Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Fimmtudaginn 17. ágúst 1944 ÚR BÆ OG BYGGÐ KIRKJAN: Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50 írá S. B. Á. Kr. 50 frá S. og S. — Þakkir. Á. R. Gjatir til nýja sjúkrahússins: Frá Hjörleifi Hafliðasyni kr. 50. frá Pétri Jóhannssyni kr. 10. frá J. H. kr. 50. Með þökkum móttekið. Hlutaveltu sína heldur íþróttafélag- ið Þór næstkomandi sunnudag. Félag- ar komi munum í Samkomuhúsið á sunnudagsmorgun fyrir kl. 10. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Júlíana Jónsdóttir, Ólafsfirði og Björn Stefánsson, kennari, s. st. Leikhú$mál. í fregn um nýtt hefti Leikhúsmála í síðasta blaði, þar sem meiningin var að geta allra helztu greina í heftinu, hafði fallið niður að segja frá grein eftir Hallérím Valdi- marsson um Björn Sigmundsson og leikstarfsemi hans hér í bænum. Var þó meiri ástæða til þess að geta um þessa grein en sumt annað í ritinu. Mynd af Birni fylgir greininni. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Grund, sunnudaginn 3. sept. næstk. kl. 1 e. h. Hjónaband. Sunnudaginn 20. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundarþingum, ungfrú Þuríður Kristjánsdóttir, kennslukona frá Hellu og Baldur Kristjánsson, bóndi á Ytri-Tjörnum. Hjónavígsluathöfnin fór fram í Stærra-Árskógskirkju, en síðan var ekið að heimili brúðurinnar og setzt þar að mannfagnaði um kveldið. MIÐSTÖÐVARELDAVÉL. Stór og góð miðstöðvarelda- vél, ásamt einum o£ni og nokkr- um metrum af tilheyrandi rör- um, til sölu í Norðurgötu 37. 60 HESTAR a£ góðri töðu til sölu hjá Jóni Pálssyni, Aðalstræti 32. 2000 KRÓNUR fær sá, sem útvegar 2 her- bergi og eldhús fyrir 1. okt. næstk. — Tilboð merkt: „íbúð“ leggist inn á af- greiðslu blaðsins. HETTA af dökkgráum frakka tapaðist á leiðinni neðan Strand- götu upp að KEA. — Finnandi skili henni í Nýlenduvörudeild KEA. S L Á T U R (súrt) á kr. 3.00 kg. Verzl. Eyjafjörður h/f Mötorhjöl í góðu standi til sölu. Upp- lýsingar eftir kl. 5 daglega í HOLTAGÖTU 4. TIL SÖLU ER 12 manna farþegabyrgi (Body). — Allar nánari upplýsingar gefnar á trésmíðavinnustofunni SKJÖLDUR H/F, Strandg. 35. Barnayagn til sölu. Uppl. hjá Sigurði O. Björn8son. , Hátíðahöld í Vaglaskógi. (Framhald af 1. síðu). margar ferðir. Reikuðu menn að morgninum um skóginn, nutu fegurðar hans, ræddu við vini og kunningja, eða keyptu sér veit- ingar í hinum miklu veitinga- tjöldum Sigurðar Lúthers frá Fosshóli, sem þennan dag var bryti staðarins. Um kl. 11 hóf Lúðrasveit Akureyrar að leika í skóginum. Var mjög skemmti- legt og æfintýralegt að hlýða á liljómleik hennar bergmála um skóginn. Um kl. 13 setti Karl Kristjánsson, oddviti í Hiisavík, samkomuna í nafni kaupfélag- anna, er fyrir henni stóðu, bauð menn velkomna og tilkynnti dagskrárliði. Stjórnaði hann samkomunni. Aðalsamkomustaðurinn er sléttur völlur í stóru rjóðri. í jaðri rjóðursins, fast við skógar- þykknið, þar sem'brekkur