Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 3
3 Fimmtudaginn 6. janúar 1944 _ DA'G'UR • " ' t Jónas Jónsson: ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR Misjafnt ár er horfið í aldanna skaut. Nýtt ár er að hefjast með miklum vonum og nokkrum ugg, vegna voðaþunga yfirstandandi átaka í heiminum. Árið sem leið flutti þjóðinni aukið fjármagn, á pappírnum að nrinnsta kosti. Afli og verð var hagstætt á sjávar- afurðum. Vorið kalt og sumarið úrfellasamt með afbrigðum i meira en hálfu landinu. Heyfengur var þar rýr og dýr. Spretta í görðum sama og engin í flestum héruðum norðanlands. Hey lögð- ust undir fönn um gönguir, en þó tók þann snjó í vetrarbyrjun. Fjárpestin hélt áfrám hermdarverki sínu og byrjaði að leggja undir sig nýjar byggðir. Það var mörg búmannsraunin, eins og stundum fyrr. En sveitafólkið hvikaði ekki frá starfinu. En mörg- um bónda þóttu ómaklegar kærur kvenna í kaupstöðum yfir því, að ekki væri nóg mjólk, rjómi og skyr á boðstólum eftir þvílíkt árferði, sem verið hafði í vor og sumar sem leið. Inneignir og skuldagreiðslur. íslendingar hafa um nokkurra mánaða skeið hætt að vera áber- andi fátækir. Peningar hafa streymt til nálega allra manna og allra stétta. Ótrúlega margir menn hafa greitt skuldir sínar að fullu, og eiga auk þess verulegar innstæður í bönkum og spari- sjóðum. í bönkum erlendis eru nú geymd, sem eign íslenzkra manna, nokkur hundruð miljónir króna. Fyrir fjórum árum, eftir nálega 10 ára verzlunarkreppu, varð að vega og meta hverja krónu sem átti að greiða út úr landinu. Reykjavíkurbær fékk hverja neitunina af annari í öllum nálægum löndum, af því að peningamönnum ytra þótti vanséð, að íslendingar gætu greitt afborgun og vexti af hitaveituláni. Núverandi aðstaðá er lík þætti úr Þúsund og einni nótt. Ef vel væri á haldið, gætu þeir fjármun- ir, sem nú eru í eigu íslendinga, orðið til að skapa stórfellda skipa- eign, ræktarlönd og til að leiða rafmagn inn á hvert býli í landinu. En þessi skyndigróði getur líka horfið allur á svipstundu, eins og vorþoka í sólskini. Mikið veltur á fyrir íslendinga, hvora leiðina þeir velja. Traer stefnur. Kommúnistaflokkurinn hefir í bili náð undir vald sitt miklu af verkamannastétt landsins, allmiklu af starfsmönnum ríkis og bæja, ög á ítök í allmörgum kunnum mönnum í öllum gömlu þjóðstjórnarflokkunum. Þessir menn fylgja fordæmi Héðins. Kommúnistar gefa þeim vilyrði um stuðning til áhrifa og met- orða, og lokka þannig hvern smáhópinn af öðrum úr réttri að- stöðu í kringumstæðum vonbiðils. En öll vinmæli kommúnista við menn úr borgaralegum flokkum enda á sömu leið eins og sam- vistir þeirra við Héðin Valdimarsson. Annars er ekki rétt, að bregða kommúnistum um, að þeir villi á sér heimildir. Þeir hafa skapað dýrtíðina, og halda henni við til þess að atvinnulíf borg- aranna hrynji í rústir um það bil sem friður er saminn. Þeir hafa skýrt og skilmerkilega sagt, að þeir vilji engan landhúnað hér á landi, nema vélyrkju í útjöðrum kaupstaða og kauptúna til að framleiða kjöt, mjólk og smjör handa þeim, sem í þéttbýlinu búa. Sjálfstæð bændastétt er þá ekki lengur til, og nálega öll sveita- byggð