Dagur - 26.04.1945, Page 3

Dagur - 26.04.1945, Page 3
Fimmtudaginn 26. apríl 1945 D AGUR 3 Jónas Jónsson alþm. sextugur Jónas Jónsson alþingismaður er sextugur 1. maí næstk. Það finnst tvítugum manni, heiman- að séð, hár aldur. En hver er gamall og hver ungur? Einhver merkur maður sagði nýlega, að Churchill væri yngsti maður Bretlands í þess orð beztu merk- ingu, og þó er hann kominn yfir sjötugt. Aldurinn virðist lengi vel ekki 'fara eftir árum, ef svo mætti að orði komast, heldur meira eftir áhuga mannsins fyrir viðfangs- efnum lífsins. Eg var nýlega um tíma á heim- ili Jónasar Jónssonar, og get sagt þær fréttir, að hann virðist enn vera á bezta aldri. Hann vinnur að ritstörfum eins og hamhleypa. Er glaður og gamansamur í við- ræðu á þann hátt, sem sá einn getur verið, er hefir rnikinn næmleik og lífsáhuga. Hann er umhyggjusamur konu sinni eins og þau væru nýlega gift. Nærgæt- inn við fjögra ára dótturson sinn eins og góður leikbróðir. Tillits- samur við vini sína og minnugur á þeirra þarfir.---- Það er aðdáunarvert, að hinn mikli bardagamaður, Jónas Jóns- son, sem. úti á vígvöllum þjóð- málanna hefir ianga æfi háð harðar orrustur við Filistea og ýmiss konar hjátrúarher, skuli geta verið þessi glaði, nærgætni og mildi maður heima. Skáldið segir: „Minna reynir styrk hins sterka stuttur dauði og þyrnikrans, heldur en margra ára æfi eydd í stríð við hjátrú lands, róg og illvild---“. 'V Það þarf rnikinn „hjartaþrótt" (orð úr sama kvæði), til þess að standast þvílíkar þrekraunir „margra ára æfi“, eigi ver en Jónas Jónsson hefir gert, og heimilislíf hans ber fagurt vitni um. Sumir menn sigra út á við, en bíða ósigur í sjálfum sér heima. Jónas Jónsson hefir marga sigra unnið um dagana, — og þennan mikla heimasigur Hka. Eg minnist þess, er eg var ungl- ingur og-heyrði nágranna minn, roskinn bónda, sem venjulega var mjög þögull og fálátur, segja eftir lestur nýútkominnar grein- ar, sem Jónas Jónsson hafði ritað um Filistea þjóðfélagsins í blað ungmennafélaganna, Skinfaxa: „Þarna hefir ísland eignast af- burðamann, og það kemur sér vel, því að þjóðin þarf hans með.“ Þessi orð bóndans voru sann- mæli. Jónas Jónsson reyndist af- burðamaður, sem landinu og þjóðinni kom vel að eignast. Snilldargáfur hans, hugsjónir, hugkvæmni, áræði, dugnaður — án þess að krefjast fjármuna að launum — hlífðarleysi í sókn og karlmennska sú, sem „heiðrar aldrei skálkinn, til þess að hann skaði ekki“, ásamt fórnfýsinni að eyða æfi í stríð við hjátrú, róg og illvild — voru allt höfuðkostir eins og á stóð, enda flest sígildir mannkostir. Ungmennafélögin og áhrif þeirra efldust fyrir mátt frábærs penna hans. Og hann hélt áfram út í þjóð- málabaráttuna. ' Þar tilkynnti hann dögun svo sterklega, að ómennskir urðu hræddir, — slepptu tökum á fé ekkna og munaðarlausra og mörgu öðru rangfengnu — gerðust menn, ef þeir gátu; flýðu ella eða urðu að steinum. Hann ýtti kröftuglega við mönnum ,er sváfu og blés þeim í brjóst sterkum áhuga fyrir hin- um nýja degi; — jafnvel rosknir, fálátir menn hrifust með, eins og granni minn. Hann leysti umbótaöflin úr læðingi og kom þjóðlífinu í hreyfingu, sem borið hefir þjóð- ina lengra fram á leið á stuttum tíma en nokkur önnur. Meðan hann var ráðherra mátti segja, að hann plægði án afláts holt og móa þjóðlífsins og skeytti því engu, þó að ýldi í feysknum tágum holtanna eða murraði í móunum. Skar fram fúamýrarnar og lét ekki á sig fá, heldur gladdist, þegar fúinn