Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 2
2
D AGUR
Fimmtudaginn 22. febrúar 1945
ískyggilegar horfur
Eru greiðsluþrot ríkissjóðs framundan?
Kaupstaðirnir eru farnir að
kurra út af skattaálögum ríkis-
stjórnarinnar og flokka hennar.
Þeir sjá frám á, að möguleikar
til nauðsynlegrar tekjuöflunar
til handa sjálfum sér tæmast óð-
um vegna „skattabrjálæðis" rík-
isstjórnarinnar, sem blöð hennar
kalla svo. Þess vegna eru stjórnir
kaupstaðanna farnar að bera
fram þær 'kröfur, að þær fái
helming veltufjárskattsins í sín-
ar þarfir, ef ekki verði hjá því
komizt að leggja hann á. En fáir
munu gera sér í hugarlund, að
þeim kröfum verði að nokkru
sinnt. Þrátt fyrir hinar þung-
bæru, nýju skattaálögur núver-
andi ríkisstjórnar, mun hana enn
vanta margar milljónir í ríkis-
sjóðinn til þess að fullnægja
eyðsluþörfum kommúnista, en
Ölafur Thors segir, að mestu
varði að hafa „frið“ við þá, en
það þýðir, að Sjálfstæðisflokkur-
inn verði að láta að vilja komnr-’
únista og sinna keipum þeirra í
öllu, til þess að stjórnarsamvinn-
an við þá geti haldizt. Er af því
bert, að það eru kommúnistar,
sem fyrst og fremst halda um
stjórnvölinn, síðan þriggja
flokka stjórnin settist á laggirn-
ar.
Um veltuskattinn er það að
segja, að hann verður því óvin-
sælli, sem menn gera sér gleggri
grein fyrir honum, og það verð-
ur æ Ijósara, að hann verkar sem
almennur neyzluskattur, þó að
ríkisstjórnin reyni á allar lundir
að dylja það með allskonar vífi-
lengjum og blekkingum. Stjórn-
in ber það einkum fyrir sig, að
veltuskatturinn megi ekki og
eigi ekki að hækka verðlag, og
því komi hann aðeins niður á
viðkomandi fyrirtækjum, en
ekki á almenningi, en þá sjá all-
ir og skilja, að eins hefði mátt
lækka vöruverðið um það, er
skattinum nemur. Þannig verk-
ar hann þá í þá átt að halda
verðinu hærra en nauðsyn kref-
ur, eða með öðrum orðum:
> veltuskatturinn hækkar dýrtíð-
ina, en dýrtíðin kemur sannar-
lega niður á öllum almenningi.
Og þess ber líka að gæta, að
allar skattgreiðslur, hvaða nöfn
sem þeim eru gefin, koma að síð-
ustu niður á framleiðslunni.
Veltuskatturinn er því í raun
og sannleika nýr framleiðslu-
skattur, sem stjórnin leggur á í
fumi og ráðleysu fjármálaöng-
þveitis, einmitt á þeirn tímum,
þegar hætta er á stöðvun fram-
ieiðslunnar vegna óhæfilegs til-
kostnaðar, sem kominn er í full-
komið ósamræmi við útflutn-
ingsverð afurðanna.
Harðast kemur þó veltuskatt-
ur stjórnarinnar niður á sam-
vinnumönnum, því hann rænir
þeim verzlunararði, er þeim
annars hlotnaðist. Þetta hefir
fjármálaráðherrann jafnvel við-
urkennt, en hann taldi það smá-
smugulegt af samvinnumönnum,
ef þeir kvörtuðu undan að missa
af þessu lítilræði í eitt skipti, en
hver ábyrgist, að það verði að-
eins í eitt skipti? Stjórnin hgfir
að vísu lofað því og lagt áherzlu
á, að veltuskatturinn skyldi ekki
verða lagður á nema í eitt ár. En
ef brýn nauðsyn er fyrir ríkis-
sjóðinn að fá hann nú, hvaða
von er þá til þess, að sú þörf
verði minni að ári, ef sömu
stjórnarstefnu er haldið áfrarri?
Er ekki einmitt allar líkur til, að
sú þörf verði ennþá brýnni, þeg-
ar stjórnin er búin að eyða sjóð-
um ríkisins á þessu ári, eins og
hún ætlar sér að gera? Það er því
óvarlegt að treysta loforðum
stjórnarinnar í þessu efni. Mun
ekki sönnu nær, að stjórnin vil ji
þyngja skattaálögur, því lengra
sem líður, því að fyrr eða síðar
hlýtur að því að reka að greiðslu-
Jrrot ríkissjóðs beri að dyrum, ef
stjórninnf verður látið haldast
uppi að fara þá fjármálabrauc.
sem hún nú er stödd á.
