Dagur - 27.01.1944, Side 2

Dagur - 27.01.1944, Side 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 27. janúar 1944 Úrslitasporin í sjálfstæðismálinu Fulltrúar allra þingflokkanna rituðu undir álit milliþinga- nefndar hinn 7. apríl 1943, þar sem nefndin leggur til, að form- leg sambandsslit við Danmörku taki gildi 17 .júní 1944 í síðasta lagi. Ályktun þessi liggur nú fyr- ir Alþingi ásamt frv. til breyt- inga á stjórnarskránni, sem leiða af sambandsslitunum og stofn- un lýðveldis á íslandi. Ályktun þessi verður vafalaust samþykkt á þinginu, og kemur hún síðan undir atkvæði allra kosninga- bærra manna í landinu. Álykt- unin tekur síðan fullnaðargildi, er Alþingi hefir samþykkt hana að nýju að afstaðinni þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Þannig eru úrslitasporin í sjálfstæðismáli íslendinga ákveð- in, og að því standa allir flokkar. Það mun enginn íslendingur efast um, að úrslit þessa máls nái fram að ganga á þessu ári. En það er ekki sama, hvort þau úr- slitaspor verða stigin á þann hátt að þjóðinni verði til sóma eða vansæmdar. Haldi flestallir eða allir íslendingar saman á þeirri göngu, hljóta þeir virðingu ann- ara þjóða. En gangi þeir klofnir að verki, stofna þeir virðingu sinni í hættu. Eins og kunnugt er, vilja nokkrir mikilhæfir áhrifamenn, að íslendingar hlaupi frá yfir- lýstri stefnu Alþingis í sjálfstæð- ismálinu og slái því á frest um óákveðinn tíma. Þessi stefna þingsins hefir verið auglýst öll- um heimi. Hvað mundu aðrar þjóðir hugsa um þann hringl- andaskap á úrslitastund, ef farið væri að ráðum þessara manna? Það er ekki úr vegi að benda á, að frestunarmenn hafa gefið andstæðingum sínum nýtt nafn. Þeir kalla þá „óðagotsmenn". Einkum hefir „Alþýðumaður- inn“ haft þetta uppnefni mjög á spöðunum. Þessi nafngift bendir til þess, að frestunarmönnum þykir úr- slitum málsins ýtt fram af mikl- um hraða og þá sjálfsagt af ras- anda ráði. Þetta er méira en broslegt, þegar það er athugað, að í heila öld og meira þó hafa Islendingar verið að berjast við að ná því marki, sem þeim loks- ins getur nú tekizt að höndla svo að segja fyrirhafnarlaust. Undar- lega má þeim mönnum vera far- ið, sem enn vilja lengja þenna baráttutíma að þarflausu. Annars væri létt verk og löð- urmannlegt að gefa frestunar- mönnum nafngift í staðinn, væri t. d. ekki illa við eigandi að kalla þá þvergirðinga, því að þvergirðingsháttur þeirra í sjálf- stæðismálinu virðist eiga sér lítil takmörk. Þá mætti líka nefna þá fleygasmiði, því að þeir eru óþreytandi að búa til alls konar fleyga í málið, og eru flestir þeirra fáránlegir. T. d. hafa þeir haldið því fram, að sambandinu megi ekki slíta, af því að fulltrúi íslands i Danmörku hafi varað við því, og ennfremur hafi ís- lenzkir stúdentar í Danmörku samþykkt á fundi að málinu ætti að fresta. En án þess að gera nokkuð lítið úr þessum íslend- ingum í Danmörku, virðist það til nokkuð mikils mælst, að þess- ar raddir eigi að ráða úrslitum í sjálfstæðismálinu, sem þegar hafa verið ákveðin fyrir löngu heima á íslandi með fullri vit- und Dana og annara þjóða. Það er öllum vitanlegt, að nú ríkir annarlegt ástand í Dan- mörku. Landið er hernumið af nazistum, og þar má helzt eng- inn hugsa eða tala af frjálsum vilja, ef hann á ekki að eiga það á hættu að vera hnepptur í fang- elsi eða jafnvel sviftur lífi. Þjóð- verjar fara með landið og íbúa þess eins og þeir eigi hvort- tveggja, og ekki mundu þeir ófúsir á að eigna sér ísland líka, „dönsku eyjuna“, eins og þeir kalla það. Þar sem þýzkir nazistar hafa nú öll ráð í Danmörku, má fara nærri um það hvort þeim sé hug- leikið að „danska eyjan“ fái fullt sjálfstæði og full umráð yfir öll- um málum sínum. Þýzki áróður- inn má sín mikils, og verður því að taka með nokkurri varúð þeim bendingum sem frá Dan- mörku koma um þessi efni, en gleypa þær ekki eins og eitthvert