hefj- ast, svo að skógargrunnurinn rís og skóginn ber efst hátt við himin, var ræðustóll gerður eins og trjáflétta til að sjá. Við hlið ræðustólsins var söngpallur laufskrýddur. íslenzki fáninn blakti við hún víðs vegar um samkomusvæðið og stór sam- vinnufáni við ræðustólinn, milli tveggja stórra þjóðfána. Tveir söngflokkar skemmtu á samkomunni. Var sungið fyrir og, eftir hverri ræðu. Söngflokk- arnir voru: Blandaður héraðs- kór, sem í voru á annað hundrað manns, og karlakór úr Reykja- dal. Sungu þeir til skiptis. Báð- um flokkunum stjórnaði Páll H. Jónsson kennari að Laugum. Ræður fluttu: Jónas Jónsson, alþingismaður: ÁJinni samvinn- unnar. Arnór Sigurjónsson, bóndi, Þverá: Forsaga kaupfélag- anna í Þingeyjarsýslu. Jón Sig- urðsson, bóndi, Felli: Minni Þingeyjarsýslu. Karl Kristjáns- son, oddviti, Húsavík: Minni Kaupfélags Þingeyinga. Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Svalbarðseyri: Minni Kaupfélags Svalbarðseyrar. — Ávörp fluttu: Karl Arngrímsson, fyrrum bóndi Veisu: Þakkir til söngfólksins. Stefán Stefánsson, bóndi á Sval- barði: Hvöt til Þingeyinga. Þegar lokið var tveim fyrstu ræðunum, hófst íþróttaþáttur. — íþróttirnar fóru fram örstutt frá rjóðrinu, • á grund við Fnjóská. Sveit ungra manna úr Reykjadal sýndi glímur, fimleika og boð- hlaup. Var gerður mjög góður Biblíur á aðeins sjö krónur. Nýja testamentið kr. 4.50. 2 NÝIR ARMSTÓLAR og OTTOMAN til sölu. - Til sýn- is í Munkaþverárstræti 42 eftir kl. 7 á kvöldin. Páll Friðfinosson. rómur að sýningu íþróttamann- anna, enda eru þessir Reykdæl- in£ar vaskir og lofsverðir íþrótta- menn og fágætir áhugamenn um íþróttir. Að loknum íþróttunum hóf- ust ræðuhöldin og söngur að nýju ,en því næst kappreiðar, sem fóru fram á grundunum við ána, eins og íþróttasýningin. Gaf þar.að líta margan fallegan hest. Vorú 24 hestar reyndir. Verð- laun hlutu þessir hestar: í úrslitakeppni á stökki: 1. verðlaun: Léttir. Eigandi: Baldvin Sigurðsson, Felli. — 2. verðlaun: Rauðka. Eigandi: Sig- fús Jónsson, Einarsstöðum- — 3. verðlaun: Þokki. Eigandi: Jón Laxdal, Nesi. Folahlaupsverðlaun: 1. verðlaun: Gríður. Eigandi: Jakob Stefánsson, Öndólfsstöð- um, — 2. verðlaun: Stikla. Eig- andi: Einar Jónsson, Einarsstöð- um. — 3. verðlaun: Bliki. Eig- andi: Jón Vigfússon, Úlfsbæ. Flokksverðlaun: 1. verðlaun: Sindri. Eigandi: Haraldur Stefánsson, Breiða- mýri. — 2. verðlaun: Silfri. Eig- andi: Sigurður Stefánsson, Önd- ólfsstöðum. — 3. verðlaun: Skuggi. Eigandi: Geir Ásmunds- son, Víðum. — Einn liestur fékk viðurkenningu fyrir skeið: Jarp- ur, 6 vetra. Eigandi: Jóhannes Jónsson, Tunguvöllum. Kappreiðarnar tóku að vonum alllangan tíma, en svo vel skemmtu menn sér við þær, ekki aðeins eldri rnenn, heldur líka unga fólkið, aðþótt tilkynnt væri, þegar á þær leið, að dans yrði hafinn á danspalli, ef fólk vildi, þá sinnti honum enginn fyrr en hætt var að hleypa hestunum. En þá hófst dans og var