Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 2
2 Fimmtudaginn 6. janúar 1944 DAGUR STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ Mörgum virðist ískyggilega horfa um stjórnmálin á landi hér um þessar mundir. Það er og mála sannast, að margt er þar gengið úr skorðum. Má þar einkum til nefna, að á Alþingi er enginn samstæður meirihluti og engin þingræðisstjórn í land- inu. Á Alþingi skortir alla verk- stjórn. Þar af leiðir, að þingin eru löng og aðgerðalítil, öll þingstörfin ganga seint og sila- lega. Afgreiðsla þein'a, mála, sem ekki verður komizt hjá að ljúka, ber þá líka merki alls þessa. Nægir í því efni að vísa til afgreiðslu fjárlaganna, dýrtíðar- málanna og tekjuöflunarmál- anna. Það er lítt skiljanlegt, að þetta geti staðið svo um mjög langan tíma. Fyrr en varir getur ástand- ið í atvinnulífi þjóðarinnar og fjárhagsmálum hennar hrópað svo hátt á ákveðnar úrlailsnir, að ekki verði undan komizt að úr skeri og að ákveðin og hrein stefna verði tekin í stórmálum þjóðarinnar. í þeim átökum, sem þá verða, veltur á miklu fyrir þjóðina hvaða stefna sigrar. Þar getur verið um þrjár stefnur að ræða: í fyrsta lagi einræðisstefnu kommúnista, í öðru lagi kyrr- stöðu- og yfirdrottnunarstefnu stóratvinnurekenda og auð- manna í landinu, og í þriðja og síðasta lagi gætna umbóta- og félagshyggjustefnu, sem setur svip sinn á þjóðfélagsbreyting- amar eftir stríðið og hefir sam- vinnustefnuna að leiðarljósi. Hiklaust skal því hér haldið fram, að hin síðast talda þjóð- málastefna, umbóta- og sam- vinnustefnan, beri langt af hin- um báðum til velfarnaðar þjóð- inni. En eins og kunnugt er, eru það Framsóknarmenn, sem einir flokkanna skipa sér ótvíræðast undir merki þeirrar stefnu. í þeim átökum, sem framundan eru, hefir því Framsóknarflokk- urinn mikið hlutverk af hendi að inna í þá átt að afla umbóta- og samvinnustefnunni aukins fylgis, en hindra það, að hinar stefnurnar verði ofan á, ekki af persónulegri óvild til þeirra for- ingja, er fyrir þeim standa, held- ur eingöngu af umhyggju fyrir velferð þjóðarinnar. En hvaða líkur eru nú fyrir því, að Framsóknarflokknum aukizt enn fylgi og eflist að áhrifum? Lítum fyrst til bændastéttar- innar. Deilur þær, sem nú eru háðar um málefni bænda og af- stöðu flokkanna til þeirra, hljóta stórum að auka líkurnar fyrir því, að fylgi Framsóknarflokks- ins vaxi í bændakjördæmum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir fram að þessu átt nokkru fylgi að fagna. Bændur hafa á nýjan leik þreifað á því, hverjir fastast standa á verðinum fyrir þeirra hönd, þegar á reynir. Eru dæmin um þetta deginum ljós- ari. Á Alþingi er nú þannig ástatt, að eigi má tæpara standa að þar nái fram að ganga mörg hin mestu óþurftarmál í garð bændastéttarinnar og samtaka þeirra. Stjórnmálasamtök leið toga verkamanna stefna að full- kominni upplausn í þjóðfélag- inu af völdum kommúnista, og beita þeir þingstyrk sínum gegn málstað dreifbýlisins á ýmsan hátt og tvímæl’alaust í óþökk margra þeirra manna, er þeir hafa blekkt til fylgis við sig við síðustu kosningar. F.r auðséð á öllu, að samstarf milli vinnandi framleiðenda og verkamanna í landinu er útilokað, þar til verkamönnum hefir unnist