Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 03.08.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 3. ágúst 1944 ÍTR BÆ OC BYGCÐ □ RÚN. Afmí. frestað til 5944897 - 1 Möðruvallakl.prestakall. Messað á Bœgisá sunnud. 6. ágúst og á Möðru- völlum sunnud. 13. ágúst kl. 1 e. h. Æskitegt er, að flögg blakti við hún á öllum fánastöngum í baenum í tæka tíð fyrir kl. 10 í kvöld, í tilefni af komu forseta íslands til bæjarins. En rétt er að minna menn á það, að bezt fer á því, að fánarnir verði dregnir aftur niður nokkru fyrir miðnætti. Möðruvellir í Hörgárdal. Áheit, kr. 50.00, frá J. S., hefir borizt kirkjunni. Beztu þakkir. — Sóknarprestur. Látin er 11. f. m., að heimili sínu, Ytri-Bakka í Arnarneshreppi, Hans- fríður Jónsdóttir, há-öldruð ekkja. — Hún var fædd 2. marz 1858 á Bald- ursheimi og voru foreldrar hennar Jón Ólafsson, bróðir Ólafs eldra í Pálmholti, og Hansína Halldórsdóttir, en þau bjuggu síðar á Syðra-Koti. Hansfríður sál. var gift Gísla Jó- hannessyni frá Pálmholti, ágætum manni, og eignuðust þau tvær dætur. Eru þær Hansína, kona Jóns bónda Ólafssonar á Ytri-Bakka og Ragn- heiður, sama stað. Mann sinn missti Hansfríður haust- ið 1928. Hafði hann þá verið blindur nokkur ár og sjálf varð hún sjónlaus ári síðar, en algerlega rúmföst 4 árin seinustu, sem hún lifði. — Sýndi hún frábært þrek í þeim raunum og mikla stillingu, enda kona vel skapi farin og góðum gáfum gædd. Er minning Hansfríðar einkar kær og hugstæð öllum, er hana þekktu. Kurmugur. Nýtt kvikmfndahús á Akureyri. Georg Magnússon hefir sótt um leyfi bæjarstjórnar til, þess að koma hér upp nýju kvikmyndahúsi innan þriggja ára, en til bráðabirgða hyggst hann að leigja samkomusalinn í „Skjaldborg“ og hafa þar kvikmynda- sýningar. Á fundi sínum s.l. þriðjudag ^nun bæjarstjórn hafa gefið leyfi sitt til bráðabirgðarekstursins í „Skjald- borg“ með þeim skilyrðum, að húsið verði útbúið með föstum sætum og sætagjald greitt til bæjarins eftir sömu reglum eins og h.f. Nýja-Bíó hlítir nú. Jafnframt mun bæjarstjórn hafa veitt Georg leyfi til kvikmynda- reksturs í nýju, fullkomnu kvik- myndahúsi, með þeim skilyrðum, sem síðar kunna að verða sett fyrir þeim rekstri. Greindur borgari hafði orð á því við ritstjóra blaðsins, að nú mætti hafa það til marks um það, hve djúpt allt þjóðernisskrafið stæði hjá okkur íslendingum, hvernig við tökum á móti fyrsta innlenda þjóðhöfðingjan- um, er hann ferðast nú um byggðir landsins. Alltaf hefði verið uppi fótur og fit og öllu tjaldað, sem til var, þeg- ar einhver úr konungsfjölskyldunni dönsku hefði verið hér á ferð. Væri raunar ekkert nema gott eitt um það að segja, en hins vegar leitt, ef gamla, íslenzka tómlætið gerði nú verulega vart við sig, þegar landi okkar ætti í hlut. — Vonandi stöndumst við Ak- ureyringar þetta „þjóðræknispróf", sem fyrir okkur verður lagt þessa dagana. Halldór Halldórsson byggingafulltrúi hér 1 bæ hefir sagt starfi sínu lausu og tnun fl^tjast alfarinn tneð tjölskyldu sína til Reykjavíkur í haust, en þar mun hann gerast starfsmaður skipulagsnefndar bæja og kauptúna. Auk bvggingafulltrúastarfsins hefir Halldór gegnt ýmsum öðrum störfum hér; t. d. liefir hatyn um langt skeið verið aðal- teiknikennari Iðnskóla Akureyrar f öllum trésmíða- og