Dagur


Dagur - 26.03.1942, Qupperneq 3

Dagur - 26.03.1942, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 26. marz 1942 DAGUR 3 Ritstjórn innlendra og erlendra frétta annast Haukúr Snorrason, heimasfmi 460 Eru menn beðnir að snúa sér til hans með allt það, er varðar al- mennan fréttaflutning blaðsins. — Annað aðsent efni sendist til ]ó- hanns Frimann, ritstj., Hamarsstíg 6, sími 264._Til hans skal einnig senda bækur og rit til umsagnar i blaðinu. Tilkynning. Hérmeð tilkyrmist heiðruðum viðskipta- vinum vorum, að vegna skorts á brauð* formum neyðumst vér til að hætta framleiðslu seyddra rúgbrauða frá 1. apríl n. k. itrauíííícrð Kr. Jónssonar. Itrauð^erð K. E. A. og búvísindadeild Háskólans o. fl. Nœst er að við Norðlendingar gerum með okkur öflug, heilsteypt samtök um að efla okkar höfuðstað, Akureyri, til holls jafnvægis, fylkjum okkur um norðlenzku blöðin eingöngu o. s. frv. Akureyrarblöðin sjást t. d. varla hér vestur í sýslunum. Þetta þarf að breytast.----------Hver sá stjóm- málaflokkur, sem ætlar sér að vinna þjóðnýtt starf, verður að þola gagn- rýni, líka innan sinna eigin vébanda. Öll handjárn og klíkuháttur er óþol- andi. En því miöur er nú víða svo komið, og það jafnvel þar, sem sízt skyldi, að þeir eru taldir beztir, sem alltaf segja já og amen, og standa upp aðeins til að „vitna“ og skila at- kvæðum sínum á kjördegi.---------“ Hveiti — eggjaduft ger — kokosmjölj súkkat — kardemommur sýióp — hjaitarsalt sulta — skrautsykur Pöntunarfélagið. Vil kaupa 1—2 snurpúbáta meðalstóra. Halldór Asyeirsson. sterkri húð og eru límkennd efni á ytra borði þessarar húðar, sem valda því, að nitin límist við hár eða fatnað og hangir þar, þar til lúsin skríður úr hýðinu. Húð þessi hefir mikinn mót- stöðukraft gegn flestum kemisk- um efnum, og er því örðugt að vinna bug á henni með lyfjum, enda er það einmitt ástæðan til þess, hve erfiðlega gengur að vinna bug á þessum hvumleiða og hættulega óþrifagesti. Ýms lyf eru notuð til lúsa- dráps, og eru flest þeirra ágæt, til að vinna bug á þeirri lús, sem skríðandi er, þegar hreinsunin fer fram, en hins vegar vinna þau flest illa á þeirri lús, sem ennþá er ekki skriðin út egginu (þ. e. nitinni), og er því oft nauðsynlegt að halda aflúsun- inni áfram daglega í 7—10 daga, þ. e. á meðan möguleiki er á, að ný lús geti kviknað úr nit- inni. Við eyðingu höfuðlúsar má nota kuprex, kvassanaspritt, eða steinolíu o. fl. með daglegri kembingu í 10—12 daga, og að sjálfsögðu ber þá að aflúsa allt heimilisfólkið á sama tíma, ef fullur árangur á að nást. Sé um fatalús að ræða, er bezt að sjóða öll sængurver, kodda- ver, línlök, nærföt og það af yf- irfatnaði, sem sjóða má án skemmda, svo sem vinnufatnað og því um líkt, viðra sængur og annan þann fatnað, sem ekki verður soðinn og strá í hann lúsadrepandi dufti eða bera lúsadrepandi áburð í hann og láta það vera í sængum og koddunum að minnsta kosti í 10 daga, og mun þetta duga í flest öllum tilfellum, ef ná kvæmni er gætt og enginn á heimilinu fær að sleppa undan þessum aðgerðum. Sjálfsagt er að ganga út frá því á þeim heimilum, sem lúsug eru, að bæði sé um höfuðlús og fatalús að ræða og að báðum verði að útrýma á sama tíma. Stundum heyrast kvartanir um, að börnin fái lús á sig í barnaskólanum hér, enda er vit- anlegt að slíkt getur komið fyr- ir, en sem betur fer er það mjög sjaldgæft að þetta komi fyrir og því oftast óþörf sú mikla hræðsla, sem margir foreldrar hér í bænum eru haldnir, um lúsasmitun í Bamaskóla Akur- eyrar. Hitt er aftur á móti ekki svo sjaldgæft, að þegar farið er að tala um það við mæðurnar, að börn þeirra hafi lús eða nit, þá telji þær börnin hafa fengið þetta á sig í skólanum, þótt vit- anlegt sé að það sé oftast al- rangt, þar r.em viðkomandi börn aru með mikið af nit í hári fyrstu daga skólaverunnar á haustin og hafa sum verið með nit eða lús til fleiri ára. Eg vil að endingu skora á öll þau heimili í