Dagur - 25.11.1943, Page 4
DAGUR
Fimmtudaginn 25. nóvember 1943
4
(JR BÆ OG BYGGÐ
I.O. O.F. = 12511268 */a =
Kirkjan. Messað í Glerérþorpi n.k.
'íunnudag kl. 1 e. h.
Dánardæéur. Frú Jónína Guð-
mundsdóttir, ekkja Jónatans Jós-
efssonar, múrara, móðir Tryggva
byggingameistara, lézt að heimili son-
ar síns hér i baenum s.l. manudag,
tæplega níræð að aldri.
Zíon. Athygli skal vakin á því, að
samkomur eru haldnar 1 Zion mið-
vikud., föstud. og sunnudag., kl. 8.30
síðdegis.
Að 1. des. er allt trúað fólk boðið
og velkomið á sameiginlega bæna-
samkomu i Zíon, kl. 8.30 e. h. Sam-
einumst nú einu sinni öll þennan dag,
í bæn fyrir landi okkar og þjóð.
Að 5. des. er söfnunardagur kristni-
boðsins. Frjálsum framlögum til
starfsins verður veitt mottaka a sam-
komunni um kvöldið.
Að 10. des verður 10 ára afmælis
hússins minnzt með hátíðlegri sam-
komu um kvöldið, og hefst hún kl.
8.30. Verða þar vejtingar, ræðuhöld
og söngur. Ólafur Ólafsson segir frá
þriégja mánaða dvöl í Japan. Allir
velkomnir.
Sjötuésaímæli átti Tryggvi Kon-
ráðsson bóndi í Bragholti og oddviti
Arnamesshrepps í gær. Tryggvi er
framúrskarandi vinsæll maður og vel
metinn.
Ávarp til bæjarbúa frá Blindra-
vinafélagi íslands hefir blaðinu bor-
izt Verður birt í næsta tbl.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband af sóknarprestinum,
»r. Fr. J. Rafnar, vígslubiskupi, ung-
frú Úndína Ámadóttir og Sveinn
Kristjánsson verzlunarm. í K. E. A.
Ungfrú Hulda Sigurjónsdóttir og
Arthur Benediktsson Steingrímssonar
hafnarvarðar. Ungfrú Jóna G. Aðal-
bjömsdóttir og Sigurliði Jónasson,
bifreiðarstjóri hér í bænum.
Dánardæéur. Þann 16. þ. m. lézt að
elliheimilinu í Syðri-Skjaldarvík Jón
Magnússon frá Staðartungu, níræður
að aldri. Jón var forsöngvari í Myrk-
árkirkju um 20 ára skeið fyrir alda-
mótin og var vel kynntur maður í
hvívetna. Hann var fyrsti vistmaður
elliheimilisins.
Útíör Stefáns óðalsbónda Jónsson-
ar á Munkaþverá fór fram frá Munka-
þverá s.l. laugardag að viðstöddu
miklu fjölmenni. Sr. Benjamín Krist-
jánsson flutti líkræðuna í kirkjunni,
en Davíð Jónsson á Kroppi snjallt
kvæði. Stjórn K. E. A. bar kistuna
úr kirkju, en frímúrarar til grafar. —
Kaupfélag Eyfirðinga bar kostnað
allan af útförinni í virðingarskyni við
hinn látna, sem var heiðursfélagi
þess.
Greinargerð frá Bókasafni Krist-
neshælis, um bókagjafir til hælisins,
hefir blaðinu borizt, en vegna
þrengsla verður hún að bíða næsta
blaðs.
Leiðréttiné- Þórey heitir sú dóttir
Stefáns heitins á Munkaþverá, sem
dvelur heima í föðurgarði, en ekki
Laufey eins og misprentast hofir í
síðasta blaði.
Kveniélaéið Hlit heldur fund n.k.
föstud., 26. nóv., kl. 8.30 e. h. í
Skjaldborg (kaffidrykkja).
Barnastúkan Bernskar. beldur
fund í Skjaldborg najstíc. sunnudag
kl. 10 f. m. — B-flokker fræðir og
skemmtir Byrjað verður á Iestri
framhaldssögu.
Framsóknarfélaé Akureyrar hefir
umræðufund í Skjaldborg næstk.
mánudagskvöld kl. 8.30 e. h., sbr.
auglýsingu í blaðinu í dag. Til um-
ræðu er atvinnumál bæjarfélagsins.
Stúkan Brynja nr. 99 heldur
fræðslu- og skemmtih.nd í Skjald-
borg þriðjudaginn 30. nóv. kl. 8 30 e.
h. — Ávarp. — E.indi (Egill Þór-
láksson). — Kvikmvndasýning. —
? — Dans. — Stúkunni Ísafold-Fjall-
konunni nr. 1 er boðið á fundinn.
