Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 6
6 D A G U R Fimmtudaginn 3. ágúst 1944 Richard Halliburton: Kóngavegur æfintýranna I. Að lokum var vorið þó komið til Princetonbæjar. Um það var ekki framar að villast. Blærinn, sem barst inn um galopna glugg- ana á svéfnherberginu okkar, var þrunginn ferskum og höfgum ilmi blómgaðra eplatrjáa og brestandi brumhllfa. Eg hafði ekki veitt þessari angan nokkra athygli um daginn, en er kvöldi tók, fyllti hún gersamlega herbergið. Þegar eg tyllti mér í gluggakistuna og virti fyrir mér nágrennið, sem djarfaði fyrir í tunglskininu, bár- ust mér til eyrna ellefu þung högg frá klukkunni í Nassau Hall. Klukkan var ellefu! Og enn var eg ekki einu sinni byrjaður að lesa þjóðhagsfræðina mína undir morgundaginn! Eg hvessti augun á þennan þykka doðrant, sem eg hélt á í hendinni, og formælti höf- undinum í hljóði. Þjóðhagsfræði! Hvílík firn að ætlast til þess af nokkru mmanni, að hann hími yfir svo leiðinlegum fræðum, þegar tunglið skín og öl 1 hin tælandi og áfenga angan maíkvöldsins fyllir vit hans, svo að honum heldur við sturlun. Eg sneri mér við og leit á herbérgisfélaga mína — fjóra vfrið samvizkusama pilta, sém sátu kengbognir yfir skræðum sínum og murkuðu úr sér lífið af eintómri skyldurækni. Jón sat yggldur á brún yfir kennslubók í bókfærslu; hann ætlaði Imáðlega að taka til starfa í skrifstofu föður síns. Penfield geispaði yfir fræðilegri rit- gerð um hlutafélög; hann ætlaði sér að gerast verðbréfasali. Larry var niðursokkinn í lífeðlisfræðina; hann ætlaði að verða læknir. Irvine (hann dreymdi þó stundum dagdrauma) reyndi árangurs- laust að einbeita huganum að kostum og göllum þingbundins stjórnarfars. Hversu.óendanlega þýðingárlaust var Jjetta alls saman — þessi látlausa glíma við fánýt þekkingaratriði og einskisverðar tölur — þegar allt hið fagra og lifandi — tunglskinið, aldingarðarn- ir og þokkagyðjur vorsins — kölluðu úti fyrir og löðuðu til dá- samlegra lífsnautna. Hugur minn gerði uppreisn gegn þessu hvérsdagslega og óskáld- lega kviksyndi, sem var að gleypa pkkur lifandi alla fimm. Eg ein- henti bókinni frá mér og þaut út úr stofunni — út í hið lifandi og ginnandi rökkur umhverfisins. Eg vissi, að vatnið í dalnum ljóm- aði í tunglskininu, og þangað var för minni heitið. Heit og tær bylgja fagnáðar og frelsiskenndar reis í sálu minni. Vindurinn, sem smaug milli trjánna, svalur og hreinn, ýfði hár mitt og Itleypti ólgu í blóðið. Aldrei hafði eg lifað, slíka n'ótt — svo þrungna ljóð- rænni fegurð og dásamlegum hughrifum. Þegar mér varð hugsað til félaga minna, sem sátu eftir á píslarbekknum, hrópaði eg ósjálf- rátt óþolinmóðlega upp yfir mig. Að Irvine einum undanskildum, voru þeir allir svo rígskorðaðir, svo óskeikulir, svo yfirmannalega dyggðugir — og svo gersamlega ósnortnir hinni guðdómlegu vit- firringu tunglskinsbjartrar vornæturinnar. Allan seinnihluta dagsins hafði eg reikað um skógana við Story Brook og sökkt mér ofan í lestur Dorians Greys.