Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 7. september 1944 DAGUR Um íþróttir. Svar starfandi íþróttamanns við skrifum „íslend- ings“ og „Verkamannsins‘\ um þetta efni |>AÐ ER EKKI OFT, sem í blöðum bæjarins sjást grein- ar um íþróttamál. Þó hafa nú með stuttu millibili birzt tvær greinar um þetta efni, önnur í „Verkamanninum" eftir konu, sem talar um áhugaleysi íþrótta- æsku bæjarins og þó fyrst og fremst forráðamanna þeirra. — Hin í ,.íslendingi“. eftir íþrótta- vin, sem spyr, hvað sé orðið af íþróttamönnum bæjarins. Sem starfandi meðlimur í íþróttafé- lagi hér til síðustu ára langar mig til að leggja orð í belg. • 17. júní og forsetakoman. |>AÐ ER EKKERT óeðlilegt, þótt íþróttavinur sé undr- andi yfir því að sjá ekkert íþróttafólk í sambandi við há- tíðahöldin 17. júní. Það virðist sem það hefði ekki verið óvið- eigandi að leitað hefði verið til íþróttafélagarina og annarra æskulýðssamtaka í bænum um framlög og ef til vill tillögur, sem miðuðu að því að gera þennan merkisdag sem allra eft- irminnilegastan í hugum allra þeirra, er hátíðina sóttu. En því var ekki til að dreifa. íþróttafé- lögin voru ekki spurð ráða. Bæj- arstjórn kaus sína pólitísku nefnd og lét sér á sama standa um öll félög. Að sjálfsögðu bjóst þó íþróttafólkið við að fá að vera virkir þátttakendur í hinni miklu hátíð, eins og íþróttasyst- kini þeirra .víðs vegar annars staðar á landinu, en svo varð ekki. Sýnir þetta ef til vill betur. en margt annað skilning og vel- vild ýmissa ráðandi manna á málefnum æskunnar En svo mik- ið er víst, að hefðu íþróttamenn haft eitthvað með hátiðahöldin 17. júní að gera, hefðu þau orð- ið með nokkuð öðrum blæ, enda farið fram í öðru umhverfi. Mér finnst engin skynsamleg ástæða fyrir því að stefna fólki hundruðum og þúsund- um saman á Ráðhústorg til skemmtihalds, önnur en sú, að það hefir kostað minnsta fyrir- höfn og peninga.' Hvað forsetakomunni viðvík- ur hefði mátt ætla, að íþróttafólk bæjarins hefði getað vottað for- setanum virðingu sína, þrátt fyr- ir litla þjálfun, á viðeigandi hátt. En einnig þar vildi bæjar- stjórn ekki vera eins og allir aðr- ir. Hún um það. Hvar eru íþróttamenn bæjarins? þAÐ MUN RÉTT, að íþrótta- æfingar hafa verið með dauf- ara móti í surnar og má rekja til þess ýmsar ástæður, sem síðar verður vikið að. Handkanttleik- ur kvenna mun þó hafa verið æfður allsæmilega, en hitt er rétt, að þær æfingar hafa ekki farið fram á íþróttavöllunum, því að handknattleiksvellir eru engir til í bænum. Stúlkurnar hafa orðið að æfa hingað og þ&n^að og oft skipt tim æfingar- stað árlega. Bæði félögin sendu þó flokka á Handknattleiksmót Norðurlands, sem haldið var á Siglufirði í júlí sl., og stóðu flokkarnir sig allsæmilega. Síðan hefir annað félagið sent flokk til keppni suður á land. En slíkt getur að sjálfsögðu jafnvel farið fram hjá íþróttavini, enda get- ur liann ekki kvennanna í grein sinni. Knattspyman er með allra dauf- asta móti í sumar, og er ein meg- inorsökin sú, að knattspyrnuvell- imir eru nú lítt nothæfýr orðnir og önnur þægindi eftir því. T. d. hefir enn ekki fengizt lögð vatns- leiðsla að íþróttavöllunum, svo að íþróttafólkið heitt og sveitt geti svalað þorsta sínum og skol- að af sér óhreinindi og svita og þannig notið íþróttanna til fulls. Enginn þarf að furða sig á því, þótt frjálsar íþróttir séu hér ekki áberandi, þær hafa ekki verið æfðar hér um langt árabil og engin slík íþróttamót haldin. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með að koma frjálsum íþróttuin af stað, en þær hafa ekki borið tilætlaðan árangur Síðast í vor var hér námskeið í frjálsuin íþróttum, og munu nokkrir drengir æfa enn, en hvort þeir þrauka lengur en fyr- irrennarar þeirra, verður enn ekki séð. Orsakimar fyrir þeirri deyfð, sem nú ríkir í íþróttamálum bæjarins eru ýmsar, en ein af að alorsökunum mun þó vera fjár- skortur félaganna. Það mætti ætla, að í peningaflóði síðustu ára hefði félögunum opnast ýmsar leiðir til fjáröflunar, en svo er ekki; þvert á móti reynist þeim nú æ erfiðara að afla fjár til nauðsynlegra útgjalda. Hluta- velturnar eru nær því það eina, sem félögin hafa nokkurn veru- legan hagnað af, og eiga það að þakka fjölmörgum bæjarbúum, .sem árlega miskunna sig yfir þau. Með bættum Hfskjörum hin síðari stríðsár hafa kröfur fólks- ins vaxið mjög. Rýmri fjárhags ástæður unga fólksins gera þeim nú kleift að sækja meir en áður kvikmyndahúsin, danssalina, billiardstofurnar o. fl. skemmti staði, enda má segja, að þessir staðir séu nú orðnir leikvangur mikils hluta unga fólksins vegna þess að íþróttafélögin hafa ekki haft bolmagn til að keppa við skemmtistaðina um hug unga fólksins. hvetja fólkið til íþróttaiðkana, reldur ungir menn og konur, sem vegna áhuga síns og fórnar- undar vilja fórna tómstundum sínum fyrir áhugamál sín. Menn og konur, sem í engu hafa betri aðstöðu en aðrir félagar, en eggja á sig aukaerfiði við að skipuleggja íþróttastarfið og I inna út leiðir til að halda félög- unum á floti. M.enn og konur, sem nú sjá, að erfiði þeirra verð- ur ekki að því gagni sem þeir höfðu til ætlazt, vegna þess, að élagarnir sætta sig ekki lengur við þau starfsskilyrði, sem félög- in hafa upp á að bjóða. En verk- fall íþróttafólksins, ef svo má að orði kveða á þessum verkfalls- tímum, hefir þó orðið til þess að •tnýja fram viðurkenningu, þó í ádeilutón sé, á störfum íþrótta- félaganna í þágu íþróttanna. Mega iþróttamenn þar vel við una, þó að þeii hefðu gjarnan viljað sýna meiri árangur af starfi sínu. Hverjir stjórna félögunum? gONA í „VERKAMANNIN UM“ lætur sér detta í hug að ef til vill sé deyfð íþróttafélag anna að kenna áhugaleysi stjórn enda þeirra. En hefir hún athug að, hverjir stjórna félögunum? Hvað hugsa forráðamenn bæjarins? þAÐ HEFIR VERIÐ á það bent með réttu, að Akureyr- ingar séu í fæstum íþróttagrein- um samkeppnisfærir við aðra íþróttamenn landsins. Jafnvel smábæir og þorp standa þar miklu framar. Eg ætla ekki að þessu sinni að ræða þetta nánar, en halda mætti samanburðinum áfram og spyrja: Hvað leggur Akureyrarbær til íþróttanna óg hvað gera aðrir bæir? Eg efast um, að sá samanburður yrði Ak- ureyri hagstæðari en hinn. Mér finnst, að það hljóti að vera tak- mörk fyrir því, hve lengi Akur- eyringar geti unað slíku ófremd- arástandi. Akureyringar geta ekki borið það kinnroðalaust, að höfuðstaðar Norðurlands verði ekki getið í sambandi við íþróttamót komandi ára. Bæjar- búar verða að krefjast þess, að bæjarstjórn búi nú þegar æsku þessa bæjar þau skilyrði til íþróttaiðkana, sem hún á rétt á. Bæjarstjórn verður að skilja það, að hún hefir skyldum að gegna gagnvart hinni uppvax andi kynslóð, sem síðar meir verður að taka við hinum marg víslegu skyldustörfum í þjóðfé- -laginu. F.r hægt að ætlast til mikils af þeirri æsku, sem eyðir tómstundum sínum í ráp og rölt um götur bæjarins, og ekki kemst í samband við lifið nema í gegnum tóbakssvælu