Dagur - 05.04.1945, Síða 4
4
B AGUR
Miðvikudaginn 28. marz 1945
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Argangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
Afglapaháttur og almenningsálit.
j SÍÐASTA tbl. ,",íslendings“ ræðir Jón í Gróf-
inni í dálki sínum um spellvirki barna og ungl-
inga hér í bænum. Tilefnið er það, að þessu
sinni, að mikil brögð hafa gerzt að því undan-
farna daga, að pörupiltar hafa brotið rúður í liús-
um bæjarbúa með grjótkasti úr kastslöngum eða
teygjubyssum. Segir Jón, að lögreglan hafi á
einni viku fengið a. m. k. 3—4 slík mál- til með-
ferðar, auk þess sem sér sé sjálfum kunnugt um
nokkur önnur. Jón lýkur hinum skynsamlegu
hugleiðingum sínum um þetta efni á þessa leið:
„. . . . Tjónið á gluggarúðunum er minna, þótt
það nemi nokkrum hundruðum króna, en tjónið,
sem börnin líða á siðgæðisvitund sinni, ef þeim
helzt uppi og njóta aðstoðar við að sleppa undan
og taka afleiðingum verka sinna. Hið vaxandi
agaleysi barna og unglinga vilja sumir kenna
skólunum. Það getur vel verið, að skólarnir með
allan sinn nemendafjölda eigi í vök að verjast
með að halda aga, þegar börnin eru alin upp við
fullkomið agaleysi á fjölda heimila, og kvörtun-
um undan framferði þeirra svarað af foreldrum
barnanna með skætingi og illyrðum í áheyrn
barnanna sjálfra, sem flestir munu þekkja dæmi
til. . . . Það er ekkert réttlæti í að skella þeirri
sök eingöngu á skólana. Heimilin eiga áreiðan-
lega sinn drjúga þátt í þeim misfellum á uppeldi
barnanna, sem daglega blasa við augum vegfar-
andans.“ ^
jþAÐ ER GOTT og nauðsynlegt, að slíkar mis-
fellur séu gerðar að umræðuefni opinberlega
öðru hvoru, ekki sízt vegna þess, að dærni þau, er
Jón nefnir í hugleiðingum sínum, eru aðeins
einn þáttur þess aga- og menningarleysis, sem
því miður gerir nú alltof víða vart við sig í bæj-
arlífinu. Nýlega gerði t. d. hópur hálfvaxinna og
fullorðinna stráka eins konar uppþot, algerlega
að tilefnislausu, á aðalgötum bæjarins, svo að
lögreglan fékk lítt við ráðið um stund. Veltu þeir
tunnum og öðru braki og farartálmum út á göt-
urnar úr húsasundum, svo að við slysi lá á bif-
reiðum, sem óku um þjóðbraut og rákust að
óvörum á „götuvígi" þessi. Stundum taka spell-
virkin á sig ennþá óhugnanlegt i og andstyggi-
legri myndir, svo að það gefur fullkomlega grun
um vaknandi glæpahneigð, eins og t. d. þegar
strákar, sem komnir voru af óvitaaldri, tóku kött,
mökuðu hann í olíu og tjöru, kveiktu svo í hon-
um lifandi og skemmtu sér við dauðastríð skepn-
unnar. Slíka afglapa ætti vissulega að flengja op-
inberlega upp við staur og á beran sitjandann,
upp á gamla móðinn, svo að þeim yrði svívirð-
ingin sem minnisstæðust.
gEM BETUR FER eru slíkir atburðir eins-
dæmi, og kunnugir vita, að allur þorri hins
uppvaxandi æskulýðs hér er prútt og siðsamlegt
fólk, sem hegðar sér vel og sómasamlega í alla
staði. En jafnvel einsdæmin geta orðið hættuleg
fordæmi, ef linlega og geðlaust er á þeim tekið —
af foreldrum, skólum, lögregíuvaldi, blöðum og
þó kannske fyrst og fremst af þeim aðiljanum,
sem sterkastur er og áhrifaríkastur, í hverju máli,
en það er almenningsálitið, tízkan, bæjarbragur-
inn, eða hvað menn vilja nú kalla það vald, sem
tvímælalaust er sá skólameistari og uppalandi,
sem flesta hefir nemendurna og fastast mótar þá í
sinni mynd. Borgarar bæjarins verða að standa
saman sem einn maður og krefjast fullkominn-
ar reglu, öryggis og siðsemi á götum úti og á op-
inberum stöðum og láta af ráðnum hug andúð
og fyrirlitningu bitna á hverjum þeim, sem gerir
sig beran að uppvöðslusemi. siðleysi eða skálka-
strikum á almannafæri.
