Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 11.05.1944, Blaðsíða 4
DAQUR 4______________ DAGUR Riistjóm: Ingimar EydnL lóhann Frimcmn. Haaknr Snorroson. AígreiSslu og innheimtu annast: Sigfús Sigvarðsson. Skrifstofa vi8 Kaupvangatorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Argangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds BSömssonar. Bjarkarlaufin þrjú \ LANDSNEFND LÝÐVELDISKOSNING- ANNA hefir ákveðið gerð á merki, er afhent skal hverjum þeim, er greiðir atkvæði um lýð- veldisstofnun á> íslandi og gildistöku nýrrar stjórnarskrár á þessu vori. Er til þess mælzt, að viðtakandi beri merkið, unz tími sá, sem ætlað- ur er til atkvæðagreiðslunnar, er liðinn. Merki þetta er smækkuð mynd af þremur bjarkar- laufum, og er ákveðið, að Skógræktarfélag ís- lands taki sér þetta merki, að atkvæðagreiðsl- unni lokinni. Vakir það fyrir nefndinni, að í sambandi við atkvæðagreiðsluna verði stofnað- ur sérstakur sjóður, er orðið geti skógrækt og annarri landgræðslu sú lyftistöng, að slik starf- semi megi setja svip sinn á hið nýja lýðveldis- tímabil íslenzku þjóðarinnar. Ennfremur mun vera í ráði, að Skógræktarfélag íslands hafi eft- irleiðis sérstakan fjársöfnunardag á ári hverju til eflingar starfsemi sinnar og hinum nýja land- græðslusjóði. þESSI HUGMYND nefndarinnar er bæði fög- ur og tímabær. Er þess að vænta, að henni verði alls staðar vel tekið, og þjóðin öll fylki sér einhuga undir þetta nýja merki þjóðfrelsis og landbóta. Landið sjálft er lang þýðingarmesta og dýrmætasta eign hverrar þjóðar, og auk þess eigum við íslendingar okkar landi sérstaka og stórkostlega skuld að gjalda. Hvert mannsbam kannast við þá sögu, að ísland var skógi vaxið milli fjalls og fjöru, þegar landnámsmennirnir settust hér fyrst að. Fyrirhyggjuleysi og rán- yrkja mannsins á vafalaust mesta sök á því, að það er nú skóglaust orðið að kalla og örfoka víða. Gróðrarmagn landsins mun nú að líkind- um aðeins fjórðungur þess, er var á landnáms- öld. Það sæmir því vel framsækinni þjóð, er heimt hefir fullt frelsi sitt aftur eftir aldalanga baráttu, að hef ja nýja sókn gegn eyðileggingar- öflunum, sem herja nú á land hennar — gera stórfellt og drengilegt átak til þess að græða sár þau, sem gróðrarríki landsins hefir verið slegið á liðnum niðurlægingartímum. gLÆÐUM LANDIÐ! mætti gjaman vera einkunnarorð hins nýja lýðveldistímabils í sögu íslenzku þjóðarinnar. Á þetta eiga bjarkar- laufin þrjú jafnan að minna okkur. Þau eru því nýtt hermerki — ný Sigurfluga, sem okkur sæmir vel að fylkja okkur undir, ekki aðeins kosningadagana, sem nú fara í hönd, heldur einnig um alla framtíð. Fimmtudagur 11. maí 1944 INNRÁS SÉÐ ÚR LOFTI. Myndin sýnir ameríska innrásarbáta geysast álram á leið til strandar á Marshall-eyjum. Bátarnir hylja sig reykskýi til þess að villa skyttum óvinanna sýn. Fregnir frá Norðurlöndum. T NÝKOMNU hefti af tímariti Amerísk Skandinavisku stofnunar- innar í New York eru að vanda fjöl- breyttar greinar og fréttir um Norð- urlöndin. Hér fara á eftir nokkrir fréttamolar, þýddir úr þessu hefti tímaritsins. Frelsishetjan Kaj Munk. pREGNIN um morð Kaj Munks flaug eins og eldur í sinu um alla Danmörku þegar eftir að kunnugt var um morðið, enda þótt Þjóðverjar til- kynntu það ekki strax. Þegar blöðin kunngerðu morðið, var það þegar kunnugt öllum almenningi. Þjóðverj- ar höfðu strangt