Dagur - 26.04.1945, Síða 5
Fimmtudaginn 26. apríl 1945
BAGUR
5
Jónas Jónsson alþingismaðnr, frá Hriflu.
Haustið 1903 komu tveir ung-
ir menn þ'eysandi sunnan götur
Akureyrar og linntu ekki hraðri
ferð fyrr en þeir komu að húsi
Magnúsar Einarssonar organista.
Þar höfðu þeir ráðið sig til mat-
arvistar ásamt nokkrum öðrum
skólapiltum úr gagnfræðaskólan-
um, sem veturinn áður hafði ver-
ið fluttur frá Möðruvöllum til
Akureyrar, og í þann skóla ætl-
uðu þessir tveir piltar að setjast.
Mér er enn í fersku minni þegar
þeir Jónas Jónsson frá Hriflu og
Konráð Erlendsson komu inn í
matstofu okkar skólapiltanna, er
vorum hjá Magnúsi organista.
Sáust þess glögg merki á fötum
þeirra, hvað lítt gætilega þeir
höfðu geist áfram á gæðingum
sínum. Þá sá eg Jónas frá Hriflu
í fyrsta sinni. En þessi koma hans
inn í Akureyrarbæ, er hann var
að fara í 'skóla þar, er í huga
mínurn táknræn mynd af eðli
hans, lífi hans og störfum.
Þegar Jónas kom í fyrsta
enskutíma, talaði hann ensku
við Hjaltalín. Við hinir bekkjar-
bræður hans undruðumst kunn-
áttu hans og þóttumst þá þegar
sjá að hér væri óvenjulegur
unglingur á ferðinni, þar sem
hann var talandi á ensku máli,
þegar í byrjun skólaveru sinnar.
Hann varð brátt foringi í skól-
anúm fyrir allmiklum hluta
skólafólksins. Hann eignaðist
brátt marga vini í skólanum, en
líka nokkra andstæðinga. Ef vin-
SEXTUGUR:
Einar G. Jónasson
á Laugalandi
Hinn 19. þ. m. (sumardaginn
fyrsta) átti Einar G. Jónasson
hreppstjóri á Laugalandi á Þela-
mörk 60 ára afmæli. Gestkvæmt
var hjá Einari þann dag, því að
margir kunningjar hans og vinir
heimsóttu hann og áttu með
honum skemmtilega stund. Hlýj-
ar viðtökur og rausnarlegar veit-
ingar gerðu sitt til þess að sú
stund yrði ánægjuleg. Voru ræð-
ur haldnar og Jóhannes Örn
Jónsson skáld, flutti afmælis-
barninu kvæði. Var það ort und-
ir alkunnu lagi og sungið af sam-
kvæmisgestum. Mörg heillaóska-
skeyti bárust Einari og vinir
hans færðu honum gjafir. Ýms-
um vandasömum trúnaðarstörf-
um. hefir Einar gegnt í sínu sveit-
arfélagi. Barnakennari var hann
í 30 ár, oddviti hreppsnefndar r
20 ár og hreppstjóri og sýslu-
nefndarmaður síðan 1938. Ábýl-
isjörð sína, Laugaland, hefir
hann mikið bætt. Byggði þar
íbúðarhús úr steinsteypu fyrir
nokkrum árum. Túnið hefir
hann sléttað og aukið, auk
ýmsra annarra framkvæmda. —
Einar á Laugalandi, eins og
hann venjulega er nefndur, er
sérlega vel kynntur og vinsæll,
hlýr og aðlaðandi í framkomu,
vel greindur og gætinn bæði í
orðum og gerðum og í fáum orð-
um sagt, hinn bezti drengur.
' S«
ir hans voru móðgaðir hefndi
hann fyrir þá. Og í námi og
skólalífi fór hann engu hægar,
en þegar hann hleypti inn í Ak-
ureyrarbæ. Einu sinni sagði
Hjaltalín, þegar hann minntist
á Jónas frá Hriflu: ,,Hann er
þyngsti lax, sem komið hefir á
minn öngul.“
Skömmu eftir að Jónas lauk
námi í gagnfræðaskólanum á
Akureyri, þá sigldi hann til út-
landa, og þegar hann kom aftur
úr þeirri ferð þá var hann ekki
aðeins talandi á enska tungu og
Norðurlandamál, heldur líka á
frönsku. Varð hann þá kennari
við Kennaraskólann í Reykjavík
og ritstjóri Skinfaxa, blaðs ung-
mennafélaganna. Varð hann þeg-
aj; landskunnur maður af skrif-
um sínum, sem sýndu eldlegan
áhuga, óþrjótandi hugmyndir,
baráttukjark og vilja til þess að
berjast móti alls konar spillingu
í þjóðfélaginu. Hann réðist gegn
reyfaraútgáfu, er um nokkur ár
hafði,mokað út lélegum bókum.
