Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Rltstjóm: Ingimar EydaL Jóhann Frímann, Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Ný þáttaskil I»EGAR ,,Dagur“ hóf göngu sína hér í bænum tyrir röskum aldarfjórðungi síðan, var hann liarla smávaxinn og fátæklega til fara, svo sem við var að búast um nýtt smábæjarblað á af- skekktu landshorni. Enn er hann að vfsu ekkert stórblað orðinn, en duglega hefir þó tognað úr honum á þessu tímabili. Er nú svo komið, að ,,Dagur“ er orðinn lang-stærsta vikublað, sem gefið er út hér á landi annars staðar en 1 Reykja- vfk. Þó munar hitt enn meiru, að hann á nú orð- ið lesendahóp á borð við mörg höfuðstaðarblöð- in, og fer lesendum hans og stuðningsmönnum um land allt ört fjölgandi með degi hverjum að kalla. Á öðrum stað hér í blaðinu er í dag gerð nokk- ur grein fyrir þeirri verulegu stækkun, sem verð- ur á blaðinu um þessi áramót, og fyrirætlunum þeim, sem útgáfustjórnin hefir á prjónunum í því sambandi. Eins og menn munu sjá á þeirri greinargerð verður höfuðáhetv.la á það lögð, að með stækkuninni verði blaðinu gert kleift að sinna hinum sérstöku málefnum bæjar og lands- fjórðungs — og dreifbýlisins í landinu yfirleitt — fremur en áður, auk þess sem fréttaflutningur verður aukinn eftir föngum — einkum þó tim þau efni, sem menn eiga síður aðganga aðáannan hátt, í útvarpi og öðrum fréttablöðum. Þá verð- ur og öðru almennu lestrarefni, til fróðleiks og skemmtunar, ætlað meira rúm í blaðinu en áð- ur, svo og aðsendu efni, sem naumast.hefir verið unnt að sinna að nokkru ráði fram að þessu sök- um stöðugra þrengsla í blaðinu. Gerir ritstjórnin sér vonir um, að fjölbreytni í efnisvali geti hér eftir orðið mun meiri en áður og blaðið því læsi- legra og skemmtilegra að sama skapi. Flokkastreitunni í landinu mun eftirleiðis ekki verða sinnt hér í blaðinu þeim mun meira en áður sem rúm þess vex við þessa nýju stækk- un. — Þjóðmálabaráttan er að vfsu nauðsynleg og óhjákvæmileg, og mikil þörf í lýðræðislandi, að þar sé ekki svikizt um á verðinum .En það er bæði, að blöð úti á landi standa illa að vígi að fylgjast gjörla með því, sem gerist á ,,æðstu stöð- um“, þar sem flest þau ráð eru ráðin, er úrslitum valdi í þeim efnum, og eins hitt, að „víðar er guð én í Görðum“ og fleiri nauðsynlegum og almenn- um verkefnum að sinna en þeim eirium, sem helzt er reynt að útklá á grundvelli skefjalausrar flokkastreitu, enda mun öllum fyrir beztu, að fulls hófs og sanngirni sé jafnan gætt 1 þeim leik. — „Dagur mun enn hviklaust halda fram þeirri stefnu, sem hann hefir jafnan fylgt, að leita ráða og úrlausna í hverjum vanda — og þá einnig í þjóðmálaátökunum — á vegum vaxandi sam- vinnu og bróðemis, hófs.sanngirniogfrjálslyndis. Það mun margra mál, að þjóðarnauðsyn beri til, að dreifbýlið sé eflt til holls jafnvægis gegn reg- invaldi höfuðstaðarins. „Dagur“ vill eiga sinn þátt f þeirri viðleitni. Dreifbýlið verðuraðþekkja sinn vitjunartíma og efla síneiginmálgögntil við- náms og varnar. Þeirri varnarbaráttu er þó ekki stefnt gegn Reykvíkingum, því að þeim er og fyr- ir beztu, að þjóðin öll nái eðlilegum og sam- rsrmdum þronka. - GLEÐILEGT NÝTT ARI DAGUR Fimmtudaginn 5. janúar 1944 Risaflugvélar til flutninga Ilandarikjaherínn notar flugvélar til ílutninga í a: stærri stíl. Myndin sýnir tvær slíkar flugvélar á leið til fjarlægra ákvörðunarstaða. Ýmsir þeir, er ræða um ný- skipunina eftir stríðið, telja að loftflutningar muni verða hin mikilvægaata nýjtmg hins nýja tfma. MOÐIR, KONA, MEYJA Nýja árið er gengið