Dagur


Dagur - 13.08.1942, Qupperneq 1

Dagur - 13.08.1942, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Simi 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnasonai. Fréttir fré N opöurlönd- um T TÍMARITI Amerísk-Skandinavísku stofnunarinnar í New York, er frá var skýrt í síðasta blaði, er m. a. sagt svo frá Svíþjóð. — Á síðastliðnu vori var opnaður til umferðar nýr kafli rafmagnsjámbrautar. Svíar eiga nú meira af rafmagnsknúðum járnbrautarlestum og lengra kerfi raf- magnsjámbrauta en nokkur þjóð í Ev- rópu, nema ítalir. Rafmagnsknúðar járn- brautarlestir ganga nú frá Tralleborg, syðst í landinu, að Riksgransen við landamæri Noregs, og þaðan aflt norður að heimskautsbaug. Þessi vegalengd öll er 2022 kílómetrar. Þessar framkvæmdir spara þúsundir smálesta af kolum árlega. Hin nýja 5 ára landvarnaráætlun kom til umræðu í Ríkisþinginu 9. april s. 1. Þar er ráðgert, að Svíar verji 755 millj. króna til landvarna á ári hverju í þessi fimm ár. Þessi nýja áætlún tekur við af 10 ára áætluninni frá 1936, en sam- kvæmt henni skyldi verja 147 milljónum króna á ári til landvamanna. Fyrri á- ætlunin kvað svo á, að af þessari fjár- hæð skyldi landherinn fá 55%, flotinn 27% og flugherinn 18%. í hinni nýju áællun er landhemum ætlað að fá 45%, flotanum 19% en flughernum 36%. Sórstök nefnd, er undirbjó áætlun þessa, lagði til að herinn fengi stærri skriðdreka, stærri stórskotabyssur, meira af and-skriðdrekavopnum, og að f jórum fótgönguliðs- og riddaraherfylkjum yrði breytt í vélbúnar sveitir. Flotinn á að fá a. m. k. einn 1800 smálesta tundur- spilli og 7000 smál. beitiskip til viðbótar við þau tvö, sem byrjað var á árið 1940. Gautaborg verður gerð að flotahöfn og strandvamimar verða mjög auknar og styrktar þar að auki. Sex nýjar flug- deildir verða stofnaðar. Frá Danmörku er m. a. sagt svo: . . . Thorvald Stauning, forsætisráðherra, andaðist svo sem kunnugt er, hinn 3. maí s. 1. Konungur skipaði fjármálaráð- herrann, Vilhelm Buhl, til þess að taka við embætti forsætisráðherra og gegnir hann því starfi ennþá. Buhl er sagður vera „sterkur" maður, sem ekki muni fús á að láta sveigja sig eða stjómina til samvinnu við Þjóðverja, frekar en orð- ið er. Þó er enganveginn hægt að full- yrða, að þessi breyting á stjóm landsins kunni ekki að hafa ýmislegt í för með sér. Því að ekki er nokkur vafi á, að innan dönsku stjórnarinnar er litill hóp- ur tækifærissinna, sem trúa á þýzkan sigur og sjá persónulegan frama búinn sér og sínum með algerðri samvinnu við Þjóðverja. En það er ekki ofáætlað, að 99% af þjóðinni, — og þar með vonandi talinn Buhl forsætisráðherra, séu alger- lega andvígir Þjóðverjum og „nýskipun" þeirra. Hættumerki gerast tíd Sl. þriðjudag um kl. 5, var gef- ið aðvörunarmerki um loftárás- arhættu hér í bænum og stóð í tæpa klukkustund. Enn sem fyrr eru engar upp- lýsingar að fá um ástæðuna, en ýmsar sögur ganga manna í milli um þýzkar flugvélar í norðri og suðri. Er þetta þagn- arfyrirkomulag yfirvaldanna vægast sagt óhafandi og von- andi má vænta breytinga á því. Það væri áreiðanlega til bóta fyrir alla aðila. