Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 2
2 i DAGUR Fimmtudaginn 7. september 1944 Gashernaður Þjóðviljans og Morgunblaðsins Það er upphaf þessa máls, að forseta íslands, Sveini Björns- syni, og föruneyti var boðið af Bandaríkjastjórn til Bandaríkj- anna í kurteisis og vináttu skyni. Forseti íslands tók að sjálfsögðu þessu vináttuboði og kvaddi sér til föruneytis utanríkisráðhena, Vilhjálm Þór, Pétur Eggerz rit- ara sinn og Bjarna Guðmunds- son blaðafulltrúa. Er almennt litið svo á, að íslenzku þjóðinni hafi verið sýndur mikill sómi með boði þessu. Mæltist það því alstaðar vel fyrir, nema hjá tveimur dagblöðum í Reykjavík, Þjóðviljanum og Morgunblað- inu. Þjóðv. átti fyrri leikinn, en Mbl. tók þegar undir í sama tón. Byltast bæði blöðin um á hæl og hnakka út af því, lwaða erindi utanríkismálaráðherrann hafi getað átt vestur um haf, og kom- ast bæði að þeirri niðurstöðu, að erindi hans hljóti að vera póli- tiskt, og dylgja síðan um, að ráð- herrann sé vís til að gera samn- inga við Bandaríkjastjórn, sem frelsi og sjálfstæði íslands stafi stórhætta af. Er helzt svo að skilja á málgögnum þessum, að nauðsyn beri til að gerðar verði tafarlausar ráðstafanir til hindr- unar því, að Vilhjálmur Þór selji rétt íslendinga yfir landi sínu í hendur Bandaríkjastjórn- ar. Það er ekki of fast að orði kveðið þótt sagt sé, að almenn- ingur stæði undrandi og forviða yfir þessum blaðaskrifum. Ekki nokkur minnsta ástæða hafði fram komið, er gæfi tilefni til þeirra. Að vísu þurfti mönnum ekki að koma á óvart, þó að blað kommúnista hagaði sér eins og ábyrgðarlaus bjáni í þetta sinn, því að það er svo vanalegt, og flestir eru hættir að taka blöð kommúnista alvarlega, en all- margir höfðu þó haldið, að aðal- málgagn stærsta stjórnmála- flokksins hefði einhverja ábyrgð- artilfinningu ennþá og myndi ekki viðstöðulaust renna í slóð Þjóðviljans í hvatvísi, siðleysi og ruddaskap. Eiturgasnotkun í stríði þjóða á milli er talin allra auvirðileg- asta og sérvirðilegasta hernaðar- aðferð, sem hægt er upp að taka. Umrædd árás fyrrnefndra blaða á utanríkisráðherra er ekkert annað en pólitísk eiturgasárás á stjórnmálaandstæðing, sem þeim er í nöp við. Engum dettur í hug að þessi árás hefði verið hafin, ef í hlut hefði átt pólitískur flokksbróðir. En þar sem utan- ríkismálaráðherra er af öðru sauðahúsi en nánustu aðstand- endur Mbl. og Þjóðv. vilja vera láta, þá er sjálfsagt að reyna að eitra fyrir hann, vekja tortrvggni gegn honum og vinna honum mein. Og hátt er r^itt til höggs. Ekki má það minna vera en að leitast við að stimpla hann sem landráðamann. er sitji á svikráð- um við þjóð sína. En oft verður lftiff úr því högginu,semhátter reitt. Það er nú opinbert orðið bæði austan hafs og vestan, að Vilhjálmur Þór hefir lýst yfir því skýrt og skorinort í viðtali við blaðamenn í Bandaríkjunum, að vér, íslendingai, „ætlum oss að eiga land vort allt og án erlendr- ar íhlutunar", enda hafi ekkert það fram komið frá hendi Bandaríkjastjórnar, er gefi nokkra átyllu til að ætla, að hún vilji ásælast nokkuð af landi voru eða hafa liér hernaðar- bækistöðvar að stríðinu loknu. Mbl. feitletrar, að utanríkis- málaráðherrann hafi ekkert um- boð frá Alþingi eða utanríkis- málanefnd þingsins til þess að ræða um stjórnmál við amerísk stjórnarvöld. Ennfremur spyr sama blað: „Hver bauð utanrík- ismálaráðherranum í þessa vest- urför?