bannsöng hann. Allt skyldi vaxa nýjum, sterkum gróðri og þjóð- legum. Og hann sáði til þess gróðurs. Var þá ekki von, að hann risi mjög öndverður gegn mönnum „hjátrúarinnar", þegar þeir komu með rússneska steppufræ- ið, til þess að sá því í íslenzku vorlöndin, sem plógur lians hafði rist? „Hjátrúarmennirnir“ segja, að hann hafi komizt í mótsögn við sjálfan sig, þegar hann reis gegn þeim. En það er mikill misskiln- ingur eða tilraun til blekkingar. Góður -sáðmaður velur sæði, og ver land sitt fyrir slæmu sæði og ónothæfu. Það gerir hann með því meiri alvöru og kraft sem hann er meiri fyrir sér og full- komnari gróðurvaldur.. Framsóknin er góð, en hún á ekkert skylt við feigðarflan. Gegn feigðarflani hlýtur hún að rísa. Fyrir það verður hún hvorki að íhaldi, né kemst að neinu leyti í mótsögn við sjálfa sig. Við njótum þeirra gæða, sem þjóðfélagið veitir okkur, án þess venjulega að gera okkur þess grein, að þjóðfélagið láti þau í té, — hvað þá, að við hugleiðum hvaða maður eða menn hafi átt þýðingarmestan þátt í að koma á veitingu gæðanna. Það væri gaman, ef hinn fyrsta maí næstkomandi — daginn, sem Jónas Jónsson verður sextugur, — yrði öllum íslendingum ljóst, þó að ekki væri nema stundar- korn, hversu rnikið það er, sem þjóðfélagið veitir, og hve furðu- lega margt og mikilsvert í því efni er Jónasi Jónssyni beint eða óbeint að þakka. Við þá vitneskju mundi áreið- anlega mörgum frómum þráles- anda Sjálfstæðis- og Kommún- ista-blaðanna bregða í brún, svo vanir eru þeir róginum í garð þessa stórvirka manns. Þeir mundu verða hissa að sjá, að það er ekki hægt að ferðast í bifreið um landið, án þess að vera á vegum J. J. — Ekki hægt að bregða sér milli hafna með ríkisskipum, nema taka fari hjá J. J. Ekki hægt að ganga í héraðs skóla eða Menntaskólann á Ak ureyri, nema komast í þakklæt- isskuld við J. J. Ekki hægt að verzla í S. í. S.-félagi, nema verða skjólstæðingur samvinnufröm- uðsins J. J. Ekki viðlit, að dást að gildi sundhallarinnár Reykjavík fyrir Reykvíkinga, nema að lofa með því verk J. J. Ekki unnt að gleðjast yfir bætt- um húsakosti sveitanna, einka símum í sveit og stórfeldum jarðabótum yfirleitt, nema njóta um leið áhrif J. J. á þær fram- kvæmdir; Og það, sem hinum frómu sálum kynni að þykja ennþá undarlegra: Ekki hægt að leðjast yfir því, að verkamanna- bústaðirnir í Austurbænum í Reykjavík eru ekki í lægðinni hjá Gasstöðinni, heldur á einum allra sólríkasta stað bæjarins, nema viðurkenna. með því áhrifamátt og umhyggjusemi J. J. Ekki hægt að fagna landhelg- isfriði, án þess að J. J. veiti þar nokkurn fögnuð. Ekki hægt að ræða sögulega um bætt réttarfar og embættisrekstur í landinu, án ress að minnast .vasklegra að- gerða J. J., þegar hann \ ar dórns- málaráðherra. Þannig mætti lengi halda ifram. Sagnaritarar framtíðar- innar fá á þessum leiðum mikið verkelni. J. J. mun verða þeim efni doktorsritgerða. Nú er allmikil gleði hjá and- stæðingum Jónasar Jónssonar yf- ir því, að misklíð sé á milli Joessa sextuga foringja og þeirra, sern skipa aðalstjórn Framsóknar- flokksins. En sú gleði hlýtur að verða skammvinn. Eins og Churchill á tímum hins falska friðar hvatti brezku þjóðina til Jress að hervæðast og búa sig.undir óhjákvæmilegt stríð við Þjóðverja, þannig hvetur Jónas Jónsson alla þjóðholla ís- lendinga ,-til þess að vera á verði og fylkja liði gegn þeirri meira og minna dulbúna, erlendu yfir ráða-stefnu, kommúnismanum, sem vofir yfir landinu og