Dagur


Dagur - 11.01.1945, Qupperneq 2

Dagur - 11.01.1945, Qupperneq 2
2 ÐAGUR Fimmtudaginn 11. janúar 1945. Kommúnistar fallast á, að mestu hátekjurnar séu undanþegnar skatti Fyrir jólin lagði ríkisstjórnin fram fyrsta tekjuöflunarfruxn- varp sitt, sem fjallar unr tekju- skattsviðauka á árinu 1945. Er gert ráð fyrir í greinargerð, að hinn nýi skattviðauki muni gefa ríkissjóði um 6 millj. kr. í tekjur. 1 fjárlögunum, sem afgreidd voru fyrir jólin, var reiknað með þessum tekjum, þó að tekju- skattsviðauka-frumvarpið væri þá ekki tekið fyrir á þinginu og drægist því fram á næsta ár. Eru þessi vinnubrögð táknandi íyrir stjórnarflokkana, að binda þing- meirililuta í fjárlögum við lög- gjafaratriði, sem ekki er svo rnikið sem farið að ræða. Þessum tekjuskattsviðauka stjórnarinnar er ætlað að leggj- ast þannig á, að á skattskyldar tekjur frá 8 þús. til 16. þús. kr. íer skatturinn stighækkandi og er síðan liæstur á tekjustiganum frá 40 þús. til 125 þús. kr. kr., en fer síðan lækkandi og fellur al- veg niður af tekjurn, sem eru umíram 200 þús. kr. Konnnúnistar hafa lengi haft á vörum sér mörg orð og þung um það að mestu stríðsgróða- mönnum væri hlíft við skatti, nema stríðsgróðaskatti. Munu því flestir þeir, er trúnað hafa lagt á orðskvaldur kommúnista, Itafa treyst því, að'á þessu mundi verða breyting eigi lítil, ef þeir fengju að ráða skattalöggjöfinni. Nú hafa kommúnistar komizt í þessa aðstöðu fyrir tilstilli Ólafs Thors og meirilxluta Sjálfstæðis- flokksins,'en þá bregður svo við, að. kommúnistar, sem sitjá til liægri handar Ólafi Thors i land- stjóminni, fallast á, að mestu há- tekjurnar séu undanþegnar tekjuskattsviðaukanum, en að hann skuli aðallega leggjast á miðlungsstór fyrirtæki. Kommúnistar eru sýnalega al- veg horfnir frá þeirri kenningu sinni, að auknir skattar verði einkum að leggjast á stórgróða- fyrirtækin. Það sést á hinu nýja tekjuöflunarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, þar sem tekjur umfram 200 þús. kr. eru alveg undanþegnar umræddum. skatti. Það, sem hér hefir ráðið, er, að skattviðaukinn hefði komið hart niður á fyrirtæki forsætisráðherr- ans, en hann mega sósíalistar ekki styggja, svo að bræðralagið geti haldizt eitthvað fyrst um sinn, á meðan verið er að koma nýsköpun atvinnuveganna í kring og tiyggja lýðveldið undir verndarvæng Stalins! Önnur stórgróðafyrirtæki njóta svo góðs af, að Kveldúlfur er í náðinni hjá sósíalistum. Enginn þarf þó að ætla, að kommúnistar vilji ekki hafa nokkuð fyrir sinn snúð, þ. e. þjónkun sína við stórgróða- mennina. Bitlingar þeim til handa fara um þessar mundir sí- vaxandi. Þeir fá kröfum sínum framgengt um fulltrúa í ýmsum stórnefndum og.í viðskiptaráði. Áður en kommúnistar komust í stjórn Ólafs Thors, kváðust þeir að vísu hafa megna fyrirlitningu I öllum pójitískum beinum o* AF SJÓNARHÓLI NORÐLEIVDINGS „Verkleg ættjarðarást“ — á pappírnum. . . . 1 síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, senr hingað hefir borizt, er hvatt til þess, að þegar ógxeiðara verði um lífs- þægindi hér á landi, en verið hefir upp á síðkastið, bregðist menn svo við, að þeir auki erfiði sitt eða minnki lífsþægindi með glöðu geði, til þess að auka fram- tíðaröryggi þjóðarinnar. Þetta kallar Morgunblaðið „veiklega ættjarðarást“. Þetta er ekki illa til fundið. Framsóknarmenn hafa lengi haldið því fram, að framtíðaröryggi þjóðarinnar í fjárhagslegum efnum væri kom- ið undir því, að dýrtíðardraug- urinn væri kveðinn niður. Það mundi vitaskuld kosta erfiði og einliverja fórn hjá öllum stétt- um þjóðfélagsins. Bændur lands- ins gerðu eina meiriháttar átak- ið sem gert hefir vei ið í þessa átt nreð því að falla frá lögheimil- aðri hækkun afurða sinna á sl. hausti. Þegnskapur annarra stétta hefir ekki verið liinn sami. Enda ekki verið