Dagur - 16.09.1943, Page 3

Dagur - 16.09.1943, Page 3
Fimmtudaginn 16. september 1943. DAGUR 3 Norðmerm og Dani og aðrar kúgaðar þjóðir undan oki Þjóð- verja. Brezka afturhaldið mun draga að gera innrás 't stórum stíl eins lengi og það sér sér fært. Til frekari skýringar á þátt- töku Bandamanna í styrjöldinni. má geta þess, að herir hinna tveggja stórvelda, Stóra-Bret- lands og Bandaríkjanna, áttu i höggi við aðeins 2 þýzk herfylki á Sikiley, meðan Rauði herirtn barðist við 210 þýzk hertylki á austurvígstöðvunum. (Leturbr. hér). Soyétvinurinn, ritstjóri „Verka- mannsins", er víst með þessari klausu að kvitta fyrir hergögnin og matvæl- in, sem Bandamenn hafa undanfarin ár flutt í stríðum straumum til Rússa, svo að þetta víðlendasta og frá nátt- úrunnar hendi eitthvert auðugasta og fjölmennasta stórveldi heimsins gæti staðist fjandmönnum, sem þegar höfðu ruðzt langt inn í landið, snún- ing og varið sitt eigið föðurland um stund. Meira var aldrei af þeim kraf- izt. Hann er að kvitta fyrir líf brezku og amerísku sjómannanna, sem farizt hafa í tugþúsundatali við þá flutn- inga og annars staðar í baráttunni við Möndulveldin á höfum heimsins; — hann er að kvitta fyrir skipin og vörurnar, sem sökkt hefir verið í þeirri styrjöld í miljón smálesta tali — allt til þess, „að Rússum blæði sem mest“. — Það er víst „óskapleét leyndarmál" hvar brezki herinn hefir verið niðurkominn í þessum ófriði. Það eru víst Rússar, sem barizt hafa í Sómalílandi, Abessiníu, Libyu, Mar- okkó, Algíer og Túnis. — Það eru víst Rússar, sem háð hafa þunga og oft á tíðum að því er virtist vonlausa — baráttu við sterkustu herveldi jarðar- innar á ótal vígstöðvum í fimm heimsálfum oé veraldarhöfunum öll- um. Það eru víst Rússar, sem knúð hafa fyrsta stórveldi Möndulveldanna þriggja til skilyrðislausrar uppgjafar og velt fyrsta einræðisherranum úr stóli. Það eru víst Rússum, sem er að „blæða út“ í ógurlegri baráttu við Japani — einhverju öflugasta her- veldi á sjó og landi, sem um getur í hernaðarsögu allra alda. Það var víst rússneskum hermönnum sem „blæddi út“ á fjörunum við Dunkerque, meðan blekið á vináttusamningi þeirra Hitl- ers og Stalins var að þorna austur í Moskvu! „Hið ógurlega leyndarmál“. G SÍÐAST en ekki sízt: Með svona skrifum er „Verkamaður- inn“ hér — í anda og krafti þeirra al- þekktu baráttuaðferða og vinnu- bragða, sem kommúnistar hafa æfin- lega tamið sér, alls staðar í heimin- um og í öllum málum, þar sem þeir hafa komið við sögu — að leggja sitt lóð á metaskálarnar til þess að tryggja nauðsynlega samheldni, vin- áttu og skilning meðal Bandamanna, meðan þeir eru sameiéinleéa að leggja höfuðóvin menningarinnar í heiminum, Nazistastórveldin þrjú, að velli. Hvað mundu Rússar og fylgis- menn þeirra í öllum löndum heims segja, ef blöð Englendinga, Banda- ríkjannna og annarra bandamanna þeirra, túlkuðu hinn rússneska mál- stað í þessum anda? Hvernig mundi þeim líka það, ef þessi blöð ræddu um þa& „óskaplega leyndarmál" hvar „rauði herinn ósigrandi", sem búið var að marglofa, að aldrei léti „nokkra tommu af rússneskri jörð úr greipum sér ganga“, hafi verið niður kominn, þegar þýzki herinn flæddi óstöðvandi yfir land „öreiganna" — eitthvert auðugasta land heimsins frá náttúrunnar hendi — allt austur að Volgu og suður að Kákasusfjöllum? Hversu hlýlega skyldi