Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 4
4 ÐAGUR - Fimmtudaginn 22. febrúar 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðalu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skríístofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Þáttur kommúnista í „nýsköpuninni“ Tvö mál, gagnmerk í eðli sínu og þýðingar- mikil fyrir framtíð Akureyrar liala nýlega verið til urnræðu í blöðum og á Alþingi. Frumvarp um áburðarverksmiðju ríkisins va: flutt af fyrrv. landbú.naðarráðherra og stutt at Framsóknarflokknum á þingi. Rækilegur undir- búningur málsins leiddi í ljós, að verksmiðjan yrði bezt sett hér á Oddeyri. Eðlileg afgreiðsla þess hefði orðið til þess, að stórköstlegar atvinnu- framkvæmdir befðu liafizt hér þegar á næsta sumri. Auk þess sem bygging og. starfræksla verk- smiðjunnar hefðu skapað mikla og arðbæra at- vinnu hefðu nýjir möguleikar til framkværnda hér opnast með stórfelldri aukningu Laxárvirkj- unarinnar. Ekkert mál, sem fram hefir kornið um inargra ára skeið, hafði aðra eins möguleika fyrir Akureyri og áburðarverksmiðjan. Þar héldust í hendur hagsmunir bændanna, sem skipta áttu við verksmiðjuna og óskuðu ódýrrar framleiðslu og framtíð Akureyrar, sem þarfnast aukinna at- vinnumöguleika og hefir legu og aðstöðu til þess að búa betur að þessu fyrirtæki, en aðrir staðir á landinu. ★ Siglingamálin voru til umræðu á Aljringi fyrir skemmstu í sambandi við skattfrelsi Eimskipafé- lagsins. Framsóknarmenn vildu ekki samþykkja skattaívilnanirnar til þessa stórgróðafélags nerna ríkið hefði íhlutun um stjórn þess og starfrækslu. Með þeim aðgerðum mætti vænta stefnubreyt- ingar í siglingamálunum. Krafan um innflutn- ingshöfn á Norðurlándi fengi þá byr undir báða vængi. Þær tilraunir, sem samvinnufélögin hafa gert í þá átt á undanförnum árum, hafa sannað verkamönnum, að slíkt siglingafyrirkomulag er stórkostleg átvinnubót auk þess sem það léttir af neytendum skattinum illræmda, • sem um- hleðslurnar og einveldi Reykjavíkur í innflutn- ingsmálum hafa lagt á landsmenn utan höfuð- staðarins. ★ Hér voru á ferðinni tvö gagnmerk mál, þar sem framkvæmdir áttu samleið með þörf Akur- eyrar fyrir nýsköpun í atvinnulegum efnum. Hvernig snerist þingið við þeim? Það er kunnara er frá þurfi að segja, að áburðarverksmiðiumál- inu var stungið undir stól fyrir atbeina Reykja- víkurvaldsins. Siglingamálin fengu sömti útreið- ina. Stjórnarflokkarnir allir stóðu að því. Fram- sóknarmenn einir fylgdu málunum einhuga. ★ Kommúnistar hafa ekki frýjað sér „skyggn- leiks, áræðis né nokkurrar karlmennsku", þegar rætt hefir verið um atvinnumál í blöðum þeirra. En það er stundum sitt livað, orð og athafnir, og eiga þar þá fleiri hlut að máli en Björn í Mörk. í þessum stórmálum hefir kommúnistana skort a. m. k. áræðið og karlmennskuna .Frammistaða þeirra hefir verið aumust, því að þeir hafa mest gemsað um áhuga sinn í atvinnumálum. Þeir stóðu að baki Reykjavíkurvaldinu, sem beitti sér fyrir niðurskurði þessara mála á þingi. Aumast- ur er þó hlutur kommúnistamálgagnsins hér. Meðan flokksbræður þess voru önnum kafnir við að vega að þessum málum, að baki íhaldsins, hreyfði j?að ekki legg né lið. Fór að dæmi Mbl. á dögum heildsalalmeykslisins: Mundi ekki eftir að þessi mál voru til. Birti aldrei orð um þau. A sama tíma tekur hað sér fyrir hendur að sannfæra verkamenn hér í bænum um það, að kommúnistar einir hafi áhuga fyrir atvinnuleg- um framkvæmdum og skortir þá ekki „skyggn- leik“ til að falsa ummaeli Dags um útgerðarinál- nú fyrir skennnstu, til þess að fá heppilegar nið- urstöður. FiTlagan, sem hér var borin fram, um samvinnu borgaranna og bæjarfélagsins um út- gerðarjnál fyrir forgöngu bæjarsrjórnannnar er Á sl. sumri tóku Bandaríkjamerm hö ndum3 þýzkaveðurathuéanaleiðangra við Grænland. Leiðangrum þessum