Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 8
8 ÐAGUR Fímmtudaginn 3. maí 1945 r Úr bæ oq byqqð I. O. O. F. 127548V2 Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 50.00 frá F. F., kr. 20.00 frá S. — Þakkir. Á. R. Barnastúkan Sakleysið heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Fundar- efni: Kosning fulltrúa á Umdæmis- stúkuþing, Unglingaregluþing og Stór- stúkuþing. Rætt um sumarstarfið og skemmtiferð. Fjölmennið! Rakarastota Jóns Eðvarðs er flutt í ný, vistleg húsakynni í Skipagötu 5, hið nýja hús KEA. þar í götunni. Rak- arastofan var áður til húsa í Hafnar- stræti 93, sem brann í vor, svo sem kunnugt er. Dýraverndarinn, 1. og 2. tbl. 31. árg. er nýútkominn. Blaðið flytur að vanda margar ákemmtilegar grein- ar af dýrum, villtum og tömdum. Auk þess ágætar hugvekjur um dýrvern'd- unarmál. Ritstjóri er Einar E. . Sæ- mundsen. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 helður fund í Skjaldborg þriðjudaginn 8. maí næstk. kl. 8.30 e. h. — Kosning og vígsla embættismanna. — Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. — Fram- haldssagan, — sögulok. Zíon. Næstkomandi sunnudag kl. 10.30 f. h. barnasamkoma, kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Allir velkomnir. Jakob Stefánsson frá Ondólfsstö,- um í Reykjadal andaðist aðfaranótt 26. apríl, eftir langa vanheilsu. Bana- mein hans krabbi í maga. Filadelfia. Samkoma á sunnudaginn kl. 8.30 e. h. — Miðvikudaginn 9. þ. m. saumafundur. — Fimmtudag: Samkoma. Gjöf til nýja sjúkrahússins: Frá Oddrúnu og Jónasi, kr. 150.00. Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Frá barnaskólanum. Sýning á handavinnu og vinnubókum nemenda verður í barnaskólanum sunnudaginn 6. maí kl. 2—7.30. Inntökupróf barna, sem fædd eru árið 1938, fer fram mánudaginn 7. maí kl. 1—3. Skóla- slit fara fram miðvikudaginn 9. maí kl. 5 síðdegis. Sjónleikurinn „Kvenfólkið heftir okkur“ verður sýndur að Hrafnagili laugardaginn 5. maí kl. 9.30 e. h. — Dans á eftir. — Veitingar á staðnum. Pétur A. Olafsson, konsúll, átti 75 ára afmæli í fyrradag. I tilefni þess héldu ýmsir vinir hans honum sam- sæti. Andlát. Nýlega eru látnir hér í bænum tveir háaldraðir borgarar: Bjarni Pálsson, beykir, lézt að heim- ili sínu í Krabbastíg í sl. viku. Krist- ján Jósefsson, lézt í Sjúkrahúsi Akur- eyrar í fyrradag, í hárri elli og farinn að héilsu. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). menn útvarpsins virðastmöglunarlaust hafa lánað einum flokki — kommún- istum — Ríkisútvarpið til algerlega einhliða áróðurs og lýðblekkinga. Þarf raunar ekki annarra vitna við i þeim efnum en að nefna nöfn þeirra manna, sem falið var að ráða tilhög- un og semja hina „samfelldu dagskrá" þennan dag. Kommúnistinn Sverrir Kristjánsson „sagnfræðingur" var þar aðalverkstjórinn — maðurinn, sem frægastur er að því að ganga fram fyrir skjöldu óg verja með „vísind- um“ sínum óhæfuverk og glæpi Elas- mannanna grísku — verk, sem jafn- vel Stalin treystist ekki til að verja og afsalaði sér allri ábyrgð á —. Og í sama fyrirlestrinum braut Sverrir þessi hlutleysi útvarpsins á frekleg- asta hátt með því að ráðast með ó- drengilegum og órökstuddum getsök- um á Winston Churchill og aðra for- ystumenn Breta og Vesturveldanna. — Honum til aðstoðar til að semja dagskrána er svo fenginn séra Sig- urður Einarsson, tækifærissinninn, sem heldur eldheitar afturhvarfs og iðrunarpredikanir í Hallesby-stíl á Eyrarbakka og annars staðar, meðan hann er ennþá vonbiðill hákirkjulegra embætta, en skirrist nú ekki við að draga trúarbrögðin og kirkjuna sund- ur og saman í logandi háði, eftir að hann hefir flæmzt úr þjónustu hénn- ar við vafasaman orðstír. Báðir eru mennirnir gáfaðir, en ófyrirleitnir og óvandir að meðölum. Og í stuttu máli ferst þeim þetta vandasama trúnaðar- starf svo