Dagur - 27.01.1944, Page 5

Dagur - 27.01.1944, Page 5
Fimmtudaginn 27. janúar 1944 DAGUR 5 Þorsteinn Stefánsson, skipstjóri: Nokkur orð um slysavarnir þETTA nýbyrjaða ár hefirj strax höggvið stórt skarð í hóp okkar sjómanna og einnig skarðað skipastól landsins. Að kveldi dags. þess 14. þ. m. heyrðum við í útvarpsfréttum að óttazt var um togarann „Max Pemberton" frá Reykjavík. Að kveldi þess 16. þ. m. heyrð- um við aftur, að óttinn hafði ekki verið ástæðulaus, — hann var orðinn að veruleika: Togar- inn var horfinn með allri áhöfn, 29 mönnum. Enn einu sinni drýpur íslenzka þjóðin höfði i sáiTÍ sorg yfir missi sona sinna í hafið. En grátum ekki. Heldur minnumst þessara vösku manna, sem hafa látið lífið við störf sín, fyrir land og þjóð. Minnumst þeirra með því að efla og styrkja sem mest slysavarnir landsins, til þess að reyna að forða sem flest- um frá því, að hafið verði graf- reitur þeirra. Sjómannastétt okkar saman stendur af mönnum úr flest öll- um eða öllum byggðum landsins. Hvar á íslandi sem við búurn, hvort heldur er upp til sveita eða við sjó, ber okkur öllum skylda að standa saman sem einn mað- ur, þegar um velferðarmál þjóð- ar okkar er að ræða; eitt af mörgum, en ekki það minnsta, er slysavarnamálið. Það snertir alla þjóðina, þegar einhver okk- ar farkostur hefir týnzt með allri áhöfn, hvort heldur er stór eða smár. Það verða hvorki bætt manns- lífin eða fleytan með fá- um krónum. Skip hafa týnzt úr flota okkar, sem flutt hefir að landi þúsundir eða milljónir eru króna virði fyrir þjóðarbúið, allt eftir stærð og öðrum aðstæðum að afla verðmætanna. Slysavarnir okkar íslendinga ungar ,eins og svo margar okkar framkvæmdir, en þó hefir vel unnizt þessi ár og hafi allir þökk fyrir, sem til þeirrar starf- semi hafa lagt, bæði fé og starf. En betur má ef duga skal, við þurfum enn að róa í gráðið og efla slysavarnirnar, bæði á landi og sjó. Við þurfum að eignast björgunarskip af nýjustu og beztu gerð. Ekki eitt heldur fleiri. Skip. sem geta fylgt fiski- flota okkar eftir, þegar hann stundar veiðar á miðunum. Þá fyrst væri von, að eitthvað dragi úr hinum tíðu sjóslysum hjá okkur íslendingum. Margur mun hugsa: Hvar ætti að taka fé til þessarar starfsemi, á sama tíma og verið er að tala um yfirvofandi kreppu? Fyrst er því að svara, að við íslendingar höfum engin efni á að missa fleiri mannslíf og skip árlega í sjóinn, ef við gætum einhverju af því bjargað, hvað sem allri kreppu líður. Ef sem allra flestir íslendingar gerast meðlimir í Slysavarnafé- lagi íslands kæmi strax góður styrkur. Svo verðum við að vona að hið háttvirta Alþingi finni leið til fjárframlaga meir en nú, því að ég vona, að allir þing- menn okkar viðurkenni að fjár- framlög úr ríkissjóði hafi verið of lítil til slysavarnanna. Sunnudagurinn 30. janúar þ. á. er helgaður íslenzkum sjó- mönnum með guðsþjónustu. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands á Akureyri hefir tekið þennan dag til f jársöfnunar fyrir starfsemi slysavarnanna. Góðir Akureyringar! Sýnum hug okkar til starfseminnar, styrkjum deildina með fjárfram- lögum þennan dag og alla tíð, þegar til okkar er leitað í þarfir slysavamanna; þeim aurum, sem við látum af mörkum, vitum við fyrir víst, að verður varið í þarfir mannúðarinnar. Undanfarið hafa sumir þeir, sem í blöðin skrifa, varið skrif- um sínum til þess að koma sem mestri óánægju og illindum milli þeirra, sem í sveitum búa og hinna, er við sjóinn og í bæj- unum búa. Lesendur góðir! Leggjum ekki eyru við tali þessara manna. Stöndum heil og óskipt og vinnum þannig að málum okkar. íslandi, sem tilvonandi lýð- veldi, mun svo bezt vegna, að þjóðin finni það af eigin hvöt, að sameinaðir stöndum við, en sundraðir föllum við. Þórður Thorarensen gullsmiður ATHUGIÐ! Auglýsingar og tilkynningar, scm óskast birtar í blaðinu, þurfa að vera komnar á af- greiðslu þess eða í Prentverk Odds Bjömssonar