var ætlað að senda daglega veður- skeyti til katbáta- og fluévélaflota Þjóðverja. Myndin sýnir þýzka togar- ann Coberg eftir að Þjóðverjar höfðu sprengt innviði hans í loft upp og skilið hann eftir á ísnum við norðurströnd Grænlands. Bandaríkjamenn tóku yfir 60 fanga oé mikið herfané i þessum leiðanéri oé tvo aðra toéara. Þýskur togari tekinn við Grænland Málspjöll í barnatímunum. jgARNATÍMAR" Ríkisútvarþsins " okkar munu yfirleitt vera frem- ur vinsæll dagskrárliður, sem fjöldi manna hlustar á, þegar tækifæri gefst — bæði börn og fullorðnir. Má því vissulega segja, að þeir séu orðni: einn þátturinn í uppeldi æskulýðsins og ekki sá áhrifaminnsti. Það skiptir þvi engan veginn litlu máli, hvernig um þann garð er gengið. Ýmislegt gott er líka um það að segja, sem betur fer, en því miður fer þar þó of margt aflaga. Mér er vel ljóst, að ósanngjarnt væri að krefjast þess, að allt, sem þar er um hönd haft, sé jafn- skemmtilegt, fróðlegt og mannbæt- andi. Þeir, sem annast þessa „tíma"', munu oft verða að berjast örðugri baráttu og engin furða, þótt þeir bíði þar stundum ósigra. Eg get t. d. ekki neitað þvi, að mér finnst hæpið að gera harmónikuna að aðalhljóðfæri þessara uppeldisstunda og það i svo eina raunhæfa tillagan um lausn Jieirrá mála, sem birzt hefir í bæjarblöðunum. Kommrinista- málgagnið sleppir alveg að geta um hana, en hártogar og falsar önnur ummæli úr greininni á lubbalegasta hátt. Sá málflum- ingur hæfir málstaðnum og verður ekki ræddur frekar hér. ★ En verkaménn ættu að lnig- leiða það, hvert vinarbragð kommúnistar hafa gert jreim með því að ganga gegn áburðar- verksmiðjumálinu og nýrri stefnu í siglingamálum. Ef þeir gerðu það mundu þeir geta tekið undir með húsfreyjunni í Mörk, næst 'þegar kommúnistablaðíð hér blæs sig út af gerviáhuga í atvinnumálum: Tröll hafi þitt hól og skrum. Þessi mál sýna ljóslega, að valt er fyrir verka- menn að treysta á harðræði kommúnista, joví að jaeir eru í einu og öllu undirgefnir og hlýðnir við Reykjavíkurvaldið og tílbúnir að vega að hags- munamálum bæjarins, ef flokks- forystunni í Reykjavík þykir nokkru skipta að fórna þeim fyr- ir þýða samvinnu við Ólaf Thors og forréttindaklíku höfuðstaðar- ins. ríkum mæli, að naumast getur heitið, að börnin fái að heyra aðra hljóm- list í „barnatímunum“ en draggarg- ansgaul, og það ekki ávallt af full- komnustu tegund. Slíkt er harla lítið menntandi fyrir óþroskaðar og áhrifa- næmar sálir. En forráðamenn út- varpsins munu vilja láta Virða það sér til réttlætingar, eða a. m. k. til vorkunnar, að þessi tegund „hljóm- listar" mun vera sérlega vinsæl hjá fólki með frumstæðan og vanþrosk- aðan tónlistarsmekk. Er þetta að vísu harla vafasöm afsökun, svo að ekki sé meira sagt, en látum það gott heita. Hitt er stórum verra, að stjórnendur barnatímanna virðast sofa á verðin- um, þar sem sízt skyldi. Vægasta krafa, sem hægt er að gera til þeirra, er þó sú, að þeir kappkosti öllu öðru fremur, að allt talað orð, sem þarna er birt, sé vandlega undirbúið, samið og flutt á góðu og réttu máli. Er lítt þolandi, að starfsmenn útvarpsins sjálfs séu öðrum fremur til hneykslis og ásteytingar í þessu efni. En því miður er ekki örgrant um, að svo sé. Sl. sunnudagskvöld þrástagaðist t. d. annar þulur útvarpsins í barnatíman- um á málblómum eins og þessum: sem að, ef að, þegar að, mié hlakkar til o. s. frv. o. s. frv. Mönnum verður að spyrja: Er það meiningin, að kenna börnunum óvandað og rangt mál í barnatímunum, svo að þau geti fremur en ella tekið undir með harmónikunni í stíl við „slagarana“ og „jazz“-gaulið? Tví-helgur konudagur! p*N FLEIRUM verður ýmislegt á í messunnni en þeim góðu mönn- umí útvarpinu, og er varlegast að taka vægilega á öllu slíku. Mié hlakkar t. d. ekki til þess, ef að satt skal segja, að skýra frá einni slíkri