur á ýmsum lífsnauðsynjum. Að þessu athuguðu var það lífsnauðsyn af stjórnarvöldun- um að reyna samningaleið við yfirstjórn brezka setuliðsins um takmörkun vinnuafls í þágu hervarnanna. Þessi tilraun mun hafa borið tilætlaðan árangur. Hér er ekki um að ræða af- nám Bretavinnunnar, heldur takmörkun hennar að svo miklu leyti, Sem atvinnuvegir þjóðar- innar þarfnast. Hér var um tvennt að velja: Annars vegar ótakmarkaða Bretavinnu og eyðileggingu framleiðslunnar, hins vegar takmörkun á vinnu- afli í þágu hernaðarins samfara ráðstöfunum þess, að framleiðsl- an dragist ekki saman vegna skorts á vinnuafli. Síðari leiðin hefir verið valin eins og sjálfsagt var. En til er svo undarleg mann- tegund, að hún getur ekki sætt sig við þetta. Það eru kommún- istar og að einhverju leyti for- ystumenn Alþýðuflokksins. Þeir hafa nú byrjað að æpa á ný um „kúgun“ verkalýðsins. Þessum mönnum liggur í léttu rúmi, þó að atvinnuvegir þjóðarinnar leggist í auðn vegna skorts á vinnuafli. Þeim er fyrir öllu þjónustan við útlent hervald og vilja jafnvel ganga lengra í því efni en hernaðaryfirvöldin sjálf. Ekki alls fyrir löngu töldu þó kommúnistar þjónustu við her- varnir lýðræðisþjóðanna hina verstu smán. Gekk svo allt þar til að griðasáttmáli þeirra ein- ræðisherranna, Stalins og Hitl- I stríðsfréttum útvarpsins í vetur hefir oft verið getið um að dílasótt eða útbrotataugaveiki (typhus exanthemanticus) geis- aði meðal hermannanna á aust- urvígstöðvunum og hefði borizt með þeim til flestra landa á meginlandi Evrópu. Sótt þessi er hin skæðasta drepsótt og þykir mér því rétt að benda fólki á, hvernig hún berst stað úr stað og frá manni til manns, því að vegna hernáms landsins er ekki alveg loku fyrir það skotið, að hún geti borizt hingað. Sóttvaldurinn er örsmáar ver- ur, sem nefnast Rickettia pro- wazeki og berast eingöngu með lúsinni. Fatalúsin er aðalsmitberinn, en sumir telja einnig möguleika á, að sóttin geti borizt með höf- uðlúsinni, en mjög mun það sjaldgæft. Hverjir eru þá möguleikar á útbreiðslu dílasóttar hér á Ak- ureyri og nærsveitunum, ef hún bærist hingað? Eg skal ekki svara þessari spumingu hér, að öðru leyti en því, að hvað lúsinni viðvíkur DAGUR ers, fór út um þúfur. En þá fylgdu kommúnistar Stalin yfir í herbúðir lýðræðisþjóðanna. Nú sýna þeir þjónslund sína og undirgefni við þann stríðsaðil- ann, er þeir áður töldu einskis nýtan og fyrirlitlegan, með því að meta meira hernaðarþjón- ustu honum til handa heldur en velfarnað atvinnuvega hinnar íslenzku þjóðar. Áreiðanlega munu Bretar kunna að meta þessi hamskipti kommúnista eftir því sem vert er. Og margur mundi hafa unnt Alþýðuflokksforingjunum betra hlutskiptis en að gerast hlaupa- tíkur kommúnista, einnig á þessari braut. Höfum fengið [íyrir dömur: Undirföt, Nærföt, Náttkjóla, Corselet, Belti, Skyrtur, Buxur, Hanzka. jKaupfélag EyfirðingaJ {Vefnaðarvörudeildin. ;3$S$$3SSS$$$3SSS$S$SS$3SSSS$$$$S$SS$$$$$$S$3$SS$S$S$$$S$SSS$S$SSSSSSSSSSS$S^ sokdreifar. &SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS »ssssssss$ssssssss:« „Cott er að eiéa éóða að“. JJR. STEINGR. bæjarfulltrúi Að- alsteinsson birtir í ,Verkam“. s. 1. laugardag alllanga hugleiðingu um húsnæðismál bæjarskólanna og til- lögur þess efnis, að