hnossgæti, eins og frestunar- menn gera. Frestunarmenn sjá alstaðar ljón á vegi, og við öll ljónin eru þeir hræddir. Þeir eru hræddir við stjórnmálaástandið í land- inu,' þeir eru hræddir við að móðga Dani og þeir eru hræddir við að styggja konunginn. Satt er það, að stjórnmálaástandið í landi hér er sem stendur miður heillavænlegt, en dettur nokkr- um manni í hug að það batni nokkuð við það, að við séum áfram í sambandi við Dan- mörku? Er ekki nær að vona, að það skerpti ábyrgðartilfinningu stjórnmálamanna vorra og allra landsmanna, að íslendingar réðu einir yfir öllum málum sínum, að þeir væru að fullu orðnir sjálfstæð þjóð? Óttinn við það að móðga Dani er með öllu ástæðu- laus. Fyrir 25 árum viðurkenndu Danir rétt okkar til fullra sam- bandsslita á því ári, sem nú er nýlega byrjað. Hvaða skynsam- leg rök liggja þá fyrir um það, að Danir móðgist yfir því, að við notum okkur þenna rétt? Reynsla síðustu ára hefir einnig að sjálfsögðu skerpt skilning Dana á því, hvers virði frelsi og sjálfstæði tr smáþjóðunum. En hart er það, að til skuli vera nokkur Islendingur á árinu 1944, sem er skilningsdaufari á frelsiskröfur íslenzku þjóðarinn- ar, en Danir voru 1918. Þá er hræðslan við konunginn, Kristján X, illa viðeigandi. Væri frestunarmönnum nær að taka sér til fyrirmyndar konunglega djörfung og hugrekki hans, held- ur en að leka niður af ótta við þenna mæta og frelsisunnandi þjóðhöfðingja. Ef frestunarmenn væru svo skapi farnir, að þeir óskuðu eft- ir viðunandi sambandi íslands við Danmörku, þá væri afstaða þeirra til málsins skiljanleg. En þeir hafa margsinnis lýst því yf- ir, að þeir væru stálharðir skiln- aðarmenn. En skilnaðurinn má bara ekki fara fram á þeim SOGN OG SAGA ------Þjóðfræðaþættir „Dags“------------ Herthu-strandið 1888. (Framhald). skyldi synda með í land. En piltinn brast áræði til að steypa sér í brotsjóana, og varð skipstjóri að kasta honum fvrir borð. — Pilt- inum tókst þó giftusamlega þessi glæfraför, og slapp hann lífs og limaheill í land; tókst að draga til sín gildari streng og festa hann uppi í klettinum. Hófst svo björgun skipverja og tókst hún án nokkurra slysa. Clausen stýrimaður vildi verða eftir á flakinu, því að hann mun hafa fundið að úti var um sig. — Ekki vildi skip- stjóri það. Tókst þeim og að koma stýrimanni í land lifandi, en sárþjáðum. — Þeir leituðu nú uppgöngu um gjá eina, sem Jrarna er, og gengu tveir undir Clausen og studdu hann eða öllu fremur báru. En er þeir voru komnir miðvegar upp á bakkann, bað Clausen þá að nema staðar; hné hann þá niður og var þegar ör- endur. Þáru þeir svo lík hans með sér upp á bakkann. Eigi vissu skipverjar neitt glögglega, hvar þeir voru staddir. Þeir sáu það eitt, að þeir voru þarna innst á mjóu graslendi, sem lá til norðausturs, og voru brattir bakkar með klöppum og for- vöðum sjávarmegin, en fjallshlíð landmegin. Þeim sýndist ófær leiðin inn eftir, undan veðrinu, sem og líka var, því að það eru hinar illræmdu Hvanndalaskriður. Tóku þeir því þann kostinn að halda gegn stórhríðinni og storminum, þótt illá væru þeir til reika, holdvotir og hraktir og sumir skólausir. Eigi höfðu þeir lengi farið er þeir fundu fyrir sér fjárhúskofa þarna á bakkanum. Þangað báru þer nú lík stýrimanns og bjuggu um það svo sem föng voru til; létu þeir svo fyrirberast þar um stund, Tók þeim i CH»»»»»»»»»»»»><H»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»><h»»»»»»>^ HJARTANS ÞAKKIR mínar, sendi eg öllum þeim fjölda- mörgu vinum mínum, skyldum og óskyldum, félgöum og einstakl- ingum, sem heiöruðu mig og glöddu á sextugs-afmælisdegi mínum með heimsóknum, blómum, skeytum og rausnarlegum gjöíum og gerðu mér daginn yndislegan og ógleymanlegan. SVAVA JÓNSDÓTTIR. CH»»»»>r)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>J»»»»»»»»»»»>J»»»»»»»»> HJARTANS ÞAKKIR til sveitunga rrúnna, vina, og eldri og