Hér við bætist og að veltu-
skatturinn, eins og stjórnin
hugsar sér hann, er langsamlega
sá óréttlátasti skattur, sem
nokkru sinni hefir verið á ferð-
inni, því að hann á að leggjast
jafnt á nauðsynja- og nauðsynja-
lausa vöru, jafnt á þann, sem
græðir stórfé, og hinn, sem berst
í bökkum eða tapar. Aðeins velt-
an á að ráða og ekkert annað.
Geta má nærri með swo óréttlát-
an skatt, að menn reyna með öll-
um brögðum að refjast við að
greiða hann og má því búast við
miklum eltingaleik og umstangi
í sambandi við innkollun hans
og getur það allt orðið dýrt
spaug.
Ekkert sýnir þó betur, hversu
mikið ráðaleysisfálm veltuskatt-
ur stjórnarinnar er, en það, að
stjórnin sjálf margtekur það
fram, og lætur blöð sín éta það
upp eftir sér, að þetta skuli
aldrei koma fyrir aftur, þessi
leikur verði ekki leikinn oftar.
Þetta er vissulega ekki annað en
viðurkenning á því, að þessi
tekjuöflunarleið sé óhæf til
írambúðar. En einhver ráð verð-
um við að hafa til þess að skrapa
saman peninga í eyðsluhítina,
hugsar stjórnin.
í upphafi lofaði núverandi
ríkisstjórn nýsköpun atvinnu-
veganna og vinnufriði. Sí&tn
hún tók við völdum, „hefir hver
vinnudeilan risið af annarri. Ný
kauphækkunaralda flæðir yfir
landið. Dýrtíðin og framleiðslu-
kostnaðurinn fara vaxandi. At-
vinnuvegunum er haldið frá
stöðvun um stundarsakir með
greiðslum úr ríkissjóði, sem
kominn er að þrotum. Útgjöld
ríkisins vaxa um milljónatugi.
Ríkissjóð brestur getu til þess að
leggja fram fé til nauðsynlegra
og aðkallandi framkvæmdá og af
þeim sökum er ákveðið að eyða
sjóðum ríkisins þegar á þessu ári
til þeirra þarfa.“
Þannig lýsir miðstjórn Fram-
sóknarflokksins ástandinu í
stjórnmálayfirlýsingu sinni ný-
útgefinni. Og allir vita, að hér
er rétt frá skýrt. Horfurnar eru
ískyggilegar. Ríkisstjórnin finn-
ur ekki annað ráð en að hlaða
yfir 20 milljóná kr. nýjum-
Samkomudagur Alþingis 1945 ákveð-
inn hálfum mánuði síðar en dýrfíð-
argreiðslur falla niður og ný land-
búnaðarvísifala fekur gildi.
Eftir því sem stjórnarskráin fyrir þessum langa fresti, að ekki
segir fyrir, á Alþingi að korna 1 sé hægt að ganga frá fjárlögum
saman 15. febrúar ár hvert,' fyrr en seint á árinu.
skattabyrðum á þjóðina og dug-
ar þó hvergi nærri til.
Ríkisstjórnin og fylgismenn
hennar halda því fram, að hið ó-
heilbrigða fjármálaástand, er nú
ríkir, og yfir höfuð allt, sem af-
laga fer, sé fyrrverandi ríkis-
stjórn að kenna. Hún hafi ekk-
ert getað framkvæmt til bóta og
viðskilnaður hennar hafi verið
hinn aumasti. Það sé því ósann-
gjarnt að ætlast til, að núverandi
stjórn geti í skjótri svipan bætt
fyrir allar hinar mörgu og stóru
syndir utanþingsstjórnarinnar.
Brosleg er þessi ásökun, þegar
Jress er gætt, að fyrrverandi
stjórn hélt uppi niðurgreiðslum
á dýrtíðinni, án Jress að leggja á
tugmilljóna króna skatta og skil-
aði þó af sér 10—15 milljón kr.
tekjuafgangi, þegar hún fór frá
völdum. Nú geta menn borið
þetta saman við kommúnista-
stjórn Ólafs Thors. Hún leggur
á bak mönnum 20 millj. kr. nýja
skatta og samt verður sífellt
tómahljóð í skúffunni hjá henni.
Hvað sem segja má um utan-
þingsstjórnina, þá má hún eiga
það, að hún sýndi vilja á að
stöðva dýrtíðina, og er það meira
en sagt verður um núverandi
stjórn. Það situr ög illa á komm-
únistum að fordæmá utanþings-
stjórnina, því að það var fyrst
og fremst þeirra verk, að hún var
sett á fót, þeir áttu frumkvæðið
að því.
Sjálfstæðismenn komast ekki
undan því að bera aðalábyrgð á
fjármálastjórninni. Fjármálaráð-
herrann, sem öðrum fremur set-
ur mót sitt. á fjármálaástandið,
nema þingið ákveði með lögum
annan samkomudag.