tími til að meta að verðleikum fram- komu hinna kommúnistisku leiðtoga. Er mikið undir því komið, að verkamenn átti sig á þessu fyrr en seinna, því sam- starf milli þessara tveggja vinn- andi stétta er brýn nauðsyn. Þá er og engum vafa bundið, að meðal vinnandi framleiðenda við sjóinn er vaxandi skilningur á gildi aukins félagsmálastarfs og vaxandi traust á úrræðum sam- vinnunnar. En þar sem Fram- sóknarflokkurinn beitir sér sér- staklega fyrir þessum félagsanda og þessum úrræðum, má hik- laust vænta þess, að í sambandi við þessa félagsmálahreyfingu bætist verulega við fylgi flokks- ins við sjávarsíðuna. Mestu skiptir nú sem fyrr, að Framsóknarflokkurinn hafi á reiðum höndum tillögur til úr lausnar þeim miklu vandamál- um, sem framundan eru, og bei j- ist fyrir framgangi þeirra í ná- inni samvinnu. Framsóknar- flokkurinn hefir nú þegar Iagt fram tillögur um marga þætti landsmálanna. Má þar nefna til- lögur flokksins um skipun milli- þinganefndar, til þess að gera til- lögur um verklegar framkvæmd- ir eftir stríðið og skipulag stórat- vinnurekstrar í landinu, tillögur flokksins í félagsmálum sjávar- Árbækur Menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins 1943. — Saga íslendinga. — Stjómmálasagan. — Andvari. — Almanakið. pYRRI hluti árbóka Mennta- málaráðs og Þjóðvinafélags- ins fyrir árið 1943 kom út og var sendur félagsmönnum og áskrif- endum út um land skömmu fyr- ir jól. Er hér enn um að ræða álitlegan skerf góðra bóka fyrir lítið gjald, en bagalegt er og vítavert, hve seint þessar bækur eru enn á ferðinni — drukkna og gleymast miklu fremur en ella myndi í ösinni á yfirfylltum bókamarkaðinum fyrir jólin, — og sumar þeirra koma jafnvel ekki út fyrr en einhverntíma á næsta ári. Bækur þessar yrðu vafalaust bezt þegnar og helzt lesnar, ef þær kæmu út á þeim tímum árs. sem fæst nýrra bóka berst annars á markaðinn, seinni hluta vetrar og snemma á haustin. Væri harla æskilegt, að forráðamenn „þjóðarútgáf-. unnar“ reyndu hið fyrsta að færa útgáfustarfsemi sína f það horf Hér er ekki tækifæri til að rit- dæma þessar bækur, heldur verð- ur þeirra aðeins lauslega getið hverrar fyrir sig. Saga íslendinga verður eitt hið myndarlegasta og eigttleg* útvegsmála, og loks má nefna baráttu flokksins í félagsmálum sjávarújtvegsins. Eru þetta að- eins nokkur dæmi um stefnu Framsóknarflokksins í landsmál- um. Allir þeir, sem aðhyllast úr- ræði og friðsamlegar umbætur, verða að standa fast saman gegn tilræðismálum og upplausnar- starfi kommúnista og gegn því undirferli að gera þjóðfélagið óstarfhæft mcð byltingu í fram- sýn. Öllum málatilbúnaði kommúnista verður að mæta með einhuga baráttu allra Fram- sóknar- og samvinnumanna. En jafnframt verður að gera sér það vel ljóst, að það eitt út af fyrir sig að vera á móti kommúnistum er ekki nóg. Það þarf fleira að gera, ef takast á að setja svipmót samvinnustefn- unnar á úrlausn þeirra vanda- mála, er óleyst bíða framundan. Allir frjálslyndir og hleypi- dómalausir menn þrá þjóðfélags- legar umbætur eftir vegum þing- ræðis og lýðræðis. Þessa þrá verður að ör\'a og glæða. Þetta er hlutverk Framsóknarflokks- ins, af því að hann er frjálslynd- ur miðflokkur. Þess vegna