Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 27.07.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. júlí 1944 D AG U R Hjartans þakkir sendi eg ykkur öllum, sem glödduð mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára af- mæli mínu 18. júlí 1944. — Guð blessi ykkur öll. Árbakka, 20. júlí 1944. Jakob Jakobsson. NÝKOMNAR VÖRUR í STJÖRNU-APÓTEK NAGLALAKK, MISM. LITIR 0D0-R0-N0 SVITAMEÐAL 6ARNAFÆÐA ANDLITSKREM OG PÖDUR ÝMSAR TEGUNDIR KARLMANNA- GÚMMIREGNKAPUR NÝKOMNAR KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörude ild. IÐUNNAR-SKÓR eru glæsilegasta tákn þeirrar undraverðu framfara, sem orðið hafa nú síðustu árin í íslenzkum iðnaði. — Iðunnar-skór eru nú beztu skórnir, sem fáanlegir eru í landinu. — Þar fer saman lágt verð og gæði. SKINNAVERKSMIÐJAN I Ð U N N. SJAFNAR GLJÁ-ÁBURD í PÖKKUM VIÐURKENNA ALLAR GÓÐAR HÚSMÆÐUR SEM BEZTA GÓLF- BÓNIÐ KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. ÚKhkhkhkhKhKhKhKhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhk Vísur eftir Jónas í Hróarsdal. Jónas Jónsson, sýslunefndar- maður og bóndi í Hróarsdal, dó fyrir allmörgum árum, kominn talsvert á níræðisaldur (f. 1840). Hann var hæfileikamað- ur hirtn mesti, m. a. skáldmælt- ur vel, svo sem Símon Dala- skáld telur réttilega í skáldatali um 1910, eða síðar: Ennþá Jónas uppi á fróni stendur skýr, með íróðleiks skemmti- hjal, skáldið góða í Hróarsdal. Hér skulu birtar fáeinar vísur eftir hann: 1. Bæn. Himnaföðurs hátign blið heyrðu beiðni mína: Blessaðu Isalandsins lýð lífsútvegi sína. Svo ei líðum sáran skort, þótt sýnist búinn vandi, eyjarkornið kringum vort Kerúbarnir standi. Eg held bjargist ísaland að þó nokkuð þrengdi, ef að bróðurástarband alla saman tengdi. II. Lausar vísur. Þú sem hlær þá heitar mér harms að færast' glóðir, eilíf nærist unun þér ástar-kæri bróðir. Þegar heilsu verður van virðum hjá og sprundum, læknast það með Hfgeislan, og lyfjasulli stundum. Iðjusömum alla stund eitthvað Drottinn gefur. En láta krás í Iata mund lofað aldrei hefur. Menntun góða minnzt var lént mér í fræða ranrú. Von er hróðurs hnigni mennt hálfáttræðum manni. Bráðum látinn leggst eg nár, lífs frá horfinn svaki. Áttatíu og tvö nú ár tel eg mér á baki. En losni andinn líkham frá lífs í strandar vogi, fús eg landið friðar á fer í andartogi. Eimr bóndi á Reykjarhóli, sem þótti oft heppinn hagyrð- ingur, kvað vísu þá, er hér greinir: Gjörðu hnjóta hér úr hor hjörð, ei fóta gáði. Þetta ljóta lambskinns vor loksins þrjóta náði■ Þegar vísan barst Jónasi, varð honum að orðum: Eg er frá og ekkert veit óðarskrá að hnuðla, þó þeir fái frammi í sveit fjögur h í stuðla. ö. j. ★ Hún: „Ef eg á að giftast þér, verður þú að hætta að drekka“. Hann: „Já.“ Hún: „Og ' hætta að reykja“. Hann: „Já.“ Hún: „En segðu mér nú. Er það ekkert, sem þig langar til að hætta við af eigin hvötum?“ . . Hann: „Jú, eg held eg hætti við að giftast þér“. ★ Vinnuveitandinn: „Já, ein- mitt — hm. — Þér óskið að fá hálfsmánaðar laun yðar greidd fyrirfram. — En ef þér skylduð nú deyja á morgun?“ Starfsmaöurinn: „Að vísu er Notið hina amerísku Sun Tan sólbrunaolíu kr. 4.85 glasið. Hörundið verður fellega brúnt, en brennur ekki. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. slönpr 1”, 11/4” Og 11/2”. Kaupfélag Eyfirðinga. járn- og glervörudeild. e^ fátækur, húsbóndi góður, en eg er þó heiðarlegur maður, hvað sem hver segir“. ★ Þegar hinn frægi franski rit- höfundur André Maurois kom til Bandaríkjanna fyrir nokkr- um árum siðan, flutti hann nokkur erindi, íræðilegs efnis, á frönsku á vegum kvenfélags nokkurs. Maurois var mjög hrif- inn aí því, hve konurnar sóttu fyrirlestra hans vel, hlýddu þá með mikilli athygli og voru sískrifandi í minnisbækur sínar. Dag nokkurn var fyrirlesar- inn ekki kominn, þegar konurn- ar mættu stundvíslega að venju með blýanta sína og minnisblöð til reiðu. Þær biðu þarna röska klukkustund, en sendu svo boð eftir einkaritara rithöfundarins og spurðu hann, hverju þetta sætti: „Herra Maurois getur ekki komið í dag,“ svaraði einkarit- arinn steinhissa. — „Hann tók það mjög skýrt fram — og oft- ar en einu sinni — í síðasta fyr- irlestri sínum“. Enginn kvennanna hafði skilið, hvað fyrirlésarinn var að segja!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.