fyrir kl. 12 á miðvikudögum. Hann andaðist að morgni sunnudagsins 16. þ. m., á sjúkra- húsi bæjarins. Lík hans var jarð- sett í dag að viðstöddu fjöl- menni. Með honum er héðan horf- inn einn hinn allra síðasti, en hvergi sá sízti, þeirra borgara Akureyrar, sem svip settu á bæ- inn á síðari áratugum aldarinn- ar sem leið, og þeim fyrstu þess- arar aldar. Þórður var fæddur 9. dag marzmánaðar 1859 að Stóru- Brekku í Hörgárdal, og því tæp- lega hálfníræður er hann lézt. Foreldrar hans voru: Stefán snikkari Thorarensen, Ólafsson- ar læknis að Hofi, Stefánssonar amtmanns Thorarensen að Möðruvöllum, og fyrri kona hans Margrét Pétursdóttir Hjaltesteð, Einarssonar á Akur- eyri. Kona Péturs Hjaltesteðs, og móðuramma Þórðar var Guðríð- ur dóttir séra Magnúsar Árna- sonar og Önnu konu hans Þor- steinsdóttur föðursystur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Var Þórð- ur í dvöl að Hofi, hjá afa sínum, til 10 ára aldurs, en þá andaðist Ólafur. Aftur úr því sá Þórður sjálfur fyrir sér, að mestu, og vann á ýmsum stöðum til sjávar og sveita. Faðir hans var þá flutt- ur að Lönguhlíð í Hörgárdal, hafði misst fyrri konu sína, móð- ur Þórðar, og giftur í annað sinn. Þórður nam gull- og silfur- smíði hjá Magnúsi Jónssyni hér á Akureyri, svo og hjá Ólafi Sveinssyni gullsmið í Reykjavík, Dagur í Bjarnardal. Konráð Vil- hjálmsson þýddi. Ak. 1943. Sá annmarki sækir á aldur- hnigna menn, að þeir láta sér fátt um finnast flest það, sem sagt er og gert. Tunga sálarinn- ar missir bragðnæmi á sinn hátt eins og hin tungan, sem leggur úrskurð á matvæli og matreiðslu. Mörgum manni blöskrar bóka- fjöldinn, sem nú er gefinn út hér á landi, seldur og keyptur, geisistórar bækur, sem kosta of fjár. En þó að misjafn sauður sé í því marga fé, mun mega full- yrða að margar þessar bækur, bæði frumsamdar og þýddar hafa til síns ágætis meira en þó nokkuð. Og enginn skyldi ásak- ast um þann skilding, sem geng- ur í súginn bólymenntanna, sem varla mun nema meira en „tí- und“ þess fjár, sem gengur til vínfanga í landi voru eða tó- baksneyzlu. Bókhneigð íslendingsins kem- ur úr öllum áttum. Verkamenn semja boðlegar bækur, lúnir af hversdagserfiði. Fátækir bónda- menn þýða sögur sem samdar eru af mikilli list og standa þar á sporði lærðum mönnum og er þó mikill vandi að þýða vel bók, sem hefir mikið til brunns að bera, Til dæmis um þann vanda KAÐINUM vil eg drepa á það, að eg ætlaði eitt sinn að þýða smásögu úr dönsku og varð mér fyrsta setn- ingin að fótakefli, svo að eg hætti við. Síðan hefi eg ekki lagt á þann bratta og mun ekki gera héðan af. Athafnamenn vorir eru sjald- an hlaðnir oflofi fyrir áhuga þeirra á bókmenntum og listum, eru jafnvel kallaðir aurasálir. Þó gerðust hálfdanskir kaupmenn til þess á dögum Sig. Breiðfjörðs að gefa út eftir hann rímur. Þannig beygðist krókurinn í þá daga. Nú eru þess dæmi eigi svo fá, að stórathafnamenn leggja gróðafé sitt í bókaútgáfur, t. d. Ragnar Smári í Reykjavík. Hitt fer lægra, en er vert að á lofti sé haldið, að einn stórlaxinn í at- hafnalífi voru, Vilhjálmur Þór, átti frumkvæðið að því að sú bók var þýdd, sem hér er getið lítils- háttar að umtalsefni. Afi hans, Sigluvíkur Jónas orti á sinni tíð í Akureyrarblöðin. Þannig kipp- ir sumum mönnum í kyn, á mis munandi hátt að vísu. Andinn lifir æ hinn sami meðal vor — og þó eigi hinn sami, því að lífið er á faralds fæti, líf bókmenntanna, eigi síður en líf atvinnuveganna. Þessi bók um Bjarnardals- fólkið er í þrem bindum. Lengd bókar er út af fyrir sig alls eigi lofsverð nema því aðeins, að í henni sé mannvit mikið og orð- snilld. En um þessa bók er það satt að segja, að hún er hin mesta gersemi, vegna orðlistar og innrætis. Eg hefi að vísu enga burði til að gera samanburð á frumriti og þýðingu. En efnið er svo nýstárlegt að athygli hlýtur að vekja, þeirra manna, sem ekki eru áttaviltir á sviði bókmennt- anna. Og