Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 22. febrúar 1945
BAGUR
S
- - -----■ ------- " ■ " 'S=--========ffg-.-=SJ-' ....=?
Af sjónarhóli Norðlendings
1= - = = ===== - == .r.y ■— - ■
Siglingamál.
Það er eftirtektarvert, að í
livert sinn sem gagnrýni á Eim-
skipafélag íslands kemur fram í
blöðum eða á Alþingi, reka snm
Reykjavíkurblaðanna upp rama-
kvein, segja gagnrýnina sprottna
af illvilja og afturhaldssemi. Því
er haldið fram, að gróði Eim-
skipafélagsins sé gróði þjóðar-
innar. Öll takmörkun á aðstöðu
félagsins til þess að raka saman
fé með farmgjöldum á neyzlu-
vörur almennings sé árás á
möguleika þjóðarinnar til þess
að eignast skip. Þessi blöð vilja
engin afskipti ríkisins af stjórn
eða rekstri félagsins, en þó á rík-
ið að veita því hvers konar for-
réttindi um skatta. Afskiptaleysi
ríkisins er réttlætt með því, að
félagið sé „óskabarn þjóðarinn-
ar“ og hagi starfsemi sinni í sam-
ræmi við heill liennar.
Ríkið, það er eg.
Þeir, sem úti um land búa
hafa sína sögu að segja um þessi
mál. Það er ekki öldungis víst, að
allir verði þar á sama máli og
Reykjavíkurblöðin, sem fjasa
mest um „óskabarnið" og þjóð-
ina. Landsmenn þekkja orðið
allvel hvað það er, þegar Reykja-
víkurblöðin tala um „þjóðina"
og „ríkið“. Áburðarverksmiðju-
málið var stöðvað vegna þess að
það var „nauðsyn fyrir þjóðina“.
Þegar þessu dulmáli hefir verið
snúið á greinilegt mál, er merk-
ingin þessi: Vegna þess, að sér-
fræðileg áætlun um byggingu og
starfrækslu verksmiðjunnar
sýndi, að hún yrði bezt sett á
Akureyri, verður að kveða það
niður, en vekja það aftur með
hitaveitusérfræðimennskuáliti,
sem sýni fáfróðúm almenningi,
að ekki komi til mála að reisa
mannvirkið annars staðar en í
Reykjavík. Morgunblaðið hefir
oft rætt um að byggja þyrfti lýs-
isherzlustöð og sementsverk-
smiðju, það væri „þjóðarnauð-
syn“. En þessi fyrirtæki eiga að
„rísa upp í nágrenni Reykjavík-
ur“. Þegar kemur að Eimskipafé-
laginu er sama dulmálið á ferð-
inni: Auðsöfnun Eimskipafélags-
ins er hagur „þjóðarinnar“.
Þetta dulmálsskeyti Mbl. þýðir,
þegar búið er að snúa því á rnælt
mál í ljósi staðreynda og reynslu:
Gróði Eimskipafélagsins er fyrst
og fremst gróði Reykjavíkur og
þess vegna sjálfsagður og góður.
Ríkið, það er eg. Reykjavík, það
er þjóðin.
Algengur hugsunarháttur.
Þessi hugsunarháttur er al-
gengur í herbúðum forréttinda-
klíkunnar þar syðra. Gildir þá
einu hvort í hlut eiga einstakl-
ingar eða stofnanirf Það er til
dæmis víðfrægt, þegar einn úr
þessum ltópi kom fram fyrir
þjóðina í krafti embættis síns og
flutti mærðarkennt ómerkisskraf
um „ást sína á sveitunum“. Kvað
raunar mál sitt vera svo aumt
vegna þess, að hann hefði ekki
haft tíma til undirbúnings, enda
þefði hann öll lifandi ósköp að
gera: Væri formaður útvarps-
ráðs, alþingismaður, prófessor,
rithöfundur, og þar að auki í
mörgum nefndum, líklega laun-
uðum, þótt ekki væri þess getið
sérstaklega. Það væri blátt áfram
óhemja, hvað miklum störfum
væri dengt á suma menn og því
varla von, að tími gæfist til nægi-
legs undirbúnings. Aldrei hvarfl-
aði það að þessum ofhlaðna bitl-
ingakóngi, að til væru á landi
hér aðrir menn, sem gætu tekið
að sér eitthvað af þessum störf-
um lians. Ónei, hann lagði þessi
ósköp öll á sig af eintómum
kærleika ti) þjóðarinnar. Þessa
sama kærleika verður vart í mál-
flutningi Morgunblaðsins um
Eimskipafélagið. Aldrei hvarflar
það að þessu málgagni, sem þyk-
ist sjálfkjörið til þess að tala fyrir
munn „þjóðarinnar", að sigl-
ingamálin verði leyst á annan
veg en þann, að Eimskipafélag
íslands hafi þar einokunar- og
einveldisaðstöðu. Öll takmörkuti
á valdi þessa félags til þess að
raka saman fé á kostnað alrnenn-
ings í landinu er á máli Mbl.