Samkomu hefir kvenfélagið Hjálp-
in í Saurbæjarhreppi í samkomuhúsi
hreppsins 1. des. n.k. Til skemmtun-
ar verður: Hlutavelta, dans. Veiting-
ar seldar á staðnum. Húsið opnað kl.
9,30 e, h, Ölvuðum mönnum bannað-
1»? íðgsngur.
Hér er í óskilum
RAUÐJÖRP HRYSSA,
veturgömul, ómörkuð, með stand-
fax og stýfðan stall í miðju tagli.
Hross þetta verður selt að þrem
vikum liðnum, ef enginn eigandi
gefur sig fram innan þess tíma.
Hreppstjórinn í Skriðuhreppi,
24. nóv. 1943.
Eiður Guðmundsson.
Glímumenn.
(Framhald af 1. síðu)
ur og annað af því tagi og veiti
jafnvel greiðan gang að vafa-
sömum drykkjarföngum. Og svo
eru búðar-holustöður og buxna-
vasar alls staðar, sem vanskapa
oft góða sál og glæstan líkama.
Meðan ekki er meira aðgert til
að bæta úr þessum annmörkum
— af verkalýðsfélögunum og
öðrum — berast okkur fregnir
héðan og handan um óknytti og
afbrot, um drykkjuslark, uppþot
og ógnarótta á skemmtisamkom-
um.
Nýlega bárust mér fregnir af
þessu frá Húsavík — fallegasta
sjávarþorpi landsins — að
margra dómi. Eg hlustaði skelfd-
ur á fregn þessa, og spurði sjálf-
an mig, hvort nú væri svo kom-
ið menningu JÞingeyinga, að hún
liði þetta og fengi ekki hrundið
þeim ófögnuði af höndum sér.
— Vantaði verkefni hæfilegt og
drengilegra fyrir þá orku, sem
þannig birtist oft í krepptum
hnefurn, æði í augum og heift í
orðum, gagnvart frændum og fé-
lögum?
Síðar barst mér önnur fregn
frá Húsavík, allt annars eðlis:
Karlakórinn „Þrymur" ætlaði að
koma til Akureyrar og syngja.
Og í dag var „Þrymur" hér.
Breyttir tímar gera fært að
fara nú á einum degi, sem áður
tók viku: fara frá Húsavík að
morgni skammdegis, moka sér
færa leið gegnum fannir Vaðla-
heiðar, syngja fyrir hundruð
manna á Akureyri á nóni og að
kvöldi fyrir fólk í Laugaskóla.
Ná svo að lokum heim án hvíld-
ar. Þar er góðu dagsverki lokið.
Þar, og til undirbúnings þessa,
er aukaórku vel varið. Eg fæ
ekki lýst gleði minni yfir því af-
reki nánar en með því að viður-
kenna, að hún hefir gert mig að
betri manni, styrkt trú mína á
hið betra í manneðlinu og auk-
ið mér hæfni að leysa mín störf
af hendi.
Og viðtökur þær, sem karla-
kórinn „Þrymur" fékk hjá
áheyrendum í dag, sanna mér,
að fleiri hafa þar hlotið svipaðar
gjafir. Því að, þegar söngur vek-
ur slíka öldu fagnaðar, þarf ekki
að efa, að áhrifin eru mannbæt-
andi. Svo gott er söngsins eðli.
Mér dettur ekki í hug að telja
sönginn gallalausan eða með
sérstökum ágætum. En áhrif
hans voru augljós, og það er
mest um vert í þessu sambandi.
En t. d. í laginu „Brimrof"
kom greinilega í ljós, að karla-
kórinn „Þrymur" á yfir góðum
söngkröftum að ráða, býr við
góða stjórn, þar sem séra Friðrik
er, og nýtur ágætrar aðstoðar hjá
frú Gertrud (Geirþrúði).
Eg vil ekki hér ræffs um ein-
, „ GUPUPftessm
[pí í!h!:421
KEMISK
FATAHREINSUN 0G LITUN
— Fljót afgreiðsla.
Vönduð vinna.
PRESTON-FROSTLÖGURINN
er kominn
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Véla- og varahlutadeild.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hagkvæm eldivi
-KOKS-
á kr. 180.00 smálestin
RAGNAR ÓLAFSSON H.F.
stök lög og meðferð þeirra, en
eg hlakka til að heyra aftur ým-
is þeirra — eins og t. d. áður
nefnt lag, „Brimrof", „Akurstef",
„Blunda barn í ró“,„hvergengur
þar aleinn" og .Napolinætur".