orðfæri þýðandans kemur mér til að segja: Ekki ertu tunguloppinn frændi sæll og hafðu þökk fyrir góðgerðirn- ar! Eg man marga þýðendur Norðurlandaskáldsagna á ís- lenzka tungu. Björn Jónsson, Jón Ólafsson, þýðendurna þrjá sem gerðu úr garði sögur Kare- lenkovs frá Síberíu, Jón Sigurðs- son skrifstofustjóra, Friðrik J. Bergmann, sem þýddi margar snilldarskáldsögur í „Breiða- blik“, höfundana sem þýtt hafa Maríu Antoinete og Maríu Stuart, þýðanda Nobelsverð- launaða höfundarins ameríska, sem skrifað hefir sögur frá Kína- veldi, þýðanda úrvals-smásagna, svo að eg nefni dæmi. Eg fullyrði að Oddeyrarbúinn, sem áður bjó við fátækt á Hafralæk í Aðaldal, þolir samanburð við þessa þýð- endur, og er þá mikið sagt, en þó ekki ofmikið. Sumir menn hafa borið sér í munn, að nokkuð beri á forn- yrðuslitringi í þessari þýðingu. En við slíka menn er ekki orðum eyðandi, því að þeir vita ekki hvað þeir segja. Eg veit með vissu að þýðand- inn hefir athugað gaumgæfilega hvert orð í þessari þýðingu áður en hann lét hana frá sér fara. En þó að mætti eitthvað að slíku finna með því að beita hót- fyndni, er meira vert um hitt, að bókin er, frá höf. hálfu og þýð- anda, góðra gjalda verð og verð- sluildar miklu meiri lestur og gaumgæfni en þorri þeirra skáldsagna, sem komið hafa út á íslenzku í misjöfnum búningi, og að efni fjarskyldar íslenzkum hugsunarhætti. Guðmundur Friðjónsson. en hjá honum vann hann og nam um nokkurt skeið. Áráð 1882 settist hann að hér á Akur- eyri, og rak hér gull- og silfur- smíði svo og skartgripaverzlun óslitið upp frá því, eða um rösk- lega hálfrar aldar skeið. Þórður kvæntist árið 1882 Önnu Jóhannsdóttur, Eyjólfsson- ar og Þóru Þorláksdóttur frá Öngulsstöðum og lifir hún mann sinn. Eru börn þeirra: Margrét kona Tómasar Björns- sonar kaupmanns. Ólafur bankastjóri. Stefán úrsmíðameistari. Gunnar, fulltrúa hjá Olíu- verzlun íslands hér og Jenny, sem ávallt hefir dvalið með for- eldrum sínum. Þórður Thorarensen var hár maður vexti, og vel á sig kom- inn, fríður sínum og höfðingleg- ur. Smíði hans bar vott um vandvirkni og góðan og óbrjál- aðan smekk. Orðheldinn var hann svo, að aldrei mun skeikað hafa um það, sém hann lofaði. Hann var strangheiðarlegur í viðskiptum, og sagði jafnan kost og löst, gildi eða gagnsleysi vöru þeirrar, sem hann hafði á boð- stólum. Þurfti þar enginn að kaupa kött í sekk. Þórður var fremur hlédrægur maður og óáleitinn með afbrigð- um. Þessi einstaka klausa um ýms trúnaðarstörf, sem þessum ?ða hinum hafi falin verið, fara að mestu fvrir ofan garð eða neð- an, þá um Þórð er rætt. Efast eg ekki um, að honum hafi oft gef- ist kostur á afskiptum opinberra mála, en ekki til þess fengist. Fátt var honum fjær skapi en að trana sér fram. Þó mun hann setið hafa í niðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins um nokkurt skeið, og alllengi { stjóm Sparisjóðs Akureyrar hins eldra. Ákveðnar skoðanir hafði hann um opinber mál, og var allfastur á þeim. Hélt þeim fram af fullri einurð, við kunningja sína og málvini, og varði með einbeittni og nokkrum hita ef á milli bar. Hann var ágætlega vel gefinn maður, vel að sér og fróður um margt og stálminnugur. Mun hann, í æsku, hafa haft heita löngun til að ganga menntaveg- inn, þó ekki yrði af ýmsra orsaka vegna. Minntist hann á það ekki ósjaldan, við þann er þetta ritar, með nokkrum trega. Þórður var hinn ánægjulegasti í viðræðum. Orðheppinn og fyndinn, góðlát- lega kíminn, án keskni, notalega gamansamur, en græskulaus, og sagði hverjum manni betur frá broslegum hlutum. Hann var hverjum manni hreinlyndari, og hafði það til, að segja kunningj- um sínum til syndanna af fullu hispursleysi, þætti honum eip- hver Ijóður á ráði þeirra. En hann gerði það á þann hátt, að hann varð þeim enn kærari eftir en áður. Ekki get eg um það sagt hversu margir voru vinir Þórð- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.