árás á framtíðarmöguleika þjóð-
arinnar í siglingamálum; bar-
átta gegn því, að landsmenn fái
fleiri skip!
Skipting valdsins.
Nú eru augsýnilega til margar
leiðir í |:>essu máli. F.in þeirra er
sú, að hlaða undir Eimskipafélag
íslands. Sú leið er einkum til
hagsbóta fyrir Reykjavík.
Reykjavík þarf vitaskuld að hafa
góða aðstöðu í siglingamálum,
og því raunar ekkert við því að
segja, þótt Eimskipafélaginu
vaxi fiskur unt hrygg til þess að
leysa það mál. Hins vegar nær
það ekki nokkurri átt, að allir
landsmenn eigi að skattleggjast
stórlega til þess, né heldur að
ríkið veiti þar óhófleg forrétt-
indi, þyí að siglingamál íslands
verða ekki leyst á viðunandi liátt
fyrir forgöngu þessa félags, með-
an þeirri stefnu er haldið, sem
nú hefir verið upp tekin um
skeið. Til þess þarf aðrar leiðir,
svo sem samtök landsmanna í
samvinnufélögunum um skipa-
kaup og stofnun eimskipafélaga
fjórðunganna. Eimskipafélagið
hefir fyrst og fremst verið fyrir-
tæki Reykjavíkur nú um margra
ára skeið og hefir látið sig litlu
skipta hag annarra landsmanna.
Siglingarnar liafa nær ein/örð-
ungu snúizt um þann stað og þar
hefir öllum varningi verið hrúg-
að á land, alveg án tillits til
þurftar og skorts í öðrum lands-
hlutum. Af þessu hefir m. a. leitt
einokunaraðstaðan illræmda,
sem Reykjavík hefir náð í inn-
flutningsverzluninni og um-
hleðslufarganið nafnkunna, og
allt það böl, amstur og kostnað-
ur, sem landsmenn utan Reykja-
víkur hafa mátt þola af þess völd-
um. Fjasið um „þjóðarfyrir-
tæki“ í þessu sambandi er mark-
leysa ein; þjóðin hefir ekkert
vald um stjórn þessa fyrirtækis,
reynslan sannar það bezt. Ef ein-
hvern tíma hefir verið utn slíka
aðstöðu að ræða, hefir hún glat-
^ að henni fyrir löngu.
Ný stefna.
í hörðum umræðum á Aljringi
nú fyrir skemmstu um Jressi mál
lögðu Framsóknarmenn það til,
að ríkið veitti Joessti félagi engin
forréttindi um skatta nema að
Jiað fengi Jrá jafnframt íhlutun
um stjórn þess og rekstur. Það
var J^etta atvik, sem gaf Mbl. til-
efnið til Jress að hefja gamla
sönginn um ,,óskabarnið“ ennjxá
einu sinni. En blekkingarnar
verða haldlitlar, þegar’þungbær
reynsla sker úr; fallegt vöggu-
ljóð er misskilin uppeldisaðferð
við ,,óskabarn“, sem er orðinn
ódæll og ófyrirleitinn uppi-
vöðsluseggpr, sem skeytir um
ekkert nema eigin hag. Við slík-
an karl þarf aðrar orðaræður og
önnur handtök. Það er þetta,
sem Framsóknarmenn vilja
vinna að: Ný stefna í siglinga-
málum með íhlutun ríkisins um
stjórn og rekstur Eimskipafélags-
ins annars vegar, en skipakaup-
um samvinnufélaganna og stofn-
un eimskipafélaga annarra lands-
hluta hins vegar. Meirihluti
þings vildi ekki sinna Jressari
stefnu. Telur sennilega, að þjóð-
in sefist við fallegan bí-bí-blaka-
söng um „óskabarn" meðan
óskabarnið veitir henni þungar
búsifjar. Það kynni svo að fara,
að þessi þingmeirihluti vaknaði
upp við vondan draum. Það er
ekki alveg víst, að landsmenn
uni því um aldur og ævi, að
þessu Reykjavíkurfyrirtæki sé
veittur milljónastuðningur frá
ríkinu á ári hverju, nema þá, að
þau siglingafélög, sem á stofn
kunna verða sett í öðrum lands-
hlutum, njóti sömu kjara.