stiginn til kl. 23.30. Hljómsveit fjögra manna frá Akureyri („Blástakk- ar“) lék fyrir dansinum. Til samkomunnar var mjög vandað og tókst hún prýðilega. Fréttir frá í. S. I. Sambandsstjórnin hefir stað- fest eftirtöld met: Langstökk 6,86 m., sett af Oliver Steini Jóhannessyni, Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar. Kúluvarp betri handar 15,50 m. og einnig samanlagt 26,78 m., bæði sett af Gunnari Huseby, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. 400 m. hlaup 42,3 sek., sett af Kjartandi Jóhannssyni, íþrótta- félagi Reykjavíkur. Þorgeir Sveinb'jarnarson frá Laugum hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins til eins árs. Eitt félag, Skylmingafélag Reykjavíkur, hefir gengið í sam- bandið. Form. þess er Hörður Ólafsson. Félagið er nýlega stofnað. Stjórn í. S. í. Fokdreifar. (Framhald af 4. síðu). landinu. En í sambandi við þá fram- kvæmd verður að sjálfsögðu tekið til rækilegrar athugunar, hvort ekki sé hagkvæmt að ætla leikhúsinu stað í hinni nýju byggingu, þegar þar að kemur. Og ekki má það heldur drag- ast lengur en nokkur tök eru á að reisa Matthíasarbókhlöðuna, forða þannig bókasafninu frá bráðum voða og efla starfsemi þess stórum í nýjum og hæfilegum húsakynnum, Litla dóttir okkar, JÓNA MARGRÉT, sem andaðist á Kristneshæli 17. þ. m„ verður jarðsungin föstudaginn 25. þ. m. — Athöfnin hefst með bæn á heimili okkar, Aðalstræti 14, kl. 1 eftir hádegi. Þórlaug Gunnlaugsdóttir. Hjálmar Sigmundsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, er glödddu mig á átt- ræðisafmæli rrúnu þann 21. þessa mánaðar, með heim- sóknum, heillaskeytum, blómum og rausnarlegum pen- ingagjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Skálpagerði 23. ágúst 1944. ÓLÖF FINNBOGADÓTTIR. HK>mKHKHKKHKHKKKKHKKKHKKBKHKHKH>m>m>mKKKKHKKKHKKKHKK> UTSALA. Til að rýma fyrir vetrartízkunni, verða allar eldri kápur og frakkar selt með miklum afslætti. MÁNUDAGINN 28. og ÞRIÐJUDAGINN 29. þ. m. Notið þetta einstæða tækifæri. — Munið, að það er einungis um þessa tvo daga að ræða. B. LAXDAL. Höfum í úrvali: Ulsterfrakka, Enska rykfrakka, Regnkápur, Dömukápur, Unglinga- og barnakápur. Verð og gæði við allra hæfi. Komið, skoðið og kaupið. Pöntunarfélag verkalýðsins ÚririiK>iKKHKKHKHKKKKHKHKKKH>iKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH Ilarnafafnaður: Prjónaföt á drengi. Prjónakjólar ó telpnr Skriðföt. Svuntur. Nátt- föt. Smekkir. Nærföt: bol ir buxur samfestingar. Kot. Sokkar. Leistar og margt fleira. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson CHKHKHKK^OriWKKKWKHKHKKKHKKKKKKKKKKHKHKKKKKHKHKKHKKKKK í Akureyrardeild, er ætla að slátra sauðfé sínu til innleggs hjá oss á næsta hausti, eru beðnir aö tilkynna f jártölu til deildarstjóra, Sigtryggs Þor- steinssonar, fyrir lok þessa mánaðar. — Van- ræksla á þessu getur valdið yður miklum óþæg- indum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.