verð- ur hann að halda merki sam- vinnunnar og þjóðfélagslegra umbóta hátt á lofti, taka frjáls- lega, hóflega og skipulega á þeim nýjungum, sem fram þurfa að ganga, til þess að skapa rétt- látara og betra þjóðfélag, Þá munu umbótamenn í öðrum flokkum finna að um slíka stefnu getur tekizt samstarf. Þá aukast líkurnar fyrir því, að leið umbóta og lýðræðis verði valin, en ekki leið byltinga og ofbeldis, né kyrrstaða og ofríki, sem báð- ar leiða til glötunar. En takist ekki þrátt fyrir þetta að skapa nægilega sterkt sam- starf umbótamanna, en komm- únistar og kyrrstöðumenn megni asta rit íslenzkt, þegar hún verð- ur öll komin út. Var og er þess hin mesta þörf, að „söguþjóðin“ eignist sína eigin sögu, sæmilega ítarlega og búna eftir beztu föng- um. Þau tvö bindi, sem þegar eru komin út, eru einnig að flestu leyti vel og prýðilega úr garði gerð og vafalaust traust og greinargóð fræðirit á sína vísu. Hins vegar verður því ekki neit- að, að þau virðast — fyrir leik- manns sjónum a. m. k. — óþarf- lega tyrfin og þung í vöfum fyr- ir almenning, enda gætir þar fremur fræðimannlegrar og bók- stáfsbundinnar söguskoðunar og þekkingaratriða dálítið þung- lamalegrar persónusögu en skap- andi, frjórrar — og skemmtilegr- ar — heildarsýnar út yfir sjónar- svið miðaldanna. Er þess ósk- andi, að síðari bindin verði al- þýðlegri og andríkari að þessu leyti, og mætti t. d. gjarnan lífga þau upp með langtum fleiri myndum og almennum og alþýð- legum aldarfarslýsingum og menningarsöguþátturn. — í þess stað að ná yfirhönd í þjóð- málunum, þá er að taka því. Meiri hluti þjóðarinnar á þá ekki betra hlutskipai skilið, og samvinnumenn geta haft rólega samvizku, ef þeir hafa rækt skyldu sína og gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að móta stefnuna. Það er kunnugt, að Sjálfstæð- isflokkurinn á Alþingi er klof- inn um flest meiriháttar mál. Nokkrir menn í flokknum styðja einstöku mál, er varða bændur, sumir þeirra í þeirri ^von að glata þá ekki kjörfylgi. En af- staða flokksins í heild sinni er nú þannig, að ekki er unnt að koma á samkomulagi við hann um nokkra stefnu, er framkvæm- anleg væri eða þannig byggð upp, að vandamálin leystust. Það er og vitanlegt, að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksinsljá fylgi sitt hatrömmustu fjand- skaparmálum í garð bænda og samvinnumanna, enda ekki undrunarvert, þar sem í flokkn- um eru ófyrirleitnustu andstæð- ingar samvinnustefnunnar. Þess vegna fer þvi fjarri, að bændur og samvinnumenn eigi öruggt skjól, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn er. Niðurstaðan verður því óneit- anlega sú, að vinnandi framleið- endur til sjávar og sveita og sam- vinnumenn geta ekki treyst neinum öðrum flokk en Fram- sóknarflokknum fyrir málefnum sínum. Hitt er svo annað mál, að Framsóknarmenn munu að sjálfstögðu leita stuðnings við þau mál, er þeir hafa áhuga fyr- ir, hjá öllum þeim mönnum inn- an annarra flokka, sem fáanlegir kunna að reynast til stuðnings við einstök málefni. Það, sem Framsóknarmenn munu nú m. a. taka til meðferð- ar, er, hversu koma skuli f veg fyrir atvinnuleysi^, að stríðinu Sennilega munu þau tvö harla ólíku heildarrit um þjóðarsögu vora, sem nú eru