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 13. ágúst 1942 44. tbl. Gunnar Jónsson sjúkrahússgjaldkeri; Vfsitala oy verðlag Er ufsitalan rétt? OtreiRnlngur ueritiagsuppiiðtariiinar ætti að uera birtur almenningi a. m. k. 4 sinnum í ðri. suu al stður uerðl um iiann ðeiit Síðan gengishækkunin var staðfest og stríðið hófst, hefir eins og kunnugt er allt verðlag í landinu hækkað mjög mikið. Til þess að launþegar stand- ist kaup á lífsnauðsynjum, hef- ir verið fundin út hlutfallstala, sem á að vera í réttu hlutfalli tala þessi of lág — dýrtíðar- þunginn svo mikill, að þeim, sem sjá þurfa fyrir mörgum í heim- ili, finnst þröngt í búi. Eg vil í þessu sambandi ! birta verðlagstöflu þá, sem hér fer á eftir, til þess að hver og einn geti séð verðsveiflur þær, við dýrtíðina. Hlutfallstala þessi sem orðið hafa síðan 1. jan. er nú 83% og er hún greidd 1938 til 1. jan. og 1. ágúst sem kaupuppbót á grunnlaun 1942. allt að kr. 650.00 á mánuði. Vöruverð það, sem birt er Nú finnst mörgum hlutfalls- hér, er smásöluverð á Akureyri. Hækkun 1 jan. 1938 l.jan. 1942 1. ág. 1942 prósentvis Rúgmjöl 0.30 0.58 0.62 101% Hveiti 0.43 0.74 0.68 55% Hrísgrjón 0.38 1.34 1.34 253% Sagogrjón 0.80 2.10 1.96 145% Hafragrjón 0.42 0.85 0.97 131% Kartöflumjöl 0.55 1.80 1.50 173% Baunir 0.52 1.33 1.33 156% Rúgbrauð 0.55 0.90 63% Hveitibrauð 0.45 0.64 44% Jarðepli 0.35 0.75 0.75 114% Gulrófur 0.25 0.75 0.75 200% Kandís 0.80 2.80 2.80 250% Melís 0.56 1.22- 1.38 129% Strásykur 0.48 0.97 1.36 183% Kaffi óbr. 2.40 3.40 4.40 83% Kaffibætir 2.70 4.50 5.20 93% Kako 2.70 6.20 6.20 130% Te 10.00. 15.00 15.00 50% Smjör 3.80 11.50 14.40 280% Smjörlíki 1.60 3.68 3.68 130% Tólg 1.80 5.50 5.50 206% Nýmjólk 0.30 0.70 0.93 210% Mysuostur 1.25 2.85 3.80 204% Mjólkuro. (30%) 2.50 6.30 8.50 240% Egg 3.00 12.00 10.80 260 % Nautakjöt 1.50 3.50 5.00 233% Kálfakjöt 0.90 2.00 3.00 233% Kindakjöt 1.55 4.00 6.00 288% Hangikjöt 2.00 5.50 6.00 200% Kæfa 2.00 5.00 7.00 250% Kristalssápa 0.90 2.30 3.00 233% Steinolía 0.30 0.54 0.54 80% Kol 0.53 1.45 1.45 174% Fiskur, óslægður 0.15(þorskur) 0.60 300% Þótt nú tafla þessi gefi rétta hugmynd um verðhækkun hinna ýmsu lífsnauðsynja, þá sýnir hún ekki glöggt, hvaða áhrif verðhækkun þessi hefir t. d. á hinn daglega fæðiskostnað. Til þess að sjá glöggt hvaða áhrif verðhækkun þessi hefir á dagfæðið, verður að finna út hvað mikið magn er af hverri tegund í fæðinu. Vil eg í því sambandi birta hér sundurlið- aðan fæðiskostnað sjúkrahúss- ins á Akureyri 1938. Má af honum nokkuð marka niður- reikna síðan hækkun þess hluta vísitölunnar út frá því. Eru samanlagðar fæðistegundirnar hið umrædda ár 127,5 aurar á dag samkv. eftirfarandi töflu: (Framhald á 3. síðu). ilýr sendinerra Mr. L. B. Morris hefir verið skipaður sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, í stað Lincoln MacVeagh. Mr. Morris var sendifulltrúi Bandaríkjanna í Berlín þangað til í desember s.l. Mun hann væntanlegur hingað röðun fæðistegundanna og innan skamms, tlmræður um hosnæðismði- in t bæjarsfjðrn Fjðrbagsnðlnd