þeim finnast anda í sinn garð, ef „blöð auðvalds- ins“ væru stöðugt að glíma við þá gátu, hvar þessi ógurlegri miljónaher hefði geymt hreystina og karlmennsk- una, þegar honum var að „blæða út“ í viðskiptunum við næstu nágranna sína, smáþjóðina finnsku? Myndi ekki skýringin sú, að hinn óbreytti rúss- neski hermaður, sem að eðlisfari er góðviljaður og meinhægur, hafi hlýtt þeirri skipan foringja sinna með hang- andi hendi, að ráðast tilefnislaust á friðsama smáþjóð? — Og væri það ekki tilvalið umhugsunarefni fyrir þá góðu menn, sem sífellt eru að brjóta heilann um þann „óttalega leyndar- dóm“, hversu duglegir Rússar séu í þessu stríði, en aðrir Bandamenn lé- legir samherjar, að ráða næst þá gátu, hvers vegna Rússar neita Banda- mönnum sínum stöðugt um hernaðar- legar bækistöðvar í Austur-Síberíu En þeir eru þéttir fyrir, ef á þá er leitað. Ég hefi, síðan kommún- istar fóru að sýna sinn innra mann, þráfaldlega heyrt merka bænd- ur fullyrða, að ef byltingamenn dragi saman lið til að stöðva að- flutning til landsins, útflutning gjaldeyrisvöru, eða grípa með ofbeldi framleiðsluvörur sveitanna, þá sé sjálfsagt að láta hart mæta hörðu. Ef kommúnistar vilja Iiindra innflutning á korn- vörum, kolum eða olíu til landsins, í því skyni að svelta lands- menn til undirgefni, þá verði bændastéttin að láta vera að flytja neyzluvörur úr sveitunum til þeirra, sem standa fyrir ofbeldis- aðgerðum gegn framleiðslu landsmanna. Sveitafólkið ann óðulum sínum og er farið að sjá, að ef stefnt er að því að gera þau að eyðikofum og byggðina að eyðimörk, með liðsafnaði undir for- ustu kommúnista, þá séu bændur fullkomlega menn til að fylkja liði á móti og verja heimili sín, atvinnu sína og framtíð barna sinna. Munurinn á varnaraðstöðu bænda og ásóknar kommúnista liggur í því, að kommúnistar hefja sókn með ofbeldi á hendur friðsömum samlöndum sínum og þjóðskipulagi, sem þjóðin hefir reist með margra alda vinnu. Bændur búast til andstöðu, af því að þeir eiga liendur sínar að verja, og ganga ekki lengra en löghelgaður sjálfsvarnarréttur leyfir. Bændur mynda ekki sam- tök til að sækja á verkamenn til að hneppa þá í kúgun. Þvert á móti hefir bændastétt landsins innt af hendi stórvirki til að greiða götu efnaminni stéttanna í þéttbýlinu til meiri velgengni og menningar. Á þennan liátt liggur leið bændastéttarinnar í fótspor Ófeigs í Skörðum. Hann hóf ekki ójöfnuð. En hann þoldi ekki ofríki og yfirgang annarra. Það gera bændur heldur ekki á 20. öldinni. Samstaða bænda á búnaðarþingi í vetur var þýðingarmikið spor. Þar sást bændastéttin í fyrsta sinn sameinuð. í sumar hefir Dagur leitazt við að túlka sömu hugsanir, og fengið hinar beztu undirtektir um land allt. Bændastéttin þráir sameiningu um eigin mál. Ekki til að gera öðrum lífið leitt, heldur til að halda virðingu sinni og rétti. Árangurinn kom í ljós í sex manna nefndinni, sem rannsakaði framleiðslukostnað bænda. Sú staðreynd, að fulltrúi komnninista skar sig ekki úr leik, þá eins og endranær, var ein- göngu að þakka vaxandi samhug bændastéttarinnar. Konnnún- istar vildu ekki á því stigi málsins láta fyllilega koma í Ijós hið sanna innræti til byggðanna. Þeir _\'ita, að bændastéttin býr sig Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, BOGI DANÍELSSON, trésmiður, andaðist að heimili sínu 10. þ. m. — Jarðaríörin fer fram laugardag- inn 18. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1 e.h. Elín Friðriksdóttir. Börn og tengdabörn. Innilegustu þakkir til hinna mörgu, góðu og gömlu Akureyr- inga og allra annana, sem auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför OLGEIRS JÚLÍUSSONAR. Aðstandendur. til þess að ráðast þaðan á Japni, sem lang skemmst og auðveldast er að sækja þá heim. Hvað skyldi „Verka- maðurinn“ og hinn mikli hernaðarsér- fræðingur hans annars hafa að segja um það mál? Citrine um „hinn óttalega ] eyndardóm". AÐ er annars býsna fróðlegt í þessu sambandi að bera saman annars vegar þann tón, sem ábyrgir forvígismenn vetkalýðsins í öðrum löndum heims leyfa sér að viðhafa í Dessu efni og hins vegar hið ósvífna og framúrskarandi heimskulega og hættulega tal, sem þeir ábyrgðalaus- ir fleiprar, sem leyfa sér að tala í nafni verkalýðsins hér, dirfast að bjóða almenningi um þessi viðkvæm- ustu og merkilegustu vandamál nú- tímans. Walter Citrine aðalritari brezka verkalýðsfélagasambandsins og einn af kunnustu forvígismönnum alþýðu- samtaka verkalýðsins flutti ræðu á þingi brezku verkalýðsfélaganna í Southport nú á dögunum. Citrine gerði meðal annars að um- talsefni hinar sífelldu kröfur Rússa um nýjar vígstöðvar og sagði, að óneitanleéa virtist svo sem Rússar vissu ekki af því, að Bretar og Banda- ríkjamenn ættu einum óvini fleira að mæta en þeir sjálfir — Japönum, og það væri ekki smár óvinur, sem þýddi að ganga fram hjá. Hann minntist á það, að Banda- menn hefðu farið fram á það að fá bækistöðvar hjá Rússum til að geta ráðizt á Japana, en ekki fenéið. Það væri óhjákvæmilegt að minna á það, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu nú um langa hríð barizt að minnsta kosti á tveimur vígstöðvum, eða þó raunar möréum. Þá sagði hann, að svo virtist, sem Rússar legðu ekkert upp úr því, sem væri að gerast við Miðjarðarhaf, eða að minnsta kosti töluðu þeir ekki um þá atburði, eins og þeir ættu skilið. „Það er nauðsynleét að sameina allan verkalýð heimsins“, sagði Citrine, „en það er ekki hægt, ef éaénkvæmur skilninéur er ekki fyrir hendi, oé ef við dyljum hver annan skoðunum okkar“. Þriðja leiðin. (Framhald af 2. síðu). lausnin til frambúðar. Þess vegna verða allir umbótamenn, hvar í flokki sem jreir eru, að taka höndum saman og \ inna að því, að samkomulag náist um þessa lausn. Ein stétt, eða fulltrúar hentrar fyrir hennar hönd, hefir tjáð sig reiðubúna að fara þessa leið fyr- ir sitt leyti. Það er bændastéttin. Fulltrúar bænda á síðasta Bún- aðarþingi skáru upp úr með þetta. Fulltrúar annarra stétta sneru upp á sig út af þessu til- boði og vildu ekki við því líta. Sumir þeirra komu aftur á rnóti fram með þá hugmynd, að dýr- tíðina skyldi lækka með einhliða lækkun á verðlagi landbúnaðar- vara, en kaupgjaldið skyldi hald- ast óbreytt. Þetta var ósanngirni og ofbeldistilraun gagnvart bændastéttinni, en ef til vill má afsaka ósanngirnina með jtví, að jrá voru ekki kunnar niðurstöð- ur landbúnaðarvísitölunefndar, sem úrskurðaði hækkun verðs landbúnaðarvara, ef bændur ættu að bera úr býtum eins og aðrar vinnandi stéttir. En ekki fellur tré við fyrsta í högg. Halda verður áfram sam- I komulagstilraunum í þessu efni, jrar til allir skilja, að dýrtíðin verður ekki læknuð með ein- hliða niðurfærslu á verðlagi eða