yfirsjón, sem að henti stjörnuspámann vorn, þegar að hann var að reikna út konudaginn í síðasta blaði. Hann komst nefnilega að þeirri alröngu niðurstöðu — eftir gömlu og úreltu fingrarími fljótfærn- innar — að þann merkisdag bæri upp á laugardag í stað sunnudags. Ðiðjum. vér hér með afsökunar á þessum leiðu mistökum, en vonum hins vegar, að þau hafi ekki komið verulega að sök, þar sem veður var fremur milt á laugardagsmorguninn, og frúnum því bagalaust, þótt þær fengju sér auka- morgungöngu í hinum fyrirskipaða búningi. Og eftir á að hyggja: Hví skyldi konudagurinn ekki vera haldinn tví-heilagur eins og aðrar stórhátíðir? Og gæti þá tímatal vort staðizt, ef isú bragarbót væri í lög leidd! (Framhald i 8. síðu). ÞEGAR FÝKUK í BÖRNIN Fyrir skemmstu ræddurn við lítið eitt, hvaða aðjerðir myndti heppilegastar við barnið, þegar fyki í það. ' Hér eru nokkur ráð til viðbótar, og gef eg dr. Bartlett orðið: ★ VERTU ÞÖGUL. Gildi jressarar aðferðar varð eg svo ájneifan- lega var við dag nokkurn, er eg var að skoða dreng á stofu minni. Hann byrjaði fljótlega að hrína og berjast um. Móðir hans, hjúkrunarkonan og eg þögðum öll og létum sem ekkert væri. Við sögðum ekki orð við barnið, heldur ekki hvert við annað og gerð- um ekkert til jress að stöðva þessi ólæti. Hann hætti að hrína til þess að athuga, lrvort nokkurt okkar tæki eftir honum. Þegar hann sá, að ekkert okkar veitti honum hina minnstu athygli, hættu óhljóðin jafn snögg- lega og þau höfðti byrjað. Þar á eftir horfði hann á mig gera rannsóknir rnínar alveg rólega og með töluverðum áhuga. Þegar barn verður svo tryllt, að það reynir að rífa, klóra og jafnvel bíta, er vandinn rneiri. Undir slíkum kringumstæðum er einnig bezt að segja ekkert, en halda barninu svo fast, að það geti ekki meitt þig. Annað hvort skaltu halda því í kjöltu jrinni eða krjúpa á gólfinu með handleggina utan um barnið. Ef þú ert nægilega sterk til Jress að gera þetta og gætir þess að reið- ast ekki sjálf, þá mun barnið smám saman sefast. Ef þú ert ekki nógu sterk til þess að halda barninu þannig, þá skaltu fara út úr herberginu og skilja Joað eitt eftir. Ef barnig eltir þig, skaltu setja það inn í sama herbergi aftur, án þess að segja orð. Láttu það vera eitt og afskiptalaust, þangað til það hefir náð sér. ★ HVERNIG Á AÐ LÆKNA REIÐIKÖST. Bezta aðferðin til þess að lækna reiðiköst, er að korna í veg fyrir, að þau komi fyrir. Stundum verður móðirin vör við, að reiðikast er í aðsigi og getur jrá beint huga barnsins inn á aðrar brautir með jní að segja: „Eigum við að leika okkur?“ Eða byrja strax á eftirlætisleik þess. Oft gagnar þetta ekki og móðirin stendur aug- liti til auglitis við hrínandi barn, sparkandi og klórandi og stundum má hún horfa á það henda sér í gólfið og hamast þar. Hvað á þá að gera? Ráð mitt er, að gera alls ekkert. Öll reiðiköst munu taka enda. Þeim mun lok- ið, þegar barnið finnur, að það fær ekki það fram, sem jrað ætlaði sér með ólátunum. Það er gagnslaust að ætla sér að reyna að stöðva barnið með því að hrópa til þess og segja, að þetta eða hitt muni verða tekið frá Jrví, eða að þi'i munir hátta það ofan í rúm. Slíkar ógnanir eru gagnslausar og geta oft orð- ið til Jress að framlengja kastið. Þegar reiðikastið er liðið hjá máttu ekki skamma barn Jritt eða refsa því. Reyndu að gera það glatt og ánægt og leika við það. Refsing mun aðeins hafa ill áhrif á jrað og skaða þroska þess. Bezt er að minnast alls ekki á hinn leiðinlega atburð. (Lauslega þýtt). „Puellla“. ★ ELDHÚSIÐ. Heimabakað rúgkex. 200 gr. smjörlíki. — 100 gr. hveiti. — 250 gr. rúgmjöl. — 1% dl. mjólk. — 1 tesk. hjartarsalt. — 1. tesk. sykur. — Efnið er hnoðað saman, deigið því næst flatt þunnt út, gatað með gaffli, sett á vel smurða plötu og bakað ljósbrúnt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.