Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 1
1 JI^UR XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 3. maí 1945. 8. tbl. Fimmfán miljónir króna af sparifé EyfirSinga í vörzlum KEA Hefur aukízf um 2 milj. á árinu 1944 Bændur hafa aukið mjólkurframleiðsluna um a. m. k. 1 milj. lítra á einu ári. Stjórn félagsins leggur til, að úthlutað verði 8% arði Frá aðalfundi KEA AÐALFUNDUR KEA. liófst í Jakob Frímannsson, frani- gærmorgun og mun hon- kvæmdastj., skýrslu sína um um I júka í dag. Á fundinum eiga rekstur og afkomu félagsins. — sæti 205 fulltrúar frá 23 félags- Fara hér á efltir nokkur helztu —- ANNALL DAGS ■...........- - 26. APRÍL. Bretar taka Brem- en, Rússar Stettin og Brno í Tékkóslóvakíu. Rússar nálgast miðja Berlín. Norður-ítalir gera uppreist gegn Þjóðverjum, ná yfirráðum í Genoa, Milano o. fl. borgum. Göring segir af sér yfir- stjórn jtýzka flughersins. Musso- •linii liandtekinn í Como. 27. APRÍL. Hersveitir Pattons fara yfir austurrísku landamær- in, taka Ingolstadt, eru 60 km. frá Miinchen. Rússar sækja í vestur frá Stettin. Dregur að úr- slitum x Berlín. Síðla dags birt tilkynning frá Moskvu, London og Washington um, að herix Rússa.og Bandaríkjamanna hafi sameinast við Torgau fyrir sunn- an Berlín. Þýzkaland þar með klofið í tvennt. Bandaríkjamenn taka Regensburg, Rússar taka Potsdam. 28. APRÍL. Hiimmler, yfirm. þýzku leynilögreglunnar og þýzka heimahersins, sendir skila- boð til Breta og Bandaríkja- manna, gegnum Folke Berna- dotte, greifa, varafonn. sænska Rauðakrossins, þess efnis, að þýzki herinn vilji gefast upp fyr- ir Bretum og Bandaríkjamönn- um, skilyrðislaust, en ekki Rtiss- um. Tiihnælum þessum sam- stundis hafnað í London og Washington. 2/3 Berlínar á valdi Rússa. 4/5 Þýzkalands á valdi Bandamanna. Bandaríkja- menn taka Augsburg. Uppjiot í Munchen. Bretar nálgast Emden og Vegersack. 29. APRÍL. Bretar fara yfir Saxélfi fyrir sunnan Hamborg. Bandamenn sækja hratt fram á Ítalíu, þar sem skæruliðar hafa náð ýmsunt borgum frá Þjóð- verjum. Mussoilini og 17 aðrir fasistaleiðtogar leiddir fyrir al- þýðudómstól í Miilano og skotn- ir. Bæjarstjómarkosningar í Frakklandi. Kommúnistar fá 25% atkvæða. 30. APRÍL. Mark Clark yfir- hershöfðingi á Ítalíu tilkynnir, að skipuíegri vörn Þjóðverja á Ítalíu sé lokið. Bandamenn hafa tekið Genoa, Bandaríkjamenn taka Múnchen. 1. MAÍ. Tilkynnt í Berlín, að Hiitiler sé dauður. Dönitz flota- foríngli sagður haf^ tekið við em- bætti hans. Dönitz tilkynnir, að stríðið haldi áfram. Bernadotte greifi kemur úr annarri ferð sinni til Þýzkalands, tilkynnir, að hann hafi engin ný skiilaboð frá Hlimmler. Bretar sækja fram frá Saxelfi til Lúbeck, eru um 30 km. frá borginni. Rússar nálg- ast Rostock. Bandaríkjamenn sækja inn í Austurríki, nálgast Innsbrúck. Bandamenn ganga á land á Bomeo. 2. MAÍ. í London er jtví lýst yfir, að menn leggi engan trún- að á fregn Þjóðverja um dauða Hitlers, að svo komnu máli. —• Betilín fallin. Rússar náðu borg- inni kl. 3 e. h. í dag. Yfirhers- höfðingi Þjóðverja á Ítalíu gefst upp skilyrðislaust ásamt liði sínu, um 1 miillj. manna. Bretar taka Lúbeck, Rússar taka Ro- stock. Búizt við stríðslokum á hverri stundu. Nýlega ltafa reikningar Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík verið birtir. Af þeim er ljóst, að sunn- Ienzkir bændur hafa aukið mjólkurframleiðslu á verðjöfn- unarsvæði Reykjavíkur um 616 þús. lítra. Áður hefir verið skýrt frá aðalfundi M jólkursantlags KF.A hér í blaðinu. Þar kom í ljós, að eyfirzkir bændur hafa Stríðsyfirlýsing kommúnista Þjóðviljinn birti 25. f. m. eftiir- farandi klausu um vilja kommún- ista í stríðsmálinu: „Þeir (komm- únistar) vildu láta viðurkenna, að þjóðin sé raunverulega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir.“ Þarf nú naumast fleiri vitna við i þessu máli, er aðalblað flokksins gerir slíka játningu. En hvort skyldi kaupmaðurinn, Verka- mannsritstjórinn, kalla þessa yfir- lýsingu Þjóðviljans „lygi“, — eins og sams konar upplýsingar um af- stöðu kommúnista, er Dagur hefir birt, eða játa hreinlega stríðs- línuna? Sigurður E, Hlíðar þakkar eyfirskum bænd- um heiðursgjöf Mjólkursamlagi KEA. hefir borizt eftirfarandi bréf frá Sig- urði E. Hlíðar dýrayfirlækni: ,,Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA.^ 5. þ. m. ákvað stjórn þess og fulkrúir eyfirzkra hænda, að veita mér kr. 10.000.00 af fé samlagsins, sem heiðurslaun fyr- ir dýralæknis&arfsemi mína um í 35 ára skeið nyrðra. Þessi höfðinglegu gjöf þakka eg hér með gefendunum hjartan- lega; liJin vinsamlegu viðurkenn- ingarorð, sem gjöfinni fylgdu og ekki verða metin til peninga, urðu mér ánægjuauki á þessum 60 ára afmælisdegi mínum. Mjólkursamlag KEA. varð til á óskastund eyfirzkra hænda. Hin hraða, en heilbrigða þróun þess í höndum öruggrar fram- kvæmdastjórnar hefir ekki að- elins gert það að lyftistöng land- húnaðarhéraðanna umhverfis Eyjafjörð, heldur er nú liltið á Mjólkursamlag KEA., sem fyrir- mynd íslenzkra bænda samtaka. Þessari þjóðnytjastofnun óska eg allrar blessunar í nútíð og fram- I tíð‘‘. aukið m jólkurframleiðsluna í sínu héraði um 370 þús. ltr. á ár- inu 1944 miðað við árið á und- an. Aukning mjólkurframleiðsl- unnar á þessu ári á stærstu verð- jöfnunarsvæðunum er því um ein milljón lítra. Þetta eru athyglisveiðar tölur. Þær sýna, að þrátt fyrir skort á mannafla við landbúnaðarstörf og takmarkanir á innflutningi vinnuvéla, hafa bændur aukið ræktunina og mjólkurframleiðsl- una að stórum mun. Er hér feng- in enn ein sönnun fyrir því, hve ásltæðulausar ertt þær ásakanir um áhugaleysi bænda og sof- andahátt, sem daglega getur að líta í stjórnarhlöðunum. 1800 manns skoðuðu bindindissýninguna. Blndindis- og áfengismálasýn- ing var opnuð í Verzlunar- mannahúsinu hér í bænum fyrra miðvikudagskvöld, að tilhlutan nefndar, er bindindissamtökin í iandinu settu á stofn. Fréttamönnum blaða var boð- ið að vera viðstaddir opnun sýn- ingarinnar. Pétur Sigurðsson, regluboði, bauð gesti velkontna og skýrði sýninguna. Stefán Ág. Kristjánsson talaði af hálfu norðlenzkra templara. Húsakynni þau, er sýningin hafði til umráða, voru óhentugog mikils til of lítil, til þess að lnin nyti sín eins vel og æskilegt hefði verið. Eigi að síður mátti fá glögga_ mynd af því ófremd- arás(tandi, sem ríkir í áfengismál- um þjóðarinnar, þar sem meiru fé er varið til áfengiskaupa á ári hverju, en til skóla- og heil- hrigðismála. Fleiri dæmi slíks gegndarleysis voru augljós á sýn- ingunni. Þótt skoðanir kunni að vera skiptar um það, á hvern hátt bezt muni duga að vinna gegn áfengistízkunni, dregur það á engan hátjt úr gildi slíkra sýn- inga. Þær miða að því, að opna augu almennings fyrir nauðsyn þess, að breyta ríkjandi ástandi. 