Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 4
4 DAOUR DAGUR RlWjócn: Iagtmar EydciL Jóhann Frinmnn. Haokor Soonaion. Akrralðalu 09 lnnheimtu annœt: SlgotSur Jóhanneeeon. Skrifstoia vlð Kaupvanartorg. — Simi 96. Blaðlð kemur út á hverjum itmmtudeol. Axyangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Biörnssenar. Asklokaiðnaður þingforsetans HEIMKOMINN FRÁ ALÞINGI ritar Stein- grímur forseti Aðalsteinsson langa grein í blað sitt, „Verkamanninn", er út kom sl. laugardag, þar sem hann veitist að Iðnaðarmannafélagi Ak- ureyrar fyrir ályktun þá, er það gerði á aðalfundi sínum 18. f. mán. viðvíkjandi skipakaupum frá Svíþjóð. Var sú ályktun á sínum tíma birt hér í blaðinu og nokkuð um hana rætt. Nú fullyrðir alþingismaðurinn, að með þeirri afstöðu til máls- ins, er þar kemur fram, hafi Iðnaðarm.fél. Ak. — og „Dagur“ — haft „asklok fyrir sinn himin(n)“ og gengið að óþörfu fram fyrir skjöldu vegna ís- lenzkra skipasmíða, sem ekki séu annað en „hand- iðnaður úti á víðavangi", eins og alþm. kemst svo skáldlega að orði! I ÞESSU SAMBANDI gerir forsetinn nokkra grein fyrir hinu aumlega ástandi íslenzka fisk- veiðiflotans annars vegar og hins vegar því geysi- lega þýðingarmikla hlutverki, er honum verði að ætla í framtíðinni í þjóðarbúskap okkar ís- lendinga. Það skal skýrt fram tekið, að „Dagur“ er algerlega samdóma öllu því, er Stgr. A. segir um þessa hlið málsins, og einnig því atriði, að það sé því miður algerlega vonlaust, að skipasmíða- stöðvar þær, sem nú eru til í landinu, geti orkað því að endurbyggja fiskiskipaflota okkar og auka hann svo fljótt sem brýn nauðsyn krefur. Vafa- laust hefir Iðnaðarmannafél. Ak. einnig gert sér skýra grein fyrir þessu atriði, áður en það sam- þykkti ályktun sína og hvolfdi þar með asklokinu yfir sig, að dómi þingforsetans. Ef sá góði maður vildi nefnilega taka sig til og lesa betur nefnda ályktun — og ennfremur það, sem „Dagur“ hefir sagt um þetta mál — mun hann væntanlega sann- færast um, að þar er því hvergi mótmælt, að ísl. fiskveiðiflotinn verði aukinn sem mest — einnig með skipakaupum erlendis frá — en aðeins hinu, að það sé gert á kostnað þeirra skipasmíða, sem þegar eru stundaðar i latidinu. Þeir mörgu ís- lendingar, sem á undanförnum árum hafa haft af því atvinnu og lífsframfæri fyrir sig og sína, að „dunda við það að tálga til í höndum sínum eitt og eitt skip“, — eins og þessi háttvirti alþing- ismaður kommúnistaflokksins og fulltrúi „hinna vinnandi stétta" í landinu kemst svo sanngjam- lega að orði um ísl. skipasmiði í grein sinni — sætta sig nefnilega misjafnlega við það, að erlend- ar skipasmíðastöðvar séu styrktar með stórfé af ísl. stjórnarvöldum til óeðlilegrar samkeppni við innlenda skipasmiði, á sama tíma og þeim er sjálf- um íþyngt með stórkostlegum sköttum og tollum á nauðsynlegum, innfluttum efnivörum til smíð- anna. Aðal-ályktunarorð „Dags“ í grein þeirri um þetta efni, er Stgr. A. vitnar nú í, voru þessi: „Skipin verða að fást, en ísl. stjórnarvöldum ber að sjá svo um, að eins mörg þeirra verði byggð af íslenzkum höndum og framast er nokkur kostur." Og í margnefndri ályktun sinni bendir Iðnaðar- mannafél. Ak. á það, að í sambandi við skipa- kaupin erlendis og stórfelldan styrk til þeirra af almannafé, sé nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess, að ísl. skipasmíðar falli ekki alveg niður af þessum sökum, og muni það helzt framkvæman- legt með: 1. Eftirgjöf á tollum af efnivöru. 