*) Og nú, þegar eg hraðaði för minni niður að vatninu, tók eg að Jjylja nokkrar setn- ingar, sem eg mundi úr bókinni, — hátt fyrir trjánum og stjörnun- um: ,,Njóttu æsku þinnar, meðan Jjér gefst hún“. — Mér varð í lyrstu bilt við, er eg heyrði rnína eigin rödd hljóma þarna í einver- unni óg kyrrðinni, en bergmálið tók hughreystandi undir við mig, svo að eg þuldi áfram: „Eigi skalt þú spilla ljóma þessa dásamlega æfiskeiðs með því að hlusta á leiðindaseggina og nöldurskjóðurnar, né heldur eyða æfi Jjinni í samskiptum við hina heimsku og hvers- dagslegu. Það er hin falska hugsjón — sjúklega hneigð vorra tíma. l.ifðu! Lifðu því dásamléga lífi, sem býr í sjálfum þér. Láttu ekk- ert skelfa þig. Æska þín er svo skammvinn og liverful. Láttu ekk- gleðinnar, sem bærist í tvítugum unglingi" (sjálfur var eg þegar orðinjj tuttugu og eins árs að aldri!) — „dofnar fyrr en varir. Við breytumst óðfluga í leiðinlegar, stjarfar leikbrúður. Minningarnar um ástríðurnar, sem við óttuðumst um of, og freistingarnar, sem við þorðiyn ekki að falla fyrir, munu hvarvetna elta okkur á rönd- um. Æska! Æska! Vissulega er ekkert til í heiminum, sem líkist æskunni!" Eg var frá mér numinn af hrifningu: Æska — ekkert var svo mikilvægt á jörðinni eins og æskan.---Og nú var hún mín, þessi hverfula, brigðlynda gyðja. Nú var röðin komin að mér að njóta dásemda hennar. Sannarlega skyldi eg ekki eyða þessurn gullnu árum í hina hversdagslegu leit að auðæfum og mannvirð- ingum, til þess síðar meir að iðrast í leyndum eftir því að hafa goldið þessi tómu og fölsku gæði svo dýru verði. Látum þeim, er slíkt girnast, hlotnast auður og mannaforráð — eg girntist frelsi — frelsi til þess að geta fyígt hverri löngun minni út í heiminn - frelsi til að leita í fjarlægustu afkimum veraldarinnar að fegurð, fögnuði og æfintýtum. Æfintýri — það var það, sem eg þráði. Mig hungraði og þyrsti eftir hinum æfintýralegu og skáldlegu geðhrifum, sem hvíla yfir úthöfunum, yfir Jjysi fjarlægra hafnarbæja og brosum framandi þjóða og kynkvísla. Eg óskaði að stíga yfir borðstokkinn á hvaða skútu, sem vera skyldi, og láta í haf — ef til vill til Kína, ef til vill til Spánar, ef til vill til Suðurhafseyjanna - og liggja þar allan (Framhald). MINNING JJINN 5. júní s.l. andaðist að heimili sínu Auður Þor- steinsdóttir, húsfreyja að Núpa- felli, eftir stutta sjúkdómslegu. Til hinztu hvíldar var hún bor- in í einkar fagra grafhvelfingu í Saurbæjarkirkjugarði 19. s. m., að viðstöddu miklu fjölmenni. Auður Þorsteinsdóttir var fædd að Ytra-Dalsgerði í Saur- bæjarhreppi 26. apríl 1892, dótt- ir hjónanna Þorsteins Pálssonar og Kristjönu F.inarsdóttur, er þar bjuggu um margra ára skeið. Hún ólst upp í foreldrahúsum til fullorðinsára, ásamt með bróður sínum, Hólmgeir Þor- steinssyni bónda að Hrafnagili, unz hún giftist manni sínum, Pálma J. Þórðarsyni oddvita, Núpafelli, 23. nóv. 1918. Byrj- uðu Jjau þegar búskap í Núpa- felli og hafa búið þar síðan með miklum myndarbrag, unz dauð- inn snart hina mætu húsfreyju hendi sinni. Börn þeirra hjóna eru þessi: Sigríður, nú húsfreyja í Núpa- felli, kona Steingríms Níelssonar frá Æsustöðum; Þórður, bíl- stjóri, heima; Þorsteinn, járn- smíðanemi á Akureyri og Birg- ir, 16 ára, í föðurgarði. Auður í Núpafelli — eins og hún var venjulega nefnd — var vel gerð kona og ágæt húsfreyja, svo af bar. Fékk hún að erfðum ýmsa kosti ættar sinnar, sem eftirsókn- arverðir eru og ákjósanlegir í fé- lagslegu lífi. Hún var vel skyn- söm kona, glaðlynd og heilbrigð í hugsun, gædd óvenjulegu Jjreki og skapfestu, þrátt fyrir 