Dagur - 26.04.1945, Side 9

Dagur - 26.04.1945, Side 9
Fimmtudaginn 26. apríl 1945 DAGUR 9 Aðalfundur Búnað- arfél. Saurbæjarhr. Aðalfundur Búnaðarfél. Saur- bæjarhrepps var nýlega haldinn að Saurbæ. Á fundinum mættu flestir meðlimir félagsins, og voru þar fyrir tekin ýms mál, sem landbúnaðinn snerta, og einnig mál, sem mikið er rætt urn út um sveitir landsins. Voru þessi hin helztu: 1. Um lög frá síðasta'Alþingi: Um ræktunar og húsagerðarsam- þykktir í sveitum. Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþ. í einu hljóði: „Aðalfundur Búnaðarfél. Saur- bæjarhrepps, haldinn 30. marz 1945, felur stjórn félagsins að skora á stjórn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, að boða til fundar, til þess að ræða um, hvort sambandið eigi að gera ræktunarsamþ. í samræmi við lög um ræktunar- og húsagerðar- samþykktir í sveitum frá 12. jan. síðastl.“. 2. Áburðarverksmiðjan. Svo- hljóðandi tillaga var samþ. ein- róma: „Fundur, í Búnaðarfél. Saur- bæjarhrepps, haldinn 30. inarz 1945, skorar á ríkisstjórri og næsta Alþing, að samþykkja lög um, að áburðarverksmiðja verði reist hér á landi, þar sem hag- kvæmast þykir, vegna reksturs- kostnaðar, og að lagt verði til hliðar á þessu ári, og framvegis, fé úr ríkissjóði, svo að hægt verði að, hefja byggingu hennar, svo fljótt sem auðið er.“ 3. Rafveitúmálin. Svofelld til- laga kom fram og var samþ. í einu hljóði: „Fundurinn lítur svo á, að raf- orkumálið sé eitt af mestu menningar- og velferðarmálum allra þeirra, sem enn eru án raf- magnsins, og skorar því á ríkis- stjórn og Alþingi, að samþ. frumvarp milliþinganefndar í raforkumálum, og hraða fram- kv. þessa stórmáls eftir mætti." 4. Búnaðarmálasjóðurinn. — Svolátandi tillaga var samþ. ein- róma: „Fundurinn mótmælir ein- dregið því ákvæði í lögum frá síðasta Alþingi, — um Búnaðar- málasjóð, — að áskilið sé sam- þykki landbúnaðarráðherra um fjárveitingar sjóðsins, og skorar á næsta Alþingi, að fella þetta ákvæði úr lögunum.“ 5. „Fundur í Búnaðarfél. Saur- bæjarhrepps, haldinn 30. marz 1945, skorar fastlega á Sauðfjár- sjúkdómanefnd, að hefjast þegar handa um, að treysta varnir beggja megin Eyjafjarðarár, þar eð sannað erv að „þingeyska mæðin" er komin upp i næsta nágrenni við varnarlínuna." Tillagan samþ. í einu hljóði. til sölu. ' rétt við bæinn igætri rækt Afgreiðslan vísar á. Aðalfundur Eyfirðingafél. verður haldinn í Nýja Bíó á Akureyri mið- vikudaginn 2. maí n. k. og hefst kl. 3 e. m. Fundarefni: Skýrsla félagsstjórnar og stjórn- arkosning. Akureyri, 24 apríl, 1945. Bernharð Stefánsson. !H><H>I>I}<8}I}<H}I>I}<H}<B><H>I>I><H}I}<H>I><H}<B>I><H><H><B>I><H}<H><H><H><H><H><hI 1. maí hálíðahöld Terklýðsfélaganna á Akureyri. I. Útisamkoma við Verklýðshúsið kl. 2 e. h. TILHÖGUN: 1. Lúðrasvéit spilar. 2. Ávarp frá Fulltrúaráðinu. 3. Ræða frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupst. 4. Ræða frá Sjómannafélagi Akurevrar. 5. Lúðrasveit spilar. 6. Ræða frá verkakvennafélaginu ,,Eining“. 7. Ræða frá ,,Iðju“ félagi verksmiðjufólks. 8. Ræða frá Bílstjórafélagi Akureyrar. 9. Lúðrasveit spilar. II. Kröfuganga. Lúðrasveit spilar fyrir göngunni. III. Samkoma í Nýja-Bíó. TILHÖGUN: 1. Samkoman sett: Tryggi Emilsson. 2. Ræða: Bragi Sigurjónsson. 3. Söngur: Karlakór Akureyrar. 4. Upplestur: Heiðrekur Guðmundsson (frumort kvæði. 5. Ræða: Rósberg G. Snædal. 6. Kvikmynd. Sala aðgöngumiða fer fram á sama stað frá kl. 3 e. h. og við innganginn. IV. Barnasamkoma í Verklýðshúsinu kl. 4 e. h. 1. Kvikmyndasýning. 2. Dans. V. Dansleikur kl. 10 að kvöldinu: Að Hótel Norðurland og Verklýðshúsinu. - (Gömlu og nýju dansarnir). — Góð músik. — Að göngumiðasala að Hótel Norðurland frá kl. 8 e. h. 1 .-maí-merki seld á götunum allan daginn. Allur ágóði rennur til fvrirhugaðrar Alþýðuh.byggingar. SAMKOMA í GLERÁRÞORPI KL. 8. 30 e. h. TILHÖGUN: k Samkoman sett. 2. Ræða: Ingólfur Guðmundsson. 3. Upplestur: Kristján Einarsson frá Djúpalæk. 