2. Lækkun farmgjalda. 3. Verðjöfnun á þeim skip- um, sem nú er samið um kaup á erlendis og hin- um, sem hægt væri að byggja innanlands." ÞAÐ ER F.KKI nema vonlegt, að þingforset- anum finnist fátt til um birtuna undir þessu ask- loki, sem ísl. iðnaðarmenn hafa reynt að hvolfa yfir sig til varnar sér, aefistarfi sínu og Hfsafkomu, Skotið á Wake-eyju tmerísk herskip skjóta á bækistöðvar Japana á Wake-eyju í Kyrrahafi. Wakeeyja er eign Bandarikjanna. Japanar tóku hana herskildi í des. 1941. Kvartanir bíógests. n LDRAÐUR" skrifar blaðinu á " þessa leið: — „Eg tel það fremur góða skemmtun að sjá góðar kvikmyndir, en því miður er fremur sjaldgæft að þær séu hér á boðstól- um nú orðið. Eg fer þó einstöku sinn- um „á bíó“, eins og það er kallað, en oft líða þó vikur og jafnvel mánuðir á milli þeirra ferða minna, sem einu gildir. En þá sjaldan eg fer á kvik- myndahús, ætlast eg til þess, að mér sé tryggður viðunandi friður og næði til þess að njóta þess, sem fram fer á „hvíta tjaldinu". En nokkur mis- brestur vill stundum verða á því, að svo reynist. — Sl. sunnudag fór eg t. d. á „alþýðusýningu" kl. 5. Myndin var að vísu ekki sérlega merkileg, en þó talsvert „spennandi" og vel leikin. Að öllu sjálfráðu hefði eg því skemmt mér vel og ekki séð eftir aurunum mínum, sem í þetta fóru. En svo fór þó, að eg var kominn í versta skap, áður en sýningin var hálfnuð. JjAÐ ER SÖK SÉR, að kvenmaður- inn, sem sat beint fyrir framan mig í næsta bekk, var með svo vold- í samanburði við „roðann í austri" og ofurljómann á hinni rússnesku festingu! Og huggun- arríkt mun skipasmiðunum okk- ar finnast að lesa þær upplýsing- ar Stgr. A. í „Verkamanninum“, að Alþingi hafi þegar gert ráð- stafanir til þess að láta „fara fram athuganir á því, hvaða orsakir eru til þess, hve vélskipasmíðar innanlands eru dýrar í saman- burði við, hvað þær kosta í öðr- um löndum.-----Kostnaður við athugun þessa greiðist úr ríkis- sjóði.“ Raunar er ólíklegt, að rannsókn þessi þurfi að reynast sérlega dýr eða torveld, aðeins ef hinni nýju nefnd skyldi hug- kvæmast að snúa sér strax í upp- hafi til réttra aðilja, sem helzt ættu að kunna glögg skil á nokkr- um helztu ástæðunum til þeirrar geipilegu dýrtíðar, sem þegar hefir gert ALLA atvinnuvegi íslendinga öldungis ósamkeppn- isfœra við erlenda framleiðslu á venjulegum tímum. Ef til vill væri t. d. reynandi að spyrja hinn háttvirta þingforseta sjálfan og flokksbræður hans, hvaða skerf þeir hafi lagt til þessara mála. Þeir skyldu þó aldrei hafa verið að „dunda við“ að tálga það ask- lok til „í höndum sínum“ undan- farin ár, til þess að hvolfa því yfir íslenzku þjóðina, þegar verst gegndi? ugan og virðulegan hatt, að hann skyggði á „hálfan himininn“, engu síður en hattur frú Hansen í kvæði Arnar Arnarsonar, (að eg tali nú ekki um fjöðrina, sem í honum var). Hitt var