90 metra brú byggð á 36 klukkustundum!
í sigurförínni um Evrópu hafa lierir Jíandamanna noíað nýja tegund af samsettri
brú til þess að koinast leiðar sinnar, en Þjóðverjar sprengja jafnan brýr í loft upp
cr þeir hörfa undan. Myndin sýnir 90 metra tanga brú, er brezkar hersveitir byggðu
á 36 klst., eftir að Þjóðverjar höfðu sprengt aðalbrúna. Tækni í biúargerð hefir
fleygt ótrúlega mikið fram á síðustu árum. Traustar, endingargóðar stálbrýr eru nú
settar yfir stórlljót á örskömftmm tíma. Þessi tækni mun koma í góðar þarfir síðar.
Hitaveita — landkynning.
^ÆYSIR hefir löngum verið fræg-
asta náttúrufyrirbrigði Islands.
Frægð hans hefir náð því marki, að
orðið „geysir“ hefir verið tekið upp i
enskt mál, og þýðir þar goshver.
Fjöldi enskumælandi manna, sem
notar orðið, vita þó ekki hvaðan það
er komið. Jarðfræðingar og vísinda-
menn hafa lengi haft nokkur kynni af
náttúru landsins, eldfjöllu'm þess og
goshverum, en kunnáttunni um þjáð-
ina, sögu hennar og erfðir, hefir lengi
verið mjög ábótavant, bæði í þeim
hópi og meðal almennings.
Hitaveita Reykjavíkur vekur nú
mikla athygli víða um lönd. Hún er
einstæð. Engin höfuðborg í víðri ver-
öld getur státað af því, að iður jarðar
hafi verið beizluð að hennar tilstilli,
nema Reykjavík. — Merkur,
brezkur jarðfræðingur, flutti nýlega
erindi um beizlun þeirrar orku, sem
býr í iðrum jarðar, i brezka útvarp-
inu. Honum þótti hitaveita Reykja-
víkur einstætt og merkilegt fyrir-
brigði. I brezkum útvarpstíðindunum
„The Listener", birtist nýlega útdrátt-
ur úr erindi, sem James Whittaker
flutti um veru sína hér. Lagði hann
áherzlu á, að íslendingar hefðu, fyrst-
ir þjóða, beizlað hveraorku til hag-
kvæmra nota og benti á hitaveitu
Reykjavíkur sérstaklega sem dæmi.
Erindi Whittakers var auk þess óður
til íslenzkra húsfreyja fyrir matar-
gerð þeirra og hinar ágætu æðardúns-
sængur!
Reykjavík ekki einstök!
j ÁGÆTU bréfi, sem ritstj. Dags
hefir nýlega borit frá amerískum
hermanni, sem hér dvaldist og var
mörgum Akureyringum og Eyfirðing-
um að góðu kunnur, er minnt á, að
Reykjavík er ekki einstök í hitaveitu-
framkvæmdum, þótt hún sé einstæð
meðal höfuðborga í því tilliti. Það er
William H. Haight majór, sem skrifar
blaðinu frá Frakklandi, og skrifar á
íslenzku! Þessi ágæti, ameríski blaða-
maður lagði slíka stund á íslenzka
tungu og íslenzka sögu, meðan hann
dvaldi hér, að hann hefir öðlast góða
kynningu og skilning á hvort tveggja.
Haight segir í bréfi fré París: „Eg
kom loks til Parisar í febrúar, eftir
að hafa dvalið heilt missiri í Frakk-
landi, án þess að sjé hina heims-
frægu höfuðborg. Boréin bar lítil
merki stríðsins hið ytra, en fólkið
hafði orðið að þola margar raunir í
fjögurra ára hernámi og kúgun. Síð-
astliðinn vetur varð mjög erfiður hér.