“ Með þessum dylgjum er verið að læða því inn í hugi manna, að stjórnarvöld Banda- ríkjanna hafi boðað ráðherrann á sinn fund í ákveðnu pólitísku augnamiði, líkt og átti sér stað nieð utanstefnur íslandinga fyrr á öldum. Geshernaður Mbl. nær því ekki aðeins til íslenzka utan- ríkismálaráðheirans, heldur og til stjórnarvalda Bandaríkjanna og jafnvel einnig til forseta ís- lands, sem vitanlega valdi ráð- herrann til vesturfararinnar með sér. Á þenna hátt birtir Mbl. þakk- læti sitt til þess stórveldis, sem fyrst allra ríkja varð til þess að viðurkenna í orði og verki fullt og óskorað sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar og, rétt hennar til stofnunar lýðveldis. Því er drótt- að að stjórnarvöldum Banda- ríkjanna, að þau sitji á svikráð- um við þjóðfrelsi vort og ætli að nota utanríkismálaráðherra ís- lands sem þjónustubundið verk- færi við frelsisránið. Að vísu er Jjetta sagt í hálfkveðnum vísum, en J^að gerir aðferðina enn ógeðslegri heldur en að ganga hreint til verks með álygarnar. Þessi eiturgashernaður mælist alstaðar illa fyrir. Skulu hér til- færð ummæli þriggja Reykja- víkurblaða því til sönnunar. Alþýðubl. segir 26. f. m. m. a.: „Slík blaðaskrif sem þessi (þ. e. Þjóðv. og Mbl.) lýsa öðru af tvennu: furðulegri fávizku eða' óvenjulegum sl orti á siðmann- aðri framkomu. Forseti íslands fór þessa för sína til Vesturheims í boði forseta og stjórnar Banda- ríkjanna. Hann var boðinn þangað með föruneýti, og hefir vitaskuld enginn haft hönd í bagga með því, hverja hann valdi sér til fylgdar. En það er ofurskiljanlegt, að forsetinn tæki með sér ábyrgan ráðherra í ferðalagið, enda algild venja, þegar um slíkar ferðir þjóðhöfð- ingja er að ræða. Var þá vissu- lega ekkert eðlilegra en utanrík- ismálaráðherra yrði fyrir valinu og getur enginn haft neitt við það að athuga, nema til sé að dreifa vanþekkingu eða ein- dæma tuddaskap. Óvild sú, sem Þjóðviljinn og Mörgunblaðið bera til utanríkisráðherra, ætti ekki að blandast inn í þetta mál, nema til sé að dreifa sérstökum skorti á háttvísi og siðmenningu hjá þessum blöðum. Skrif þeirra um utanríkismálaráðherrann í tilefni af því, að forsetinn hefir kvatt hann til ferðar með sér vestur um haf, eru til þess fallin að setja leiðinlegan blett á þjóð- ina“. Þá segir sarna blað 30. s. m.: „Eins og öllum er kunnugt hafa bæði þessi blöð (þ. e. Þjóð- viljinn og Morgunblaðið) breitt út þann róg, að í sambandi við Jjessa för ætti að semja af okkur hið nýendurheimta sjálfstæði og fullveldi og svíkja landið í hend- ur Bandaríkjunum. Hefir róg- berana ekki klígjað við að sveigja þannig á hinn svívirði- legasta hátt bæði að forseta ís- lands og forseta