lögð í eyði. Þegar verðhrunið kemur eftir stríðið, neita kommúnistar að lækka kaupið, þó að afurðirnar hafi fallið um 80%. í sama augnabliki stöðvast allur atvinnurekstur til lands og sjávar. Krónan verður felld niður í sama og ekki neitt. Þannig verður eytt innstæðum banka og sparisjóða heima fyrir, með því að gera þær verðlausar. En innstæður utanlands hverfa skjótt til daglegrar eyðslu, ef framleiðslustarfsemi er lömuð. Á rústum þessum þykjast kommúnistar síðan geta byggt deild úr Rússa- veldi og undir verndarvæng útbreiðsludeildar kommúnista er- lendis. Þá er lokið séreign einstaklinga, sjálfstæðum atvinnurekstri og pólitísku frelsi íslendinga. Búnaðarþing lagði grundvöll að viðreisnarstefnunni í fyrra- vetur. Bændurnir buðu verkamönnum að láta dýrtíðina lækka í vissum hlutföllum, þannig að afurðaverðlækkun landbúnaðarvara og kauplækkun færu saman, eftir fyrirfram gerðu samkomulagi. Þessi aðferð myndi hafa leitt til almennrar lækkunar dýrtíðar í landinu niður í jafnhæð við verðlag í Skandinavíu og Englandi. Þá myndi ekki gerast neitt sérstakt verðhrun eftir striðið. Krónan Iiéldi sínu gildi. Framleiðslan stæði undir þörfum hins daglega lifs. Innstæður í erlendum bönkum yrðu varasjóðir þjóðarinnar, en ekki eyðslueyrir. Til þess tryggingarfjár yrði gripið, þegar framkvæma ætti alþjóðleg stórræði. Kommúnistar neituðu sátta- tilboðum bænda, af því að verðbólgan er bezta vopn þeirra til að skapa upplausn og óánægju og leiða til almenns hruns í fjármál- um og atvinnumálum landsmanna. Enn mun tilboð bænda til annarra stétta standa öruggt og óhreyft. Þar er bent á þá einu leið, sem fær er út úr öngþveiti því, sem kommúnistarhafaskapað og vilja halda við í landinu. Þeir menn, sem nú eiga fé til geymslu innanlands eða utan, mega vera þess fullvissir, að það verður þeim og þjóðinni að litlu eða engu gagni, ef framleiðendur geta ekki í tíma sameinazt um að lackka í einu kaupið og vðruverðið innan- la.nd*. Starí ríkisstjórnarinnar. Eftir að kommúnistar höfðu náð nokkru þingfylgi haustið 1942 unnu þeir að því öllum árum, að sundra borgaralegu flokkunum og hindra samstarf þeirra. Persónuleg gremja út af viðskilnaði ráðherranna í þjóðstjórninni létti Kbmmúnistum þessa skemmd- arstarfsemi. Ráðuneyti Bjöms Þórðarsonar kom eins og þjóðleg nauðvörn. Allr.r almenningur fagnaði því, að fá eins konar borg- aralega samstjórn, sem reyndi að stöðva dýrtíðarflóðið. Nii hefir þessi stjórn starfað í heilt ár. Henni hefir tekizt það tvennt, sem ínest lá á, að halda þjóðfélagsskútunni á floti, og að hindra vöxt verðbólgunnar. Verkamannaflokkarnir og allmargir þing- ntenn Sjálfstæðisflokksins töldu sig ekki vilja eyða fé úr ríkis- sjóði til að halda dýrtíðinni í skefjum. Ráðsettar þjóðir, cins og Rretar og Bandaríkjamenn nota þó þessa aðferð í stórum stíl, og tnegum við vel hlíta fordæmi þeirra. Má og líta á það, að hin mikla fjárvelta gerir mönnum auðvelt að greiða nokkur gjöld til almannaþarfa í þessu skyni. Ef ríkisstjórninni hefði ekki tekizt að halda dýrtíðinni í skefjum. myndi mikill hluti útgerðarinnar nú hafa stöðvazt, sökum of mikils framleiðslukostnaðar. Má af þvi marka, hve tæpt