Hann gerðist ótrauður fylgjandi
algerðrar útrýmingar áfengis-
I nautnar. Hann hamaðist í skrif-
I um sínum gegn fjárplógsmönn-
I um og svindlurum, og hann var
{sá'undramaður, að það var eins
I og hann vissi allt, sem gerðist í
1 þjóðfélaginu, og léti sig öll mál
1 einhverju skipta, annað hvort
1 berjast með þeim eða móti. Þeg-
ar Framsóknarflokkurinn var
stofnaður, vánn hann allra
manna mest að því að móta
hann og réð miklu um, hvaða
mál urðu aðalstefnumál flokks-
ins. Hann stýrði þegar þeim
bezta penna, sem Framsóknar-
flokkurinn hefir nokkru sinni
átt. Hann varð merkisberi hans.
Hann stóð jafnan í fremstu víg-
línu. Hann skaut tíðum skeytum
til andstæðinga flokksins, enda
skutu andstæðingarnir skeytum
til hans, sem þeir oft höfðu hert
í eitri haturs og hefndarhugs og
þeir héldu að þau myndu ríða
honurn að fullu. En eiturskeytin
unnu aldrei á Jónasi, hvað
mögnuð, sem þau voru. En jafn-
framt því, sem hann með skrif-
urn vann Framsóknarflokknum
fylgi og varði hann fyrir and-
stæðingum, þá varð hann for-
vörður samvinnuhreyfingarinn-
ar í landinu. Eg fullyrði að sam-
vinnuhreyfingin væri ekki líkt
því eins víðtæk og voldug orðin
eins og hún er nú hér í landi, ef
hún hefði ekki haft Jónas frá
Hriflu fyrir verjanda sinn í nær
þriðjung aldar.
Jónas varð þingmaður, og
hann varð ráðherra. Með þeirri
aðstöðu sem liann fékk þá, gekk
honum auðveldara en áður að
koma áhugamálum sínum áleið-
i«. Jónas er tvímælalaust hug-
frjóasti Islendingur sinnar sam-
tíðar um öll framfara- og menn-
ingarmál þjóðarinnar. Hann
hefir skrifað meira, en nokkur
landi hans honum samtíða, og
eg held að hann hafi líka hugsað
meira en nokkur þeirra. Hann
er einn ótrauðasti baráttumað-
ur, er íslendinjpr hafa nokkru
sinnj átt, beiifskeyttari, kjark-
meiri og úthaldsbetri en flestir
aðrir.
Merkin eftir störf Jónasar
sjást víða. Má nefna: Sundhöll
Reykjavíkur, Þjóðleikhúsiðj hér-
aðsskólana, gagnfræðaskóla,
kvenanskóla, vegi, brýr og ótal
margt fleirá, sem hann hefir bar-
izt fyrir og fengið góða menn í
lið með sér til þess að sigla í
höfn.
F.n Jónas, sem hefir verið
mesti bardagamaður íslendinga
í opinberum málum um langt
skeið, og mesti áhugamaður um
öll framfaramál þjóðfélagsins,
þar á meðal sjálfstæði þjóðarinn-
ar út á við og inn á við, hann
hefir jafnan þolað illa áhuga-
leysi, sinnuleysi, hálfvelgju eða
hik. Því hefir hann oft verið
óhlífinn.
Jónas hefir alla æfi verið „góð-
ur vinum, en grimmur óvinum.“
Vinir hans gleyma honum því
aldrei og óvinirnir ekki heldur.
Og saga Islands mun geyrna nafn
lians um ókomnar aldir.
Jónas frá Hriflu! Gamli vinur
og félagi! Mér virðist þú hafa
farið full hraða ferð gegnum líf-
ið, og eg átta mig varla á því að
þú sért að verða sextugur, eií
„enginn má sköpurn renna“.
Þökk fyrir kynni okkar öll frá
því að við hittumst fyrst hjá
Magnúsi organista haustið 1903
og til þessarar stundar.
Þorsteinn M. Jónsson.
★
I stjórnmálasögu okkar á þess-
ari öld, hefir ýmsa- borið hátt.
