Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 4
4 DAQUR Miðvikudagur 19. apríl 1944 DAGUR Rltstjóm: InqimoT EydoL J6hann Frimonn. Homkur Snorraaon. Afgrei6slu cxj innhoimtu annast Siqurðnr Jóhannesson. Skriíetofa vi8 Kaupvangstorg. — Sími 96. Blo6i8 kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Blðmasonar. Á fjósbitanum STEINGRÍMUR AÐALSTEINSSON alþm. fer enn á stúfana í síðasta „Verkamanni“ til þess að verja og réttlæta fyrirhugaðar styrkveitingar af almannafé til skipakaupa í Svíþjóð. „Dagur“ leið- ir algerlega hjá sér hinn heimskulega og smá- munalega skæting alþingismannsins í garð rit- stjóra „Dags“ í tilefni af orðaskiptum þeim, sem orðið hafa milli blaðanna út af þessu máli, og brigzl hans um, að „Dagur" hafi skrifað um þetta efni af reiði og æsingu. Því má hver trúa sem trúa vill, en hitt er öldungis víst, að lesendur „Dags“, sem fylgzt hafa með því, sem skrifað hefir verið hér í blaðið um þetta efni, leggja engan trúnað á svo tilhæfulausan þvætting. Og alþingismaður- inn læzt nú drjúgum heimskari en sakir standa til, er hann þykist misskilja afstöðu „Dags“ til skipakaupa erlendis og fyrirhugaðra styrkveit- inga til þeirra. STEINGRÍMUR lætur nú, sem honum hafi komið það algerlega á óvart, að „Dagur“ sé hon- um sammála um það, að íslenzki fiskveiðiflotinn þurfi skjótrar endumýjunar og aukningar við. Feitletrar hann þessar upplýsingar ákaflega í grein sinni, eins og þar sé um einhver ný og stór- furðuleg tíðindi að ræða! Menn skyldu halda, að Steingr. hafi talið sjálfum sér trú um það, er hann var að tína upplýsingar um þetta efni saman úr sjómannablaðinu „Víkingi", til þess að nota þær við fyrri ritsmíð sína, að hann væri þar að gera einhverja alveg nýja og furðulega uppfinn- ingu, sem verið hafi öllum öðrum dauðlegum mönnum algerlega lokuð bók! í þessu sambandi er rétt að benda „uppfinningamanninum" á það, að fyrstu ummælin, sem „Dagur" lét falla, er skipakaupin frá Svíþjóð bar á góma — i janúar í vetur, löngu áður en nokkurt annað blað fékkst um þetta, eða iðnaðarmenn sjálfir mótmœltu fyr- irhuguðum styrkveitingum — voru á þessa leið: „Þetta (að skipastóllinn verði endurnýjaður) eru auðvitað fagnaðarfiðindi út af fyrir sig. Okkur er auðvitað lifsnauðsyn að endurnýja og auka skipakost okkar sem allra fyrst — ekki sízt vegna fiskveiðanna. En á hinn bóginn gæti það þó verið okkur fullt áhyggjuefni, að ástandinu i verðlags- og atvinnumálum okkar skuli þannig komið, að öldungis sjálfsagt og óhjákvamilegt sé talið að leita út úr landinu um smiði þessara litlu tré- skipa." „Dagur“ hefir því engan veginn tekið trú Stgr. Aðalsteinssonar í þessu máli, né heldur gerzt tví- saga um vilja sinn og stefnu, eins og alþm. vill nú vera láta. Öll skrif blaðsins urn þetta efni hafa síðan gengið mjög í sömu átt, auk þess sem því hefir verið mótmælt, að nokkra nauðsyn beri til að styrkja af almannafé erlendar skipasmíða- stöðvar til óeðlilegrar samkeppni við íslenzka skipasmiði, á sama tíma og það er upplýst eftir góðum heimildum, að flutningskostnaður, vá- trygging, striðstrygging og tollar á efni i 15 smál. vélbát nemi nú rúmlega 45 þús. kr-, eða röskum 3 þús. kr. á hverja smálest. En allt eru þetta gjöld, sem sænsku skipasmiðastöðvarnar sleppa alveg við gagnvart sinni framleiðslu. Væri nú ekki vit í að létta einhverri þessara stórkost- legu byrða af íslenzkum skipasmiðum, áður en farið er að gera þennan aðstöðumun enn meiri með því að styrkja keppinauta þeirra til fram- leiðslunnar, en láta hins vegar innlendu skipa- Jafnvel gróðrinum er eytt f nútinia styrjöld er engu þyrmt. Jafnvel gróður jarðar er svlðinn. Myndin sýnir. hvernig stórskotahríö Bandamanna á Nýju-Guineu lék kókospáltnalund nokkum nálægt Buna. Við lýðveldisstofnunina. jgFTIRFARANDI KAFLAR eru teknir úr tillögum þeim og grein- argerð, er Steingrlmur Davíðsson, skólastjóri á Blönduósi, lagði fyrir fund Framsóknarmanna í