stórum verra, að fjöldi áhorf- endanna var að tínast í sæti sín, löngu eftir að búið var að slökkva ljósin og sýningin var byrjuð. Eg sat nálægt miðganginum uppi á svölun- um, og ekki færri en 5—6 persónur ruddust þar yfir mig og konu mína í myrkrinu, trömuðu á tám okkar og fóru með „hrundingum og pústrum“. Og ekki einum einasta þessara náunga varð það úr vegi að aðvara okkur um komu sína á nokkum hátt, heldur greiddu atlöguna þegjandi og hljóða- laust utan úr biksvarta myrkrinu, án „undangenginnar stríðsyfirlýsingar" — hvað þá heldur að þeir bæðu af- sökunar á því, að þeir tröðkuðu á okkur á hinn ómjúklegasta hátt. Og eftir að flestir voru seint og síðar meir komnir til sæta sinna, fór fram svo mikið pískur og hljóðskraf í nónd við mig — og jafnvel hóværari upphrópanir — að eg missti af veru- legum hluta þeirra samtala, er fram fóru milli leikendanna, enda verð eg að hafa mig allan við til að skilja þau, þótt allt sé annars með felldu. •p|G ÆTLA AÐ taka það fram, að eg kenni ekki forráðamönnum stofnunarinnar um þetta. Eg þykist vita, að það sé fullur vilji þeirra, að allt fari þarna fram með menningar- og myndarbrag, eins og hæfir svo sæmilegum og vel útbúnum skemmti- stað, enda eru starfsmenn stofnunar innar yfirleitt hinir kurteisustu og vinsamlegustu menn. Þó finnst mér vafasamt, hvort það ætti að sleppa mönnum inn í sætin, eftir að sýning hefst, fyrr en kveikt er aftur. A. m. k ætti að leggja svo fyrir, að drengirnir, sem vísa gestunum til sæta sinna, að- vari þá, sem fyrir eru í bekkjunum, um það, ef þeir ætla að hleypa slóð- unum, sem ekki hirða um að koma í tæka tíð, yfir þá, — ef þeir ná þá til þeirra, en auðvitað er það ekki nema næst göngunum. En mér er fullkom- lega ljóst, að úr þessu verður ekki að fullu bætt, fyrr en öllum almenningi skílst, að ósköplítil kurteisi og tillits- semi við náungann kostar ekki mikið, en getur þó bætt fyrir marga truflun og ónæði. Eg held, að við íslendingar eigum margt ólært í þessum efnum, sem aðrar menningarþjóðir, er lengi hafa búið í fjölmenni, hafa þegar lært. Og mér skilst ennfremur, að það væri meinlaust, þótt við lærðum þá lexíu sem fyrst“. Fjársöfmm til Vinnuheimilis S. í. B. S. fer nú fram um land allt. Þeir Akureyringar og nærsveitarmenn, sem kynnu að vilja styrkja þetta þjóðþrifamál með gjöfum, eru beðnir að snúa sér til Hólmgeirs Pálmason- ar, Byggingavörudeild K. E. A. og JúUusar BaldvinMonar, Kristneihaell. Miðvikudagur 5. apríl 1944 Um sumardaginn fyrsta — og gjafirnar Þegar ég skrifa þessar línur, er snjókoman svo mikil, að ég sé varla í næsta hús út nm gluggann minn — og samt er aðeins hálfur mánuður til sumarmála. Sum'ir segja, að „landsins forni fjandi“ sé enn á ferð, og hann eigi einhverja sök á þessu. Aðrir segja, að þetta hafi verið nauðsyn- legt til þess, að hið gamla spakmæli, „Rauð jól, hvítir páskar“, sannaðist. Eða misminnir þessa góðu menn? Ekki veit ég það, en ég veit, að það er aðeins hálfur mánuður til sumarmála — en lítið sumarlegt. — Annars var það sumardagurinn fyrsti, sem ég ætlaði að minnast örlítið á. Sumardagurinn fyrsti ætti að vera miklu meiri hátíðisdagur — eða öllu heldur