Engum mun þó sagan lyfta
hærra en Jónasi Jónssyni frá
Hriflu. Með honum hafa þjóð-
sögurnar gert að veruleika
draumsjónir hins fátæka bónda-
sonar, sem fór ungur og félaus
út í heiminn, að öðru en því, er
foreldrar gátu veitt af litlum
efnum, sem var „nesti og nýir
skór“. Enginn veit þó að vísu
fýrr en reynir, hve sá heiman-
mundur er dýrmætur, sem fátæk-
ir foreldrar hafa þannig veitt
börnum sínum við htimanför.
Skerfur sá hefir vissulega reynst
J. J. drjúgur, því að ekki virðist
hann orðinn nestislaus, eftir sex-
tíu ár og göngufærir munu
skórnir enn.
Jónas Jónsson er fæddur að
Hriflu í Ljósavatnshreppi og
dvaldi þar sín bernsku- og æsku
ár. Hrifla er lítil jörð, með fag
urt útsýni til frjórra dala og
blárra fjalla. Þrumugnýr Goða
foss.heyrist úr suðri, en hafgolan
ber skógarilminn norðan úr
dalnum.
Ungur festi Jónas ást á sínu
bernskuheimili og hefir nú,
vegna sinnar tryggðar við „föður
tún“, gefið æskusyeit'sinni jörð-
ina fyrir nokkrum árum. síðan og
lagt mikla fjármuni fram til að
fegra hana og bæta.
. Ljósvetningar eiga því láni að
fagna, að hafa notið hinna fyrstu
starfa J. J. Sem ungmennafélagi
markaði hann hér sín fyrstu spor.
Sem kennari hóf hann merkið,
að Ljósavatni, við ungnienna-
skóla, sem starfaði þar um all-
langt skeið. Með störfum sínurn
hér í æskuj safnaði hann þegar
um sig álitlegum flokki æsku-
manna, sem alla stund síðan hafa
hópast undir nrerki hans i hin-
um pþlitísku orrustum, sem háð-
ar liafa verið undir hans foryztu,
af Framsóknar- óg samvinnu-
mönnunr landsins.
Jafnhliða sinni landsmálabar-
rttu hefir J. J. alla stund lraldið
órofnum samböndum við sínar
æskustöðvar. Ekki fyrst og frenrst
serir þingmaður k jördæmisins,
heldur senr æskuvinur, félagi og
sveituúgi, sem er ógleynrinn á
fornar, þjóðlegar erfðir og
minnugur þess, að æskudalurinn
fóstraði hans fyrstu lrugsjónir og
gaf þeinr vængi í litlu baðstof-
unni heima.
Sá þáttur J. J„ senr ef til vill
lrefir gert hann sterkari en lrann
sjálfur veit, í baráttunni fyrir ís-
lenzkar sveitir, er hans órofa
tryggð við æskustöðvarnar. Þar
hefir aldrei borið skugga á. Ráð-
ríki hins sterka, liefir hann ekki
beitt. En hann hefir kallað fólk-
ið til starfs og dáða, nreð sínum
alkunna áhuga og foryztuhæfi-
leikunr, senr löngu eru þjcrð-
kunnir. Þannig hefir lrann leyst
blundandi krafta margra sveita
og knúið réttlát málefni franr,
nreð fulltingi þeirra, er ávaxt-
anna hafa notið að lokum.
Framsóknarflokkurinn á að
vera flokkur gróandi þjóðlífs.
Hanrr er sá flokkur, senr hæst
ber í stjórnnrálum þessa lands,
eftir staðfesting sambandslag-
anna 1918. Hann er vaxinn úr
skauti ungnrennafélaganna og
samvinnustefnunnar. J. J. er
einn af aðalstofnendum flokks-
ins og gerðist brátt foringi hans.
Orð hans fundu hljómgrunn í
samvinnubyggðum landsins. —
Stefna lrinna gönrlu samvinnu-
foringja fékk fljótlega vængi
undir foryztu J. J. og samherjar
hans fóru hratt yfir landið. Sam-
vinna í verzlun og viðskiptum
hraðóx. Nýjar hugsjónir fædd-
ust. Vegir voru lagðir. Brýr
byggðar. Héraðsskólar voru
reistir. Verksmiðjur risu af
grunni. Ræktunar- og byggingar-
öld hófst í sveitum landsins.
Fyrir öllum þessum menning
armálum barðist Framsóknar-
flokkurinn af miklum dugnaði.
Flokkurinn var byggður upp af
mörgum ágætum mönnum, en
hver íslendingur veit þó, að
enginn einn maður í flokknum,
hefir átt jafn ákveðinn og virkan
þátt í framgangi þessara mála og
Jónas Jónsson. Enginn liafið eins
sterka sókn eða veitt eins örugga
vörn. Jónas Jónsson er því án efa
foryztumaðurinn í menningar-
málum okkar á þessari öld.