byggingafögum m. a., og get- ið sér'þar miklar vinsældir og traust sem á öðrum starfsviðum. Er mikill skaði að því, að missa bann og fólk hans liéðan. Ræjarstjórn Akureyrar samþykkti á sfð- asta fundi sfnum einróma þakkarávarp til Halldórs fyrir góða samvinnu og skyldu- rækni f starfi undanfarin 16 ár, og árnaði honum gengis í hinni nýju stöðu. HEIMSÓKN FORSETA ÍSLANDS TIL AKUREYRAR (Framhald af 1. síðu). eyrar spilar og Karlakórar úr bænum syngja. Samkoman hefst væntanlega kl. 4 síðdegis. Svo er ráð fyrir gert, að for- setinn fari héðan með varðskip- inu „Ægi“ á föstudagsmorgun og þá áleiðis til Siglufjarðar. Frá Ferðafélagi Akureyrar (Framhald af ‘1. síðu). ur Þorsteinn líkur til, að fært sé að aka suður um Dyngjufjalla- dal, allt að Kistufelli (rétt norð- an við Vatnajökul) og austur að Jökulstý móts við Hvannalindír. . Þá hefir Ferðafélagið unnið að vegabótum á Vatnahjallaveg- inum og ekið að Urðarvötnum. Er með þessu brautryðjenda- starfi rnikið greitt fyrir umferð um hálendi landsins. Um næstu lielgi verður efnt til skemmtiferðar suður á fjöll og á sama tíma póstleiðina vest- ur í Vatnsdal, ef þátttaka verður sæmileg. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). svo að t. d. fyrstu bindin hefðu selzt upp á 1—2 árum, mundi upp- lagið hafa verið stækkað. Nú verð- ur að bíða þess, að unnt verði að ljósprenta þau, en það kemur varla til greina íyrr en að ófriðn- um loknum. Ennfremur tel eg rétt að vekja athyéli á þvi, að Fornritafélaéinu er ekki unnt að hlaupa í kapp við þá menn, sem taka sér fyrir hend- ur að snara á markaðinn mtsjafn- leéa vönduðum útéáfum fornrit- anna. Að öðru leyti mun eé táta mér i léttu rúmi liééia árásir érein- arhöf. á okkur, foréönéumenn Fornritaútéáfunnar. Þar sem við hófust handa um að ge/a fornrit- in út í vandaðri búningi en þekkzt hefir áður, innanlands eða utan, oé höfum taét íram til þess nokkurt fé oé mikla virmu enduréjalds- laust, einéönéu af áhuéa fyrir mál- efninu, tel eg smánaryrði hans í okkar éarð fyrir athafnaleysi oé framtaksskort rakalaus með öllu, enda þótt óviðráðanleéar orsakir, sem hér verða ekki raktar, hafi valdið því, að ekki hefir tekizt að hraða útéáíurmi eins oé við hefð- um kosið. Oé væéast saét er það mjöé einkermileét ,að saka okkur um það, þó að ýmsir. vilji nú ráð- ast í úiéáfu fornritanna í fjár- éróðaskyni. Ekki höfum við vísað þeim veéinn í því efni. En komizt útéáfur þessar i framkvæmd oé verði þær vel af hendi leystar eiéa þessir menn einnié fremur skilið lof en last, þótt éróðavonin hafi hvatt þá til framkvæmda. Jón Asbjörnsson. T TILEFNI af þessari athugasemd A formanns Hins ísl. fomritafélags skal þetta tekið fram: Fornritaútgáf- unni, sem er ríkisstyrkt fyrirtæki og hefir auk þess notið mjög ríflegra gjafa einstakra manna og stofnana, mun frá upphafi hafa verið ætlað það hlutverk að bæta úr þörf almennings á vönduðum útgáfum fornritanna — ekki aðeins í bili, heldur um nokkra framtíð. Fyrsta bindi útgáfunnar, Eg- ils saga Skallagrímssonar, kom út seint á árinu 1933, eða fyrir rúmum 10 árum síðan, og hefir nú verið alls ófáanlegt i bókaverzlunum a. m. k. 2 —3 ár. Upplagið hefir því aðeins enzt 7—8 ár, en upplag hinna síðari binda miktu skemur, sumra aðeins 1 —2 ár. Nú munu aðeins 1—2 bindi