Dagur - 27.01.1944, Síða 7

Dagur - 27.01.1944, Síða 7
Fimmtudaginn 27. janúar 1944 DAGUR NÝKOMIÐ FRÁ AMERÍKU: Samföst karlmanna NÆRFÖT (samfestingar). — Hlý og góð. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson — Úr erlendum blöðum (Framhald af 3. síðu). ber að afnema það, ekki aðeins þess vegna, heldur og af því, að full not verða ekki að fram- leiðslugetu og náttúruauði lands- ins, ef allir vinnandi menn og konur stuðla ekki að því, og í annan stað verður þörf þjóðar- innar ekki fullnægt, svo vel sé — nema öll náttúruauðæfi landsins séu nýtt. Meðan hugsað var um það eitt, að skapa störf, — veita þegnunum nokkurs konar at- vinnubótavinnu, — þá var at- vinnuleysið ólæknandi mein- semd. En þegar aðaltilgangurinn er, eins og á stríðstíma, að full- nægja þörfum þjóðarinnar í einu og öllu, allt til hámarks framleiðslugetunnar, — þá leiðir DAGUR fœst keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar það af sjálfu sér, — eins og verið hefir undangengin stríðsár, — að næg atvinna er fyrir alla. — Ákvarðanir í þessum efnum verða að koma að ofan. Stjórn- arvöld landsin verða að hefja þann nýja tíðaranda til vegs, sem gerir atvinnuleysisbölið útlægt úr þjóðfélaginu. (Útdr. úr grein í Times). — Þórður Thorarensen (Framhald af 5. síðu). ar, en hitt fullyrði eg, að hann mun engan óvin átt hafa. Eg sakna Þórðar Thorarensen, og finnst bærinn tómlegri eftir fráfall hans. Hann var að vísu nú hin síðari ár orðinn bilaður á heilsu, en andlegu atgervi mun hann lialdið hafa nokkurn veg- inn óskertu fram í andlát. Fund- um okkar hafði fækkað í seinni tíð. En það var eitthvað notalegt við það samt, að vita hann enn- þá hérna megin grafar. Eg hygg, að allir þeir, sem höfðu náin kynni af Þórði Thor- arensen muni geta tekið undir það, sem einn af kunningjum hans mælti við hann í gamni, en fullri alvöru þó, fyrir nokkrum árum, nálægt afmæli hans, en það er á þessa leið: Silfur og gull um greipar þér gengið, þó ég œtti, — og fleira það sem fémætt er — fánýti mér þætti á við hitt, sem eg frá þér á, og fæ að minnast. Það var gæfa og gleði mér gullinu því að kynnast. 26. jan. 1944. S. B. SKILN AÐARMÁLIÐ (Framhald af 1. síðu). hafa bæði þingsályktunartillög- una og frumvarpið, verið það ljóst, að æðsta valdið um mál þessi á að vera hjá þjóðinni — Hermannaskálarnir (Framhald af 1. síðu). verið að því hér um slóðir að undanförnu, að brotist hefir ver- ið inn í berbúðirnar og þar valdið meiri og minni eyðilegg- ingu. Sennilegt verður að telj- ast, að bér sé lítill hópur manna að verki, — en augljóst er, að með verknaði sínum kasta þeir rýrð á þjóð sína alla. Hér er þörf á því, að almenningur allur taki að sér að vera á varðbergi og reyni að stuðla að því, að hend- ur verði hafðar í hári þeirra, sem standa að þessum verkum, því að það er meiri ómenning- arháttur en orð fá lýst, er menn laumast til slíkra verka, strax og hinir erlendu menn hafa snúið við þeim bakinu. Herstjórnin segir, að herbúð- irnar hafi á ný verið lokaðar vandlega. Reynslan fær nú úr því skorið hvort Akureyringar og Eyfirðingar búa áfram við það ómenningarorð, að spilla og eyðileggja eignir hins erlenda setuliðs, eða hvort almennings- álitið stöðvar þau verk, er opin- bert orðið að til eru menn innan landamerkja bæjar og hér- aðs er hafa stundað þau að und- anförnu. Bænakver Bjarna Arngríms- sonar