Mörg af góðskáldum okkar
hafa kveðið fögur ljóð urn ís
lenzkar sveitir. Sum snilldarverk,
er seint munu firnast. Jónas
Jónsson hefir ekki stundað
ljóðagerð svo vitað Sé. En í raun
og veru hefir allt hans líf vérið
samfelldur óður til íslenzkra
dala og dalbúa, fullur af hug-
sjónum samvinnumannsins til
gróandi þjóðlífs. Hneigð hans
hefir alla daga verið sterk til þess
að tengja frjálsa og vaxandi
sextugur
þjóð, við gróandi jörð, með eðli-
legum skiptum milli borga og
byggða.
Jónas Jónsson er sextugur, að
árum. Heimili hans var um
langa stund svipað höfuðbóli í
sveit, þar sem maður og kona
veita af rausn þeim, sem að garði
ber og liver er út leystur með
reiin gjöfum, sem eru gulli dýr-
ari: hollum ráðum í hverju
vandamáli. Æskusveit hans send-
ir honum og fjölskyldu hans
nigheilar afmæliskveðjur og
lakkir. Framsóknarmenn ok'
samvinnumenn um gervallt ís-
land flytja honum hamingjuósk-
ir og minnast þess, að enginn for-
ifigi okkar, um 30 ára skeið, hef-
ir enn unnið glæsilegri afrek en
hann.
Fyrir mörgúm árum átti ís-
land bóndason, sem liélt hlut
sínum í íþróttum fyrir einum
frægasta kappa og herkonungi
Norðurlanda.
Island á enn vaska menn til
margs konar íþrótta. Bóndason-
urinn frá Hriflu er óvenjulega
vaskur íþróttamaður. Ri'tleiknin
er íþrótt, sem hefir gert liann
frægan. Þar hefir hann jafnan
haldið hlut sínum. Penni hans
hefir lagt vegi, byggt brýr, síma
og skólahallir. Hann hefir verið
brjóstvörn samvinnumanna á Is-
landi. Hann hefir verið sverð og
skjöldur fyrir frelsi landsins
gegn erlendum öfgastefnum.
Pennafákur hans hefir farið á
kostum um leikvöll íslenzkra
stjórnmála í þrjátíu ár.
Stálpenni hans hefir ritað eld-
rúnir á sögunnar spjöld.
Baldur Baldvinsson.
FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
um fáu altarisgestum — af skömm-
um sínum, að því er virtist — og tek-
ið sér stöðu við hlið biskupsins uppi
við gráturnar. Er sagt, að það hafi
valdið talsverðum truflunum í guðs-
þjónustunni, því að snáðinn vildi hafa
sinn skammt og engar refjar, þegar
röðin kom að honum við útdeilingu
hinna heilögu sakramennta. Það verð-
ur ekki sagt, að það kveljist af feimni
né þarflausri hlédrægni, unga fólkið
nú á dögum, og ólíkt er þetta orðið
því, sem tíðkaðist í mínu ung-
dæmi.... “.
Bindindissýningin.
jyjÉR VAR BOÐIÐ á bindindissýn-
inguna, þegar hún var opnuð hér
síðasta vetrardag. En því miður var
til annarrar kirkju kvaddur þá og gat
því ekki mætt í það sinn. Síðan hefi
eg daglega ætlað mér að fara og
skoða sýninguna, en alltaf hefir eitt-
hvað kallað að, svo að það hefir far-
izt fyrir fram að þessu. En eg heyri
ýmsa, sem skoðað hafa sýningu þessa,
bæði skólafólk og aðra, láta mikið
yfir því, hve margt merkilegt og
óvænt sé þar að sjá. Þótt eg geti
þannig ekki úr flokki talað sjálfur, vil
eg þó ekki láta undir höfuð leggjast
að hvetja fólk til þess að koma í
Verzlunarmannahúsið, meðan sýning-
in stendur þar yfir, og skoða hana
sem bezt. Astandið í áfengismálunum
er vissulega alvarlegt og það vanda-
mál liggur sannarlega við bæjardyr
okkar allra til úrlausnar, hvaða skoð-
un sem við kunnum annars að hafa á
því, hvernig réttast og skynsamlegast
verði snúizt við þeim vanda. Bind-
indissýningin ætti að geta orðið okkur
hjálp og leiðbeining til þess að
mynda okkur rökstudda og raunhæfa
* skoðun í því máli.