af þeim 9 bindum, sem komið hafa út alls, fáanleg í bókaverzlunum. Það virðist því vægast sagt hæpin stað- hæfing hjá formanni útgáfunnar að fullyrða, að ritin hafi selzt fremur dræmt, og það sé aléerleéa ranét að orða það svo, að fíeat bindin hafi selzt því nær strax upp, og það jafnt fyrir því, þótt bækurnar hafi verið óvenjulítið auglýstar og óvíða um þær getið. Ummæli formannsins sanna því einmtit svo glögglega, sem frekast verður á kosið, að framsýni og stórhugur forráðamanna -útgáfunn- ar hefir frá byrjun verið stórum minni að þessu leyti en æskilegt hefði verið, oé er það enn. þAÐ ER MISSKILNINGUR hjá bréfritaranum, að eg sé éinn í hópi þeirra, „sem ekki hafa haft for- sjá til að kaupa Isl. fornrit frá upp- hafi vega þeirra" ,eins og hann orðar það. Eg er einmitt svo' heppinn að eiga OLL bindin, sem út eru komin, og gat því úr flokki talað, er eg kall- aði þau „sérlega smekkleg, vönduð og ónægjuleg í alla staði“ í fyrri athuga- semd minni hér í blaðinu um þetta efni. Og ekki fæ eg séð, að upplag fyrstu bindanna hefði stækkað hót, þótt sú harla óbilgjarna krafa for- mannsins hefði verið uppfyllt, að þau seldust upp á 1—2 árum! Ekki ber heldur ó því, að reynsla síðustu ára hafi kennt útgáfustjórninni að stækka upplögin að mun, eins og formaður- inn gefur þó í skyn, annars væru síð- ari bindin ekki jafnófáanleg þeim fyrstu. Og hvað veldur því, að for- maðurinn nefnir ekki eintakafjölda hinna einstöku binda til marks um stórhug og framsýni útgáfustjómar- innar, fyrst hann hneykslast svo mjög á því, að þessir kostir hennar eru dregnir í efa? J^IÐURSTÖÐUORÐ fyrri athuga- semdar minnar um þetta efni standa því enn óhrakin, en þau voru á þessa leið: • „. .. . Menn skyldu nú halda, að bókaútgáfa, sem á slíkan markað vís- an og nýtur auk þess opinberra styrkja og stórgjafa einstakra manna, hefði ekki algerlega haldið að sér höndum og gefizt upp í samkeppninni við einkaforlögin á þeirri miklu bóka- útgáfuöld, sem nú gengur yfir þjóð- ina, heldur hefði hún færzt stórkost- lega í aukana, stækkað upplög sin og notað þetta ógæta og óvenjulega tækifæri til þess að verða við hinum eðlilegu óskum og kröfum almennings að ná til íslenzkra fornrita í vönduð- um útgófum og við hóflegu verði. — — En í stað þess eru bindin, sem út- gáfa þéssi hefir komið frá sér, ennþá færri en árin, sem hún hefir starfað". Fornritaútgáfan er góð og þakka- verð, það sem hún nær, en hún nær ennþá mikils til of skammt. Að því var hér fundið, — og öðru ekki. ,Óða náða eiga“ — Laxness! j EINU SUNNANBLAÐANNA birt- ist nú á dögunum grein eftir Heléa Haratdsson um skáldskap — einkum þó ljóðgerð — H. K. Laxness. Þar var vísa þessi tilfærð ásamt mörgum öðr- um dæmum um kveðskap Kiljans: „Flatur nærri fram í gröf féll um svarðarraftinn, út í vítis yztu döf aftur á bak á kjaftinn". Þar sem ekki var hér um þýðing- armeira atriði rætt en þetta, tókum vér það gott og gilt án frekari rann- sóknar, að Kiljan væri höfundur vísu þessarar, enda sver hún sig mjög í ætt við ýmsap annan kveðskap hans. Nú upplýsir „Verkamaðurinn", að vísan sé eftir Sigurjón nokkurn Jóns- son, og má vel vera, að það sé rétt, þar sem vér þekkjum ekki skáldskap þess manns. En það verður að teljast Helga Haraldssyni til afsökunar, að það getur