þegar verði haf- izt handa um að reisa sambyggingu handa Gagnfræðaskóla Akureyrar og Iðnskólanum, og verði Amtsbóka- safninu einnig ætlað húsnæði þar. í>á verði og athugað um möguleika á því að reisa nýja byggingu handa fyrirhuguðum húsmæðraskóla, en að öðrum kosti fái skólinn gömlu bóka- safnsbygginguna til umráða, eins og sumu kvenfólki hér í bæ virðist svo mikið kappsmál. Hvergi er annars getið í grein þessari en að tillögur þessar séu allar nýjar af nálinni og runnar undan rifjum bæjarfulltrúans og flokksbræðra hans þá á stundinni, og megi kjósendur þeirra félaga bezt á því marka, hve gott sé að eiga svo góða og hugkvæmna fulltrúa að í bæjarstjórn. Eru þá bæði kommún- istar og nazistar búnir að gera ræki- legar tilraunir til að slá eign sinni á málið, sér til pólitísks framdráttar. Gallinn á þessari rökfærslu er að- eins sá, að þeir kumpánar eiga ekki minnsta snefil í þessum tillögum, enda eru þær vel ættaðar, og ráðandi flokk- ar bæjarstjórnarinnar höfðu þegar haft þær til rækilegrar meðferðar, og voru orðnir sammála um framgang þeirra, er nefnd grein Stgr. A. var skrifuð. Höfðu þessir flokkar þá þegar látið gera tillögu-frumdrætti að væntanlegri sambyggingu Gagnfræða- skólans og Iðnskólans og hafið annan undirbúning að fullri framkvæmd málsins. En hinir síðustu verða stund- um fyrstir og mega Stgr. A. og hans nótar gjarnan reyna að eigna sér bróð- urpartinn af þessum framkvæmdum, þótt þeir komi annars á elleftu stundu i vingarðinn að vinna fyrir skólamál bæjarins (sbr. til dæmis hinar prúðu og vmgjarniegu kveðjur þeirra i garð DæjarsKoianna og starfsmanna þeirra fyir i vetur.) — iáæjarouar þekkja vmnubrogo þessarra herra tyrr en i a^g, og „því var þó aldrei um Alftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar“. Rödd að vestan. TWTERKUR Húnvetningur skrifar J,blaðinu nýlega m.a.: „Ég hefi mik- ið hugsað um það undanfarið, hvaða ráð muni bezt til að andæfa ógnar- valdi Reykjavíkur. Er það að vísu seint séð, að Rvík er að öllu leyti vaxin þjóðinni yfir höfuð. Hún er orð- in meira en ríki í ríkinu. Aðrir hlutar landsins koma vart til greina, nema sem hjáleigur höfuðbólsins, þótt ætla mætti, að á meðan ekki nema VS hluti þjóðarinnar er þó búsettur þar, að hinn hlutinn réði nokkru um stjórn landsins, og áhrifa hans gætti eitt- hvað. En þegar svo er komið, að flestir þingfulltrúar dreifðu byggð- anna eru Reykvíkingar, er allt valdið dregið þangað. Þetta er þjóðarvoði. Næstum allar menningarstofnanir þjóðarinnar eru í Rvík, næstum öll stærstu atvinnufyrirtækin, allt pen- ingavaldið, öll áhrifamestu blöðin eru gefin þar út, miðstjórnir flokkanna eru þar, eða a. m. k. meiri hluti þeirra. Og þangað hópast meira að segja allir peir, sem hæst gala um það, að fólkið megi ekki ytirgefa framleiðslustörfin ul sjávar og sveita. — Greindum oónda varð aö orði, er hann hlustaði á útvarpstyrirlestur um bunað, emn af morgum: „Þaö er ekki von, að bú- skapur Deri sig nú orðið, þar sem •ainr, sem nokkuö til þess kunna, eru sezur að í Reykjavut." bennhega veröur bráðlega reynt lóðurtilraunaoú «ío /iustursiræti og kynootaou á Arn- -rnoh, p .e. a. s. Dupen*ngs-kynoótaDÚ. *-*orar Kynoætur munu nu pegctr 1 iuil- uin gungi, sioan laretarmr Komu og overungjurmr ira Ameriku. n LLT er nú orðið miðað við Rvík: ** Afurðaverð, kaupgjald, neyzlu- skammtur, tollar og skattar o. s. frv., d .s. frv. — allt mælt á sama kvarð- ;nn.