úr hendi, að þeir draga saman yfirlit yfir réttinda- og frelsis- baráttu mannkynsins frá öndverðu á þann veg, að þeir byggja með því eins konar stöngul, sem auðsýnilega er ætlað það hlutverk eitt að hreykja sem bezt hinu rauða blómi — „al- ræði öreiganna", þúsundára dýrðar- ríki rússnesku kommúnistanna, sem endaði þó þegar í upphafi í einræði eins flokks — eða jafn vel eins manns — og afneitun lýðræðisins — á borði, hvað sem haft er að orði. Jafnvel Abranam karlinn Lincoln er í meðförum þessara manna gerður að eins konar nýjum Jóhannesi skírara, sem hefir það sögulega hlutverk að boða komu mannkynsfrelsarans — Stalins. Orð og ummæli allra ágæt- ustu mannvina, skálda og sjáenda allra tíma eru felld svo klóklega inn í þennan eina og sama ramma, að þeim, sem eigi vita betur, hlýtur að skiljast, að allir þessir -menn séu að- eins sögulegir undanfarar og boðber- ar kommúnismans. Allaf öðru hvoru í dagskrénni er sósíalisminn nefndur sem alveg vafalaus og sjálfsögð lausn allra félagslegra vandamála mann- kynsins frá öndverðu, þótt vitað sé, að ýmsir hinna mestu mannvina og félagsmálafræðinga heimsins hafa al- gerlega hafnað þeirri kenningu, eftir að hún kom fram, og mjög hafi hún reynzt misjafnlega í framkvæmd, svo að ekki sé meira sagt. Rúsínan í pylsuendanum. jþÓ KASTAÐI fyrst tólfunum um kvöldið, þegar Björn Bjarnason kom fram í útvarpinu og flutti áróð- ursræðu, sem hefði sómt sér prýði- lega á flokksfundi kommúnista i harðri kosningahríð. Allir þeir, sem ekki vilja falla fram og tilbiðja hina nýju ríkisstjórn Ólafs Thors og kommúnistanna, hétu á hans máli afturhaldsmenn og féndur alþýðunn- ar. Það eru nú raunar þessir „aftur- haldsmenn“, sem komið hafa i íram- kvæmd margfalt róttækari breyting- um og byltingum á atvinnuháttum, lífskjörum og menningarskilyrðum íslenzkrar alþýðu á síðustu áratugum en nokkur Iíkindi eru til að „nýsköp- unar“-mönnum takist að gera — þvi miður — meðan þeir standa báðum fótum í þvi botnlausa fjármálafeni, sem þeir hafa sjálfir skapað hér og viðhaldið öllum öðrum mönnum fremur. Og voru það ekki — svo að einstakt dæmi sé nefnt — þessir sömu „afturhaldsmenn" og „alþýðu- f jendur“ — á máli Björns Bjarsnason- ar — sem komu togaravökulögunum og öðrum slíkum réttarbótum íslenzkri alþýðu til handa í höfn á Alþingi, meðan aðeins einn Alþýðuflokksmað- ur átti þar sæti og enginn kommún- isti — gegn harðvitugri andspyrnu flokksbræðra og sálufélaga Ólafs Thors og hans nóta? En auðvitað „gleyma‘‘ þessir „sagnfræðingar" slík- um staðreyndum, þar sem þeir eru einir um hituna — geta einir sagt sög- una hlutdrægt, villandi og með alger- um fölsunum — í skjóli hins margum- talaða og rómaða „hlutleysis“ bless- aðs Ríkisútvarsins okkar. JHALDIÐ hefir nú bæði afhent yfir- stjórn skólanna í landinu og Ríkis- útvarpið í hendur kommúnista til skefjalausrar misnotkunar og flokks- legs áróðurs. Geri aðrir forsvarsmenn einkaframtaksins og persónufrelsisins betur! Rindindissýningin. Framhald af 1. síðu að fordæmi samtíðarinnar að þessu leyti er ekki eftirbreytnis- vert. I því starfi gætu sýningar, s-em þessi, orðiðmerkur þátturog gagnsamur, ef þær yrðu nógu oft endurteknar og.skynsantlega og hóflega úr garði gerðar, svo sem sýning sú, er hér hefir verið haldin, var að ýmsu leyti. Alls skoðuðu um 18 hundruð manns sýninguna. Aðalfundur KEA. Framhald af 1. síðu af ísuðum fiski og 318 tonn af hraðfrysitum fiski. Síldarfrysting til beitu nam 3700 tunnum, en síldarsöltun 2000 tunnum. Lýs- isframleiðsla í öllum lifrar- bræðslum félagsins varð um 800 ‘tunnur- af lýsi og kvoðu. Hagur félagsdns. Ársskýrslan ber með sér, að hagur félagsins hefir enn farið batnandi á árinu. Smá viðskipta- lán eru nú aðeins veitt í gegnum Ótlánadeild félagsins. Lánaði hún félagsmönnum alls 462.000 -kr. á árinu. Auk þess hefir