Dagur


Dagur - 22.07.1943, Qupperneq 4

Dagur - 22.07.1943, Qupperneq 4
DAGUR Fimmtudagur 22. júlí 1943 ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e .h. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Bægisá sd. 25. júlí, Glæsibæ sd. 1. ágúst og Möðruvöllum sd. 8. ágúst. Björgunarafrek. Um sl. helgi féll drengur í sjóinn af bryggju á Hauganesi á Árskógsströnd. Með snarræði og dirfsku tókst Jóhann- esi Reykjalín Traustasyni s. st. að bjarga drengnum frá drukknun með því að kasta sér í sjóinn pg synda með hann í land. Þykir þetta vel af sér vikið, þar sem Jóhannes var all- mikið klæddur og gaf sér ekki tíma til að kasta klæðum áður en hann lagði til sunds. íþróttir. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu áður, hafa margir íþróttaflokkar úr Rvík heimsótt Ak- ureyringa undanfarna daga. Glímu- félagið „Ármann" frá Reykjavík hafði fimleikasýningu hér um daginn með kven- og karlaflokkum. Þá hefir Knattspyrnufél. Fram úr Reykjavík verið hér um 10 daga skeið og háð fjóra knattspyrnukappleiki, einn við K. A., jafntefli 1 : 1, og þrjá við úr- valslið úr félögunum hér; í fyrsta leiknum varð jafntefli 1:1. Annan vann Fram með 6 : 0, og þriðja einn- ig, með 3 : 2. Að skilnaði gaf „Fram“ félögum hér málverk frá Þingvöllum sitt hvoru, og bikar til knattspyrnu- keppni. K. R. var hér um síðustu helgi. Keppti það í handknattleik karla (nýjung hér) og vann með 12 : 5; í knattspyrnu sigruðu Akureyr- ingar með 2 : 1. Þá sýndu K. R.-ingar frjálsar xþróttir og leikfimi karla. Loks keppti Víkingur frá Rvík við Akureyringa s. 1. þriðjudagskvöld og unnu Akureyringar með 4 : 3. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. hefir flutt í ný húsakynni. Er prent- smiðjan nú til húsa í „París“, þar sem áður var húsgagnasmíðaverk- stæði Kristjáns Aðalsteinssonar. Sambandsfundurinn (Framhald af 1. síðu). eina miljón. Innstæður í inn- lánsdeild námu 10.8 milljónum og höfðu nær því tvöfaldazt. Sambandsfélögin seldu að- keyptar vörur og iðnvörur, sem þau framleiddu sjálf, fyrir fullar 65.2 miljónir, en innlendar af- urðir fyrir 47.9 miljónir. Öll vörusala Sambandsfélaganna nam því árið sem leið um 113.1 miljón króna. Árið áður nam öll vörusalan 71.2 miljónum og hefir því aukizt um nær því 42 miljónir á árinu. í árslok 19,42 voru starfsmenn allra sambandsfélaganna 875. Stjórn Sambandsins hafa skip- að á þessu starfsári: Einaf Árna- son, fyrrv. alþingismaður, Eyrar- landi, formaður, Björn Kristj- ánsson, kaupfélagsstjóri, Kópa- skeri, Jón ívarsson, kaupfékigs- stjóri, Hornafirði, Sigurður Jónsson, bóndi Arnarvatni, Vil- hjálmur Þór, ráðherra, Reykja- vík, varaform., Þórður Pálma- son, kaupfélagsstjóri, Borgar- nesi, Þorsteinn Jónsson, kaupfé- lagsstjóri, Reyðarfirði. Varamenn: Skúli Guðmunds- son, kaupfélágsstjór~ Hvamms- tanga, Jens Figved, kaupfélags- stjóri, Reykjavík. FunjJurinn fór vel fram. Algjör eining var um að hrinda þeirri sókn, sem komm- únistar hafa hafið til þess að sundra kaupfélögunum og Sam- bandinu