'allverulegt heilsuleysi, er ásótti hana um dagana. Ytri ásýnd hennar bar vott um hennar innri mann. Hún var tíguleg Svar Eimskips (Framhald af 3. slðu). Jafnframt segir þó Viðskipta- ráðið að það hafi ekki látið lög- giltan endurskoðanda, eða ann- an trúnaðarmann „sækja um- beðnar upplýsingar í bækur“ fé- lagsins — meðfram vegna þess að „myndi slík rannsókn hafa orðið ýmsum erfiðleikum bundin með- al annars vegna Jjess, að nokkur hluti reikningshalds fer fram á skrifstofu félagisns í New York“. Virðist ekki vera gott samræmi í því að átelja félagið fyrir að leyna upplýsingum, sem ekki má búast við að löggiltur endurskoð- andi geti náð vegna Jjess að fé- lagið hafi ekki upplýsingarnar. Ennfremur segir Viðskipta- ráðið í greinargerð sinni, að „þær breytingar, sem lang mestu munu hafa valdið um hinn mikla óeðlilega ágóða 1943 urðu mjög seint á árinu“. Samt treyst- ir Viðskiptaráðið sér til Jjess að saka félag vort um vísvitandi launung á þessum ágóða, Jjegar bréfið var skrifað 8. des. síðastl., þó það jafnframt, eins og að of- an segir, skýri frá því að nokkur hluti reikningshaldsins væri ,í New York og því augljóst að ekki var hægt á þeim tíma að vita um ágóða, sem varð vegna kona í útliti. í framkomu var hún hrein og lúspurslaus. Auður varð. ekki gömul kona, aðeins rösklega fimmtíu ára. En ævin er ekki rétt mæld í árum, heldur athöfnum. En á því er enginn vafi, að störf hennar í húsmóðurstöðunni voru orðin mikil. Hún var starfsöm með af- brigðum og bera umbætur ábýl- isjarðarinnar vott um Jjað, að þar hafa staðið að verki samhent hjón um stjórn og framkvæmdir. Verksvið húsfreyjunnar er sjaldan mjög áberandi. En vitrir ntenn og glöggskyggnir telja, að konan eigi göfugri þáttinn í stjórn heimilanna; það sé hún, sem skapi að jafnaði og móti þann anda, sem geri heimilið unaðslegt og hlýtt. — Auður átti hæfileika til þess að gera heim- ilisfólk sitt ánægt með glaðværð og heilbrigðum stjórnarháttum, og allir gestirnir, innan sveitar og utan, sem garð hennar gistu, fundu, að eftir glaðværa sam- verustund fóru þeir á burtu auð- ugri af andlegu heilbrigði en Jjeir komu. „Ei skal grátá'", þótt einn af öðrum samferðafélögum hverfi bak við tjaldið, sem skilur hið sýnilega og hið dulræna líf. En þökkum aðeins fyrir það, sem við höfum gott þegið í þeirri ferð. Við, sem þekktum Auði Þor- steinsdóttur, þökkum henni fyr- ir auðlegð anda hennar, er við fengum að njóta á liðnum sam- verustundum. Við þökkum fyrir Ijósið, sem hún lét skína á leið okkar, í leitinni eftir andlegum verðmætum lífsins. K. V.. breytinga, er „urðu mjög seint á árinu“. Þetta dæmir sig vitanlega sjálft. 1 greinargerð Viðskiptaráðsins segir m. a. á þessa léið: „Forráða- mönnum Eimskipafélagsins var vel kunnugt um Jjá skoðun ráðs- ins, enda hefir þeim verið tjáð hún, bæði munnlega og skrif- lega, að á slíkum tímum sem þessum, eigi flutningsgjöldin ekki að vera hærri en nauðsyn- legt getur talizt, til þess að hægt sé að halda uppi flutningum til landsins, og Jjótt aukning skipa- flotans sé vissulega mjög þýðing- armikil, verði að tryggja hana á annan hátt en með söfnun stór- kostlegs gróða, sem fengist með of háum farmgjöldum". Á þessu byggir ráðið svo það, að því er virðist, að þegar ljóst hefði orð- ið, að um verulegan ágóða væri að