í garð. Við höfum kvatt gamla árið, 19-13, og það cr runnið ,,í aldanna skaut“ og kemur aldrei til baka. Enginn veit, hvað hið nýja ár kann að færa okkur, en við horfum frám á veginn örugg og með þá von í brjósti, að þetta nýbyrjaða ár verði gott ár og gæfuríkt okkur öílum. Gott væri á þessum tímamótum að minnast orða predikarans: „Gef mér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð“. Með þeim óskum, að hver einstaklingur megi hljóta sinn „deildan verð" á þessu nýbyrjaða ári, býðut kvennadálkurinn öllum tilvonandi lesendum sín- um gleðilegt nýtt ár. . ik >k 6 1 fyrsta sinn birtist nú kvennadálkur í Degi. — IJessi dálkur, sem framvegis mun heita: „Móðir, kona, meyja", á að verða bæði fræðslu- og skemmtidálkur kvennanna. — Dagur væntir þess, að allir kvenlesendur sínir fagni þessum dálki og virði þessa viðleitni blaðsins til fjölbreytni. í „Móðir, kona, meyja" munu birtast: gagnleg húsráð, uppeldispistlar og ýmiss annarr fróðleik- ur nauðsynlegur hverri konu. Þar að auki mun reynt að birta ýmiss skemmtikorn annað veifið. Að svo mæltu óskar kvennadálkurinn öllum lesendum sínum, enn^á ný, góðs og gleðilegs árs. Eru strætisvagnar ekki orðnir tímabært farartæki hér á Akureyri? n KUREYRI er býsna víðóttumikill bær að tiltölu við íbúafjölda. Því hefir löngum verið viðbrugðið, að drjúgur spölur sé hér milli búrs og baðstofu, þar sem er vegalengdin neðst neðan af Oddeyrartanga og lengst inn í Fjöruna. En vaxtarlag bæjarins hefir löngum þótt minna helzt á fremur krangalegan ungling á gelgjuskeiði, sem lagt hefir allt í lengdina, en er mjór enn og aukvis- inn eins og sauðvingull eða fjallhæra. En ó seinni órum hefir bærinn mjög færzt í aukana, einnig á þverveginn, og seilist nú hátt upp um brekkur og gil, auk þess sem hann leggur nú smám saman undir sig Oddeyrina alla og annað undirlendi, sem hér er til að dreifa, en það er, svo sem kunnugt er, mjög af skomum skammti vestan megin Pollsins. En þegar upp er kom- ið á brekkubrúnimar, er hér mikið víðemi byggilegs og fagurs sléttlend- is sunnan Glerárholta og allt til f jalls. Má ætla, að þar verði vöxtur íbúðar- hverfanna örastur í framtíðinni, þótt verzlunar- og atvinnustöðvar bæjar- ins verði eftir sem áður helztar niðri á sléttlendinu við hafnarbakkann og sjávarsíðuna — í Bótinni, á Oddeyr- artanga og Gleráreyrum. TJÆJARSTÆÐIÐ hér er þannig fagurt og fjölbreytilegt, en á hinn bóginn harla erfitt yfirferðar. Sums staðar tengja brött steinþrep og jafn- vel brýr saman bæjarhluta, ef farin skal skemmsta leið, og er þó þeim samgöngubótum hvergi nærri svo haganlega fyrir komið sem æskilegt væri — enn sem komið er a. m. k. — Mikill fjöldi bæjarbúa þarf því dag- lega — og jafnvel oft á dag — að fara langan veg til vinnu sinnar 'og annarra erinda um bæinn. Og óhætt er að bæta því við, að sú vegferð sé hvorki sérlega auðveld né algerlega hættulaus fyrir marga þeirra, ekki sízt þegar svo viðrar sem nú að und- anfömu, og flughált gerizt á öllum götum og þó einkum þeim, sem bratt- astar em og ógreiðfærastar að öðm leyti. Hljóta margir slæmar byltur eða skrokkskjóður af þeim sökum, svo að stundum heldur við beinbroti eða bana. Og skóslitið og tímatöfin, er af hinum miklu og erfiðu vega- lengdum flýtur, er öldungis vafalaust. r*R NÚ EKKI — að öllu þessu at- “ huguðu — mál tll þess komið, að •Inhvar framtafemamur ng m*m1I«|« stórhuga bifreiðaeigandi taki sig til og geri tilraun til að halda uppi reglu- bundnum ferðum um bæinn með þægilegum og sæmilega útbúnum strætisvögnum? Akureyrskir bifreiða- stjórar