eftirlit með birtingu fregnarinnar og skipuðu svo fyrir, að ekki skyldi meira um hana ritað en um aftöku dansks nazista, er föður- landsvinir höfðu þá framkvæmt fyrir skömmu. í Kaupmannahöfn var fregnin kunngerð þannig, að í miðri leiksýn- ingu á Konunglega leikhúsinu gekk skáldið Kjeld Abel fram á sviðið, fram fyrir leikendurna, og ávarpaði þá-þannig: „Fyrirgefið þessa truflun á sýningunni. En hún er gerð til þess að tilkynna yður, að þjóðskáld vort lézt í dag. Tjaldið verður ekki fellt, en eg bið alla að rísa úr sætum og heiðra minningu hans.“ Allir Danir þóttust fullvissir að Þjýðverjar hefðu staðið fyrir glæpn- um, og þessi vissa styrktist enn við það, að Þjóðverjar lögðu hvers kyns hindranir í veg þeirra, sem danska lögreglan sendi á vettvang til þess að rannsaka morðmálið. Hinn vel þekkti danski leynilögreglumaður Himmel- strup, gerði ítarlega skýrslu um mál- ið, en Þjóðverjar bönnuðu birtingu hennar. „Eg er kominn til þess að varpa eldi. . . .“ KAJ MUNK var grafinn frá Ved- ersökirkju 8. janúar. Þótt Þjóð- verjar hefðu bannað almennar sam- komur og ytri virðingarmerki, blöktu fánar í hálfa stöng víðs vegar um Danmörku. Meir en þrjú þúsund manns söfnuðust saman í Vedersö, þar sem vinur Kaj Munks, séra Moe- Nygaard, flutti ræðu og lagði út af þessum orðum í Lúkasarguðspjalli: Eg er kominn til þess að varpa eldi á jörðina, og hversu vildi eg að hann væri þegar kveiktur. Frá Svíþjóð. CJÆNSKA ÞINGIÐ samþykkti snemma á þessu ári 100 milljón króna fjárveitingu til viðreisnarstarfs í Evrópu eftir stríðið og skal fénu einkum varið meðal norrænu bræðra- þjóðanna. Sænski fjármálaráðherr- ann, Wigfors, lét svo um mælt í sam- bandi við þessa fjérveitingu, að það væri einlæg ósk sænsku þjóðarinnar, að taka þátt í endurreisninni í þess- um löndum, þár sem Svíþjóð hefði sloppið að mestu leyti við hörmungar stríðsins. Sérstök stofnun verður sett á stofn til þess að hafa umsjón með þessu hjálparstarfi. Sænsku blöðin fögnuðu mjög þess- ari ráðstöfun þings og stjórnar. Stockholms Tidningen sagði: Eng- inn óskar að ganga á snið við þessa sjálfsögðu skyldu. Og enda þótt ekki komi til mála, að draga úr hernaðar- viðbúnaði vorum, dylst engum, að víðtækar áætlanir nú um endurreisn og endurskipulagningu eftir stríðið eru réttmætar. Dagens Nyheter benti á, að 100 millj. kr. fjárveitingin væri aðeins hinn fyrsti skerfur og mætti ekki leggja þann mælikvarða á hina vænt- anlegu hjálparstarfsemi Svía. Miklu fremur væri þessi upphæð tákn þess, að Svíar óskuðu að reynast góðir ná- grannar á raunastund. BÍöð í löndum Bandamanna hafa flutt greinar um þessar ráðagerðir sænsku stjórnarinnar. Manchester Guardian skrifaði meðal annars: Sví þjóð hefir, fyrst hinna hlutlausu landa, hafizt handa imi hjálparstarf- semi í stórum stíl til handa hinum stríðsþjáðu nágrannaþjóðum sínum. Þessari ráðstöfun er fagnað hvar- vetna í löndum Bandamanna. Það er augljóst, að Svíar ætla að taka megin þátt í endurreisn bræðraþjóðanna á Norðurlöndum. Yorkshire Post skrifar: Svíar hafa ekki aðeins Iátið í ljósi vilja sinn um hjálp, heldur einnig tekið skref til framkvæmda. Að nokkru leyti má líta á þetta sem þakkarfórn vegna þess að Svíar hafa sloppið við skelf- ingar ófriðarins. En þó hefir það dýpri meiningu, því að það er nú öll- um ljóst, að sænska þjóðin og sænska stjórnin skilja, að endurreisn Evrópu verður ekki framkvæmd