Tvíeggjuð röksemdafærsla.
Þegar þar að kemur verður
þægilegt að grípa til röksemdar
Bjarna borgarstjóra um fjár-
eign Reykjavíkurhafnar hjá rík-
inu: Vegna Jress að ríkið hefir
ekki greitt hlutfallsiega jafn
mikinn beinan fjárstyrk til
Reykjavíkurliafnar og ýmsra
annarra hafnargerða á landinu á
undanförnum árum, á Reykja-
vík stórfé hjá ríkinu! Með sama
rétti gætu væntanleg skipafélög
annarra landshluta sagt: Þar sem
ríkið hefir veitt Eimskipafélag-
inu einokunaraðstöðu og mill-
jónaívilnanir um mörg ár og
Reykjavík hefir fleytt rjómann,
gerum við kröfu til lilutfallslega
jafnmikils stuðnings frá ríkinu.
Nú dettur líklega engum í hug,
að gera slíka kröfu í alvöru, þótt
hún væri - jafnréttlætanleg og
fjárkrafa borgarstjórans á hend-
ur ríkissjóði. F.n þetta.dæmi sýn-
ir með hve miklu offorsi Reykja-
víkurstefnan er rekin gagnvart
ríkisheildinni og hversu bli'ndur
þessi hugsanagangur er. Því að
ef ætti að fara að gera upp
reikninga Reykjavíkurhafnar og
ríkisheildarinnar á þennan hátt,
hlytu aðrir fjórðungar að eiga
kröfu á hendur höfninni um
endurgreiðslu á jpeim hafnar-
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
Hið nýstofnaða íþróttabanda-
lag Akureyrar lref ir auglýst
námsskeið í fimleikum, ísl.
glímu og frjálsum íþróttum í
hinu nýja fimleikahúsi Akureyr-
ar. Námsskeið þessi eiga að liefj-
ast í marzbyrjun og miðað er við
4 vikur. Þar gefst bæjarbúum —
o. e. t. v. fl. — konum og körlum,
yngri og eldri, tækifæri til að
liðka eitthvað sín liðamót, rétta
úr sér og liressa sig upp \ ið leik
og þraut í glæsilegum sölum og
í góðu baði á eftir. Vonandi nota
Akureyringar þetta tækifæri,
rneta svo mikils eigin heill, og
sjá líka sóma sinn í að láta ekki
námsskeið þessi falla niður
vegna lítillar þátttöku.
Tveir ungir og áhugasamir
íþróttakennarar tala við ykkur í
^ætti okkar Jienna daginn.
Frá Ungm.samb. Eyjafjarðár.
Síðan eg byrjaði starf mitt lijá
U. M. S. E., sem íþróttakennari,
íefir mér gefizt tækifæri til að
kynnast aðstæðum og áhuga ein-
stáklinga og félaga í héraðinu til
íþróttaiðkana.
Flest, ef ekki öll, ungm.félög-
in og bindindisfélög hér við
Eyjafjörð, hafa nú íþróttastarf-
semi á stefnuskrá sinni. Hafa
sum þeirra nú þegar sýnt mikinn
áhuga og skilning í því, t. d.
komið sér upp knattspyrnuvelli,
lagt liönd að sundlaugarbygg-
ingu, staðið fyrir íþróttanáms-
skeiðum o. fl.
Þrjú íþróttanámskeið hafa
verið ltaldin á vegum U. M. S. E.
í vetur. Það fyrsta var í Grenivík
og stóð yfir í þrjár vikur. Þátt-
takendur, að meðtöldum skóla-
börnum, voru 60.
Á Grenivík virðist vaxa tals-
verður áhugi, þó einkum fyrir
knattspyrnunni, enda er hún
mest iðkuð. — Að loknu náms-
skeiðinu var fimleikasýning og
sótti hana fjöldi fólks og virtist
Jrað liafa yndi af. Húsakynni, og
aðstaða til íþróttaiðkana eru
slæm, léleg áliöld og engin böð.
---Hálfsmánaðar námsskeið
var lialdið á Melum í Hörgárdal.