kaupgjaldi, heldur með hlut- fallslegri niðurfærslu á hvoru- tveggja. ATVINNA Nokkrar stúlkur vanar karl- mannafata- eða kápusaum, eða sem vildu læra slíkan saum, geta fengið atvinnu nú þegar eða síðar eftir sam- komulagi. — Nánari upp- lýsingar hjá Ólafi Daníels- syni klæðskerameistara. Saumastofa GEFJUNAR húsi K. E. A. III. hæð. UNGUR REGLUSAMUR með liægð undir að leggja hnefa sinn á borðið í sjálfsvarnarskyni. Þegar Jón heitinn Magnússon vildi 1925 konia upp liði í kaup- stöðunum til að halda verkamönnum niðri nreð vopna- og stétta- valdi, beitti Framsoknarflokkurinn sér einhuga gegn þeirri fram- kvæmd. Samvinnubændur landsins voru þar að verki. Þeir vildu ekki þá og vilja ekki enn brjóta samlanda sína undir húsbónda- vald manna, sem alltaf hafa þá að féþúfu. Framsóknarmenn vilja hins vegar hafa lögreglu, sem heldur í skefjum mönnum, sem vilja fótum troða lög og rétt í þjóðfélaginu. Þess vegna hafa Fram- sóknarmenn beitt sér fyrir þeim umbótum, sem gerðar hafa verið á lögreglu landsins. Því iniður hafa ýmsir af leiðtogum verkamanna ekki þolað 1 >essar aðgerðir, og Jiað er áhrifum þessara manna að kenna, að ríkisvaldið er enn svo veikt, að svo að segja hvaða dag sein er, gæti lítill hópur vopnaðra bófa tekið ráðherra landsins, banka- stjóra þjóðbankans, dómarana í hæstarétti og fleiri af mestu trúnaðarmönnum jrjóðfélagsins og farið með þá upp í Surtshelli, eða til annars þvílíks verustaðar. Þetta ástand er óhafandi. Innan skamms verður ísland raun- verulega sjálfstætt ríki, þegar þjóðin hefir endurreist þjóðveldi fornaldarinnar. Þá hæfir ekki að brenna sig í sanra eldi og fyrr, að hafa ekkert framkvæmdavald. Þjóðfélagið verður að geta fram- fylgt lögurn þeirn, sem dómstólarnir dærna eftir. Það má ekki jrola neinum flokki eða neinni stétt að forða slíkum mönnum frá hegningu með ofbeldishótunum. Hið nýja lýðveldi verður að liafa nógu sterkt lögregluvald til að geta varið stofnanir sínar og jDjóna þeirra móti óvæntum árásum óaldarmanna, sem fótum troða lög landsins í skjóli við ofbeldishótanir múgæsingamanna. Aukið samstarf bænda landsins í sjálfsvarnarskyni hefir sörnu áhrif á ofbeldismenn upplausnarhreyfingarinnar, eins og hnefi Ófeigs í Skörðum hafði á Guðmund á Möðruvöllum. Nálega allir, sem sækja á aðra með ofbeldi, eru sjálfir bleyður. Þegar þeir mæta harðri sjálfsvörn, hætta þeir að hafa trú á ofbeldinu. Við það verða þeir betri og þjóðnýtari menn. En bak við hnefa Ofeigs í Skörðum er hin mikla lausn íslenzkr- ar stéttabaráttu: Allir taki Jiátt í framleiðslunni. Allir njóti ávaxt- anna af erfiði sínu í réttu hlutfajli \ ið afköst vinnunnar. Það er gleðiboðskapur samvinnuhreyfingarinnar, sem hefir verið boð- aður hér á landi í sextfu ár. maður óskar eftir góðu herbergi, helzt í miðbænum eða á brekk- unni. — Afgr. vísar á. TAKIÐ EFTIR! Get bætt nokkrum við í fæði, en sel einnig lausar máltíðir. VEITING AS AL AN SVANURINN, Fróðasund 4, Akureyri. STÚLKUR vantar nú þegar og síðar í vetrarvistir hér í bænurn og víðar, á sjúkrahús, veitinga- hús og við iðnaðarstörf. Talið við. VINNUMIÐLUNAR- SKRIFSTOFUNA. HROSSAKJÖT verður selt í reykhúsinu Norðurgötu 2, á föstudag og laugardag. — Verð: Úr^ frampörtum kr. 3.00 kg„ úr afturpörtum kr. 4.00 kg. Ekki selt minna en 5-10 kg. JÓNAS JÓHANNSSON.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.