Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 5
Finímtudagur 27. júlí 1944 DAGUR 5 GUÐMUNDUR EIRÍKSSON: Landbiinaður og samgöngumál í Lýtings- staðahreppi Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför eiginkonu minnar og móður minnar SVÖFU ÁGÚSTSDÓTTUR. Stefán Benjamínsson. Þorsteinn Stefánsson. Eitt af aðalskilyrðum fyrir sæmilegri afkomu landbúnaoar- ins, — eins og nú standa sakir, — eru bílfærir vegir um sveitirnar. Þeim bændum fer stöðugt fjölgandi, sem eru knúðir til að snúa sér meira að mjólkurfram- leiðslu en sauðfjárafurða, vegna hinna skæðu fjárpesta, sem stöð- ugt færast í aukana og leggja undir sig hverja sveitina af ann- arri. Þannig er nú komið, að hin svokallaða Þingeyska mæðiveiki er komin í Lýtingsstaðahrepp. Er hún nú þegar komin á fjöl'- marga bæi víðs vegar um sveit- ina og heggur allstór skörð í f jár- stofn bænda, eru því slæmar horfur um afkomu þeirra, sem ekki hafa aðstöðu til að fram- leiða mjólk til sölu vegna veg- leysis. Þannig er því háttað urn meiri hluta bænda í Lýtingsstaða- hreppi. Tekur það þó sérstak- lega til þeirra,. sem búa í fremri hluta hreppsins. Þeirra einasam- gönguleið til markaðsstaðar er Goðdalavegur. Hann er, eins og mörgum er kunnugt, þannig úr garði gerður, að hann er ekki bílfær nema nokkrar vikur að sumrinu, þó með því móti, að ekki sé votviðrasöm tíð. Þess er og að gæta, að Svartá er óbrúuð og ekki hægt að brúa hana þar sem vegurinn liggur yfir hana nú, og hvenær sem áin breytir farvegi sínum þar, er ómöuglegt að komast með bíl yfir hana. Þá væru allir þeir, sem búa í framparti hreppsins um leið útilokaðir frá því, að geta notið bílferðar til markaðs- staðar; einnig að sumrinu. Góð ráð munu þó reynast dýr, þar sem fjárpestin herjar annars vegar, en hins vegar tilfinnan- legur fjárskortur til þess að koma samgöngunum í viðun- andi horf. Það er kunnugt, að sýsluvega- sjóðir geta ekki lagt fram fé svo neinu nemi til viðhalds og ný- byggingar sýsluveganna og það fé, sem lagt er til sýsluvega í hinum einstöku hreppum, kem- ur að allverulegu leyti frá hrepp- unum sjálfum. Þannig hefir Lýt- ingsstaðahrepþinr lagt fram til sýsluvega svo þúsundum króna skiptir árlega (á sl. ári níu þús. kr.j, sem að nær öllu leyti hefir farið í klattviðgerðir á Goðdala- vegi, sem þó er ven julega orðinn ófær að haustkauptíð lokinni. Þannig gengur það koll af kolli. Lýtingar leggja árlega mikið fé í þennan veg, sem aldrei getur þó orðið framtíðarvegur fyrir sveitina. Fyrir allmörgum árum var farið að ræða um það, að brúa Svartá hjá Starrastöðum og 1 leggja nýjan veg fram Tungu- sveit, — sem liggur austan megin árinnar. — Kornst það svo langt, að mælt var fyrir vegi — frá væntanlegu brúarstæði hjá Starrastöðum — fram Tungu- sveit. Stóð svo um hríð, að ekki var meira aðhafzt sakir fjár- skorts og ýmsra örðugleika. Síðan var málið tekið upp að nýju og næsti áfanginn var sá, að þáverandi þingmenn kjör- dæmisins beittu sér fyrir því, að byggð yrði brú á Svartá fvrir rík- isfé og náði það samþykki. En Lýtingum var ljóst, að örðugasti áfanginn var eftir enn — þó*að