Alls sóttu það 14 unglingspiltar,
þar af þrír skóladrengir. Þar var
áhuginn mestur fyrir glímu,
enda lögð rækt við hana. Að lok-
um var glímusýning, en sökum
veðurvonzku var fremur fátt um
áhorfendur. En sýningin fór ve’
fram, og sáust þarna mörg ve
hugsuð og vel tekin brögð, og te
eg piltana hafa náð allgóðum
árangri — á ekki lengri tíma, því
að aldrei höfðu Jieir glímt áður,
og sumir aldrei séð þá íþrótt. —
Nú hafa þeir undirbúið annað
námsskeið og virðist þarna hug-
ur fylgja máli. Húsið á Melum
er mjög lélegt og óhentugt ti
gjöldum, sem hún hefir þegið
vörum, sem skipað var • þar á
land í krafti þvingaðrar einok-
unarstefnu í siglinga- og verzlun-
armálum. Þær tölur kynnu að
tala með ýmsu móti og ekki allar
eins fallega fyrir munn „alþjóð-
ar“ eins og 25-milljón króna
gróði Eimskipafélagsins í dálk-
um Morgunblaðsins.
Norðlendingur.
fimleikakennslu, enda án allra
áhalda og þæginda.
Mánaðar námsskeið var lialdið
að Árskógi — heimavistarskóla
Árskógsstrandar. — Voru ]/ar 50
aátttakendur, 14 piltar, 9 stúlk-
ur og 27 skólabörn. Ekki var eins
ast sótt námið jrar og á hinum
námsskeiðunum, og getur verið
að þar sé veðráttu (í jan.) um að
kenna, en ekki áhugaskorti.
Skólaliúsið er vel í sveit sett og
aví hvergi langt til sóknar — og
að því leyti ólíkt þægilegri að-
staða en á fyrrnefndum stöðum.
Fimleikasýning var að loknu
námsskeiðinu og virtust áhorf-
endur skemmta sér prýðilega. En
ísl. glímu var ekki hægt að iðka
J^arna, og skorti þar áhugann.
Tilraun, sem gerð var í því efni,
féll um sjálfa sig. Húsakynni og
aðstaða til íþróttaiðkana er
prýðileg að mörgu leyti að Ar-
skógi. Eðlilega vantar enn ýmis-
leg áhöld í salinn, kaðla, jafn-
vægisslár o. fl„ en hver veit,
nema Jaetta komi innan skamms,
því að þarna er unnið fast og vel
að nauðsynjamálum sveitarinn-
ar og ekki hætt við hálfnað verk.
Árskógur er til fyrirmyndar um
margt og mættu nærliggjandi
svextir veita honum athygli.
Slíkra bygginga, skólasetia, er
þörf í öllum sveitum.
Nú er viðfangsefni okkar að
vekja æskulýðinn til starfa, vekja
áhuga hans fyrir eigin líkams-
rækt, fá hann til að bindast sam-
tökum, bræðra og systra, se;n
beitir sér fyrir eflingu drengi-
legia íþrótta og líkamsræktav
með þjóðinni.
Har. Sig.
íslenzk glíma.
Nú þegar áhugi og skilningur
allrar þjóðarinnar á líkamsrækt
og líkamsmenningu vii'ðist fara
svo mjög í vöxt, er leitt til þess
að vita, að hin foi na fóstra ís-
lenzkia fullhuga liðinna alda,
íslenzka glíman, skuli þurfa að
rýma öndvegissessinn fyrir óðr-
um íþróttagreinum. Það hefir
jafnvel heyrzt, að bezt væri að
leggja niður þessa fornu og ram-
íslenzku íþrótt okkar. Hvað er
það, senr veldur því að þetta
óskabarn þjóðarinnar er nú orð-
ið að svo vanhirtu olnbogabarni,
og að íslenzk æska lítur varla við
þessum arfi feðra sinna? Margir
ungir íþróttamenn vilja alls ekki
æfa glímu. Þeir vilja miklu
fremur iðka fimleika, sund,
frjálsar íþróttir eða knattleiki,
sem nú eru jnjög að ryðja sér til
rúms með þjóðinni. Skíða- og
skautahlaup hafa líka farið mjóg
í vöxt, og vonandi er sú alda
ekki ennþá risin að fullu. En
hvers vegna er glírnan að hverfa
í skugga þessara íþrótta? Eg held
að þetta sé vel þess vert að það sé
athugað fi'á sem flestum hliðum,
og með fullri sanngirni, og ef
íaunin skyldi verða sú, að glírn-
an hefði ekki í sér fólgna minni
möguleika til aukinnar fimi og
þols líkamans, en aðrar íþróttir,
er ástæðulaust að leggja hana á
hilluna. Það er mfklu fremur
(Fntmhald i 6. »Wu).