gengið eftir neinu slíku af þeim flokkum, sem standa að stjórn landsins um þessar mundir, sízt af ríkisstjórn- inni sjálfri. Hún beitti sér ein- mitt fyrir aukningu dýrtíðarinn- ar með kaupbaTkun hjá bæst- launuðu iðnaðarstéttunum. Það var hennar fyrsta stjórnarathöfn. Öil stefna í dýrtíðarmálunum síðan í samræmi við það. — og í framkvæmdinni. Þetta var verkleg ættjarðarást stjórnarflokkanna í framkvæmd. Þessa dagana er á döfinni mál, sem sannar e. t. v. ennþá betur, að það er sitt. bvað, orð og at- hafnir á sviði verklegs átthaga- kærleika í hei búðum st jórnarlið- anna, sumra hvena. — Sama dag- inn og Morgunblaðið flutti þessa f jálglegu hugleiðingu, sem að of- an getur, birti Alþýðublaðið, annað stærsta blað höfuðstaðar- ins, J’eitletraðar fyrirsagnir um stórkostleg verðlagsbrot .ytór- kaupmanna í Reykjavík. Þar var skýrt frá því, að um- boðsmenn þessara stórkaup- manna í Bandaríkjunum „væru bitlingum, en síðan Ólafur lyfti þeim upp í flatsængina ti! sín, hefir bitlingalyst þeirra aukizt gífurlega, og þá ekki spurt um verðleika eða vinnuhæfni bitl- ingaþega við þau störf, sem þeir eru ráðriir til. Það er æ betur og betur að koma í.ljós, að stjórnarsamvinn- an er fyrst og fremst verzlunar- samningur milli sósíalistafor- ingjanna og stórgróðamanna þar sem bvor aðilinn um sig gengst undir að veita hinum ým- is fríðindí. Meðal margs annars ber fyrsta tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar vott um þetta, þar sem mestu hátekjurnar eru undanþegnar tekjuskattsviðauk- anum. Á einhverju hefði nú þjóðinni riðið meirá en þvllfkum verzlun- arsanfrijngi. látnir falsa faktúrur". Verðlags- stjóri hefði þegar kært eitt fyrir- tæki fyrir sakadómara og „fleiri kærur væru í aðsigi“. Jafnframt 'skýrði blaðið svo frá, að „upp- lýst væri, að fjölmargir þessaia umboðsmanna (beildsölufyrir- tækjanna) hefðu brotið fyrirmæl- in um 5% umboðsjróknun í stór- um stíl.“ í Morgunblaðinu, því sem að ofan getur, og út kom þennan sama dag, var þessarar stórfregn- ar að engu getið. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að Márgunblaðið er lang umsvifa- mesta fréttablað landsins. Út- breiðsla þess byggist fyrst og frernst á góðum fréttaflutningi. Frá jressum sjónarbóli blaðsins var því Jrarng á ferðinni stórfrétt, sannkallaður bvalreki. Nú kunna sumir að halda, að frétta- menn Mbl. hafi nú einu sinni fengið sér blund á verðinum, svona um nýjárið, og gleymt að leita fregna hjá sakadómara þennan tiltekna dag. Úr því mundi Jrá bætt í býtið morgun- inn eftir, eða réttara sagt í næsta blaði. Það kom út skilvíslega, eins og Mbl. er vandi, hinn þriðja í nýjári. Svo undarlega bregður við þennan dag, að mál- ið, sem er á hvers manns vörurn um land allt, er hvergi finnan- legt enn í 12 síða lesmáli. Get- sakirnar í garð fréttamannanna gerast vafasamari. Fjórði janúar rennur upp og skilar sínu Morg- unblaði með morgunkaffinu til höfuðstaðarbúa. Falleg grein um Hæstarétt er mest áberandi af hálfu rítstjórnarinnar. Ekkert orð frá blaðinu um hneykslismál- ið landfræga. Aðeins greinar- gerð Viðskiptaráðs um tildrag- anda Jressara atburða, enda bírtí útvarpíð hana öllum landslýðn- um þann dag. Fréttamennimir saklausir. Þegar hér er komið málum, er augljóst, að getsakirnar um það, að fréttamenn Jressa útbreiddasta blaðs landsíns og höfuðmálgagns ríkisstjórnarínnar, hafí sofið á verðinum, eru óþarfar og órétt- mætar. Þeir hafa oft sannað, að þeir eru hínir sómasamlegustu fréttamenn og skáka oft útvarp- inu okkar sæla þegar um meiri- háttar viðburði er að ræða. Hvaða ósköp valda þá þessu stóra „gati" í fréttaflutningi blaðsins? Það er ekki erfitt að gera sér grein fyrir því. Það er „innsta ráðið“, sem hefir kippt í tauminn. Hin „verklega ætt- jarðarást" innsta hrings Reykja- víkurvaldsíns að starfi. Það eru