Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 7
 Miðvikudagur 19. apríl 1944 DAGUR 7 AUGLÝSING um skoðun bifreiða og biflijóla í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega UPPBOÐ verður haldið í Steinkoti í Glæsibæjarhreppi laugardaginn 6. maí n. k. — Þar verður selt: Sláttuvél, aktýgi (þrenn), langgrind með hjólum, reipi, sleði, skilvinda,. mjólkurbrúsar og margir aðrir muni. Uppboðið hefst kl. 11 f. h. Steinkoti, 8. apríl 1944. ÁRNI JÓNASSON. skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram í þessú ári, sem hér segir Hinn 2. maí mæti A- 1-A- 30 — 3. - - A- 31-A- 60 - 4. — - A- 61-A- 90 - 5. - - A- 91-A-120 — 8. - - A-121-A-150 — 9. — — A-151-A-180 - 10. - — A-181-A-210 — 11. — - A-211-A-250 - 12. — — A-251-A-280 — 15. — - A-281-A-310 - 16. — — A-311-A-340 ■— 17. — — A-341-A-370 — 18. — — A-371-A-390 NOTIÐ SJAFNAR-VORUR Ber ölluni bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bifreið- ar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga, við lögregluvarðstöðina, frá kl. 9—12 árdegis og 1—5 síðdegis. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. júlí 1943 til 1. maí 1944, skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður inn- heimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sérhverja bifreið sé í lagi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra. Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til skoð- unar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Bæjarfógetinn á Akureyri 13. apríl 1944. Sig. Eggerz. 7 vor eru 60 ár, síðan eg sá leiksýningu í íyrsta sinn. Það var vorið 1884. Leikritið, sem sýnt var, hét Vinirnir og var eít- ir Tómas Jónasson bónda á Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Hann var óskólagengirm al- þýðumaður, en gáfaður og fróð- leiksgjarn; var sagt, að hann skildi bæði dönsku og ensku á bók, er hann hefði lært upp á eigin spýtur, og læsi skáldrit á þeim málum. Lítill þótti hann búhöldur og lifði við fátækt. Armað leikrit eftir hann hét Yf- irdómarinn. Var það síðar leikið hér í Eyjafirði og á Akureyri og vakti á sínum tíma talsverða eftirtekt. Aldrei hafa leikrit T ómasar verið prentuð, en gengu í handritum manna í milli. Vinrrúr voru sýndir í nýrri baðstofu á Möðruvöllum í Eyjaíirði um og eftir sumarmál fyrrgreint vor í blíðskapartíð. Leikendur voru allir úr Saur- bæjarhreppi, 9 að tölu, eins og hlutverkin voru í leiknum. — Langstærsta hlutverkið var Þórður bóndi á Sauðá, ríkur maurapúki. Hann sýndi Siggeir Sigurpálsson, þá ungur maður til heimilis á Möðruvöllum, ný- lega kvongaður Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Helgastöðum, systur Páls skálds Árdals. Þótti leikur Siggeirs frábærlega góð- ur og var lengi í minnum hafð- ur. Nú eru aðeins tveir úr leik- endahóp þessu má lífi: Sigtrygg- ur Benediktsson á Hjalteyri, er fór með hlutverk Helga vinnu• marms, og Árni Hólm kennari, sem lék Brand sýsluskrifaar. Leikurinn þótti mikill við- burður í fábreytni sveitalífsins. Flestir, er leikinn sóttu, höfðu atdrei séð leiksýningu áður og fannst mikið til um þessa ný- lundu. Sérstaklega brenndi leik- urinn sig inn í hug okkar ungl- inganna. Kunnum við nálega allt leikritið orðrétt og lékum kafla úr því okkar á milli, þegar færi gafst, og stældum þá auð- vitað hina virkilegu leikendur. V oru þær skemmtisamkomur bjartar sólskinsstundir í lífi okk- ar í þá daga. Veturirm áður en Vinirnir voru sýrrdir í Möðruvallabað- stofu, var Afturhaldsmaðurinn, leikur eftir Ara á Þverá, sýndur á Öngulsstöðum. Það leikrit hefir aldrei verið prentað, en aftur á móti var Sigríður Eyja- fjarðarsól, eftir Ara, gefin út. ★ Lækrúrinn: „Það er engirm alvarlegur sjúkdómur að yður, kæra frú, þér þurfið aðeins að hvílast um tíma.“ Frúin: „En læknir, viljið þér þó ekki líta á tunguna í mér? Lækrúrinn (skoðar tunguna vendilega um stund): „Hm, ja, einnig hún þarí að hvílast.“ ★ A. : „Svo að þú ert ekkert hrifinn af talmyndum?“ B. : „Ónei. Eg dáðist alltaf mest af því í þöglu myndunum að sjá kvenfólkið oprta munn- inn — og láta hann svo aftur — án þess að eitt einasta orð heyrðist til þeirra“. UR ERLENDUM BLÖÐUM. (Framhald af 3. síðu). ið í Finnlandi gæti að svo komnu máli ekki sætt sig við missi alls þess landssvæðis, sem finnski herinn hefir her- numið, en það er, auk þeirra 16000 fermílna, sem Rússar höfðu tekið af Finnum 1940, talsverður hluti af Sovét-Kari- líu, austan gömlu finnsku landamæranna. A bak við hvort tveggja bjó ótti Finna um al- gjört hernám landsins. Ymsir tóku harðorða grein í Pravda, málgagni kommúnista- flokksins, sem hálfopinbert svar Sovét-stjórnarinnar við síðari málaleitunum Finna. Þar var harðlega andmælt þeim fullyrð- ingum í finnskum blöðum, að kjörin sem Rússar byðu, væru mjög ósanngjörn. Finnar voru varaðir við því, að álíta örlæti Rússa bera vott um veikleika. Það mundi valda „beiskum“ vonbrigðum. Þótt tónninn væri þessi, litu ýmsir svo á að þessi orðaskipti væru aðeins einn þáttur í áframhaldandi samn- ingaumleitunum, sem ennþá gætu vel leitt til friðar, ef meg- in hindruninni, þýzka hernum við Petsamo, væri rutt úr vegi. Síðari fregnir gefa til kynna, að sá skilningur sé réttur. KRISTINN SIGURÐSSON. (Framhald af 3. síðu). Skriðulandi og er hann þá á heimleið og rekur nokkrar kind- ur á undan sér. En þá er Krist- inn staddur vestan Kolbeins- dalsár er hann kennir þrauta í höfði. Grunar hann þá að skjót- lega muni til eins draga um líf sitt. Vill hann þá hraða sér heim. Og nú etur hann kappi við sjálfan dauðann. Lætur Kristinn kindumar eftir. Knýr hestinn sporum og ríður hvat- lega heim í hlað á Skriðulandi. En nú er þessi geiglausi garpur særður til ólífis og má eigi sjálf- ur af baki komast. Brátt koma heimamenn honum til aðstoðar. Taka hann af baki og bera hann inn. Fellur Kristinn þá fljótlega í svefn og eftir sex klukkustund- ir er hann látinn. Nú var hann genginn af verði og á brott far- inn, þessi hollvættur ferða- mannsins, þessi vökuli þjónn og mildi húsbóndi. En hljóðlát og húmdökk haustnóttin lagði blæju friðar- ins yfir andvana lík öldungsins í rekkjunni. Runólíur í Dal. Kálfskinn, Gærur, Húðir Móttaka í kolahúsi voru við höfnina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.