Bandaríkjanna, þó að þeir hafi að vísu í skrifum sínum lagt sig alla sérstaklega í framkróka til þess að koma land- ráðastimplinum á utanríkis- málaráðherrann, sem forsetinn valdi sér að föruriaut og fylgdar- manni vestur um haf til Jaess að koma ásamt honum fram fyrir landsins hönd. Vesturför hans, utanríkismálaráðherrans, átti beinlínis að vera sönnun þess, að hér væru svik og landráð í tafli, — að semja ætti við Bandaríkin, að þau fengju að liafa hér hern- aðarbækistöðvar eftir stríðið, þrátt fyrir Jaann varnagla, sem sleginn var einmitt við því í her- verndarsamningnum fyrir rúm- um þremur árum. Þannig skrif- uðu Þjóðviljinn og Morgun- blaðið dag eftir dag“. Tíminn frá 29. f. m. segir m. a. um þetta sama éfni: „Hvar endar svona blaða- mennska — blaðamennska, sem hlífist ekki við að bera glæpi og landráð á andstæðingana, án minnsta tilefnis, og dregur sam- búð við önnur ríki og erlenda stjórnmálamenn ofan í sama skarn ið, ef þannig er frekar hægt að ná sér niðri á andstæðingun- um? Hver verður pólitískur þroski þeirrar þ|óðar, sem er alin upp af slíkum blaðamönnum og hvenær geta þeir ekki gert þjóð sinni óbætanlegt tjón út á við?“ Vísir, samflokksblað Mbl., gerir blaðaskrifin um för forset- ans að umtalsefni og segir m. a.: „Um- förina er annars það að segja, að hún er aðeins kurteisis- og vináttuheimsókn, og pólitísk viðhorf koma alls ekki til um- ræðu og því síður til nokkurra aðgerða, eins og sumir virðast álíta, vegna þess að utanríkisráð- herra er í för með forsetanum. Þegar þjóðhöfðingi fer í slíka ferð sem . þessa, ér það algild regla, að ábyrgur ráðherra fylgi honum, venjulegast utanríkis- ráðherra. Hér hefir því ekkert gerzt í þessu efni annað en það, sem tíðkazt hjá öðrum þjóðum við slík tækifæri. 1 leiðara Morgunblaðsins í dag er Jietta'tekið til umræðu á svo fávíslegan og fruntalegan hátt, að utanrikisráðherrann ætli að ræða um stórpólitísk mál vestur í Ameríku í trássi við vilja þings og þjóðar. Þetta er svo barnaleg, en þó svo illkvitnisleg staðliæf- ing, að furðulegt er að nokkurt- blað skuli bera slíkt á borð fyrir lesendur sína. Blaðið spyr einn- ig hver hafi boðið ráðherran- umll Slíkri einfeldni brosa menn að, en svara ekki“. Hvarvetna, þar sem til hefir spurzt, taka menn undir urri- mæli þessara blaða um óviður- (Framhald á 7. síðu). SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir ,JDagsw-------------- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Framhald). átti Guðnýju Árnadóttur frá Hömrum; þeirra synir: Ölafur og Einar.1) á. Katrín. á. Einar. á. Björn. á. Helga Arnfinnsdóttir.2) bb. Jón Brynjólfsson í Miðdalsgröf, átti Þuríði Ólafsdóttur, syst- ur Eggerts bóndá í Hergilsey og hans systkina; voru þeirra börn: á. Tómas í Miðdalsgröf, átti Guðbjörgu Bjarnadóttur í Dagverð- arnesi, Jónssonar, systur Bærings í Langey.3) á. Guðmundur Jóns- son á Dunkárbakka, átti Guðrúnu, dóttur Jóns Krákssonar frá Snartartungu og Agötu Þórðardóttur; þeirra dóttir Guðrún. á. Einar dbrm. á Kollafjarðarnesi Jónsson, átti fyrri