4. Ræða: Hafsteinn Halldórsson. 5. Upplestur: Rósberg G. Snædal. 6. Kvikmynd. 7. Dans. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna. Knattspyrnumaður í 25 ár. Það mun vera sjaldgæft að tal- að sé um fertúga knattspyrnu- menn. Flestir -hætta að leika knattspyrnu fljótlega eftir að :>eir hafa náð þrítugsaldri, enda oykir hún nokkuð erfið íþrótt fyrir það fullorðna menn. Hér á Akureyri hafa þeir, sem fylgjast með knattspyrnunni, tekið eftir rvær sumaríbúðir í nágrenni Akureyrar til leigu frá júníbyrjun til septemberloka. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu. Stúlka getur fengið herbergi gegn lítilsháttar húshjálp. Afoj. vísar á. 10 HESTAFLA June-Munktellvél ásamt nýju línuspifi er til sölu. Sérstakt tækifærisverð. - Upplýsingar gefa Pétur Jónsson, bílstjóri, eða Baldvin Sigurðsson, Hjallteyri. íbúð til sölu Neðri hæð norðurenda hússins Aðalstræti 74 á Akure/ri er til sclu og laus til íbúðar í vor. Upplýsingar gefur Friðrik Ma^nússon lög maður — Sími 415 — Vegna sumaranna vantar oss stúlkur nú þegar * og frá 14. maí. Hótel K.E.A. einum manni sem ávallt hefir > sézt á vellinum, a. m. k. undan- farin 15—17 ár, og flestir undr- ast seiglu og áhuga þessa manns. En fæsta hefir grunað, að hann væri nær fertugu. En þetta er staðreynd. Jakob Gíslason varð fertugur 27. sept. sl. Hann er fæddur í Ól- afsfirði 27. sept. 1904. Snemma byrjaði hann að sparka — var hann aðeins 16 ára þegarmann lék sinn fyrsta kappleik opin- berlega og var það með fullorðn- um. Á árunum 1922—’24 lék hann í kappliðum Iþróttafél. Þórs, þeim er kepptu um Silfur- knöttinn, en hann vann Þór til eignar eftir marga og harða leiki haustið 1924. Haustið 1925 fór Jakob til Reykjavíkur og gekk í Fram. Keppti hann á íslands- mótinu 1926 og m. a. í úrslita- leiknum milli Fram og K. R. Á næsta ári gekk Jakob í K. R. Æfði hann auk knattspyrnunnar bæði leikfimi og glímu af kappi. Hann var í 1. flokki á íslands- mótinu og varð K. R. íslands- meistari það ár. Hann tók og þátt í kappglímu og komst þar í úrslitakeppni. Á Jakob margar góðar endurminningar frá þess- um árum, og kann frá mörgu að segja. En sérstaklega minnist hann með virðingu þeirra Guð- mundar Kr. Ólafssonar og Jóns Þorsteinssonar, sem hann telur afbragðs kennara hvorn á sínu sviði. Til Akureyrar kom Jakob aft- ur 1928 og gekk þá þegar í Knattspyrnufélag Akureyrar, sem þá var nýstofnað. Þótti hann hinn bezti leikmaður, ósérhlíf- inn og kappsamur. Hann hefir alltaf leikið í framlínu, oftast miðframherji. Spyrnur hans á mark á góðu færi voru oftast óverjandi, enda hefir hann skor- að mörg mörkin um dagana. 1 17 ár hefir Jakob, eða Dúddi eins og hann er venjulega kall- aður af félögum sínum,- æft og keppt með K. A. að einu ári und- anteknu, en þá var hann búsett- ur í Grenivík. Hefir áreiðanlega enginn K. A.-félagi leikið jafn- lengi og jafnmarga leiki og fak- ob Gíslason. Þrisvar hefir hann farið til Reykjavíkur á íslands- mót og ávallt staðið sig vel. Ætíð hefir hann verið fremstur í flokki ef á þurfti að halda við undirbúning íþróttamóta og há- tíðahalda. Á sl. ári dróg hann sig í hlé, keppti ekki, en kom þó á nokkrar æfingar. Allt þetta er að framan greinir sýnir og sannar, að enginn full- hraustur maður þarf að hætta að iðka íþróttir þegar hann hefir náð 25—30 ára aldrý eins og svo margir gera. Með alhliða þjálf- un, bæði vetur og sumar, ætti að vera leikur einn að iðka íþróttir allt fram að fertugsaldri. Á árshátíð K. A„ 20. jan. sl„ færði félagið Jakob Gíslasyni að gjöf stækkaða ljósmynd með áletruðum silfurskyldi, í þakk- lætissyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við vinir og fé- lagar Jakobs þökkum honum fyrir samtsarfið öll undanfarin ár og dáumst að þreki hans og áhuga, sem enn er óskertur og óskum honum til hamingju með 25 ára knattspyrnuafmælið. H. Sig.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.