ræða, hefði félagið átt að snúa sér til ráðsins, tilkynna vel- gengni félagisns og sækja um að farmgjöldin yrðu lækkuð. (Framhald). Barnakerra óskast keypt. — Upplýs- ingar í síma 66. Ritfpegnip. STÍGANDI, 2. hefti, 11. ár. Ritstjóri Bragi Sigurjónsson. Af efni heftisins má nefna: Nokkur orð um skáldskap, grein eftir Sigurjón Frjðjónsson; Kona Víga-Glúms, eftir Jórunni Olafsdóttur frá Sörlastöðum; Gunnar i Hólum eftir Kristinu Sig- fúsdóttur; Konungur ísl. viða, eftir Þórodd Guðmundsson; „Ef eg kynni á því skil“, grein um orð og orðatil- tæki, eftir Björn Sigfússon; Síðasti fjárkláðavörðurinn, eftir Þormóð Sveinsson; Nokkur örnefni, eftir Grím Sigurðsson og ennfremur nokkr- ar þýddar greinar. Kvæði eru þarna eftir Sigurjón Friðjónsson, Kára Tryggvason, Kristján frá Djúpalœk og Þráin; saga eftir Bjartmar Guð- mundsson: I orlofi. Þá er þarna greinaflokkur í tilefni lýðveldigstofn- unarinnar: „íslands þúsund ár“ (ýms- ir um orðið). Er sá kafli prýddur myndum af málverkum eftir Hauk Stefánsson málara af þeim Snorra Sturlusyni og Hallgrími Péturssyni. — Heftið er hið læsilegasta, og kafn- ar „Stígandi" enn ekki undir nafni. • DVÖL, 2. h. 1944. — Efni: Þór- oddur frá Sandi: Karl mikli. Lion Feuchtwanger: Farmbréf Wallsteins. Kári Tryggvason: Herðubreiðarlindir (kvæði). Mary Basanguet: Bænda- býli á sléttum Kanada. Sommerset Maugham: Konungsdætumar í Siam. Vigfús Guðmundsson A Amarvatns- heiði. Guy de Maupassant: Óþægilegt rúm. Mattox Miller: Fyrsta eldfjallið. Geir Kristjánsson: Vinnukonan. Jón Helgason: Jón Magnússon skáld. Þormóður Pálsson: Sjötugur.* John Steinbeck: Litli Rauður (framhalds- saga). Bækur. HEILBRIGT LÍF, Tímarit Rauða Kross íslands, 1.—2. h. 1944, er kom- ið út. Rit þetta fjallar um heilsuvemd og líknarstarf, og er eina tímaritið hér á landi, sem helgar efni sitt þess- um málum. Það er prýtt myndum og téikningum og er hið snyrtilegasta að öllum frágangi. Ýmsir ritfærustu læknar skrifa í það. Ritstjóri þess er dr. med. Gunnlaugur Claesen. Ritið er fjölbreytt að efni. LÆKNAR Á ÍSLANDI nefnist bók, er út er komin á þessu ári. Er þetta mikið verk, á 6. hundrað bls. Skrifstofa landlæknis lét taka það saman, en Sögufélagið gaf út. Ritið er í þremur höfuðköflum og hefst á inn- gangi, sem er yfirlit um lækna, læknafræðslu og læknaskipun á ís- landi frá upphafi og til vorra daga. Annar kafli og meginefni ritsins er sjálft læknatalið. Fylgja myndir af fiestum læknum á Islandi lesmálinu um þá. I þriðja kaflanum eru ýmsar skrár til fýllri skýringar og viðauka. I ritinu er geysimikill fróðleikur, og auk þess mun mörgum þykja gaman að sjá framan í flesta verði heilbrigð- innar hér á landi fyrr og síðar. • TÍMARIT VERKFRÆÐINGA- FÉLAGSINS. Verkfræðingafélag ís- lands hefir ákveðið að stækka tíma- rit sitt þannig að hvert hefti verði hér eftir tvær arkir. Jafnframt var ákveð- ið að gera tímaritið fjölbreyttara að efni og birta frásagnir og skýrslur um öll helztu mannvirki, sem reist verða hér á landi, svo að tímaritið geti í framtíðinni orðið tæmandi heimild í því efni. Fyrir réttum aldarfjórðungi voru félagsmenn í Verkfræðingafélaginu 18 að tölu, en eru nú 81. SPEGLAR margar stærðir. VÖRUHÚS AKUREYRAR *) Frægt skéldrit eftir Óskar Wllde, — pýB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.