Fyrir skömmu lagði ríkis-
stjórnin frarn frumvarp um, að
næsta reglulegt þing verði kvatt
saman 1. okt. í haust,.Samkomu-
degi þingsins á m. ö. o. að fresta
um 71/2 mánuð.
Nú er frv. jretta orðið að lög-
um.
Stjórnin færir þær ástæður
hefir 6 síðustu ár verið úr þeirra
flokki. Það skorti þó ekki
hreystiyrðin í Sjálfstæðisflokkn
um, áður en hann komst í þá
aðstöðu að hafa yfirstjórn fjár-
málanna með höndum. Þar átti
ekki að verða ólagið á, eftir því
sem talsmenn flokksins sjálfir
sögðu. Þó tók út yfir allt, þegar
Ól. Th. og kommúnistar tóku
höndum saman á síðasta hausti.
Oflátungshátturinn komst þá í
algleyming. En hvað hefir þá
unnizt síðan? Öheilbrigt fjár-
málalíf. Sjúkt stjórnarfar —
kommúnistar ráða stefnunni.
Þingið 1944 hefir nú staðið yf-
ir á annað ár með hléum. Haldi
svipuð vinnubrögð áfram á
næsta þingi, verður því ekki
lokið fyrr en seint á árinu 1946.
Eitt af því, sem stjórnin lofaði að
framkvæma, var að bæta vinnu-
brögðin á þinginu, svo að þing-
störfin gengju hraðar en áður.
| Tíminn, sem stjórnin velur til
að kalla næsta þing saman, vek-
! ur sérstaka athygli. Þingið á að
taka ti! starfa hálfum mánuði
eftir, að dýrtíðargreiðslur til
landbúnaðarins 'eiga að falla nið-
ur og ný landbúnaðarvísitala
gengur í gildi. Hvað hyggst
stjórnin að ráða af, þegar þar að
kemur? Ætlar hún þá að gera
ráðstafanir um þessi mál upp á
sitt eindæmi með því að gefa út
bráðabirgðalög?
Svo mörg vandamál bíða úr-
lausnar, sem sýnilega verðtir
ekki gengið frá á yfirstandandi
þingi þó að staðið hafi yfir á
annað ár, að ekki virðist van-
þörf á að næsta þing hefði tekið
nokkru fyrr til starfa en ákveðið
hefir verið. Framsóknarmenn
báru því fram þá tillögu, að
samkomudagur Jress yrði ákveð-
inn í byrjun maí, en við það var
ekki komandi. Sá hluti Sjálf-
stæðisflokksins, sem ekki styður
stjórnina, lagði þá til, að sam-
komudagurinn yrði ákveðinn í
byrjun september, sýnilega með
hina nýju landbúnaðarvísitölu
fyrir augum og ráðstafanir
]>ingsins í sambandi við hana.
Við það var heldur ekki kom-
andi. Stjórnarliðið hélt fast við
sinn keip og tók engmn sönsum.
Mbl. segir, að stjórnarliðár séu
orðnir svo jneyttir, að Jreir þurfi
langvarandi hvíld!
En hér kemur annað til greina.
Enginn veit, hversu stjórnarsam-
vinnan er haldgóð. Margt hefir
skeð ólíklegra en að upp úr
henni slitni á næsta þingi, þegar
úrslit stórmála þola ekki bið. Þá
verður að líkindum stofnað til
kosninga. Getur þá svo farið, að
Jtær verði að fara fram um há-
vetur, og getur þá orðið örðug
aðstaða í sveitum í hríðum og
skammdegismyrkri, en vera má
að andstæðingar Framsóknar-
flokksins, sem á sitt aðalfylgi í
dreifbýlinu, gráti það ekki, því
þó að samlyndið meðal þeirra
yrði komið út um þúfur, mundu
þeir geta komið sér saman um
það, að nauðsyn bæri til að afmá
betur en orðið er áhrif bænda-
fulltrúanna á Alþingi.
Það verður því ekki annað
sagt, en að hið mikla kapp, sem
stjórnin og fylgiflokkar hennar
leggja á það, að næsta þing setj-
ist ekki á rökstóla fyrr en í byrj-
un október, sé tortryggilegt. frá
öllttm hliðum skoðað.
IGefjunardúkar j
Ullarteppi j
Kambgarnsband I
Lopi I
er meira og minna notað á hverju heimili I
* á landinu. I
Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir 1
gaeði. ~ 1
Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaupfélögum |
landsins og víðar. I
Ullarverksmiðjan GEFJUNj
Til félagsmanna KEA
Rúsínuskömmtunin stendur yfir til næstu i:
mánaðamóta. Eftir þann tíma gefum >:
við söluna frjálsa.
Kaupfélag Eyfirðinga :