á Melum, sem almennt var nefnt „B jarnabænir“, var víða og um langt skeið notað við húslestra. Þar er svo að orði komizt á einum stað: „Þú einn þekkir bezt, at hversu breyzku verkeíni vér erum gerðir“. — Bóndi einn á Austurlandi las þannig: „Þú einn þekkir bezt, með hversu breyzku verkíæri vér erum gerðir“. ★ Ung hjón áttu barn, nýtætt. Eitt sinn töluðust þau við um það, hverjum barnið líktist í sjón. Sagði þá konan, að það líktist honum pabba sínum. — „Já, eg er nú litlu nær fyrir það“, sagði þá maður hermar. ★ Ljósmóðir nokkur í Húna- þingi var vön að segja, þegar hún tók á móti meybarni og var spurð um kynferði þess: „Og það er nú ein af oss“. En ef það það var sveinbarn, sagði hún: „Og alla hefir hann nú uggana, blessaður himnaríkisunginn!" ★ Karl einn, sem átti kú og hafði hana i fjósi undir bað- stofupalli, sagði frá því, hverrdg hann missti hana, á þessa leið: „Eg vaknaði í nótt við þessi óg- urleg læti, þá hafði hún fengið krampa, brotið fjóshurðina og lá kylliflöt. Eg kallaði á Mar- grétu mína og skar hana, í snatri þarna í haðstoiugöngunum. - Hún gerði varla í blóðið sitt.“ ★ Strákur nokkur var að læra kverið sitt í baðstofu og þuldi jafnan upphátt. Húsmóðir hans kom að í því og skipaði honum að plokka rjúpnalappir. Þá sagði strákur: „Jesús sagði við Mörtu:------Eg plokka engar lappir. — Þú getur gert það sjálf, kerlingarskratti,“ bætti hann við, þegar hann sá, að hús- móðir hans hafði þegar gengið út úr baðstofunni, áður en hann leit upp úr kverinu. ★ Gumpuvísa. í æsku heyrði eg þessa vísu og lærði. Er hún sýnilega gamanvisa um ein- hverja kerlingu: Um Gumpu er vert að gera ljóð, frá Gumpu er það að segja: Gumpa er orðið gamalt fljóð, Gumpu er mál að deyja. Gumpa gengur sinn stig, Gumpa má vara sig. Gumpa ef girnist náð, Gumpa bætir sitt ráð. UmGumpu skal tal ei teygja. ★ Jón Pálsson, bóndi á Helga- stöðum í Eyjafirði, faðir Páls Árdals skálds og þeirra syst- kina, fékk eitt sinn vinrtumanni sínum ljá, er hann skyldi bera niður í túrúnu, og lét þessa stöku fylgja: ,Þú mátt slá með þessum ljá, þundur bráins valla. Láttu stráin hrynja hrá, hruftaðu gráan skalla. ★ Kerling ein eyfirzk, Solveig að nafni, flakkaði nokkuð milli bæja með poka á baki. Um það ferðalag hennar var eitt sinn kveðið: Einhver þokast utan grundir auðarþöll og íer mjög seint, stórum poka stynur undir, stefnir að völlum Möðru beint. ★ Sú saga er sögð af hinum mikla speking fornaldarinnar, Sókrates, að til hans kom einu sinni ungur maður og bað hann um heilræði. Spekingurinn svaraði: „Gakktu að vatnskeri og dýfðu fingri niður í vatnið haltu honum kyrrum dálítinr tíma, taktu hann svo upp úr og virtu fyrir þér holuna eftv hann. Nákvæmlega sami árang- ur fæst með því að gefa æsku- mönnum heilræði." Það hefir legið eitthvað illa á karlinum, þegar hann sagði þetta, eins og komið getur fyrir aðra góða kennimenn. Annars hefði hann ekki varið öllu sínu lííi til þess endurgjaldslaust að kenna ungum mönnum og leggja þeim heilræði á götum Aþenuborgar. ★ Eftir að Sveinn læknir Páls- bjó hann eftir sem áður Vík. Skúli Thorarensen, sonur Vigfúsar sýslumarms á Hlíðar- enda og bróðir Bjarna skálds Thorarensen, tók við embætt- il vinátta með þeim eins og öðru tengdafólki frá Hlíðar- enda, og orti Bjarni síðar, svo sem álkunnugt er, hin frægu og fögru eríiljóð eftir Svein Páls- son. — Sagt er um Svein lækrú að hann hafi haft sterka forlaga- trú. Þegar hann lagðist bana- leguna, vildu synir hans senda eftir Skúla lækni, en Sveinn bannaði það og sagði: „Ef eg á að deyja, þá dey eg, svo að það er ekki til neins.