er siglt í dýrtíðarmálunum. „Vinstrl stjóm." Kommúnistar höfðu lamað Alþýðuflokkinn með bandalagstiV boðum, og varð það til þess að Héðinn Valdimarsson varð viðskila við gamla félaga. Sumarið 1942 buðu komihúnistar Framsóknar- mönnum samstjórn með sér og Alþýðuflokknum og gáfu hinni ófæddu sameiningu heitið „vinstri stjórn". Þetta var rangmæli á Framsóknarflokknum, sem jafnan hefir kallað sig miðflokk og verið það. Meiri hluti þingflokka og miðstjómar Framsóknar- rnanna tóku þessu boði kommúnistanna vel, en allir reyndustu samvinnumennirnir í þeim hóp tóku sömu aðstöðu til málsins eins og Jón Baldvinsson, þegar Héðinn vildi trúa kommúnistum. Reyndi ég að gera allt, sem unnt var, til að bjarga flokknum frá vísum vanheiðri og ógæfu af því að ganga í náinn félagsskap við kommúnista. Miklir erfiðleikar voru á þessari leið, m. a. þeir, að flokksþing Framsóknarmanna höfðu tvívegis, 1937 og 1941, al- gerlega fordæmt og harðbannað pólitískt samneyti við kommún- ista. Öllum flokksmönnum í Rvík og raunar um allt land var kunn aðstaða mín til málsins. Fór það þess vegna að vonum, að þeir samflokksmenn mínir, sem höfðu vakandi áhuga fyrir þessu samstarfi, höfðu samtök innan flokksins í allan fyrravetur í því skyni að hindra það, að ég yrði til hindrunar þessum framkvæmd- um. Eftir langvinnt samningaþóf allan veturinn, sýndu kommún- istar stéttarbræðrum mínum staka ókurteisi og lítilsvirðingu með því að hætta að sækja samtalsfundina, en lýsa hins vegar yfir í blaði sínu, að þeir vilji engin pólitísk mök eiga við Framsóknar- menn, nema ef mér væri komið út í yztu myrkur, og flokksmenn- irnir gæfust upp skilyrðislaust og kæmu sem einstaklingar inn f flokk byltingarmanna. Flér var beitt sömu aðferð og við Héðin: fagurgala, en síðan hatri og lítilsvirðingu. Aldrei fyrr hafði að- dragandi samstjórnar verið auglýstur svo mjög og lofað mikilli ástúð, en þegar til kom beitt fádæma ruddaskap af þeim, sem vakið höfðu þessar giftulitlu samstarfsumræður. Árásímar á hendur bændum. Um sama leyti og kommúnistar gerðu Framsóknarmönnum fala stundarvináttu sína haustið 1942, lýstu þeir yfir á flokksþingi sínu, áð þeir hefðu hug á að eyðileggja samvinnufélög landsins og Sambandið með því að leysa þau sundur með innanfélagsófriði og sundrungu. Sumarið 1943 létu þeir tvo fulltrúa sína á Sam- bandsfundi á Hólum byrja að rækja þessa köllun. Beittu þeir sér fyrir nokkrum tillögum, sem hnigu allar í þá átt, að sundra félags- skapnum. Fulltrúar úr öllum þrem borgaralegu flokkunum veittu sendimönnum kommúnista þungar búsifjar með skörpum en kurteisum rökræðum, og þóttust kommúnistar ekki hafa komið í annan stað, þar sem minna fór fyrir þeim, hvernig sem á var litið. Alþing kom saman í byrjun september og stóð nálega fjóra mán- uði. Allan þann tíma var höfuðágreiningurinn milli kommúnista og framleiðenda. Fluttu kommúnistar fyrst frumvarp um að ræna bændur í 8 sýslum sunnan- og vestanlands, sem byggt hafa upp Samsöluna sem eitt hið bezt starfrækta og traustasta stórfyrirtæki á landinu. Fylgdu síðan önnur frumvörpu, ályktanir og fyrir- spurnir 1 sama anda, allt miðað við að gera bændastétt landsins sem