nema að það risavaxna starf verði unnið í samein ingu af öllum þjóðum, af einlægum hug og örlátu geði. VIL SELJA 8 TONNA BÁT vélarlausan. SIGURGEIR JÓNSSON, Skipasmíðastöð K. E. A, SÝNING í BARNASKÓLANUM. A sunnudag og mánudag sl. var barnaskólinn opinn bæjarbúum og öðrum gestum. Þessa daga var í skólanum sýning á munum þeim, er börn- in höfðu unnið í handavinnu í vetur og teikn- ingum, er þau höfðu gert. Einnig voru til sýnis vinnubækur þeirra úr ýmsum námsgreinum og skrift. Sýninguna sóttu mörg hundruð bæjarbúa, og þá sérstaklega aðstandendur barnanna. Eg tel sýningu þessa gott dæmi þess, hve mikið má láta öll meðalgefin börn vinna af ým- iss konar munum, og ekki einungis, hve mikið, heldur og hve vel, undir góðri umsjón og kennslu. Þarna var mikill urmull útsaums- muna, heklaðra, prjónaðra, útskorinna og fl. þ. h. Að vísu hafa margar hendur unnið að þessu, þar eð handavinnukennslan er, nú orðið, í 5 efstu bekkjum skólans, en þó ber þess að gæta, að handavinnan er algert aukafag, og henni ætl- aðar aðeins 2 stundir (40 mín.) vikulega. Það má að minnsta kosti segja það um handa- vinnukennslu í barnaskólanum, að hún sé góð undirstaða. En því miður er það svo, að þessi undirstaða verður oft aldrei annað en undir- staða, því að fæstir aðrir skólar byggja hér nokkuð ofan á. Það má kannske segja að handa- vinnunám sé utan verkahrings menntaskólanna, sem hafa það hlutverk að búa fólk undir há- skólanám, en mér er óskiljanlegt að handavinna, einhvers konar, skuli ekki vera kennd við gagn- fræðaskólana. Hér á Akureyri ætti a. m. k. að vera hægt að koma því við í hinu nýja og geysi- stóra skólahúsi. Yfirleitt er það svo, að ungling- ar hafa mjög gáman af hvers konar handiðju, og það munu flestir ásáttir um, að handiðjan stuðli, fremur mörgu öðru, að þroska einstakl- ingsins. ★ í teikningunni kenndi mikillar fjölbreyttni og var auðséð að börnin hafa haft mikið frelsi til þess að velja sér viðfangsefni. Eg er viss um að þetta er mjög mikils vert, einkum meðal eldri barna, og auk þess hlýtur það að vera skemmti- legt fyrir kennarann að kynnast þannig áhuga- efnum og smekk hvers einstaks nemanda. Skriftarsýnishom það er þarna lá frammi, bar þess ljósan vott að sú námsgrein er í háveg- um höfð og vinnubækurnar margar hverjar voru ljómandi smekklega gerðar. ★ Sýningardagana var selt kaffi í skólaeldhús- inu, en um það sáu stúlkur úr efsta bekk skól- ans, undir umsjón kennara síns. Ágóði af þess- ari kaffisölu rann óskiptur í „Barnahjálpina“, en eins og bæjarbúum er kunnugt er barnaskói- inn hér brautryðjandi í fjársöfnuninni til barna ófriðarlandanna, og hafa nemendur skólans sýnt ótrúlega mikinn dugnað og áhuga í því starfi í vetur. Eg vil, að lokum, segja það um sýninguna, að hún hafi verið skólasómi og um leið bæjarsómi. „Puella“. ★ Samkvæmt nýjum fréttum frá Ameríku er blár litur mjög mikið í tízku, sérstaklega fjólu- blár. Er sagt að vortízkan vestra sé meira og minna fjólublá og séu ýms litbrigði fjólubláa litsins notuð. ★ Heilræði. Drekktu minna, en andaðu að þeir meiru af hreinu lofti. Borðaðu minna, tyggðu betur. Klæddu þig minna, en baðaðu þig oftar. Eyddu minna sjálfur, gefðu heldur öðrum meira. Ergðu þig minna, en starfaðu meira. Það er ekki minnkun að beygja sig viljugur, en það er minnkun að láta aðra beygja sig nauðugan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.