Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 22.02.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagmn 22. febrúar 1945 ÐAGUR 5 Sigurst. Magnússon, skólastjóri: Upp með höfnina í Ólafsfirði (Niðurlag). Það hefði verið eðlilegast, að allir hefðu verið samrriála um það, hvar og hvernig höfnin retti að byggjast, en það mun llest- um ljóst, að sjaldan eða aldrei er tekið upp svo gott málefni og nauðsynlegt, að ekki verði ein- hverjir til að gerast andstæðing- ar og vinna þvi ógagn, jafnvel sjálfstæðismál íslendinga, jafn heilagt mál þjóðinni, átti and- stæðinga og óvildarmenn og það eftir hartnær 700 árá kúgun. Það heyrist oft um það deilt, hvar mesta nauðsyn beri til að byrja hafnarbætur á landinu. Við Ólafsfirðingar höfum horft á þær sorglegu staðreyndir, allt fram til þessa, að þrátt fyrir okk- ar miklu nauðsyn og þörf til hafnarbóta hefir oftast verið farið franr hjá okkur, þegar tal- að er um þá hluti, og endurtekur það sig greinilega í nýútkomn- um bæklingi Eysteins Jónssonar „Framfaramál sjávarútvegsins". Talar hann þar um brýna nauð- syn til hafnarbóta á ýmsum stöð- um allt í kringum Ólafsfjörð, en minnist hvergi á hann. Er þetta tómlæti því merkilegra, þar sem Ólafsfjörður hefir verið og er langstærsta þorskveiðistöð á Norðurlandi og skilyrði til síld- veiði hin ákjósanlegustu, enda farið frarn síldarsöltun þar í a!l stórum stíl. Þá hygg eg, að skilyrði öll til landsins séu sízt lakari í Ólafs- firði, en á hinum ýmsum stöð- um, sem taldir hafa verið á und- an, svo sem Skagaströnd, Dalvík og víðar, svo nefnd séu nærtæk dæmi. Þvert á móti munu færri staðir á landinu hafa upp á betri framtíðarmöguleika að bjóða. Eg veit, að hér þykir mikið sagt, einkum þeim, er lítið þekkja til, en staðurinn er lítið þekktur út á við, eins og eg gat um í byrjun þessarar greinar. Hann var allt fram að síðustu áratugum fátæk og umkomulítil útkjálkasveit og lét lítið til sín heyra, en síðustu tímar hafa leyst hann úr fjötr- um. Hann er risinn upp eins og Helga í öskustónni. Hún hristi líka af sér öskuna, fór út í heim- inn og fann sinn konungsson, eftir niðurlægingu, þrældóm og fátækt. Og Ólafsfjörður fann sinn konungsson — nýjan tíma, framtak, trú á sinn eigin mátt, sveitina og honum hefir orðið að trú sinni. Framfarir eru hafn- ar í stórum stíl: Hafnarbætur byrjaðar, hitaveita komin í þorp- ið og farin að liita upp hús manna, mjög myndarlegri sund- laugarbyggingu nær lokið.' með baðklefum, snyrtiklefum o. fl. þ. h., rafstöð til suðu og ljósa fyrir kauptúnið ný byggð, vegalagn- ingin hafin til Skagafjarðar, skipulagning bæjarins og bygg- ing íbúðarhúsa í stærri stíl en áður, ræktunarframkvæmdir meiri. Fleira mætti telja. Það hafa hitzt rnenn utan þess- arar sveitar, sem hafa láð Ólafs- firðingum allar þessar fram- kvæmdir og haldið því fram, að þeir settu sveitina á höfuðið með þllu þessu framkvæmdabrölti, En eg vil bara spyrja þessa menn: Hvaða þorp á landinu vildi liorfa á báta sína sökkva á legunni, án þess að fá að gert? Hvaða þorp á íslandi mundi horfa á lieita vatnslæki renna rétt hjá, án þess að reyna að nota þá til upphitunar húsum sínum? Hvaða sjávarþorp með f jölda sjó- manna mundi ekki reyna að koma upp sundlaug eftir að heitt vatn er komið til staðarins? Hvaða kaupstaður á þessu landi mundi vilja sitja með lýsingu af olíulömpum, bæði í húsum og á götum úti, meðan ónotað vatns- afl rennur til beggja handa við staðinn? Nei, góðir hálsar, þeir sem hagnýta sér ekki þessa hluti nú á tímum, eru ekki í þessum heimi. Þeir eru áftur í fornfeskju — þeir eru í öskustónni. Það er einmitt þetta senr er leyndardómur kom- andi tíma, tækni og hagnýting auðlinda jarðarinnár í þágu mannsandans. Það er þetta sem skapar mannkyninu nýtt lif og betya. Og þetta allt verður kappsmál Ólafsfirðinga, en þó fyrst og fremst höfnin. Og við segjum því allir einum rómi: Upp með höfnina í Ölafsfirði! Öngþveiti í fisksölumálunum. (Framhald af E síðu). fyrr. Út af flóði þó, þegar það vitnaðist, að atvinnumálaráð- herra hafði veitt hinurn brezku skipum forgangsrétt um fisk- töku í verstöðvunum. Verðá ís- lenzku sjómennirnir því að liorfa á þau ósköp, að erlend skip sitji fyrir þeim og fái farnr tafarlaust, hvenær sem þau ber að landi, meðan íslenzku skipin liggja bundin við bryggjurnar og fá ekki að hafast að! Hvert