og bílaeigendur hafa fyrr gerzt brautryðjendur um samgöngur milli héraða og landsf jórðunga. Er svo ekki tími til þess kominn, að þeir taki að hugsa dálítið sérstaklega um sinn eig- in bæ — svona að öðrum þræði? Slíkar ferðir, sem famar væru á hentugum tímum og eftir hentugum götum frá miðbænum (Kaupvangs- torgi eða Ráðhússtorgi) út um bæinn — niður á Tanga, inn í Fjöru, upp á Brekku og út að Glerá — og inn í miðbæinn aftur, yrðu vafalaust skjótt mjög vinsælar og fjölnotaðar, a. m. k. ó sumum tímum dags, eins og t d. kvölds og morgna og um matmáls- og kaffitíma. 2—3 vagnar gætu komið að miklu gagni fyrst í stað, og reynsl- an myndi skjótt skera úr því, hvort slíkt fyrirtæki væri hæfilega arð- vænlegt og ástæða til, að það færði smám saman út kvíamar. En mjög virðist a. m. k. leikmönnum í þessum efnum sennilegt, að svo myndi fara, þegar athuguð er reynsla sú, sem fengin er um slíkan rekstur annars staðar, svo sem í Reykjavík og Hafn- arfirði. Hvaða sálm syngja þeir nú? 'J'ILKYNNT er í Moskvu að hinn gamli „Intemational“-söngur sé ekki lengur þjóðsöngur Rússa, heldur hafi verið ort nýtt ljóð við lagið og skuli það þjóðsöngur Sovét-Rúss- lands framvegis. Hvaða sálmur verð- ur nú sunginn á rússnesku heimatrú- boðssamkomunum hér? „Stígandi" 2. hefti, I. ár. Nýja timaritið norðlenzka flytur að þessu sinni þessar greinar: Gróið land eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum; Um málvöndun eftir Hall- dór Halldórsson; Ferðasögubrot eftir Siétús Jónsson, og er sú grein prýdd nokkrum ágætum litmyndum eftir ljósmyndum Edvards Siguréeirsson- ar; Bréf frá Sigurdi skólameistara Guðmundssyni til Bjöms meistara Sigfússonar. Kvæði em þama eftir Heiðrek Guðmundsson, Friðgeir H. Beré, Jóhann Frímarm og Þráin. Loks eru í heftinu nokkrar þýddar greinar og sögur og ennfremur rit- dómar eftir ýmsa höfunda. Heftið er hlð læsilegasta og fer Stigandi vel og gæfulega af stað. Fitstjóri hans er Br»/i Si/ífrjAMton. * $ Móðumafnið. Með öllum þjóðum er móðurnafnið I heiðri haft. Með flestum þeirra eru til orðtæki, setú hljóða á þessa leið: „Ein móðir á hægara með að ala önn fyrir sjö börnum, en sjö böm að sjá fyrir einni móður“. „Trygg móðurást blómgast og vex ný og fersk á hverjum degi“, segja Þjóðverjar. Italir segja: „Móðir, móðir! Hver, sem á móð- ir, kallar á hana, en hver, sem ekki á hana, sakn- ar hennar".fe Tékkar segja: „Móðurhöndin er mjúk, þótt hún slái“. * * # Húsráð. Hvltir hringir undan heitum ílátum á gljá- fægðum húsgögnum nást af með blöndu af spritti og bómolíu. Bletturinn er nuddaður með ullarlepp. Á sama hátt má líka ná vaxblettum af húsgögnum. * * * Egg í umgjörð. 4 hveitibrauðssneiðar (stórar). 4 egg. Í4 bolli smjör eða smjörlíki. Salt og pipar. Reykt svinaflesk. Úr miðri brauðsneiðinni er skorið kringlótt stykki undan litlu glasi. Smjörið sett á pönnu óg brauðsneiðarnar bakaðar ljósbrúnar öðrum meg- in. Sneiðunum snúið og eggin brotin og látin varlega í miðju hverrar sneiðar. Brúnað við hæg- an hita, unz eggjahvítan er hlaupin saman. Pipar og salti stráð yfir. Framreitt með brúnuðu fleski. ■s * * Smælki. Fyrir peninga má kaupa mat — en ekki matar- lyst; meðul — en ekki heilsu; mjúk rúm — en ekki svefn; lærdóm — en ekki djúpsæan fróðleik; skraut — en ekki fegurð; völd — en ekki þroska; skemmtun — en ekki gleði; félaga — en ekki vini. (Ámi Garbórg).' * * * ■■. ■■ *m—Sá fer Hfsins leið, er varðveitir aga, en sá villist, er hafnar um- vöndun. — Orf*kvíð>T Salófisom

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.