kaffi- og danssalanna eða í myrkri kvik- myndahúsanna? Nei, það múnu allir, sem með æskunni starfa, sammála um það, að slík ung- menni eru ekki líkleg til stór- ræða. Þar vaxa ekki afreksmenn- imir. Forráðamenn bæjarins verða að gera sitt til þess, að æskan nái þeim þroska, andlega og líkamlega, sem henni er eðli- legur. Meðal annars með því að koma upp aðgengilegum íþrótta- svæðum fyrir bæinn, og veita fé- lögunum nægilegt fé, svo að þau geti haldið uppi þróttmiklu íþróttastarfi. Því fé er ekki á glæ kastað, slíkt starf er mannrækt- Það eru ekki menn, sem sitja á arstarf, sem mundi skapa æsk- skrifstofum „upp á hátt kaup“ j nnni ný viðfangsefni og gefa og gera ekki annað en skipu- ( henni tækifæri til að sýna, hvað leggja íþróttastarfið, eða menn, í henni býr. Að vísu má búast sem eKki hafs annað að gera en við, vegna margra ára vanbúnað- HJARTANS ÞAKKIR votta eg öllum þeim, nær og tjær, sem sýndu mér sóma og vinarhug á sextugsafmælinu. SNORRI SIGFÚSSON. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, BOGA ÁGÚSTSSONAR, sem andaðist31.ágúst,erákveð- in föstudaginn 8. september og hefst með hús- kveðju að heimili hans, Norðurgötu 36, kl. J,30 e. h. — Jarðað verður að Kaupangi. Eiginkona og börn. TILKYNNING Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskiptavinum vorurn að Öl- og gosdrykkjagerð Akureyrar hefir verið breytt í hlutafélag, og vjljum vér þakka öllum okkar mörgu við- skiptavinum viðskipti liðinna ára og vonum að hið nýja hlutafélag verðii aðnjótandi viðskipta yðar í framtíðinni. Akureyri, 31. ágúst 1944. ' Vnðingarfyllst, Öl- óg Gosdrykkjagerð Akureyrar Guðlaug Sigfúsdóttir. Það tilkynnist hér með samkv. ofanrituðu, að Öl- og Gos- drykkjagerð Akureyrar hefir verið breytt í hlutafélagið Ö1 8c Gosdrykkir h/f, Akureyri, og munum vér kappkosta að gera viðskiptavini vora ánægða með viðskiptin. Fyrst um sinn mun verksmiðjan verá á sama stað og símanúmerið hið sama og áður: no. 30. Akureyri, 31. ágúst 1944. Virðingarfyllst, pr. pr. Ö1 & Gosdrykkir h.f., Akureyri Marinó Stefánsson. ÍH^iKHWKHKHttHWHKHWH^OttlWtfHWHWHKHKHWHWWWHWHOHOHÍNeNO^^ TILKYNNING Ár 1944, hinn 31. ágúst, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað fyrsta útdrátt á skuldabréfum bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 4% láni bæjarsjóðs til aukningar raforku- veitu frá Laxárvirkjun. Þessi bréf voru dregin út: . Litra A: nr. 20, 24, 31, 52, 83, 94, 113, 123, 135, 146, 149, 160, 166, 184, 192, 247, 252, 268, 274, 291. Litra B: nr. 23, 50, 56, 59, 66, 70, 111, 142, 146, 163, 164, 167, 210, 220, 225, 244, 251, 256, 268, 284, 320, 322, 327, 338, 343, 347, 378, 421, 468, 470, 471, 476, 477, 485. Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri hinn 2. janúar 1944. Bæjarstjórinn á Akureyri, 31. ágúst 1944. STEINN STEINSEN. V<h><hKh>i><h><h><h><h>i><h><h><h><h><h><h><h><h>i><h><h>i>i><h><h><h><h><h><h>- ar í þessum efnum, að það taki nokkurn tíma að fá unga fólkið almennt til að stunda íþróttir, en smátt og smátt munu augu fleiri og fleiri opnast fyrir því, að heilbrigð sál í hraustum líkama er mikils virði og íþrótt- irnar veita falslausa skemmtun um leið og þær auka viljaþrótt og metnað einstaklinganna. !• Smábarnaskóli minn hefst 1. október. ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR. Ágæt taða til sölu og ef til vill lítið eitt af útheyi. Á. JÓHANNSSON, KEA, visar á,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.