Dagur - 26.04.1945, Blaðsíða 6
6
ÐAGUR
Fimmtudaginn 26. apríl 1945
- Mig langar til þín -
Saga eftir
ALLENE CORLISS
(Framhald).
Bill gekk um gólf. Hann var hár, spengikgur og bjartleitur. í
þetta sinn var hann áhyggjufullur á svip. Hann varð að viðurkenna
með sjálfum sér, að röksemdafærsla hennar væri skynsamleg.
„Þá, það,“ sagði hann, eftir stundarþögn. „Þú skilur við Red, —
tn hvaða vitleysa er þetta með börnin?"
„Það er engin vitleysá,“ svaraði Ginny. „Eg get ekkert gert fyrir
drengina mína sem Marta gæti ekki gert eins vel. Eftir fáein ár
þurfa þeir hvorki mín né Mörtu við, — þeir þurfa þá á föður sín-
um að halda.“
„En þeir eiga hann að, engu að síður, þótt þeir dvelji hjá þér,
Ginny —“
„Engan veginn," sagði Ginny. ,,Eg hefi svo oft séð hvernig þess
konar fyrirkomulag er í framkvæmd. Eftir dálítinn tíma yrði hann
aðeins einhver fjarlæg persóna, sem kæmi í heimsókn til þeirra
tvisvar þrisvar á ári og sendi þeirn dýrar gjafir. Þegar tímar liðu
ruundi hann þurfa að sinna börnum þeirra Cecilíu, og' þá glata til-
finningunni fyrir eldri sonunum. Drengirnir mundu finna það
fljótlega, og það mundi vekja andúð og beiskju í brjóstum þeirra.
Þá væri ástandið orðið þannig, að hann væri þeinr verri en enginn
faðir."
„Það kann að vera,“ sagði hann. Það var ekki til ireins að and-
nræla fyrst hún setti dæmið þannig upp. Kannske gæti einhver
kunningjakona þeirra haft áhrif á hana.
En Barry hafði þegar reynt, og hafði hvergi komizt lengia en
Bill. „Það er ekki til neins, að ætla sér að sannfæra hana,“ hafði
hún sagt. „Hún er staðráðin í því að hverfa út úr lífi Reds og
drengjanna. Eg skil hana ekki og eg hrædd við það.“
Red skildi sjálfur hvorki upp né niður. Hann gat að vísu vel
skilið það, að hún skyldi svo fúslega vilja slíta hjónabandinu, — en
þetta með börnin, — það var honum jafn- leyndardómsfullt og í
fy-rstu. Að vissu marki hefði hann ekki getað óskað sér betri fram-
komu af hennar hálfu, það var aðeins þetta með börnin, sem
skyggði á. Hann hryllti blátt áfram við því, að þurfa að ganga á
fund Cecilíu og segja henni frá því, að Ginny ætlaði að vísu að
veita honum skilnaðinn, en hún neitaði alveg afdráttarlaust, að
taka börnin með ser. Það væri ekki óhugsandi, að Cecilía tæki
þessu þannig, að segja: „Mér þykir þetta leiðinlegt, Red, — þú
veizt mér þykir vænt um þig, en eg get ekki tekið að mér tvö börn,
— það vgeri ekki sanngjarnt að ætlast til þess." Og auðvitað gat
hann ekki ætlast til þess, að Cecilía gerði það. Hann varð að finna
einhverja leið til þess að koma vitinu fyrir Ginny.
Kvöldverðinum var lokið. Marta var farin með drengina upp á
loft í háttinn, og þau voru tvö ein í stofunni.
„Sjáðu nú til, Ginny,“ sagði Red. „Þú verður að vera sanngjörn
í þessum skiptum okkar. Eg hefi efni á, að láta þig fá þrjú hundruð
dali á mánuði. Og ef þú tekur börnin að þér mundi eg vitaskuld
hækka upphæðina."
„En eg aetla ekki að taka börnin, Red,“ svaraði hún, „og heldur
ekki þrjú hundruð dali, eða neina aðra upphæð.“
Red leit reiðilega til hennar. „Og á hverju ætlarðu að lifa, má
eg spyrja?“ '
„Eg ætla að vinna fyrir mér sjálf. Þú ert búinn að gleyma því, að
eg hafði góða stöðu áður en eg giftist þér. Á meðan eg bíð eftir
skilnaðinum -ætla eg að rifja upp hraðritun og vélritun, og þegar
eg kem aftur finn' eg áreiðanlega eitthvert starf hér, sem hæfir
mér.“
„Þú heldur þó ekki, að eg ætli að leyfa þér, að fara að þræla á
einhverri skrifstofu. ..."
„Eg held, að það komi alls ekki til þinna kasta, að leyfa eða
banna mér eitt eða neitt."
Samtalið slitnaði um hríð. Loksins sagði Red: „Það kann að vera
rétt hjá þér, að mig varði raunar ekki um það. En í alvöru talað,
þú ætlar þó ekki að gerast skrifstofuþræll um alla ævi, þar sem þú
þarft þess á engan hátt með?“
„Ekki um aldur og ævi, langt í frá.“
„Hvað hyggstu eiginlega fyrir?“
„Eg ætla mér að giftast aftur.“
Þótt hún hefði gefið honum utan tindir hefði honum ekki orðið
meira um það, en þessa tilkynningu liennar. „Einmitt það,“ sagði
hann. „Og þess vegna viltu ekki hafa börnin hjá þér. Þú heldur, að
þú hafir lietra tækifæri til þess að ná þér í mann, ef þú hefir engan
veg eða vanda af börnunum."
