Dagur - 25.01.1945, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagiiiii 25. janúar 1945. D A G U R '. . >v.. ■ I mm 1 . .*• -Vv »> ■yhtí. ;‘í^í'V^í l r> a I af ilmvötnum Verð frá kr. 5.00-kr. 335.00 Stjöriiu Apótek TILIÍYNNING Nefnd setuliðsviðskipta hefir, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fest kaup á ýmsum tegundum bifreiða, er setulið Bandaríkjanna hér hefir afgangs sínum þörfum. Hér er aðallega um vöruflutn- ingabifreiðar að ræða af ýmsum stærðum og gerðum. Ennfrem- ur nokkrar svokallaðar „jeep''-bifreiðar. Gert er ráð fyrir að sumar þessara bifreiða komi til afhendingar í næstu viku, en. aðrar að stríðinu loknu. Fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið, mun Viðskipta- ráðið úthluta bifreiðunum til umsækjanda, og verða bifreiðarnar seldar í því ástandi sem þær eru við afhendingu frá setuliðinu. Framleiðendum til sjávar og sveita, svo og aðrir, sem vegna embættisstarfa og nauðsynlegs atvinnureksturs, þurfa á slíkum bifreiðum að halda, verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir um kaup. Skriflegum umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs fyrir 1. febrúar 1945. Skal þar skýrt tekið fram um stærð og tegund þeirrar bifreiðar, sem óskað er eftir. Ennfremur skal upplýst til hvers nota skal bifreiðina og hvort kaupandi á bifreið fyrir. Allar upplýsingar er varða sölu þessara bifreiða almennt, verða gefnar í síma nr. 1886 kl. 5 til 6 daglega meðan á úthlut- un stendur, en að öðru leyti mun Viðskiptaráð, eða einstakir menn úr Viðskiptaráði eigi veita viðtöl út af umsóknum. Er því nauðsynlegt að umsækjendur taki fram í umsóknum sínum allt er þeir telja máli skipta í sambandi við bifreiða- þörf sína. Reykjavík 16. janúar 1945. Viðskiptaráðið Regnhlífar nýkomnar Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðai'vörudeild. Súkkulaði duft fæst í Kaupfél. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Scott, heimskautakönnuður- inn nafnfrægi, gekk eitt sinn á fund Lloyd George, sem þá var fjármálaráðherra Bretlands, og: sótti um styrk til suðurpólsferð- arinnar, sem seinna dró hann og félaga hans til dauða. Lloyd George vildi ekki styrkja förina að svo komnu máli, en ráðlagði Scott að finna auðugan land- eiganda, sem var mjög áhuga- samur um landkönnunarferðir, og leita ásjár hjá horium. Scott fór að þessu ráði og gekk því næst á fund ráðherrans á nýjan leik. „Jæja,“ sagði Lloyd George, „tókst þetta?“ ,Jiarm lét mig fá þúsund pund sterling,“ svaraði Scott, „en hann skuldbatt sig til þess að leggja fram 50.000 ef mér tækist að fá yður til þess að koma með mér og lofaði að hækka það upp í milljón ef eg gæti skilið yður eftir á leiðar- enda!“ Ungt tónskáld gekk eitt sinn á fund tónsnillingsins Rossini til þess að láta hann heyra nýja tónsmíð. Rossini hlustaði með athygli, en nær því á hverri mínútu lyfti hann hatti sínum og setti harm á sig aftur. Unga tónskáldið spurði þá hvort hon- um fyndist svo heitt inni. „Nei,“ svaraði Rossini. „En st j>r venja mín, að táka ofan, þeg- ar eg mæti kunrúngjum mínum. Og í þessu tónverki yðar eru svo margir gamalkunningjar, að eg hefi ekki við að lyfta hattinum!“ „Maður er ekki einu sinni ör- uggur í rúmi sínu,“ sagði Mark Twain einu sinni, þegar hann var að ræða um hætturnar, sem steðja að mönnum á lífsleið- \nni, „því er það ekki alkunrta, 3 <5 fleiri deyja þar en nokkurs itaðar annars staðar.“ Þegar Mark Twain var rit- stjóri smáblaðs eins í Missouri, sertdi einn af lesendum blaðsins fyrirspurn til hans og spurði hvort það væri góðs viti eða ills, að finna kónguló innan í blað- inu; þetta hefði einmitt komið fyrir hann. Mark Twain svar- aði: „Það boðar hvorki illt né gott, að finna kónguló í blaðinu sínu. Kóngulóin, sem þér funduð, var aðeins að hyggja að því hvaða kaupmaður auglýsti ekki í blað- inu til þess að hún gæti haldið beina leið þangað og spunnið vef sinn yfir dyrnar hjá hortum og lifað í ótruílaðri ró alla tíð upp frá því!“ STANLEY- verkfæri f jölbreytt úrval nýkomið ★ ÞJALIR ★ SMEKKLÁSAR HURÐAHENGSLI ★ CARBID 50/80 og 25/50 mm. ★ V élreima-áburður (Ching Surface) ★ Varahlutir í SUN FLAME gasluktir: Glóðarnet, Spissar, „Generatoraru o. fl. ★ OLÍUOFNAR ★ Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.