mestan skaða og skapraun. Aiþýðuflokkurinn fylgdi komm- únistum að öllum jafnaði í þessari sókn, og þar nálægt voru nokkr- ir Sjálfstæðismenn. Að öllum jafnaði strandaði sókn kommúnista á þingmönnum með fylgi framleiðenda að baki úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum. í þinglok, í des. 1943, samþykktu 14 Framsóknarmenn og 13 Sjálfstæðismenn (P. Ottesen var í sjúkra- húsi, en eindregið með málinu), að veita 10 miljónir króna í verð- bætur á útfluttar landbúnaðafvörur. Að síðustu standa þessir (Frambald á (J. síðy), Ur erlendum blöðum Evrópa hjálparþurfi. Hin fyrsta áætlun um þarfir hernumdu landanna er hernám- inu lýkur, hefir nú verið opin- ber ger af hjálparnefnd Banda- ríkjanna, er starfar í London. Áætlunin er grundvölluð á upp- lýsingum, sem hinar löglegu rík- isstjórnir hernumdu landanna hafa látið nefndinni í té. í hinni opinberu skýrslu er Sovét-Rúss- land ekki meðtalið, þar sem nefndin telur að aðstoð til handa Russum verði svo umfangsmikil og fjölþætt, að hún verði að vera sérskilin og sérstaklega áætluð. Enda þótt þessi þáttur hjálpar- starfseminnar sé ekki meðtalinn, sýnir áætlun nefndarinnar hversu stórkostlegt átak er fram- undan. Á fyrstu 6 mánuðum friðartímabilsins er áætlað, að 48.855.000 smálestir af rnatvæl- um, hráefnum og helzta nauð- synjavarningi þurfi að flytja til hernumdu þjóðanna á megin- landi Evrópu, að Rússlandi und- anskildu. Til flutninganna er ráðgert að þurfi 23.485.000 smá- lestir skipastóls. Með þessu móti yrði þó ekki séð fyrir nema allra brýnustu lífsnauðsynjum þessara þjóða. í áætlun sinni um mat- vælaþörfina lagði nefndin til grundvallar það, sem teljast verður lágmark næringar sem nauðsynleg er hverjum manni, eða 2000 kaloríur á dag. í tölum þeim, sem að ofan greinir, er ekki gert ráð fyrir neinni birgða- söfnun, heldur er magnið miðað við daglega neyzlu. Ekkert tillit er tekið til skorts, sem kann að ríkja í óvinalöndum né meðal hlutlausra þjóða. Störf hjálparnefndarinnar í London munu verða til þess að greiða mjög fyrir því starfi, sem hjálparstofnun sameinuðu þjóð- anna, sem nýlega var sett á lagg- irnar með ráðstefnunni í Atlan- tic City, Bandaríkjum, er ætl- að að vinna, en það varð að sam- komulagi, að stofnunin UNN- RRA, eins og hún er nefnd, fái fé til starfsemi sinnar á þann hátt, að hver þjóð, sem þátttak- andi er í stofnuninni, greiði einn af hundraði af þjóðartekj- um í hinn almenna hjálparsjóð. Tekjur sjóðsins af þessum orsök- um eru áætlaðar 625.000.000 sterlingspunda (einn milljarður og 625 milljónir króna). (London Times). Patulin, nýja undralyfið, læknar kvefið. Prófessor Gye, forstöðumaður krabbameinsrannsóknarstofnun- arinnar í London, hefir fundið nýtt undralyf, sem hefir þá eig- inleika m. a., að lækna menn af kvefi á skammri stund. Patulin er unnið úr sveppategund er nefnist Pendllium patulum. — Hið nýja meðal er talið liafa mikla möguleika gegn ýmsum öðrum sóttkveikjum en þeim, er valda kvefi, en ekki er það'full- rannsakað enn. Fullreynt þykir hins vegar, að það sé nær því Úbrigðul lækning við kvefi. (0r bendon lUuwrateé News),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.