bænum og hérað- :nu, sem ennþá hýsa þenna óboðna og oft stórhættulega gest, „lúsina“, að géra nú svo áhrifamikla sókn á hendur henni, að hún verði rekin úr hverju því virki, er hún ennþá heldur, svo að Akureyri megi bráðlega teljast lúsalaus bær og Eyjafjörður „hreint“ svæði í þessum sökum. Þá aðstoð, sem i mínu valdi stendur að veita í baráttunni við lúsina, mun eg fúslega veita fólki ókeypis og hjúkrunarkona Barnaskóla Akureyrar er einnig reiðubúin að aðstoða við þetta hér í bænum eftir föngum. Jóhann Þorkelsson. (Önnur bæjarblöð eru vin- samlega beðin að birta megin- mál greinar þessarar), Ungmennafélagsafmæli Jr Bárðardal er blaðinu skriiað: Á yfirstandandi ári verður ungmennafélagið „Einingin“ í '3árðardal 50 ára gamalt. Það var stofnað árið 1892 af Deim Stóruvallabræðrum, Páli H. Jónssyni hreppstj. á Stóru- völlum og Sigurgeir Jónssyni söngkennara á Akureyri, ásamt fleiru ungu fólki í dalnum. Fyrstu árin fékkst félagið mest við söng, enda hafði það miklum söngkröftum á að skipa. Auk þess var höfuðviðfangsefni sess þá strax, eins og æ síðan, að halda uppi skemmtanalífi með- al unga fólksins í sveitinni. Á liðnum árum hefir félagið sinnt ýmsum verklegum fram- kvæmdum. Árið 1927 byggði Bárðdæla- hreppur samkomuhús fyrir sveitina að Sandvík. Ung- mennafélagið lagði fram all- mikla fjárhæð til húsbyggingar- innar og hefir svo frjálsan að- gang að húsinu eftir þörfum. Nálægt 1920 gaf Tryggvi Valdemarsson bóndi að Hall- dórsstöðum ungmennarfélaginu dálítinn blett í Halldórsstaða- skógi, sem er einn mesti kjarn- skógur sveitarinnar og stendur á milli Halldórsstaða og Mýrar, fremstu bæjanna vestan megin í dalnum. Blett þennan afgirti ung- mennafélagið. Hefir það og grisjað þar ögn og lagað til. Þar heldur félagið árlega samkomu, þá grös eru í blóma. Vorið 1940 afgirti ungmennafélagið tæpa dagsláttu lands á samkomustað sveitarinnar að Sandvík, sem Stefán bóndi Benediktsson í Sandvík gaf því til eigin afnota. Hefir félagið sáð birkifræi í þennan reit og hyggst græða þar upp skógarlund. Allmörg undangengin ár hef- ir ungmennafélagið haft þegn- skylduvinnu á vori hverju, og hefir hver félagsmaður lagt fram hálft dagsverk og frílega óað. Ýmist hefir félagið varið þessari vinnu í eigin þarfir, svc sem til skógræktarinnar, eðs það hefir unnið hjá einhverjum ^ýbyggjum í sveitinni, sem ver- :ð hafa að koma undir sig fótum, allegar þeim sem orðið hafa fyr- ir einhverjum áföllum. Ætlan ungmennafélagsins er. að minnast 50 ára afmælis síns með samkomu 17. júní n. k., þar sem fram á að fara borðhald ræður, upplestrar, erindi, leik- sýning, söngur og dans. M. ö. o. flest það, sem sett hefir svip á fundi þess og samkvæmi, þá 5 áratugi, sem það á að baki sér. Allir þeir, sem einhverju sinni hafa verið í ungmennafélaginu, hvar sem þeir nú eru búsettir, eru velkomnir til Sandvíkur þennan dag. Þessi dagur verður helgaður því liðna, dagur minninga og endurfunda. Þar mætast allir Einingarfé- lagar við hinn heita eld ung- mennafélaganna, þótt árin og fjarlægðin skilji þá annars að, þann eld, sem var aflgjafi og vegvísir íslenzkrar alþýðu á fyrstu tugum aldarinnar, út úr hreysum kotþjóðarinnar, inn í salarkynni nútíma menningar- lífs. Frá happ- drættmu ENDURNYJUN hófst 24. og á að vera lokið 4. apríl. Eftir þann tima má selja númer yðar öðrum, VEITIÐ ATHYGLI! í þetta sinni eru aðein* 12 DAGAR til endumýjunar, vegna páskahelganna. Það er því mikið undir því komið að þér endumýið fljótt. í 2.- -10. FLOKKI eru 5673 VINNINGAR — samtals kr. 1.315.000.00. Það er því augljóst, að taekfærið er tilvalið, að kaupa nýja miða. Kyimið yður tilhögunina. KAUPIÐ NÝJA MIÐAJ ENDURNÝIÐ í TÍMA! Til pásk- amiiK: 'yrir herra: \ Llilliskyrtur, Bindi, Nærföt, Sokkar, Sokkabönd, Axlabönd, Belti, Hanzkar, Treflar o. m. fl. >j'reríð páskainnkaupin ya oss. iKaupfélag Eyfirðinga| tVeínaðarvörudeildin. <n

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.