Litið var um mataföng og næstum
engan eldivið var að fá til þess að
ylja upp heimilin. Paris gæti áreiðan-
lega notfært sér hitaveitu á borð við
ÓIafsfjarðar-veitun£\ á slíkum vetri!“
Eg nota þetta tilefni frá Paris til þess
að minna á, að nágrannar okkar í Ol-
afsfirði hafa, af miklum dugnaði,
komið sér upp hitaveitu, sem reynist
í hvivetna ágætlega og ber þeim hrós
fyrir framtakið. Hitaveita okkar Ak-
ureyringa á líklega, þvi miður, langt í
land. Boranirnar, sem bærinn hefir
látið framkvæma hér nærlendis, hafa
ekki borið nægilegan árangur og ólík-
legt er, að nægilegur h'iti sé hér í
jörðu til þess að við getum eignast
hitaveitu á borð við þá tvo merkis-
staði sem hér hafa verið nefndir. Lax-
á og Skjálfandafljót verða að vera
orkugjafarnir í framtíðardraumum
okkur og er raunar ekki í kot vísað!
ísland er ekki ísland!
AIGHT majór sendi blaðinu
nokkrar úrklippur úr engilsax-
neskum blöðum er varða Island, frá
hinni miklu, frönsku höfuðborg. Má
þar nefna úrklippu úr tímaritinu
„Yank“, sem gefið er út í París á veg-
um ameríska hersins. Þar er að finna
grein (í febr.) eftir John Moran lið-
þjálfa í ameríska hernum. Nefnir
hann grein sína „Island er ekki ís-
land“! Haight segir í bréfi sínu, orð-
rétt: „MifL langar til að senda þér
þessa grein úr tímaritinu „Yank“.
Það er tímarit hermanna Bandaríkj-
anna, útgefið í París. Sjaldan hefi eg
séð sanna grein um Island í útlenzku
blaði eða tímariti, og það gleður mig
hjartanlega að lesa þessa. . . .“ Grein
Morans er stutt og laggóð og mjög
sanngjörn. Hann segir m. a.: „Þegar
fyrstu amerisku hermennirnir komu
til Islands, að ósk íslenzku rikisstjórn-
arinnar, sumarið 1941, vakti það
furðu þeirra, að landið bar ekki nafn
með rentu! Á Islandi snjóar litlu
meira í desember en i New Jersey.
Aðeins tveir mánuðir ársins eru nógu
kaldir til þess að hægt sé að fara é
skauta að jafnaði. Hermennirnir kom-
ust þess vegna fljótlega að raun um,
að ísland er ekki island. Aðeins jökl-
arnir og öræfin bera þar nafn með
rentu!“
Morgan segir síðan frá Vinsamlegri
sambúð íslendinga og amerísku her-
mannanna. Hann telur hermennina
þó raunar hafa átt erfitt uppdráttar
með skemmtanir þvi að ekki sé á
miklu völ. Segir síðan: „Bezta
skemmtunin er að horfa á islenzku
stúlkurnar ganga um göturnar! Ljós-
hærðu, bláeygu islenzku stúlkurnar
eru í hópi fegurstu kvenna veraldar.
Þetta er almennt álit amerískra her-
manna, já og álit Marlenu Dietrich,
sem þó kallar ekki allt ömmu sína, en
hún var þar nýlega á ferð!“
ísland og Normandí!
ORAN ber íslendingum mjög vel
söguna. Hann telur ísland hafa
(Framhald á 5. síðu). I
NÝ BÓK: FYRSTU ÁRIN.
Ekki alls fyrir löngu kom á markaðinn bók,
sem mig langar lil að minnast á örfáum orðum.
Það er handbók um barnauppeldi, er heitir
„Fyrstu árin“ og er eftir John B. Watson, sent er
talinn einn kunnasti sálfræðingur Bandaríkj-
anna. Dr. Símon Jóh. Ágústsson hefir íslenzkað
bókina, en bókaútgáfan Heimir gefur bókina út.