1 því efni er líklegt, að sýning dugi betur en prédikun. Það er því í fyllsta máta þakkarvert, að hindindisöflin í landinu hafa efnt til sýningarinnar og lögðu áherzlu á, að æskan í skól- unum kynnti sér efni hennar. Varanlegra breytinga á núver- andi ástandi er þá fyrst að vænta, er hin uppvaxandi æska skilur, Framhald á 8. síðu deildum. auk framkvæmdastjóra félagsins, stjórnar og endurskoð- enda. Á fundinum í gær fluttu SOVÉT-MARSKÁLKUR Rokossovsky marskálkur stjórnar herjum Rússa, er sækja yfir Mecklen- burghérað, í átt til hersveita Montgo- merys hins breka, er stefna til Liibeck. Bilið milli hersveitanna þrengist óðum. Byltingarbrölt kom- múnista í KRON veldur klofningi Kosningunum í KRON er nú lokið. Úrslitin urðn þau, að kommúnistar fengu kosna um 160 fulltrúa til aðalfundar fé- lagsins, en lýðræðissinnar 70. Til þess að ná þessum árangvi beittu kommúnistar ýmsum fanta- brögðum, t. d. náðu þeir meiri- hluta í éinni deildinni á þann hátt, að þeir smöluðu sinni hjörð stundvíslega á fundarstað, lok- uðu síðan fundarhúsinu, settu fund og luku hoijum á nokkrum mínútum. Fjöldi félagsmanna, sem ætlaði á fundinn, komst ekki inn í fundarhúsið. Aðrar aðfarir voru efltir þessu. Hinn fyrsti sýnilegi árangur af ofbeldi kommúnista í KRON er sá, að deildir félagsins í Hafn- arfirði og Keflavík hafa sam- þykkt að leita skilnaðar við fé- lagið og stofna sjálíst:éð kaupfé- lög þar. Þessar deildir voru þær einu á félagssvæðinu, sem voru Framhald á 8. síðu atriði hennar: Verzlunin: — Allt fram að síð- ustu áramótum hefir vörusala KEA. stöðugt farið vaxandi. Á fyrri styrjaldarárunum varð aukningin mjög mikil að kvónu- tali, en á árinu 1944 jókst verzl- unin aðeins um tæp 3% að krónuitali. Það sem af er árinu 1945, hefir verzlunin dregist sam- an, miðað við það, sem var á sama tíma í fyrra, og gera for- ráðamenn iélagsins íáð fyrir, að hámarkinu sé náð, í bráðina að minnsta kosti. Kaupgeta manna nun þó tæpast hafa minnkað, en ikortur á ýmsum vörutegundum ar farinn að verða tilfinnanleg- ir. — Vörusala félagsins í búð- un þess á Akureyri og ú'tibúum við Eyjafjörð varð alls rúmlega 14 milljónir k'róna. Þar að auki er vörusala kjötbúðar kr. 2.350.000.00, Miðstöðva- og 'ireinlætistækjadeildar kr. 870,- 100.00, Lyfjabúðar kr. 440.000.- 00, Kola- og saltsala kr. 1.120,- 000.00, Brauðgerðar kr. 952.000.- 00, sala Smjörlíkisgerðar og Efnagerðar kr. 1.304.000.00, sala Sjafnar og Freyju kr. 1.277.000.00. — Samanlögð sala allra starfsgreina félagsins befir því orðið um 2214 millj. króna,* og er það 3% hærri upphæð en árið 1943. Afurðasalan: — Sláturhús fé- lagsins tóku á móti 29.170 kind- um og er það 7000 kindum færra en árið á undan. Ullarinnlegg varð 24000 kg. Virðist ullarfram- leiðslan fara jafnlt og þétt minnkandi, þótt vera kunni, að bændur eigi talsvert af ull heima, sem þeir hafa ekki getað komið frá sér, fyrir annríki og skort á vinnuafli. Mun það væntanlega koma í Ijós á sínum tíma. Jarðeplauppskeran varð með allra minnsta móti á sl. ári og báruslt félaginu aðeins 18000 kg. af jarðeplum. Mjólkurfram- leiðslan jókst um 370 þús.'Jtr., og hefir áður verið greint frá starf- semi Mjólkursamlagsins hér í blaðinu. Félagið annaðist sölu sjávaraf- urða fyrir félagsmenn sína. Flutt voru út á vegum þess 4400 tonn (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.