“ Samt sendu þeir eftir lækninum í forboði föður síns, og er Skúli kom inn til hans, sagði Sveirm: „Hvað þá! Ertu kominn, Skúli! Nú lafa strákarnir svikið mig.' /ildi hann engin meðöl taka og bað Skúla ríða austur að Höfðabrekku til Magnúsar sýslumanns og spila við hann og skemmta honum á arman hátt nokkra daga, — „því að mér finnst eg ekki geta dáið, meðan þú ert hérna, Skúli frændi.“ — Það varð úr, að Skúli fór austur að Höfðabrekku og kom svo aftur eftir nokkra daga, en þá var Sveinn Pálsson andaður. (Eftir sögn séra Stefáns sjálfri, þar sem hvorugu er ætlað að öðlast gildi fyrr en borið hafi verið undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu, til samþykktar eða synjunar. Enda er þetta í samræmi við gildandi stjórnskipunarlög. Um þessi tvö atriði: 1. rétt Alþingis til þess að gera sam- þykktir um málið og 2. æðri rétt þjóðarinnar sjálfrar til þess að ráða fullnaðarúrslitum þess, tel eg ekki vera vafa. Raunverulegur skilnaður milli íslands og Danmerkur varð með sambandslögunum 1918, að álití margra bæði hér á landi og í Danmörku. Það mun hafa vakað iyrir mörgum íslendingum þá jegar, 1918, að sambandslaga- samningurinn yrði að sjálfsögðu elldur niður á árinu 1944. Þessu lýsti Alþingi einnig yfir 918 og 1937. Þeir ófyrirsjáan- legu atburðir, sem gerðust í apr- ílmánuði 1940 og síðan, hafa áreiðanlega ekki dregið úr þess- ari ahnennu ósk íslendinga. En sennilega hafa margir vænzt ress í lengstu lög, að niðurfell- ingin gæti orðið með þeim íætti, sem sambandslögin ákveða. Þjóðin hefir ekki verið spurð ress sérstaklega enn hvern hátt tún óski nú að hafa á þessu máli, niðurfelling sambands- samningsins og stofnun lýðveld- is á íslandi eða henni á annan tátt gefinn kostur á því að láta í jós fyrirfram skoðun sína á aeim málum. Þetta mun og ekki almennt hafa verið rætt á undir- búningsfundum undir tvær síð- ustti Alþingiskosningar, báðar á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar, frjálsa og óbundna, virðist mér vanta. En hún mundi koma fram á þjóðfundi, sem hvatt væri til í því skyni. Það mundi vera í fyllra sam- ræmi við frumreglur þjóðræðis- ins, að þjóðinni gæfist kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en fullnaðarsam- þykkt er gerð urn það á Alþingi, en ef Alþingi gerir fyrst sam- þykktir sínar og þær samþykktir eru síðan lagðar fyrir þjóðina, eingöngu til synjunar eða sam- pykkis...... Ef einhver kynni að telja að pjóðfundarkvaðning mundi eerða til þess að tefja afgreiðslu málsins um þörf fram, hygg eg að svo þyrfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. Enda mundi Alþingi nú geta undir- oúið málið enn vandlegar undir tundinn en gert hefir verið til pessa. Mun eg fús að gera nánari grein fyrir þessu, ef nefndirnar telja rétt að sinna framan- greindri hugmynd minni, og ef pess yrði óskað. Eg skal aðeins geta þess nú, að eg geri ráð fyrir því, að þjóðfundur geti hafa lok- ið störfum sínum fyrir lok maí- mánaðar næstkomandi“. son lét at embætti árið 1834, Thorarensens á Kálfatjörn). Til sölu 1 sett glergeymar fyrir 12 w. vindrafstöð. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.