Austur- Húnavatnssýslu 18. marz sl. Náðu tillögurnar ekki afgreiðslu á fundin- um sökum þess, að honum var lokið fyrr en búizt hafði verið við. Tillögur Stgr. D. voru að nokkru miðaðar við þáverandi horfur í sjálfstæðismálinu, er breytzt hafa síðan, en að öðru leyti eru þær enn í fullu gildi. Er þar m. a. lagt til, að þingflokkur og miðstjórn Framsóknarflokksins beiti sér fyrir því, að íslendingar minnist frelsis- töku sinnar 17. júní næstk. á eftir- minnilegan og varanlegan hátt og svo, að þjóðinni verði hvort tveggja í senn til sæmdar og nokkurs öryggis sjálf- stæðu menningarlífi hennar. Er þar bent á þessi þrjú atriði. a. Ríkisskuldir landsins verði greidd- ar að fullu á þessu ári, og til þess verði lagður á sérstakur skattur, svo sem samkv. tillögu Jónasar Jónssonar alþingismanns. b. Samin verði lög á næsta Alþingi um stofnun búnaðarháskóla, er taki til starfa svo fljótt sem kost- ur verður. Valinn skal hentugur, fagur staður fyrir skólann með nægu landrými. Verði skólinn bú- inn beztu tækjum til vísindaiðk- ana í þágu landbúnaðarins, og í öllu svo gerður sem bezt er um slíkar stofnanir í nágrannalöndun- um. d. Stofnaður verði skógræktarsjóður með 5 milljóna króna höfuðstóli. Vöxtum sjóðsins skal varið til að „klæða landið“. Þegar veizluhöldunum er lokið. j GREINARGERÐ St. D. fyrir til- * lögum hans segir svo m. a.: „Það hefir allmikið verið umrætt a. m. k. á Alþingi, að lýðveldisstofn- unarinnar verði minnzt með vegleg- um hátíðahöldum á Þingvöllum og smiðina algerlega sigla sinn sjó, án nokkurs tillits til atvinnu þeirra og lífsafkomu nú og í framtíðinni? Steingrími Aðalsteinssyni er sannarlega ekki of gott að verja þann málstað með háði í garð íslenzkra skipasmiða, en stóryrð- um, ritfölsunum og persónuleg- um brigzlum í garð annarra, er á móti forsetanum mæla, í stað skynsamjegra raka. En óvíst er, að hann fitni nokkuð á þeim fjóshita, þegar til lengdar lætur. víðar, fánar dregnir við hún, helzt á hverju heimili landsins. Allt er þetta fallegt og enda sjálfsagt, þó að vonum veki hátíðahöld þessi minni hrifningu végna hörmungarástands í nágranna- löndunum og um heim allan en ella myndi. Svo mun og fleira valda. En þegar fánastengumar standa aftur auðar, og veizlugleðin er þorrin — hvað minnir þá á hina miklu stund? Vér getum á engan hátt minnzt og fagnað frelsistöku þjóðarinnar betur en með því að gera í kyrrþey einhver þau þjóðfélagsleg átök, sem geta orð- ið öldum og óbornum til varanlegrar hagsbótar og blessunar. Nú erum vér einmitt svo heppnir, að fjárhagur vor er svo góður, þessa stundina, að vér getum lyft fjárhagslegum grettistök- um. Og það er og þjóðamauðsyn, að það sé gert, meðan stundargróðinn er enn ekki runninn út í sandinn. Ríkisskuldirnar greiddar. jþJÓÐIN GETUR og verður að greiða upp ríkisskuldir sínar nú á meðan tækifæri er til. Þetta má gera á tvennan hátt t. d. að hálfu með stór- gróðaskatti og hálfu með almennri fjárfóm þjóðarinnar, og væri sú lausn æskilegust. Landbúnaðarháskólinn. TÍMUM hins foma, íslenzka lýð- veldís var hér einvörðungu bænda- þjóð. Því ætti það vel við, að þegar við endurreisum lýðveldið, þá gefi þjóðin þeim atvinnúveginum, sem fætt hefir og klætt flestar kynslóðir þessa lands, veglega stofnun sem og er þjóðarnauðsyn, að komið verði á fót sem fyrst. Þjóðin öll gefur þá sjálfri sér bún- aðarháskólann og treystir þannig samband sitt við gróandi jörð. ' Landið klætt. jyjENNINGIN VEX í landi nýrra " skóga“, segir eitt stórhuga skáld vort í einu hinu fegursta kvæði, er ort var um síðustu aldamót. Allt frá þeim tíma hefir mikið verið rætt og ritað um að „klæða landið". Ungmennafé- lögin settu það og ofarlega á stefnu- skrá sína. En fremur hefir lítið áunn- izt öll þessi ár. Á síðari ámm hefir áhugi fyrir skógrækt glæðzt að mikl- um mun. Hafa nú sum hémð landsins þegar gert myndarleg átök á byrjun- arstigi. En tekjur skógræktar ríkisins em enn allt of litlar og sérstaklega