félag- ið veitt byggingalán og önnur lán til stærri íramkvæmda. Inn- stæður félagsmanna í viðskipta- reikningum, stofnsjóðum og Innlánsdeild námu í árslok kr. 14.788.254.53, en skuldirnar voru kr. 149.136. Innstæður fram yfir skuldir voru því kr. 11.693.118.48, og höfðu ástæður félagsmanna gagnvart félaginu baitnað á árinu um 2.070.169.61. Ástæður félagsins sjáifs út á við höfðu og batnað að sama skapi, og námu innstæður þess hjá SÍS., bönkum, í peningum og auðseljanlegum verðbréfum, kr. 13.651.985.80. Arðsúthlutun. Stjórn félagsins mun gera þá tillögu til aðalfund- ar, að úthlultað verði 8% arði af ágóðaskyldri vöruúttekt félags- rnanna, 5% af brauðvorum og 7% af lyl'jabúðarvörum. Á með- al þeirra mála, er bíða afgreiðslu aðalfundar KEA., er erindi SÍS. um áburðarverksmiðjumálið, er frá var greint hér í blaðinu fyrir skemmstu. Fundinum lýkur í kvöld. — Verður nánar greint frá störfum hans í næsta blaði. i! Drg, samfestingar Drg. smekkbuxur Drg. regnkápur Drg. stormblússur Drg. húfur Drg. föt Sokkabönd, karlm., kven barna Málbönd Þræðigarn Hörtvinni, hvítur og svartur Bendlar Pilsstrengur Títuprjónar Silkibönd Silkisokkar, verð kr. 6,35 parið Brauns Verzlun ; Páll Sigurgeirsson. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir minn, KRISTJÁN JÓSEPSSON, andaðist í sjúkrahúsi Akureyrar, 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 9. maí kl. 1.30 e. h. Lena Otterstedt. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, KRISTJÁNS ÁSGEIRS Akureyri, 25. apríl 1945. Jakobína Jósefsdóttir. Axel Ásgeirsson. Kristín Axelsdóttir. KbKhKHKbKBKHKhKbKBKBKbKhKhKbKBKBKbKBKBKBKBKBKHKBKHKK: Tilkynning Búizt er við, að Húsmæðraskóli Akureyrar taki til starfa á-næsta hausti. Umsóknum um skólavist sé skilað til formanns skólanefndar, frk. Jóninnu Sigurðardóttur, Akureyri, fyrir 1. ágúst n.k. 30. apríl 1945. SKÓLANEFNDIN «HKHKHKHKHKHKTOíHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKK» UPPBOÐSAUGLÝSING LAUGARDAGINN 12. maí n.k., verður opinbert upp- boð haldið, að öllu forfallalausu, að Dagverðareyri við Eyjafjörð og þar selt, ef viðunandi boð fæst: 30— 40 ær, 7vetra hryssa, tryppi, 2 kolaeldavélar, önnur í ágætu standi, rúmstæði, dúnsængur, pottar, smáir og stórir mjólkurbrúsar, amboð borðstofuskápur úr eik og margt fleira. — Uppboðið hefst kl. 11 f. hád. 2. maí 1945. KRISTJÁN SIGURÐSSON ^kM«$«Í^><»<®kÍ>^>0^^x5>^><Íx$><Í^k$><$x$>^>^<$x$><»<$^><ÍkÍ><Ík$>^4>^><$>^>^><$><MkM>^ HKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Opna Á morgnn raknm.stofu mina, i Skipagötu 5, og býð tnína mörgu, dgretu viðskiptavini aftur velkomna pangað. Jón Eðvarð, rakari. imKHJörKHKHKHKBKBKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKW Nýkomið mikið úrval af nótum — klassiskum og dans — Enn fremur: guitar- og mandolinstrengir. Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin Ráðhústorgi 5. Fallegt úrval af borðlömpum og skermum. Sportvöru- og hl jóðf æra verzlunin Ráðhústorgi 5. Sundbolir og skýlur fyrir dömur og herra. Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin Ráðhústorgi 5, r, —-— —A NYJA-BIO Föstudag kl. 9: NJÓSNARFÖR KAFBÁTSINS Laugardag kl. 6 og 9: SJÁIÐ HANA SYSTUR MÍNA Sunnudag kl. 3: EYÐIMERKUREFINTÝR TARZANS Sunnudag kl. 5: SJÁIÐ HANA SYSTUR MÍNA Sunnudag kl. 9: NJÓSNARFÖR KAFBÁTSINS ' Byltingabröltið í KRON (Framhald af 1. síðu). í vexti á sl. ári, enda gætti áhrifa kommúnista þar minnslt. Á aðalfundi KRON nú fyrir skemmstu var tillaga um skilnað deildanna á Reykjanesi, borin upp dg samþykkt. — Kommún- istar spörkuðu Felix Guðiftunds- syni tir stjórn KRON og kusu í hans stað konu nokkra úr sínum hópi. Frekari aðgerða má vænta af þeirra hálfu þegar kjörtíma- bil þeirra stjórnarmeðlima, sem ekki erú á línunni, eru útrunnin,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.