--------En hvenær vakna þess- r % hlutar þjóðarinnar? Líklega ekki ;yrr, en allt vald er af þeim tekið. Sveitirnar ættu að hefjast handa og senda þá eina á þing, sem búa vilja meðal síns fólks. Og þær eiga að /íeimta sínar stofnanir, a. m. k. frá Rvík, til sín, t. d. Búnaðarfél. íslands Drepsóttir, eru aliíðir fylui(i«kar sfyrjalda Útbrotatauéaveiki — dílasótt — geisar nú á austurvígstöðvunum og hefir borizt þaðan til flestra landa í Evrópu. . Veéna hernámsins éetur hún borizt hinéað hvenær sem vera skal. En hefir hún skilyrði til þess að útbreiðast hér? — / eftirfarandi érein 'leiðir Jóhann héraðslæknir Þorkelsson rök að því, að ekki sé loku fyrir það skotið, því að LÚSIN — þessi forni fjandi alls þrifnaðar og siðlætis, drauéur, sem ekkert ériðland ætti þó að eiéa í nútíma þjóðfélaéi — er enn á kreiki á meðal vor, miklu víðar en maréan mun éruna. Lúsin er EINI smitberi þessarar æéileéu drepsóttar, að talið er. Oft var því þörf, en nú er HOFUÐNAUÐSYN að afmá þennan hörmuleéa smánarblett af bæjarfélaéinu, sveitunum oé landinu öllu. Oé það er auðvelt verk að aflúsa allar eftirleéukindur fornrar ómenninéar oé sóðaskapar, ef enéin skerst úr leik að éera skyldu sína í þessum efnum. eru útbreiðslumöguleikarnir hér töluverðir, því að ennþá eru t. d. hér í bænum talsvert mörg lús- ug heimili, og er þó einkum um höfuðlús að ræða, en minna af r # fatalús. Uti um sveitirnar mun ástandið yfirleitt vera svipað, í sumum hreppum e. t. v. eitthvað skárra, en annarsstaðar líka þeim mun verra. í Barnaskóla Akureyrar eru kringum 700 börn og hafa á undanfarandi árum við aðal- skólaskoðun verið 40—55 börn árlega, haldin lús eða nit. Reynslan hefir sýnt, að það eru yfirleitt sömu börnin, sem lúsug eru ár eftir ár, og nú á síðasta vetri voru það rúmlega 20 heimili hér, er áttu böm í barna- skólanum, sem höfðu verið haldin lús eða nit síðastliðin 4 ár eða lengur. Hjúkrunarkona barnaskólans hefir unnið mikið starf á undan- förnum árum við hirðingu og af- lúsun þessara barna í skólanum, og einnig með því að fara heim á þessi heimili og leiðbeina hús- mæðrunum í þessu efni, en erf- iðlega gengur að aflúsa heimilin og má ekki búast við varanleg- um árangri með aflúsun barn- anna, meðan svo er, því að „at ósi skal á stemma“. Hve erfiðlega heimilunum gengur með að losna við lúsina, tel eg í flestum tilfellum stafa af því að ekki sé nægilega mikil vinna og þolinmæði lögð í þetta starf af fólkinu sjálfu, og þess ekki gætt nægilega vel að aflúsa alla á heimilinu samtímis, en á einstöku heimilum vantar allan vilja og áhuga fyrir að losna við lúsina. Við beztu lífsskilyrði er æfi- skeið lúsarinnar 34—40 dagar, og þenna tíma getur hún eignast 1900—2000 afkvæmi, og má það teljast álitlegur hópur. Lús- in verpir eggjum er nefnast nit og eru egg þessi frá 7—10 daga að klekjast út, og fer tímalengd- in nokkuð eftir því hitastigi, sem umhverfið hefir, þ. e. fljót- ast klekjast þau út við 35°— 37°, en við lægra hitastig tekur þessi þróun lengri tíma. Eggin (nitin) eru kleedd

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.