yngri nemenda, fyrir veglegt samsæti, höfðinglegar gjafir, hlýleg- ar heillaóskir og kvæði á fimmtugsafmæli mínu. ÁRNI BJÖRNSSON. Í54445454Í4445S4444444ÍÍÍÍÍÍÍ44ÍS4Í44Í444ÍÍ44Í544Í44444Í5Í444444455ÍÍÍ44445Í4ÍÍ ÞAKKA INNILEGA öllum vinum mínum, sem glöddu mig á sextugsafmæli mínu, þann 21. þ. m., með heimsóknum, gjöf- um og heillaóskaskeytum. Guð blessi ykkur öll! Stóra-Hamri, 24. jan. 1944. Bolli Sigtryggsson. t>t>t>t>)>t>4>4>t>4>4>t>4>4>t>)»>)>t>t>)>t>)>)>í>t>l>)>t»»>t>t>CB>J>i>í>í>CH>J>CH>l>SH>£B>CH>CH; ákveðna og yfirlýsta tíma, er ís- lendingar og Danir komu sér saman um fyrir 25 árum, held- ur einhvern tíma seinna, þegar betur stendur á. Þeir vilja láta þetta bíða, þar til einhver vor- himinn frelsis og friðar hvelfist yfir allt mannkynið. Þetta er sjálfsagt fögur hugsjón, en því miður að líkindum nokkuð loft- kennd. Að minnsta kosti má bú- ast við, að biðin eftir þessu dýrðarástandi geti orðið nokkuð löng. En frestunarmenn munu líta á það sem hið mesta „óða- got“ að geta ekki sætt sig við að bíða eftir fullu frelsi íslandi til handa, þar til þessir dýrðardagar renna upp En „óðagotsmenn" treysta ekki á biðina og vilja grípa gæsina, þegar hún gefst. Frestunarmenn eru alltaf að heimta einhver „plögg“ á borðið. Láta þeir í veðri vaka, að ráða- menn landsins liggi á einhverj- um mikilsverðum skjölum við- komandi skilnaðarmálinu, sem þeir haldi leyndum fyrir þjóð- inni, en allt eru þetta hálf- kveðnar vísur í dylgjuformi. Þetta er ekki djarfhuga bar- dagaaðferð. Hvers vegna tala frestunarmenn ekki hispurslaust um þenna „óttalega leyndar- dóm“, ef þeir vita deili á honum og hér er um annað en áróður að ræða? Frestunarmönnum virðist að „óðagotsmenn" sýni ekki nóga varúð í sjálfstæðismálinu. Varúð er góð að vissu marki, en snúist hún upp í tómt aðgerða- og framkvæmdaleysi, þá er hún varasöm og jafnvel beint hættu- leg. Kaj Munk, hin nýmyrta j frelsishetja Dana, varaði landa sína við að „devja úr varfærni". Þau áminningarorð hins fallna kappa ættu frestunarmenn að festa sér í mnni. þó brátt að kólna, og sá Petersen, að eigi myndi þeim duga að haldast þar við. Leituðu þeir nú fyrir sér og fundu bæinn á Hvanndölum. Hvanndalir voru, svo sem kunnugt er, einhver af allra af- skekktustu byggðum bólum á Islandi; — umluktir ógengum eða illgengum fjöllum til landsins, en fyrir úthafinu er þar ekkert skjól og æða holskeflur úthafsins þar óbrotnar á land. Voru þeir, sem þar bjuggu, oft einangraðir á vetrum frá öllu sambandi við aðra menn. Vísa eg hér til skemmtilegrar og fróðlegrar lýsingar af Hvanndölum og umhverfi þeirra eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 2. og 3. tbl. 1942. Hvanndalir hafa verið óbyggðir síðan 1896. Þá er Hertha strandaði þar, bjó þar Júlíus Guðmundsson nokkur. Kona hans hét Helga Magnúsdóttir. — Þau höfðu flutt úr Svarfaðardal að Hvanndölum vorið 1888, og bjuggu þau þar aðeins eitt ár, eða til vorsins 1889, þá fluttu þau aftur til Svarfaðardals, og bjuggu í Halldórsgerði þar til Júlíus drukknaði, en það mun hafa verið 3. nóv. 1898. (Sbr. Alm. Þjóðv. 1900). Þetta ár var einnig í Hvanndölum Jónas nokkur Jónsson. — Kona hans hét Guðlaug.1) Þau munu einnig hafa komið úr Svarf- aðardal eða af Upsaströnd. — Séra Bjarni Þorsteinsson getur þeirra ekki í Aldarminning Siglufjarðar meðal búenda á Hvann- dölum, og er líklegt að þau hafi verið þar í húsmennsku eða vinnuhjú hjá Júlíusi. Jónas og Guðlaug fluttu frá Hvanndölum 1889, og bjuggu síðar allmörg ár í Sauðakoti á Upsaströnd. Á Hvanndölum voru húsakynni lítil og léleg og óefað hefir fólkið sem þar bjó, verið sárfátækt. Skipbrotsmönnunum var þó tekið þar með allri alúð og gestrisni, og veitt öll sú aðhlynning, (Framhald). ') Upplýsingar um þetta fólk er erfitt að fó, vegna þess, að kirkjubœkur eru ekki aðgengilegar sem stendur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.