hagsmunír samkeppninnarmarg- lofuðu, sem tala um sína verk- legu ást. Það getur verið vanda- samt verk að semjá herstjórnar- tilkynningu til lýðsins einmitt sama daginn og upp kemst um strákinn Tuma. Það kynni að liafa óholl áhrif á trú almúgans á ágætri forystu „allrastétta- flokksins" að heyra of mikið um vilja auðugustu manna landsins til þess að halda lög rfkisins og fórii?! sri?fíl af „lífsþiiígíndym" sínum í Reykjavík og New York fyr.ir verklega ást, sem hingað til hefir lifað á pappír og prent- svertu „sjálfstaíðis“blaðanna. — Verkin tala með ýmsu móti. — íslendingur okkar hér nyrðra gat heldur ekki um þessa at- burði 5. janúar. Sérstaða byggðanna. Hinn skörulegi málflutningur Sjálfstæðisflokksins í þessu svindilmáji skal nú ekki rakin lengur að sinni, en í þess stað vak'in athygli þeirra, semuiti urn land búa, á sérstöðu Jreirra til Jressara atburða. Lesendur blaðsins kunna skil á margendurtekinni gagnrýni Jress á skipulagningu verzlunar- og siglingamála landsins. Reykjavík er orðin eina inn- flutningshöfnin. Öllum erlend- um vörum skipað þar á land fyrst, og síðan umhlaðið til hafna úti um land. Hinar beinu siglingar milli Norðurlands, t. d„ og erlendra hafna, sem tíðk- uðust fyrir stríð, hafa algjöilega lagzt niður. Reykjavík hefir því verið veitt aðstaða til þess að inn- heimta ærinn skatt af hverju einasta stykki, sem til landsins flytzt, írieð hafnargjöldum, um- hleðslugjöldum og öðru fargani, sem af svona verzlunarskipulagi hlýtzt. Þetta skipulag siglinga- og innflutningsmála hefir gert það því nær ókleift fyrir aðra staði, að reka innflutningsverzlun, enda hefir hún að mestu lagzt niður. Þetta hefir átt sinn þátt í að hleypa ofvextinum í heild- salastétt lujfuðstaðarins, sem hef- ir haft fjölmenni fyrir vestan haf til vörukaupa fyrir sig og náð til sín drjúgum skerf af innflutn- ingi landsins, Á þessum tímum peningaveltu og vöruskorts hér heima, hefir það þótt skipta mestu nxáli, að ná í vöru„party", hvað svo sem það kostaði, Þetta fólk hefir þannig notað drjúgum þann skipakost, sem í millilanda- siglingum er, til þess konar inn- flutnings og síðan selt frá Reykjavík til annarra staða á landinu. Þessi ófarnaður allur hefir komið við dýrtíðinni úti um land svo að tim munar. En heild- salamálið nýja virðist þó benda til þess, að hinir beinu skattar, sem almenningur hefir orðið að bera af völduiri Jressa skipulags, hafi ekki þótt nægilegir, heldur hafi hann einnig orðið að greiða rífjegan svindilskatt af neyzlu- vörum sínum í vasa þeirra, sem ákærðir eru fyrir verðlagsbrot. Menn veiða að gera sér ljóst hvaða flokkar og öfl það eru í þjóðfélaginu, sem höfuðábyrgð bera á þessari stefnu og hverjir eiga gengi sitt í þjóðmálum að einhverju leyti komið undir fjár- afla þeirrar stéttar, sem hér kem- ur mest við sögu. Hinn ósköru- legi málaflutningur Sjálfstæðis- blaðanna gefur ef til vill ein- hverja bendingu um það, hverjir telja sér málið skylt. Verzlun byggðanna í hendur byggðanna! í Jressu efni -er ekki nóg að hrista höfuðið og hneykslast á spillingunni og ráðandi ólagi. Hér er þörf fyrir „verklega átt- hagaást“ í framkvæmd. Norður- land og Austurland þurfa að eignast sína innflutningsmið- stöðvar. Það þarf að afnema þau ólög, sem neyða menn til þess að verzla við ákveðin fyirrtæki eða ákveðna stétt. Og ekki sízt þarf að endtnskipuleggja siglinga- málin. Fjórðungarnir þurfa að hafa ráð á flutningaskipum til millilandasiglinga. — Dýrkeypt reynsla sannar, að engum öðrum en íbúum byggðanna sjálfum er treystandi í því efni. Hér er því jarðvegur fyrir „nýsköpun“, svo að um munar. N orðlendingur. KJÓLATAU höfum við nú í fjölbreyttu úrvali KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vef naðar vörudeild NOTIÐ SJAFNAR-VORUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.