að koma út: Arfur íslendinga og Saga íslend- inga, fylla hvort annað upp og reynast hvortveggja ómissandi eign hverjum þeim íslendingi, er eiga vill sem skilríkust yfir- litsrit um sögu, erfðir og menn- ingu sinnar eigin þjóðar. Hið nýútkomna bindi verður hið sjötta í röðinni, og fjallar um tímabilið frá 1701-1770. Hefir dr. Páll Eggert Ólason samið. fyrri hluta þess, en dr. Þorkell Jóhannesson hinn síðari, og er hann öllu léttari aflestrar og nærri þvf að vera alþýðlega skrifaður og gefa skýra heildar- sýn og höfuðdrætti efnisins. íNokkur lýti eru það á bókinni, (að stafsetning höfundanna er nokkuð sín með hvoru móti, og er bókin því illa samræmd að því leyti sem ein heild. . . Almenn stjómmálasaga síð- ustu tuttugu ára eftir Skúla Þórðarson virðist hið prýðileg- asta rit, skemmtileg og alþýðleg Öllum vinum okkar nær og fjær, sem glöddu okkur á fimmtíu ára hjúskaparafmæli okkar með gjöf- um og ámaðaróskum, þökkum við af hug og hjarta. Helga Illugadóttir, Sigurlón Jónsson, BCrossi. loknu, hversu stefna skuli að aukinni skipulagningu landbún- aðarins, hversu auka megi félags- legt öryggi landsmanna og hverj- ár breytingar séu nauðsynlegar á stjórnarskipun landsins, aðrar en þær, sem beint leiða af því, að lýðveldi verður stofnað í stað konungsríkis. Nú verður það að vera verk allra flokksmanna að efla Framsóknarflokkinn til þessara og fleiri átaka. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem von getur verið um að geti orðið samstæður ráð- andi flokkur á Alþingi. Sjálf- stæðisflokkurinn er að vísu mannflestur sem stendur, enda er hann saman settur af mjög ólíkum frumefnum. Nokkur hluti hans hefir sterka tilhneig- ingu til að daðra við kommún- ista, en aðrir vilja taka tillit til framleiðenda. Það eru því engar líkur til, að Sjálfstæðisflokkur- inn ,eins og nú er ástatt fyrir honum, geti myndað nokkra heildarstefnu í þjóðmálunum. Samvinnumenn og vinnandi framleiðendur verða að eiga öfl- ugasta þáttinn f þvf að eyða hinni kommúnistisku kreddutrú og byltingaórum. aflestrar og gagnfróðleg. Er fróð- leiksfúsri alþýðu að henni hinn bezti fengur, og ætti ritið að vera mönnum góð stoð og haldreipi til þess að átta sig á heimsvið- burðum síðustu tíma, ástandi og horfum í þeini veröld, sem við lifum í, og reynist okkur flestum fremur flókið og stopult sigur- verk, ekki sízt stjórn- og félags- málabaráttan úti f hinum stóra heimi, en þaðan koma þó raunar flest þau veður, er straumhvörf- um valda f samfélaginu — einn- ig hér yzt úti á hjara heims. Andvari flytur grein um Eln- ar H. Kvaran eftir Þorstein Jóns- son og auk þess skrifa þeir stjórn- málamennirnir Jón Blöndal, Jör- undur Brynjólfsson, Gísli Sveins- son og Einar Olgeirsson sína greinina hver um afstöðu sína — og síns flokks - til sjálfstæðis- málsins. Almanakið flytur að þessu sinni - auk tímatalsins sjálfs - greinar eftir Jóhann lækni Sæ- mundsson um tvo fræga, erlenda lækna og uppgötvanir þeirra; árbók íslands 1942 eftir Ólaf Hansson; yfirlitsgrein um fisk- veiðar íslendinga 1874—1940; úr hagskýrslum Islands eftir Þor- stein Þorsteinsson hagstofustjóra, og loks smælki. j, jfjf. FRÁ BÓKAMARKÁÐINUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.