Ragnheiði Jónsdóttur, Einarssonar, eyfirzka að ætt; voru Jrau barnlaus. Síð- an átti hann Þórdísi Guðmundsdóttur, Torfasonar, og Guðbjarg- ar, frá Dröngum á Skógarströnd, Jónsdóttur, Bergssonar, Tómas- sonar; og voru þeirra börn: Ásgeir aljjingismaður og Magnús á Hvilft, tvíburar, Torfi hreppstjóri á Kleifum, Guðmundur, Jón og Ragnheiður, átti Sakarías á Heydalsá Jóhannsson, Bergsveins- sonar, prests. á. Valgerður Jónsdóttir, systir þeirra Einars og Gísli Amfinnsson bjó lengst af á Broddadalsá og dó þar, háaldraður, 1856. Börn hans með fyrri konu sinni, Guðnýju Ámadóttur frá Hömrum í Haukadal, vom fleiri en hér eru talin. 2) Helga var „yfirheyrð ljósmóðir". Hún giftist ekki, en launsonur henn- ar með Gísla Eiríkssyni, síðar hreppstjóra í Þorpum, var Eyjólfur, bóndi í Húsavík. s) Meðal barna Tómasar og Guðbjargar var Ingibjörg, kona Gisla hrepp- stjóra í Þorpum. Þeirra dóttir Oddfríður, kona séra Halldórs Jónssonar í Trölatungu, bræðra hans, átti Jón á Þórustöðum.1) b. Helga Guðmundsdóttir, Snorrasonar, systir Brynjólfs á Heydalsá. átti Pál Jónsson á Smá- hömrum;2) þeirra son Jón á Hvalsá. c. Þorbjörg Guðmundsdóttir, átti Bjarna Pálsson í Hrófbergi; hennar launson með Þorláki: aa. Runólfur á Hrófbergi; hans launsön Árni, átti Guðrúnu Magnúsdóttur frá Gilsstöðum. d. Jón Guðmundsson í Miklagarði. e. Sigurður Guðmundsson. Verður sunmra þeiira frænda löngu síðar getið. JÓN PRESTUR TEKUR TRÖLLTAUNGU. GETIÐ VALDSMANNA. Nú fékk Jón prestur Jónsson Tröllatungu hin sömu misseri og Snorri prestur lézt. Faðir Jóns prests var Jón lögréttumaður í Munaðarhóli undir Jökli, er dó í Stórubólu; hann var son Illuga á Hellissandi, Illugasonar. Jón lögréttumaður átti Þorbjörgu Þórðardóttur sýslumanns Steindórssonar; hún dó og svo í Stóru- bólu. Var Jón soriur þeirra enn allungur, er foreldrar hans létust. Er að sjá, að hann væri einbirni, því að engin systkini hans finn- (Framhald). ’) Ótalið er hór af börnum Jóns Brynjólfssonar og Þuríðar Ólafsdóttur: Hjálmar bóndi í Kjós í Ámeshreppi. Dóttir hans, Helga, ótti Jón Þórólfsson fró Óspakseyri, Jóhannssonar. Böm þeirra voru: Hjálmar, kaupmaður, síð- ast í Kaupmannahöfn, Steinunn, kona Jóhanns Söbeck, dansks beykis, i Veiðileysu, og Guðríður, kona Guðmundar Pálssonar í Kjós; sonarsonur þeirra er dr. Símon Jóh. Ágústsson. Jón á Þómstöðum var Guðmundsson, Mikaelssonar. Hann drukknaði í Jökulferð um 1799. Börn hans og Valgerðar vom: Jón, átti Kristínu Bjöms- dóttur, prests Hjálmarssonar, Húnbjörg, atti Guðmund ó Boddadalsá Gísla- son, Amfinnssonar, og Sveinn á Gestsstöðum. Síðari maður Valgerðar var Magnús Isleifsson á Getsstöðum. 2)Það mun vera Páll, maður Helgu, sem býr í-Þorpum 1759, sextugur, þá kvæntur (í annað sinn) ungri konu, Þorgerði Guðnadóttur frá Hamri, Jóns- sonar, hreppstjóra á Kolbeinsá, Guðnasonar. Dóttir Páls og Þórgerðar var Guðrún í Kjörvogi, sem úti varð vorið 1781. Hún var þriðja kona Þorsteina Guðbrandssonar (af Rauðbrotaætt), en hann var fjórkvæntur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.