heimilað að reisa 10 tbOðlr Bæjarstjórn hélt fund s.l. þriðjudag. Helzta mál fundarins var húsnæðiseklan í bænum. — Var samþykkt tillaga frá Árna Jóhannssyni, svohljóðandi: „Bæjarstjórnin heimilar bæj- arstjóra og fjárhagsnefnd að láta reisa á kostnað bæjarins og ákveða lóð með samþykki bygginganefndar, einnar hæðar sambyggingu með innréttuðum allt að 8 íbúðum, sem verði eitt stórt herbergi. og eldhús og 2 íbúðum með 2 herbergjum og eldhúsi“. Er ráðgert, að framkvæmdir séu hafnar nú þegar og hraðað svo sem frekast er unnt. Timbupfarm- up kominn til landsins Undanfarnar vikur hefir ver- ir mjög tilfinnanlegur skortur á timbri í landinu og hafa bygg- ingaframkvæmdir víða um land, t. d. hér á Akureyri, stöðvast af þeim sökum. Nú er von um að TJndaniarna daga hefir siaðið yiir mikil sjóorusta við Salomonseyjar, milli amerískra og brezkra herskipa annarsvegat og japanskra hinsvegar, en Bandaríkjamenn hafa gengið á land á eyjunum og heyja þar snarpar orustur við Japani. — Ekki er kunn- ugt ennþá um skipatjón í orustunni. Myndin sýnir bryndrekarm „King George V.“, 35000 smál. orustuskip. úr þessu rætist í bráð a. m. k. Timburfarmur til Sís er kom- inn til landsins og væntanlega kemur timbur hingað norður næstu daga. 50 íbúðarhús í smíðum Þetta eru 100% meiri byggingaframkvæmdir en íyrir stríö, — en 20 fjölskyldur eru samt húsnæðis- lausar. Fimmtíu íbúðarhús eru í smíðum hér í bænum í sumar, að því er byggingafulltrúi bæj- arins hefir tjáð blaðinu. Árið 1941 voru byggðar hér um 30 íbúðir, en fyrir stríðið voru Frð tsi. nðmsmðnnum r ðmertbu. Halldór Þorsteinsson stúdent héðan frá Akureyri, er nú stundar nám við háskólann í Berkeley í Californíu, hefir á prófi nú í vor hlotið hæstu eink- unn, sem hægt er að taka í spönsku, og var eini stúdentinn er hlaut svo háa einkunn í þeirri námsgrein. Aðalnáms- grein Halldórs í skólanum er hinsvegar franska, og hlaut hann einnig svo háa einkunn í þeirri námsgrein, að hann varð heiðursstúdent, en það er nafn- bót, sem veitt er stúdentum vestra, er hljóta mjög háar eink- unnir. — Halldór er sonur Þor- steins M. Jónssonar skólastjóra hér í bæ. byggðar hér 25 íbúðir á ári, að meðaltali. Þrátt fyrir þessar stórauknu byggingafram- kvæmdir eru húsnæðisvand- ræði með mesta móti á komandi hausti. Munu um 20 fjölskyldur með 79 manns á framfæri sínu telja sig húsnæðislausar 1. október og hafa leitað aðstoðar bæjarins. Þess ber þó að geta, að mörg af þeim húsum, sem nú eru í smíðum munu ekki tilbú- in til íbúðar fyrr en í vetur eða næsta vor. Má því vera að eitt- hvað rætist úr húsnæðisvand- ræðunum þá. Það er þó engan veginn öruggt, þar sem reynsl- an hefir sýnt, að hinar árlegu byggingaframkvæmdir hafa vart nægt til þess að leysa hús- næðismál bæjarbúa allra. Hernaðaraðgerðir fyrir Vest- fjörðum? Samkvæmt símtali við Ingólfsfjörð í gær, hafa rekið þar 2 lík hermanna undanfarna daga. Ekki er vitað með vissu um þjóðerni þeirra. Ekki höfðu heimamenn þar orðið varir við neitt óvenjulegt þar úti fyrir síðustu daga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.