óefni hér er á ferðinni sézt bezt af því, að nú fyrir nokkrum dögum biðu 3000 smá- lestir íslenzks skipastóls eftir því að fá fiskfarm víðs vegar í ver- stöðvunum. Þótt engin erlend skip væru fyrir, tæki nokkunr tíma að veiða fullfermi í bessi skip öll, en þar við bætist sv r, rð brezku skipin ganga fyrir, ;rve- nær sem þau koma í höfn og loks það, að ennþá eru fá ein af fær- eysku skipunum, sem ríkisst'« > n- in hefir tekið á leigu kom n :il landsins. — Þegar svo er komið, er gerð sú undarlega og óheyri- lega ráðstöfun, að taka tvö af skipum Einrskipafélags íslands til þessara flutninga, alveg að nauðsynjaláusu. Eykur það enn á glundroðann í þessum nrálum, og þar við bætist, að þessi skip voru nær því þau einu, sem lréldu uppi alnrennunr vöru- flutningum til Norðurlandsins. Bíður mikið magn af lrvers kon- ar neyzluvörum flutnings á hafn- arbakkanum í Reykjavík, þar á meðal fóðurbætir, sem 'algjör skortur hefir verið á lrér nyrðra um langan tíma. 1 mótmælaskeyti sínu bendir Útgferðarmannafélag Akureyrar á það, að lofað hafi verið jafn- rétti, þegar fiskhækkunin gekk í gildi. Mótmælir félagið því, að engar elndir séu á því loforði og krefst jæss' að forgangsréttur brezku skipanna sé felldur úr gildi, ella sé yfirvofandi stöðvun íslenzku skipanna og atvinnu- leysi sjómanna. Ennfremur mót- mælir félagið því, að skip F.im- skipafélagsins hafi að nauðs/nja- lausu verið tekin til þessara flutninga þótt næg verkefni scu fyrir þau annars staðar. Engar horfur eru á, að at- vin n u má laráðherra ætli að breyta um stefnu í þessum mál- um. Til dæmis um það, er sú raðstöfun, að eitt af skipum Eimskipafélagsins var látið sigla til Keflavíkur frá ísafirði, þar sem ekki lékkst fiskur vegna gæftaleysis, og látið ferma þar strax að aflokinni ferminsu brezks skips, þótt nförg íslenzk fiskflutningaskip biðu feftir af- greiðslu í Faxaflóa. Þegar frá eru taldir skattarnir eru ráðstafanir ríkistsjórnarinn- ar í fisksölumálunum eina framkvæmdin á „nýsköpun- inni“, sem ennþá tíefir bólað á. Árangurinn er nú sem óðast að koma í ljós: Erlendir hagsmunir ganga fyrir íslenzkum, íslenzkir sjómenn horfa fram á, að skip- um þeirra verði lagt upp fyrir beinar aðgerðir ríkisstjórnarinn ar, en landsmenn utan Faxaflóa fá ekki nauðsynjavörur sínar fluttar, þrátt fyrir skort á mörg- um vörutegundum. Byrjun „ný- sköpunarinnar" er dáfalleg, og má þó nrikið vera, ef áframhald- ið allt verður ekki ennþá ömur- legra, slíkt ráðleysi og fálrn, sem einkennir allar stjórnarathafnir þeirra manna, seni þóttust ætla að frelsa þjóðina. Með Súðinnij KJÓLAEFNI í fjölbreyttu úrvali VÆNTANLEGT: Mislitir barnasokkar Dömuhöfuðklútar Smokinghnappar og margt fleira Ásbyrgi Skipagötu 2. Hreinar léreftstuskur keyptar. PRENTVERK ODDS BIÖRNSSONAR Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mér vinarhug, með gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu. Guðjón Daníelsson, Hreiðarsstöðum. CHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Innilega þökkum við öllum, sem glöddu okkur á 50 ára afmælum okkar, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Svalbarðseyri, 10. febr. 1945. Elín Ásgeirsdóttir. Gestur Halldórsson. KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKH Hinn gamli og góði Núralin-litur fæst enn í þessum litum: FJÓLUBLÁR LILLA-BLÁR RÓSRAUÐUR BLEIKRAUÐUR GULUR Gamla verðið KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. áÍKHKHKHKHKHCHCHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Býlið Þrúðvangur við Akureyri, ásamt fjósi, heyhlöðu og túni að stœrð | 12 dagsláttur, er til sölu á næsta vori. Ennfremur 5 | kýr, I hestur, rakstrarvél, keyrsluúthald ö. fl. Allar | upplýsingar gefa Valdimar Haraldsson, kjötbúð K.E.A., | og undirritaður. Óskað er eftir tilboðum, en réttur | áskilinn að taka hverju þeirra sem er, eða hafna öllum. Sigtryggur Þorsteinsson ÚS*í*S>«x8>-SxS>3>3>3*S>3><S><S><í>«><S><í><í>«*S><3><í><S>4><í>^^ hkhKhKHKhKHKhKHKHKHKHKHCHKhKhKHKhKHKHKHKhKHKHCbKHKhKHSO Framsóknarfélag Akureyrar; Árshátíð félagsins verður haldin.að Hótel KEA laugardaginn 3. mars n.k. kl. 9 e. h. Þátttökulisti fyrir fé- Iag9menn og gesti þeirra liggur frammi í Timburhúsi KEA frá mánudeginum 26. þ.m. Stjórnin JWhKhkhKhKbKHKHKhkhOHKhKHKHKhKhkKíKhKHKHKHKHKHCHKHMHM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.