óvissar. Því áreiðanlega munu fjár- veitingar ríkisins til þeirra hluta látnar mæta afgangi, þegar að krepp- ir á næstu ámm. Það er því áriðandi að nú, meðan „gullið" er í handraðan- um, sé skógræktinni tryggðar nokkrar (Framhald á síðu. Heimsókn að Laugalandi — viðtal við forstöðu- konuna, ungfrú Svanhvíti Friðriksdóttur. Mörg hundruð karla og kvenna úr bæ og byggð heimsóttu Laugalandsskólann síðastliðinn sunnudag. Var það handavinna húsmæðraefn- ana, sem marga fýsti að sjá, en hún var til sýnis, fyrir almenning, þennan dag. Eg brá mér fram eftir og hitti liina nýju for- stöðukonu skólans, ungfrú Svanhvíti Friðriks- dóttur að málum. „Jæja, hvernig hefir nú vetrarstarfið gengið?“ spyr eg ungfrú Svanhvíti. „Starfið hefir gengið ágætlega og er eg mjög ánægð með veturinn. Heilbrigði námsmeyja lief- ir verið ágæt og má yfirleitt segja, að alit hafi gengið prýðilga?" — „Það er skemmtilegt að heyra þetta, en segðu mér, hve margar hafa námsmeyjar verið í vetur — og er skólinn fullur næsta vetur?“ „í skólanum er 28 námsmeyjum ætluð vist, en þær hafa þó verið 34 í vetur og eru 2 þeirra við framhaldsnám. Verst þykir mér, hve mörgurn þarf að vísa frá, sökum rúmleysis. Nú hafa borizt yfir 200 umsóknir fyrir næsta vetur og á vornám- skeiðin eru þrefalt fleiri umsóknir en hægt er að sinna.“ „Hverjar hafa kennt við skólann í vetur?“ — „Ungfrú Lena Hallgrímsdóttir hefir kennt sauma, ungfrú Þuríður Kristjánsdóttir vefnað og sjálf hefi eg kennt matreiðslu og matarefnafræði. Aðrar lesgreinar hefir sr. Benjamín Kristjánsson kennt, en söngkennslu annaðist Kristbjörg Krist- jánsdóttir frá Jódísarstöðum. íþróttir við skólann eru engar, en námsmeyjar eru úti 1 klst. á dag og hafa auk þess notað sund- laugina vel í frístundum sínum, t. d. hefir ein þeirra synt, hér um bil, hvern dag í allan vetur“. „Hvað er starfsdagurinn langur hjá ykkur?" „Námsmeyjar eru vaktar kl. 7 f. h. og morgun- verður snæddur kl. 7.30. Kennsla hefst kl. 8, og eru 2 fyrstu timarnir bóklegt nám. Síðan klofnar hópurinn og þær er stunda handavinnuna vinna til kl. 4.30 e. h., en eldhúsnemar vinna, til skipt- is, til kl. 8 e. h. Námsmeyjar hafa yfirleitt unnið mjög vel og dyggilega og eg vona að sýningin beri þess vott, að einhverju leyti.“ Nú tók ungfrú Svanhvít mig með sér niður og gekk með mér um stofumar, þar sem sýningar- munum hafði verið komið fyrir. Fyrst komum við inn í stóra stofu, þar sem kjólar og annar fatnaður, er námsmeyjar hafa saumað, hangir til sýnis, og er mikil fjölbreytni bæði á litum og sniði. Á einu borðinu er ungbarnafatnaður, en það er skyldusaumur, er hver námsmær verður að leysa af hendi. Við göngum áfram inn í nasstu stofu. Hér er útsaumurinn breiddur á borð og bekki og hang- ir auk þess mikið með fram veggjunum. Hér kennir ýmissa grasa, en allt er með sama mark- inu brennt, smekk og vandvirkni. Einna skemmtilegast í þessari stofu þykja mér dúkar, sem saumaðir eru með gamla, hvíta útsaumnum, en þó töluvert „moderniseraðir" að því er mér finnst. ’Enn göngum við áfram og komum þá inn í enn eina stofu, en þar er vefnaðurinn, en hann er nú ekki síztur af þessu öllu. Fjöldi púða, veggteppa, borðrefla, dúka, gólfábreiðna getur að líta og er skemmtilegt til þess að vita, að flest þessara mjög smekklegu muna, er unnið úr ull- inni okkar íslenzku. Sérstaka athygli mína vöktu gólfábreiðurnar, sem eru þykkar og mjúkar und- ir fæti, auk þess mjög fagrar sumar hverjar. Við verðum að yfirgefa þessa stofu, en énnþá er ein eftir. Þar er ýmiss varningur, svo sem nátt- kjólar, manchettskyrtur, blússur, pils, svuntur o. fl. þ. h. — Yfirleitt má segja um sýninguna, að hún sé skólanum til hins mesta sóma. Eg kveð nú forstöðukonuna, ungfrú Svanhvíti Friðriksdóttur um leið og eg óska henni til ham- ingju með starfið og þakka kærlega móttökurnar. „Puella". Gleðilegt sumar! — Þökk fyrir veturinn!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.