Séra Friðrik A. Friðriksson
gefur fyrirmynd lærðum og leik-
um í þessu menningarstarfi —
og er vonandi vel þakkað þar
heima. Hann þreytir af dreng-
skap glímuna.
Eg vil þakka karlakórnum
„Þrymi" innilega fyrir þá gleði,
sem hann veitti mér með söng
sínum og óska honum af alhug
heilla f framtíðinni.
Akureyri, 14. nóv. 1943.
Jónas Jónsson
frá Brekknakoti.
Borðstofuborð
til sölu. — Upplýsingar í
Síma 460.
Góð kýr
óskast til kaups nú þegar
Afgr. vísar á.
OlVírlKl
til sölu. — Upplýs-
ingar í síma 203.
Tilboð óskast
um mjólkurflutning frá SvalharSs-
eyri með tilheyrandi viðkomustöð-
um, til Mjólkursamlags K. E. A. á
Akureyri, yfir tímabilið frá 1. april
1944 til 1. apríl 1945. í tilboðunum
só fram tekið hvaða eða hvernig
bát hlutaðeigandi hyggst að nota
til flutninganna og með hvaða
kjörum hann vill taka þá að sór.
Réttur er áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum. — Tilboðum só skilað til
undirritaðs fyrir 1. janúar 1944.
Efri-Dálksstöðum, 23. nóv. 1943.
Ben. Baldvinsson.
VETRARFRAKKAR
RYKFRAKKAR (dömu og herra)
JAKKAFÖT
NÆRFÖT
MANCHETSKYRTUR
VINNUSKYRTUR
MORGUNSLOPPAR
SILKISOKKAR
ULLARSOKKAR
HANZKAR (dömu og herra)
fóðraðir og ófóðraðir
ULLARVETTLINGAR o. m. fl.
Verzlunin Vísir
Sími 421. Guðm. H. Arnórsson.
NÝJA Bió
sýnir i kvöld kl. 9:
KRÓKUR Á MÓTI
BRAGÐI
Föstudag kl. 9:
ENGINN KANN
TVEIMUR UNNA
Laugardaginn kl. 6:
ENGINN KANN
TVEIMUR UNNA
Laugardag Jfl. 9:
KRÓKUR Á MÓTI
BRAGÐI
Sunnudag kl. 3 og 5:
KRÓKUR Á MÓTI
BRAGÐI
Kl. 9:
ENGINN KANN
TVEIMUR UNNA
Auglýsing
Þjóðjörðin Neðribær f Flatey
á Skjálfanda er laus úr ábúð í
fardögum 1944,
Jörðin hefir 5 hektara tún f
góðri rækt, liefir tilkall til 14 af
dúntekju og trjáreka í Flatey. Á
jörðinni er íbúðarhús úr steín-
steypu með miðstöð, vatns- og
skólpleiðslu, fjós fyrir 6 gripi,
fjárhús fyrir 50 kindur, hlöður
með jámþaki fyrir heyfeng jarð-
arinnar, stór kartöflugarður, er
vel sprettur í, sjóhús fyrir 1 vél-
bát á góðum stað rétt við Flat-
eyjarbryggju getur væntanlegur
ábúandi haft forkaupsrétt að. --r
Lysthafendur snúi sér fyrir jan-
úarlok 1944 til hreppstjórans f
Flateyjarhreppi, sem gefur allar
nánari upplýsingar.
Karlmannapeysur
Drengjapeysur
Vettlingar
Leistar
Kuldahúfur
fyrirliggjandi —
Ií. E. A.
Vefnaðarvörudeild.
Hið ódauðlega listaverk
Þúsund og ein nótt
kemur út innan skamms, prýdd
400 myndum, í 3 stórurn bind-
um. Fyrst^ bindið kemur út fyr-
ir jólin og verður safnað áskrif-
endum að því. Geta þeirr sem
vilja, snúið sér til Bókaverzlur\-
arinnar Eddu á Akureyri, scm
tekur á móti áskrifendum,
Vel unnir leistar
keyptir í Skipagötu 4, efstu hæð.
NÝKOMIÐ
FJÖLNIR, 2. og 3. hefti,
og Timarit Þjóðrœknisfé-
lagsins 1943.
Áskrifendur vitji bókanna
sem fyrst.
Bókaverzlunin EDDA
Akureyri.
Þar sem
engar fjaðrir eru fáanlegar,
bý ég nú til fjaðralausa
svefnbekki (dívana).
JÓN HALLUR
FÓÐURBLANDA
fyrirliggjandi.
VERZLUNIN L0ND0N
Fyþór Tótnaiwop.