,,]á, — miklu betra tækifæri."
Honum fannst eins og góðvinur hefði gefið honum utan undir.
AUGLYSING
um skoðun bifreiða og bifhjóla í Eyjafjarðar-
sýslu og Akureyrarkaupstað.
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin ár-
lega skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram á þessu ári, sem
hér segir:
8. maí mæti A- 1-A- 3«
9. — — A- 31-A- 60
11. — — A- 61-A- 90
14. — — A- 91-A-120
15. — - A-121-A-150
16. - — A-151-A-180
17. — — A-181-A-210
18. — - A-211-A-250
22. _ _ A-251-A-280
23. - - A-281-A-310 .
24. — — A-3U-A-340
25. — — A-341-A-370
28. _ A-371-A-390
Ber öjlum bifreiða og bifhjólaeigendum að mæta með
bifreiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga, við lögreglu-
varðstöðina, frá kl. 9-12 árdegis og kl. 1-5 síðdegis.
Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma
með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum.
Bífreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. apríl 1944 til 1. apríl
1945, svo og skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu öku-
manns verður innheimt um leið og skoðun fer fram.
Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir
sérhverja bifreið sé í gildi, svo og ökuskírteini hvers bif-
reiðastjóra.
Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til
skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann látinn
sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 18. apríl 1945.
Friðjón Skarphéðinsson.
U«««««««««««$
OLIVVELAR
Ein- Ivi or þráhólfa koma |
með m. s. ESJU osf e. §. SEL-
FOSS.
Verzlunin Eyjafjörður h.f.
Hann var hryggur og reiður. Jæja,-hugsaði hann. Ef eg hefi haft
eitthvert samvizkubit út af þessu öllu saman, þá er það áreiðanlega
búið að vera nú, eftir þessar upplýsingar. Bezt var, að láta hana
fara orðalaust héðan af, og það sem fyrst.
Hún fór morguninn eftir. Hún gekk niður stigann og bar sjálf
tvær litlar handtöskur. Hún var í sömu ferðafötunum og hún hafði
verið í morguninn, sem Red tók á móti henni á járnbrautarstöð-
(Framhald).
Frá kepprúrmi um skákmeistaratign
Sovétríkjarma 1944.
Franski leikurinn.
Hvítt: V. Smyslov.
Svart: Botwiruúk.
1. e4—e6. 2. d4—d5. 3. Rc3—Bb4.
4. e5—c5. 5. a3—BRf. 6. pxB—Re7.
7. a4—Rc6. 8. Rf3—Da4! 9. Bd2—
c4. 10. Rg5—h6. 11. Rh3—Rg6. 12.
Df3—Bd7. 13. Rf4—RxR. 14. DxR—
Re7. 15. h4—Bxpa4. 16. h5—Db5.
17.Kdl—Hc8! 18. Bcl—Hc6. 19. Be2
—Ha6. 20. Kd2—0—0. 21. g4—f6!
22. pxp—Hxf6. 23. Dc7—Hf7. 24.
Dd8f—Kh7. 25. f4—Da4. 26. Db8—
Rc6. 27. Dc8—He7. 28. Dg6f—Kg8.
29. Ba3—e5! 30. fxe5—Rxd4!! 31.
Bb4—Dd8. 32. DxH—pxD. 33. pxR
—Hb7. 34. Hxp—Dg5f. 35. Kdl—
a5. 36. Bf3—HxB. 37. Bxpf—Kf8!
38. Hflf—Ke8. 39. Bc6f—Ke7. 40.
HxH—Dxpf. 41. Gefið.
Þessi skák hefir verið mjög rómuð
í enskum skókblöðum. Auk þess að
vera mjög spennandi, var hún i raun
og veru úrslitaskákin á skákmóti
Sovét-Rússlands 1944.
Úr eiáendum blöðum.
(Framhald af 3. síðu).
hafa verið ákveðinn til þessara
skaðabótagreiðslna. Eftir þann
t'íma verður engra skaðabóta
krafizt af Þjóðverjum. Munu
Bandamenn gera sér .von um að
þetta fyrirkomulag fyrirbyggi
samningagerðirnar og tilslakan-
irnar Sem sífellt voru á ferðinni
eftir Versalafriðinn.
Að mestu eftir Observer.
Júgursmyrsl
Ostahleypir
í dósum
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörud. og útibú.
STARFSSTÚLKUR
VORSTÚLKUR
KAUPAKONUR
UNGLINGA
vantar nú þegar, og síðar.
Upplýsingar ó
Vinnumiðlunar-
skrifstofunni.
AUGIÝSING
Undirritaður hefir til sölu
M O RSÖ-m iðstöðvarvélar,
ennfremíur eldavélar.
Ólafsfirði 20. apríl 1945.
Jónas Jónsson,
Brimnesvegi 2, Ólafsfirði.
&$»$««««««««««««««$««