í tvennt eða þrennt, og gera samvinnuhreyfinguna þar með máttlitla og veikbyggða. Fær áróður þeirra engan byr og kom það berlega í ljós á fund- inum, Kappreiðar „Léttis“ (Ffamhald af 1. síðu). insdótt/r, Ytradalsgerði, knapi HeJgi Kristinsson. Draumur náði sarna tíma og Haukur, en var þó sjónarmun á eftir að marki. III. verðlaun hlaut Mósi, 5 vetra, úr Eyjafjarðarsýslu, eig- andi Tryggvi Aðalsteinsson, Jór- U//narstöðum, knapi eigandinn. á 21,6 sek., næstur varð Rauður Jónatans Davíðs^onar, Brúna- gerði, á' 21,8 sek. Mót þetta fór mjög vel fram og var til ánægju fyrir alla, sem hafa yndi af hestum og á það horfðu. Aðsókn var sæmileg, þrátrt fyrir töluverða rigningu og mjög áberandi skort á farartækj- um til þess að komast á staðinn frá Akureyri. Geta launamenn ... (Framhald af 3. síðu). „kjarabætur". Sá áróður hefir borið lítinn árangur, því að starfslið kaupfélaganna hefir frá upphafi fundið, að sterkust bönd tengja það við félagsmenn- ina í kaupfélögunum, sem þeir vinna fyrir. Nú boða kommún- istar upplausn kaupfélaga og Sambands, til að gera samvinnu- hreyfinguna máttlausa. Komrn- únistar hafa við hlið tveggja elstu og sterkustu kaupfélag- anna, K. E. A. og Kaupfélags Þingeyinga, smáholur, til við- skipta fyrir flokksmenn sína. Þeir, sem þekkja til á Akureyri og Húsavík, geta gizkað á, hve glæsileg yrði framtíð starfs- manna við kaupfélögin ef kommúnistum tækist að gera félögin jafn gersamlega áhrifa- og þýðingarlaus eins og þessar tvær flokksverzlanir eru, hvort heldur sem litið er á Húsavík eða Akureyri. Sú tilraun að draga embættis- og launastéttir landsins undir áhrif kommúnismans, er dauða- dæmd. Hver sæmilega viti bor- inn maður í þessum stéttum hlýtur að sjá, að ekki líður á löngu, þar til ríkissjóður og bæj- arsjóðir og einstök fyrirtæki verða í miklum vandræðum með alla afkomu sína og þá ekki sízt launagreiðslur. Eina bjargræðið fyrir launastéttir landsins er að ganga í lið með framleiðendum til lands og sjávar, og Iiefja með- þeim einhuga baráttu móti upp- lausnarstörfum kommúnista og bandamanna þeirra. Ef unnt er, að bjarga atvinnulífinu úr þeirn háska ,sem vofir ylir hér, þá er þjóðarskútunni borgið. Þar sem framleiðslan er í heilbrigðu lagi, þarf ekki að óttást verðfall peninganna, atvinnuleysi eða að ríki, bæir og einstök fyrirtæki geti ekki goldið lífvænlegt kaup. Aldrei hefir verið beitt meiri vísvitandi sviksemi í málfærslu við. nokkra stétt, heldur en kommúnistar hafa haft í frammi við eigendur sparifjár og launa- stéttirnar. Þeim hefir verið ráð- lagt að gæta einskis hófs í aukn- um byrðúm á atvinnu til lands- ins. Launamenn hafa átt að trúa því, að ríkissjóður, bæjarsjóðir og einstök fyrirtæki hefðu yfir að ráða ótakmörkuðu fé. Þar væri að ræða um landhelgislaust haf. En nú en,i allar aðstæður þannig, að þessir menn mega1 vita betur. í félagi við komm- únista bíða þeir ósigra og eyði- leggingu. í félagi við framleið- endur geta launamenn og spari- fjáreigendur bjargað þjóð sinni og sér sjálfum. Öruggt