brúarmálið væri kornið í örugga höfn — en það'var, að byggia bíl- færan veg fram Tungusveit, sem þurfti að vera a. m. k. 12—1.5 krn. langur til þess, að flestir bændur í framparti hreppsins hefðu hans veruleg not. Þeim var það ljóst, að þeir yrðu að leggja fram mik- ið fé sjálfir til þess að rnálið hefði framgang. Voru því á sl. vetri hafin frjáls samskot í hreppnum til styrktar vegagerð- inni og söfnuðust á skömmum tíma um tíu þúsund krónur. Um svipað leyti var fengið leyfi lijá stjórnarráðinu til að stofna til happdrættis til styrktar vega- gerðinni. Voru síðan prentaðir á Akureyri 15000 miðar og.er nú búið að senda meiri hluta þeirra víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir, að dráttur fari fram 1. nóv. næstk. Vinningar eru 10, 3 hross og 7 peningavinningar. Er þess fyllilega vænzt, að allir góð- ir íslendingar rétti nú Lýtingum bróðurhönd og styrki þetta nauðsynlega fyrirtæki þeirra með því að kaupa happdrættis- miða Goðdalavegar, miðinn kostar aðeins fimm krónur. A liinu fyrirhugaða vegarstæði — a .m. k. á tólf km. kafla — eru að kalla óslitnar mýrar og þess vegna mjög hentugt land fyrir skurðgröfu. Því var það, að sýslunefndarmanni hreppsins var falið að flytja málið á síðasta sýslufundi í því formi, að sýslu- nefndin beitti sér fyrir því, að fá leigða skurðgröfu til vegagerðar- innar. Málið fékk mjög góðar undirtektir og samgöngumála- nefnd gekk þannig frá því, að oddvita sýslunefndar var falið að sjá um framkvæmdir. Er nú svo málum komið, að skurðgrafa er væntanleg til Sauðárkróks um mánaðamótin júlí—ágúst, til vegagerðar og landþurrkunar í Lýtingsstaðahreppi. Hér var nýlega stofnað félag, sem nefnist Landþurrkunarfélag Lýtingsstaðahrepps og er svo ráð fyrir gert, að skurðgrafan vinni á vegum þess jafnhliða vega- gerðinni og það land, sem þann- ig fæst þurrkað, síðan tekið til ræktunar. Vert er að geta þess, að nú fyr- ir nokkrum dögum komu þeir óhann Hjörleifsson — fulltrúi vegamálastjóra — og Ólafur Jónsson ráðunautur í iæktunar- málum — til þess að mæla fyrir veginum að nýju og ákváðu þeir einnig helztu framræsluskurði. Sömuleiðis ákvað fulltrúi vega- málastjóra endanlega brúarstæði á Svartá hjá Starrastöðum. F.r því búið að undirbúa Jretta mál eins og föng eru á, og líkur til,. ef iánið er með, að hægt verði að hefja vinnu með skurðgröfunni í ágúst eða september. Þannig er.Jrá í stórum dráttum saga baráttunnar, sem bæridur v Lýtingsstaðahreppi hafa háð á undanförnum árum við erfiðar samgöngur og sannar hún fylli- lega, að landbúnaður á hér erfitt uppdráttar enn sem komið er, en bændurnir hugsa sér að sigr- ast á erfiðleikunum. Því ber ekki að neita, að Lýt- ingar. haja nú ráðizt í fyrirtæki, sem mun reynast mjög fjárfrekt, og kæmi það fyrir, að það strandi vegna f járskorts eða ann- arra óhappa, er hætt við að bú- skapur, a. m. k. í sumum hlutum hreppsins, sé dauðadæmdur sem nútímabúskapur. Breið, 15. júlí 1944. ^VÆR ÞÝDDAR skemmtisög- ur hafa borizt blaðinu til um- sagnar frá Bókfellsútgáfunni h.f. í Reykjavík: LeyndardómarSnæ- fellsjökuls eftir hinn heims- kunna franska reyfarahöfund Jules Verne og Njósnarinn eftir ameríska skáldsagnahöfundinn J. F. Cooper, sem annars er kunnastur og vinsælastur fyrir indíánasögur sínar. Þessi saga er þó af öðru tagi. Gerist hún á tímum Frelsisstríðs Ameríku- manna og Þrælastríðsins og er vel og skemmtilega sögð og harla ,,spennandi.