endur- heimtu frelsi þess, og er búin — fyrir chamberlainslegan hugsun- arhátt alltof margra landsmanna — að leggja undir sig nokkurn hluta af stjórn landsins. Von þeirrar stjórnmálagleði, sem byggð er á því, að þetta valdi ágreiningi milli Jónasar Jónssonar og framsóknar- og samvinnumanna, er falsvon. Síðustu atburðir stjórnmál anna hafa sannað, að ekkert, sem máli skiptir — eða má skipta máli — ber á milli Jónasar Jóns sonar og þeirra manna, sem skipa forsæti Framsóknarflokks' ins. Misklíðin hlýtur því að falla niður og fullt samstarf að hefjast á ný milli hans og flokksins um hið stóra og göfuga verkefni: vemdun þjóðfrelsisins. í því samstarfi getur hinn ennþá ungi og sterki, áhuga- og afkasta-maður, Jónas Jónsson, unnið ný stórvirki fyrir þjóð sína. „Það kemur sér vel — þjóð in þarf hans með“ eins og fyrr. í sambandi við sextugsafmæl ið óska eg honum þeirrar ham ingju — og allrar hamingju — og þakka honum unnin afrek. Kar*l Kristjánsson. Auglýsið í „Degi” Eftir Krímráðstefnuna. Miklar umræður hafa að und- anförnu farið fram í brezkum oi> o amerískum blöðum um Yalta- ákvarðanirnar svonefndu, en það eru þær ákvarðanir sem teknar voru á ráðstefnu Churchills, Roosevelts og Stalins í Yalta á Krímskaga. í þessum umræðum hafa ýms ákvæði Yalta-yfirlýsingarinnar skýrst, og fer hér á eftir yfirlit um þau atriði, sem fram Itafa komið í þessum umræðum: Þýzkaland. Þótt sá þáttur yfirlýsingarinn- ar, sem fjallaði um Þýzkaland hafa látið mörgum spurningum um J^að vandamál ósvarað er tal- ið, að samkomulag hafi orðið um öll meiriháttar atriði. Það er t. d. talið fullvíst, að hið nýja Þýzkaland fái ekki að halda iðn- iðarhéruðunum við Rín né heldur Efri-Slésíu. Líklegast er talið, að Rínarlöndin verði >erð að sérstöku ríki, sjálfstæðu í orði kveðnu, en undír eftirliti Vestinveldanna. Þessi skilnaður Rínarlandanna frá Þýzkalandi verður sennilega algjör, ekki að- eins stjórnmálalega heldur og fjárhags- og viðskiptalega. Rínar- löndin verða látin hafa eigin ^jaldeyri og tollaákvæði sett með það fyrir augum ,að samlaga við- skipti landsins hagkerfum Vest- urveldanna. Efri-Slésía verður aftur á móti ekki gerð að sér- stöku ríki, heldur verður það hérað innlimað í Pólland, ásamt Austur-Prússlandi. Áhrifasvæðin. Yalta-yfirlýsingin er skilin svo, að dregið hafi yerið úr ákvæðum Teheran-samkomulagsins um ,,áhrifasvæði“, það er að segja, að samkomulag hafi orðið um að" hverfa að mestu frá ábyrgð hvers einstaks stórveldis á vissum ríkj- um eða svæðum álfunnar. í þess stað er ætlað, að stórveldin þrjú hafi samið um ,að taka sameigin- lega ákvörðun ef um meiriháttar stjórnmálakreppur er að ræða í hinum ýmsu löndum. Mikilvægi þessa má sjá með því að skoða það í ljósi grísku atburðanna. Rússar töldu sig „hlutlausa" í deilunni, en Bandaríkjamenn voru allharðir gagnrýnendur Breta. Samkvæmt þessum skiln- ingi á Yalta-yfirlýsingunni mundu stórveldin taka sameig- inlega afstöðu til slíkra atburða í framtíðinni og gera sameigin- legar ráðstafanir. Skaðabætur. Talið er, að algjört samkomu- lag hafi orðið í Yalta um stríðs- skaðabætur. Yfirleitt munu Jrær síður verða í formi flutnings verksmiðja og fólks til Rússlands en flutnings varnings frá þýzk- um iðnaði til Rússlands. Rússar munu hafa forgangsrétt að skaða- bótunum og talið er fullvíst að þýzkur iðnaður, bæði í vestri og austri, muni starfa fyrir Rússa. Hins vegar mun ákveðin tími (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.