gleðidagur, held- ur en hann er nú víðast hvar hjá okkur. Fáar þjóðir hafa meiri ástæðu til þess að fagna sumr- inu, birtunni og ylnum heldur en íslenzka þjóð- in. Enda er sumardagurinn fyrsti séreign íslend- inga, og þekktist ekki með öðrum þjóðum. Ég vil, að við gerum þennan dag að reglulegum al- þjóðar gleðidegi. Við eigum að flagga snemma morguns, búast okkar beztu fötum, borða góðan mat, fara í skrúðgöngur og syngja: „Nú er sumar, gleðjizt gumar,“ o. s. frv. Að vísu er ekki alltaf sumarlegt á sumardaginn fyrsta, en það skiptir minnstu máli. Á þeim degi eigum við að fagna sumrinu, því að við vitum, að það er í nánd, jafn- vel þó að hríð og kuldi séu þennan dag. Fyrir nokkrum áratugum var það mjög al- gengt, að menn sendu vinum sínum og kunningj- um sumarkveðjur á sumardaginn fyrsta, og góð-í vinir skiptust á sumargjöfum þann dag. Þetta var skemmtilegur siður, en hann er, því miður, að leggjast niður. Finnst ykkur ekki að við ættum að halda þessum ágætu siðum feðra vorra við? Ég er viss um, að þið eruð mér allar sammála. Það kann þó að vera, að einhver ykkar segi sem svo: „Ég hefi nú nóg með jólagjafirnar og afmæl- isgjafimar." Ég trúi þér, sem svo talar, mætavel. En veiztu af hverju það er? Það er vegna þess, að við kunnum ekki að gefa gjafir. — Þarna kemur atriði, sem ég vildi gjarnan eyða löngum tíma í, en það verður þó ekki gert nú sökum rúmleysis — kannske kem ég nánar að því síðar. Það er skemmtilegt að þiggja gjafir, en ennþá skemmtilegra er að gefa sjálfur. En þetta er alls ekki vandalaust verk. Því miður er það tízka hér, að mesta skömm að gefa nokkurn hlut, ef hann ekki er „ekta“ kristall, keramik, postulín eða silfur. Þvílíkur reginmisskilningur! Ég játa það, að allir þessir hlutir geta verið fagrir og ánægju- leg stofuprýði og skemmtilegar gjafir, þar sem við á. En almennar afmælis-, jóla- og sumargjafir eiga að vera einfaldar, smáar, helzt búnar til af gefandanum sjálfum, en skemmtilega umbúnar og skreyttar, svo að þiggjandinn geti fundið að sá, sem pakkann sendi, hafi lagt örlítið brot úr sjálfum sér í það að gera þessa litlu gjöf sem skemmtilegasta úr garði. Þetta kalla Danir svo ágætlega „Opmærksomheder“ og eru allra manna snjallastir að útbúa. Ég minnist í þessu sambandi einnar danskrar konu, sem ég þekkti fyrir nokkr- um árum. Þetta var velefnuð myndarfrú. Hún var boðin í afmælisveizlu til vinkonu sinnar á meðan ég dvaldi á heimili liennar. Mér lék for- vitni á, hvað hún myndi nú ætla að færa hinni að gjöf. Og hvað haldið þið að hún hafi farið með? Hún sýndi mér böggúlinn áður en hún fór. Þrjú handsápustykki í fallegum umbúðum. Mér datt í hug: Hve margar hefðarfrúr heima á íslandi myndu hafa farið í afmælisveizlu til vinkonu sinnar með slíkan böggul? Ég hefi heyrt ýmsa menn kvarta undan því, að allar fjölskyldugjafimar á jólum og afmælisdög- um séu að gera þá að öreigum. Ég er ekkert hissa á því, ef þið hafið allt „ekta“ og þar fram eftir götunum. En viljið þið ekki reyna hina aðferð- ina? Aðalatriðið er að muna eftir vissum dögum og vinum sínum, en ekki hve gjöfin er dýr effa „fjott".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.