“—Þótt Jules Verne, höfundur hinnar fyrnefndu sögu, væri fyrst og fremst ,,reyf- arahöfundur", var hann’ einnig vísindamaður og náttúrufræð- ingur að öðrum þræði og sums staðar í sögum sínum langt á undan samtíð sinni og lmg- myndaheimi hennar, eins og t. d. í „Sæfaranum", Jrar sem hann lýsti neðansjávarskipi, gerð þess og lífinu Jrar um borð, löngu áður en kafbátar komu raun- verulega til skjalanna, og reynd- ist hann furðanlega sannspár og nærfærinn í þeirn lýsingum sín- um og einnig í bók sinni: Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum, sem margir ísl. lesendur munu kannast við. — Bók sú, eftir hann, sem nú hefir verið Joýdd og útgefin á íslenzku, er búin hinum sömu kostum „spennandi reyfara“ og hinar sögufnar, sem áður hgfa verið þýddar, og hið eldfjöruga og óvenjulega ímynd- unarafl höfundarins nýtur sín þar vel í fjarstæðum og ótrúleg- um lýsingum, sem blandaðar FRÁ BÓKAMARKAÐINUM eru hæfilegum skammti af nátt- úru- og jarðsögufróðleik skálds- ins og fræðilegum hugmyndum samtíðar þess. En að einu leyti er þessi bók nærstæðari íslenzk- um leseridum en hinar: Sagan gerist að nokkru leyti hér á landi, og þin æfintýralega för sögupersónanna um iður jarð- arinnar hefst með því, að þær stíga niður í gíg Snæfellsjökuls og komast þaðan eftir rnikla hrakninga og hættur í undir- heimum — meðal fornaldar dýra og ferlegra kvikinda — alla leið til Ítalíu og berast loks upp um gíg Strombolieyjar — í heiftugu eldgosi! — Báðar eru sögurnar léttur og fjörugur skemmtilest- ur, en hvorki fagurfræðilegur né sérlega menntandi, enda mun ekki til þess ætlazt. • gÓKAÚTGÁIAN NORÐRI h. f. hefir nýlega sent á bóka- makaðinn skáldsöguna Beverly Gray eftir Clarie Blank. Er þetta fyrsta bindi sagnaflokks um sam- nefnda söguhetju, og lýsir á fjör- legan hátt lífi ungrar stúlku á kvennaskóla í Bandaríkjunum og æfintýrum Joeim, sem hún og stallsystur hennar rata í, meðan á skólavistinn stendur fýrsta vet- urinn og í jólaleyfinu. Sagati er góður og hollur skemmtilestur fyrir ungar stúlkur og aðra ung- linga og svo vel sögð, að full- orðnir geta haft af henni gaman og dægrastyttingu. Guðjón Guð- jónsson hefir þýtt bókina á létta og lipra íslenzku. — Síðara bindi Beverly Gray rnunu væntanleg á markaðinn innan skamms frá sama forlagi, en hvert Jreirra er sjálfstætt verk út af fyrir sig, er því hægt að njóta hvers bindis sent sjálfstæðrar heildar. • þÁ HEFIR „NORÐRI“ og sent á markaðinn nýja bók eftir séra Björn Magnússon á Borg: „Þér eruð Ijós heimsins“ — siðræn viðhorf í ljósi fjallræð- unnar. Þessarar merku bókar verður væntanlega nánar getið hér í blaðinu innan skamms. • GANGLERI, tímarit íslands- deildar Guðspekifélagsins, 1. hefti, 18. árg. í Jressu hefti Ganglera birtist m. a. erindi það, er ritstjóri tímaritsins, Grétar Fells, flutti