oft verið býsna erfitt að skera úr því, hver sé höfundur ýmissa þeirra ljóða, sem H. K. Laxness slær eign sinni á með því að birta þau á víð og dreif í ritum sínum án þess að nota tilvísunarmerki eða geta höf- linda — og þá oft meira eða minna afbökuð. Væri t. d. fróðlegt að heyra vitnisburð „Verkamannsins" um það, hvor þeirra H. K. Laxness eða Matt- hías Jochumsson muni höfundur þessa „sálms“, sem prentaður er á bls. 230 í fyrra bindi skáldsögunnar „Sjálf- stætt fólk“: „Óða náða eiga jesú engra vina hverra þaut óða hella halla mega höfuð sitt á drottins skaut“. Eða hvor þeirra H. K. L, eða Örn Hjartanlega þökkum við öllum f jær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við hið sviplega andlát og jarðarför - BOLLA KJARTANS EGGERTSSONAR: Eiginkona, börn, móðir og systkini. Alúðar þakkir öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarfor konu minnar og móður okkar ÖNNU ÓLADÓTTUR. Sigurður Ólafsson og börn. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að unnusta mín, UNNUR TRAMPE, andaðist að Kristneshæli þ. 30. júlí. — Jarðarförin fer fram frá Saurbæjarkirkju næst- komandi mánudag kl. 1 eftir hádegi. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Einar Sveinsson. Öllutn þeim vinum og vandamönnum, nær og íjær, sem glöddu mig með gjöium og heillaóskum á 75 ára atmæli mínu 23. júlí sl., sendi eg hugheilar, hjartans þakkir. Sigríður Jónsdóttir, Stóruvollum. ýx<$xSxSX$X}X$K}X$M$><}X$X}x£X}xSxSX}X$X$X$X}><$XÍ*}X}>^'<}X$X}XSxjX»X}>3x$x$><}X}X4xíX$X$X$><$X}X}X$><ÍX}X}X^<. Vegna komu forseta íslands til Akureyrar verður almenn lokun hjá kauþfélagi Eyfirðinga og öðr- um verzlunum og skrifstofum í bænum föstudaginn 4. ágúst frá kl. 1—6 e. h. — Búðirnar verða opnar, eins og venjulega, á föstudaginn milli kl. 6 og 7 e. h. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. VERZLUNARMANNAFÉLAGIÐ Á AKUREYRI. Taða Höfum til sölu nokkra hesta hesta af góðri töðu. Upplýsingar í síma 367 og 323. Amerískar ; LITABÆKUR °g „DÚKKULÍSUR" og nokkuð af amer- ískum, góðum bók- um nýkomið í Bókaverzlun Þ0RST. TH0RIACIUS K3S5$4Í5$55S5Si5i45$5S5ÍS$5S55455Í555SS Arnarson mundi t. d. hafa ort vísuna: „Drottinn hló í dýrðarmó" o. s. frv., sem er látin hefjast svo í útgáfu Lax- ness í „Þú vínviður hreini“, svo að einhver dæmi séu nefnd af handa- hófi um þennan þótt ritmennsku H. K. L. og meðferð hans á heimildum sínum. þAÐ ER EKKI oft, að hnífur „Verkamansins“ kemst í svo feitt sem þetta „barnsfaðernismál", enda notar hann tækifærið og kallar ritstjóra Dags „oflátung, vindbelg og rægsni" í tilefni af þessum „stórsigri“ sínum. En þetta orðbragð mun þó að- eins lítilfjörlegt sýnishorn af þeim viðfelldna menningarbrag, sem á að setja svip sinn á þjóðlífið í framtíðar- ríkinu, þar sem ritarar „Verkamanns- ins“ og sálufélagar þeirra hyggjast ráða lögum og lofum. Svart KJOLATAU (ullarcrepe). HANNYRÐAVERZLUN RAGNH. O. BJÖRNSSON. sýnir í kvöld kl. 9: * Billy The Kid Föstudag kl. 9: Vordagar við Klettafjöll Laugardag kl. 6: Vordagar við Klettafjöll Laugardag kl. 9: Billy The Kid Sunnudaginn kl. 3: Bambi Kl. 5: Billy The Kid Kl. 9: Vordagar við Klettafjöll NYK0MIÐ JKVENSKÓR, HERRASKÓR. Mjög mikið úrval. Skóv. M. H. Lyngdal,] Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.