samstarf þessara þriggja aðila getur bjarg- að íslenzku þjóðinni úr yfir- standandi voða. I- J- Bæjarstjórn Seyðisfjarðar og sjálfstæðismálið. (Framhald af 1. síðu). þykkja án tafar stjórnarskrá fyr- irlýðveldið, og veröi hún látin ganga í gildi svo fljótt sem íram- ast er unnt og eigi síðar en 1. febrúar 1944. Bæjarstjórn vill í sambandi við afgreiðslu þessa máls leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. *Með mál þetta verði farið senr algert sérmál íslendinga. Engar samningaumleitanir varð- andi það verði uppteknar við dönsku stjórnina og afskiptum hennar og ráðleggingum ann- arra þjóða, ef frarn koma, vísað á bug. 2. Ef nauðsynlegt þykir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði höfð um málið, þá verði hún látin fram fara eigi síðar en fyrri hluta janúarmánaðar n. k. og standi yfir svo marga daga sem þurfa þykir, svo tryggt sé, að allir sem vilja, fái neytt at- kvæðisréttar síns. Atkvæði verði talin heima í hverju kjördæmi að lokinni atkvæðagreiðslunni. 3. Minningardagur um end- urreisn lýðveldis hér á landi, sem einnig verður gerður að minningardegi Jóns Sigurðsson- ar, verði hafður einhvern dag á timabilinu frá 10. júlí til 10. ágúst, t. d. 2. ágúst ár hvert. — Vegna veðurfars og staðhátta, einkum á Austfjörðum og víðar um land, verður að telja 17. júní miður heppilegan sem þjóðhá- tíðardag. Þá vill bæjarstjórnin skora á alla stjórnmálaflokka að hefja nú þegar sameiginlega sókn í blöðum og útvarpi og með fundahöldum, til þess að vekja áhuga og styðja að einingu þjóð- arinnar í þessu stærsta velferðar- máli hennar“. sýnir í kvöld kl. 9: SPELLVIRKJARNIR Föstudag kl. 9: A L G I E R Laugardag kl. 9: SPELLVIRKJARNIR Sunnudag kl. 9: A L G I E R Engin sýning kl. 3 og kl. 5. AUGLVSIÐ í DEGI. SALA Á ÞURRKUÐUM EPLUM stendur nú yfir. Aðeins afgreidd til félagsmanna gegn miðum, útgefnum á skrifstofu voni. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA NÝLENDUVÖRUDEILD VINNUFÖT OG SKYRTUR fáið þér bezt og ódýrast hjá oss. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeild. Eins og myndin sýnir, v er vöxtur manna á- kaflega breytilegur. Það skiptir hins- vegar engu máli fyrir oss. Hvernig sem menn eru byggðir, fara þeir allir jafn harðánægðir út af Saumastofu vorri. — Við látum fötin fara jafn vel á feitum sem mögrurn, háum sem lágum. SAUMASTOFA GEJUNAR húsi K.E.A., 3 ju hæð Tilk/nning Vegna hreinsunar á kartöflu- geymslu bæjarins verða þeir, sem eiga kartöflur geymdar þar, að hafa tekið þær fyrir 1. ágúst n. k. . Bæjarstjóri. TIL SÖLU eru tveir bólstraðir stólar. Afgr. v. á. VETRARSTÚLKA óskast á fámennt heimili á Akureyri frá 1. okt. n. k. Sérherbergi. Hátt kaup. Afgr. vísar á. FJÁRMARK mitt er: Gat hægra, heilrifað og biti aftan vinstra, en ekki biti framan, eins og auglýst var í næstsíðasta blaði. — Brennimark: J. Steins. JÓHANN STEINSSON, Grundavgötu 3, Akureyri. Notuð ritvél óskast keypt. FORNSALAN Sðpa liiniia uanmatu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.