Dr. Símon segir m. a. í formála, er hann ritar
sjálfur: „Þegar eg, að beiðni útgefanda, tók að
mér að þýða þessa bók, var það ekki af því, að eg
sé öllum fullyrðingum og skoðunum höfundar
sammála. En að hinu leytinu varpar bókin nýju
ljósi á sálarlíf barna og veitir mörg ágæt ráð um
uppeldi þeirra. Kafþarnir um hræðslu barna og
reiði eru t. d. stórmerkilegir og hafa orðið al-
menningi til mikils gagns og skilningsauka".
Mörgunt þykir prófessor Watson gera of lítið
úr erfðum, og vilja kenna uppeldinu allt, en þó
að við séum honum ekki sammála þar að öllu
leyti, þá er mjög margt í bók hans, sem mér finnst
eftirtektarvert, og þess vegna vildi eg vekja at-
hygli ykkar á henni.
Allt, sem stefnir að því að gera uppalendur
betur hæfa til Jress að inna af hendi hið vanda-
sama starf, ætti að vera mikill fengur, sem tekið
væri við að áhuga og þaj^klæti.
★
NOKKRAR SÚPUR.
Svar til: Stínu, Láru og Rúnu.
„Hvað á eg nú að hafa í eftirmat?“ Kemur ekki
Jiessi spurning æði oft í huga húsmóðurinnar? —
Hvort sem þið hafið þær nú í eftirmat eða fyrsta
mat, þá eru hér nokkrar súpur, sem eru mjög
hentugar og góðar:
Minute Man,er ein [teirra. Hún fæst í pökkum
og dugir einn" pakki í 4J/2 lítra af súpu. Innihald
pakkans — bæði nálarnar og krafturinn — er sett
í '1 ]/2 lítra af sjóðandi vatni og soðið í 12 mínút-
ur. Þá er súpan tilreidd.
Allur pakkinn dugir handa 20—25 manns, en
ef fátt er í heimili má auðveldlega skipta honum
og geyma afganginn, Jxar til næst.
Soup’s on heitir önnut. Hún fæst einnig í
pökkum eða baukum og eru þrjár mismunandi
tegundir.
1. Súpa með kjúklingafitu: Allt innihald
bauksins er látið í 4J/2 lítra af sjóðandi vatni. —
Látið sjóða við hægan eld í 5—7 mín., eða þar til
nálarnar eru orðnar linar. Hrært í öðru hverju.
Saítað eftir smekk.
Þessi súpa er í baukum með bláu letri.
2. Súpa með uxa-seyði: Allt innihald pakkkans
er látið í 6J/9 lítra af sjóðand vatni. Soðið við
-haégan eld í 45—50 mín., eða Jrar til grænmetið
er orðið meyrt. Hrært í öðru hverju. Saltað eftir
smekk. Bæta má súpuna nteð tómötum, nýjum
eða niðursoðnum eða jafnvel tómat-safa.
Þessi súpa er í baukum með rauðu letri.
3. Súpa með eintómu grænmeti: Allt innihald
pakkans er látið í 5J/2 lítra af sjóðandi vatni.
Soðið við hægan eld í 25—30 mín., eða Jjar til
grænmetið er nreyrt. Hrært í öðru hverju. Saltað
eftir smekk. Þessa súpu má einnig bæta með
tómat.
Súpan er í baukunt með grænu letri.
Allar Jressar súpur eru fyrir 20—25 manns.
Innihald er dálítið mismunandi, en í öllum
súpunum er Jmrrkað grænmeti, jurtahvítur, ým-
islegt krydd og fleira.
Bovril er kjötkraftur, sem fæst í glösum, og er
notaður til Jress að bæta súpur, sósur o. fl.
Einnig má gera úr honum góðan og lystugan
drykk. — Þá er ein teskeið af Bovril-krafti hrærð
út í einum kaffibolla af sjóðandi vatni. Þessi
drykkur er mjög góður með smurðu brauði, eink-
anlega lystugur morgundrykkur fyrir ferðalög og
hentugur, þegar snemrna er lagt af stað, og engin
mjólk til í húsinu.
Bovril-kraft má líka nota til Jress að smyrja
með brauð, undir nýja kæfu. En gæta ber Jress að
nota lítið eitt af honum undir kæfuna.
„Puella“.