hér 5. sept. í fyrra og nefndi: Austanvindar og vestan. Vakti Jrað athygli áheyrenda og nokkurt umtal í bænum. Auk Jiess skrifar ritstjórinn greinar í Jretta befti, er nefnast: Af sjónar- hóli, Vígsla dauðans, Bókstafstrú og borginmennska, Nakti sendi- herrann og Skyggna konan. Kristján Sig. Kristjánsson ritar minningarorð um frú Þuríði Kolbeinsdóttur Fells og grein, er nefnist: í kaffistofunni. Jón Árnason prentari ritar um gagn- semi dulfræða og Tao the King, og Þorlákur Ófeigsson grein, er nefnist: Fegurð. Kvæði eru í heftinu eftir Grétar Fells, Elsu Benediktsdóttur og Kristmund Þorleifsson. — Útsölumaður Ganglera hér í bænum er Sigur- geir Jónsson söngkennari. • JÖRD, 2. hefti V. árgangs, hefir borizt blaðinu til um getningar. Ritið hefst á tveim greinum eftir ritstjórann, Björn O. Björnsson, er hann nefnir Þjóðaratkvæðagreiðslan og Tækifærin doka enn við. Auk þess skrifar ritstjórinn nokkrar smærri greinir og bókafréttir. — Dr. Guðmundur Finnbogason á Jrarna grein, er hann nefnir: Færi, og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum ritar um ísfirzka blaðamennsku (niðurl.). Smá saga er þarna eftir Kristmann Guðmundsson: Gest bar að garði, ræða við opnun sýningar eftir Matthías Þórðarson, skák- dálkur, leikhúsmál og fl. í heft inu eru ennfremur tvö „innrás ar“-landabréf. NÝJAR KVÖLDVÖKUR, 4.-6. hefti 37. árgangs, eru nýkomnar út. Heftið hefst á hinni snjöllu ræðu ,er ritstjór- inn, Þorst. M. Jónsson, flutti á lýðveldishátíðinni hér á Akur- eyri, 17. júní í vor. Kvæði eru þarna eftir Ármann Dalmanns- son og Kristínu M. Bjömsson, Steindór Steindórsson frá Hlöð- um ritar um nýjar bækur, en að öðru leyti flytur ritið að vanda þýddar sögur, lengriógskemmri, eftir ýmsa höfunda, LEIÐRÉTTING frá formanni Verkamannafélags Akureyiarkaupstaðar. í síðasta tbl. Alþýðumannsins er grein, þar sem því er haldið fram, að í 10. grein kaupsamn- ings Verkamannafél. Akureyrar- kaupstaðar við Akureyrarbæ sé ákvæði, sem tryggi utanbæjar- mönnum meiri rétt til vinnu en þeim bæjarverkamönnum, sem ekki eru í stéttarfélagi innan Al- þýðusambandsins. Er 10. grein samningsins birt,. en felld niður úr henni tvö orð, og breytir það merkingu greinarinnar nokkuð. í Alþýðum. stendur að: „Með- limir Verkamannafélags Akur- eyrarkaupstaðar og annarra þeirra stéttarfélaga, sem eru í Alþýðusambandi ísl.“, skuli sitja fyrir verkamannavinnu, en í samningi félagsins við bæinn og aðra atvinnurekendur er Jretta orðað þannig, að meðlim ir Verka- mannafél. Ak. og annarra þeirra stéttarfélaga í bænum, sem eru í Alþýðusamb. ísl., skuli sitja fvrir vinnunni. Þessi fávíslega blekking er til- raun í þá átt, að láta líta svo út, að utanbæjannönnum sé tryggð- ur réttur til vinnu fram yfir bæj- armenn, er byggð á Jrví að fella niður Jiessi áðurnefndu tvö orð ,,í bænum“, úr samningi félags- ins. Marteinn Sigurðsson. Leiðrétting. í upphafi greinarinnar „Brenndu bækurnar lifa enn“ í síð- asta blaði misprentaðist ártalið 1938 fyrir 1933, eins og góðfúsir lesendur munu auðveldlega hafa séð,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.