Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 03.05.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 3. rhaí 1945 D AGUR 3 Frá bókamarkaðiiium IÞROTTAÞATTUR Frá Mývetningum. | haft lítil sem engin skilyrði til íslenzk glíma hefir löngur ver- íslenzkai' þjóðsögur og æfintýri. I Einar Ól. Sveinsson tók saman. | Útg.: H.f. Leiftur. Prentsmiðjan Hólar. — Reykjavík 1944. Menn hér nyrðra höfðu spurn- ir af bók þessari á markaðinum í liöfuðstaðnum fyrir jól sl. vet- ur. En allt það, sem tilbúið var til sölu af upplaginu, mun hafa selzt jafnóðum og það kom í búðirnar, svo að naumast hrökk nokkur moli af því borði norður hingað til okkar „útskæklamann- anna“, fyrr en liðið var fasit að sumarmálum. En bók þessi svík- ur engan, þegar hann fær hana’ loks milli handanna. Um inni- liald hennar er það að segja í sem skemmstu máli, að þar er að finna velheppnað og greinargott úrval þjóðsagna og ævintýra Jóns Arnasonar óg auk þess nokkrar ágætar sögur úr fáein- um nýrri þjóðsagnasöfnum, svo sem söfnum þeirra Ólafs Davíðs- sonar, Jóns Þorkelssonar, Odds Björnssonar, Huld, Gráskinnu o. fl. Engin saga birtist þarna, sem ekki er áður prentuð og gamal- kunn þjóðsagnalesendum ís- lenzkum. Hitt gefur bókinni sér- sitakt gildi í augum allra bóka- vina og áhugamanna um bóka- gerð, að hún er forkunnar falleg og vönduð að .öllum frágangi, skreytt fjölda ágætra teikninga og annarra mynda eftir íslenzka listamenn, „lýst“ með litprentuð- um upphafsstöfum af Hafslteini prentsmiðjustjóra Guðmunds- syni, prentuð með mikluin ágæt- um á forlátagóðan pappír og loks gríðarstór og myndarleg skrudda, um 500 bls. í stóru broti, sem ánægjulegt er að handleika og vilta sig eiganda að. Framan við bókina er litprentuð mynd af málverki Ásgríms Jóns- sonar af nátttröllinu á gluggan- um. — Rit þetta hefir að vísu lít- ið fræðilegt gildi, en því meira fagurfræðilegt — líkt og mál- verk, útskorin rúmfjöl, eða skrautker, sem ekki er notað til geymslu, heldur aðeins til augnayndis. í þessu ljósi verður að meta bókina, enda er það hlultverk sannarlega fullgilt í heimi, sem annars virðist stund- um vera um of haldinn land- aurareikningi hagnýtra sjónar- miða og hversdagslegra búsorga. • Kelvin Lindemann: Þeir áttu skilið að vera frjálsir. Söguleg skáldsaga þýdd úr sænsku af Brynjólfi Sveinssyni og Krist- mundi Bjarnasyni. Bókaútgáfan Norðri. Prentverk Odds Bjöms- sonar. Akureyri 1945. 1 fljótu bragði virðislt lítt skiljanlegt, hverju Þjóðverjar hafa reiðst, þegar þeir hugðust gera bók þessa upptæka á öðrum degi eftir útkomu hennar í Dan- mörku, 17. ágúst 1943, en gripu þá í Itómt, því að allt upplagið, 35.000 eintök, hafði selzt upp á einum degi. Sagan fjallar nefni- lega, að yfirvarpi, um viðskipti Svía og Bornhólmsbúa á seytj- ándu öld ofanverðri, hernám landsins og uppreisn eyjar- skeggja gegn hinu erlenda her- veldi, og er auk þess sögð af svo mikilli háttvísi, hógværð, sagn- fvæðilegu hlutleysi og yfirsýn, að erfitt virðist að hafa hendur í hári höfundarins og bregða hon- um um vísvitandi tilraun til þess * I að spilla sambúð þjóðar sinnar við erlent stórveldi á Jrví herrans ári 1943. En sé betur að gáð, ger- Ist það stórum skil janlegra, að Þjóðverjar hafa talið nærri sér höggvið hættulegu vopni. Þeir hafa enn fundið, að skæð er hefnd skáldanna, og véfréttir liggja Jreim á vörum, eins og Grímur kvað. Ofbeldið reynisit oftast furðu varnarlítið fyrir snilldinni. þegar til lengdar læt- ur, og einmitt hin hógværa, sanngjarna og innilega túlkun staðreyndanna getur orkað meiru en upphrópanir og eggj- anir hinna æsftu og hugstola, sem ærast og bíta grenjandi í skjald- arrrendurnar, jafnvel áður en á hólminn er komið eða til úrslita dregur. Slíkir berserkir reynast sjaldnast ótrauðastir og öruggast- ir, þegar mest á’reynir — á ör- lagasitundum þjóða og í fæðing- arhríðum nýs frelsis og nýrrar menningar. Niðurlagsorð sög- unnar — ályktun höfundarins — virðast næstum því yfirmann- lega og ótrúlega hæversk og sátt- fús, á eftir öllu því, sem á undan er gengið — þegar sigur var unn- inn, liernámsliðið tekið höndum og „hundarnir höfðu lagt niður rófuna":-----Nú, sagði Margrét Sandersdöttir og klappaði saman lófunum, nú getum við aftur sýnt Jreim drengskap og vinar- þel. — Og Jressi orð eru ekki sögð af sáttfýsi hins veiklynda og geð- lausa, heldur í krafti þess skiln- ings, að menning og framtíðar- heill þjóðanna verður naumast reist á grunni haturs og hefndar- hugs, ef vel á að fara. Sjálfsaglt mun mörgum, nú sem endranær, reynast það býsna torveld lexía að sættast og fyrirgefa, án þess að gleyma þó nokkru af lærdóm- um hinnar dýrkeyptu og hroða- legu reynslu liðinna ógnarára. Sú fyrirgefning má heldur hvorki þýða sátt við ranglætið né undandráöt réttlátra og nauðsyn- legra refsinga. En hatrið og hefndarhugurinn má aðeins ekki verða hið ráðandi sjónarmið, skuggi á framtíðina og trufla ró- lega yfirsýn Jress vanda, sem bor- ið hefir mannkyninu að liönd- um, þegar rofa tekur til í gern- ingamyrkri því, er að undan- förnu hefir drottnað yfir veröld- inni heimskautanna á milli að kalla. ÞetJta virðist í sem skemmstu máli lokaboðskapur þessarar merkilegu sögu. Þýð- ^ndur óg útgefandi eiga Jrakkir skyldar fyrir að koma henni á framfæri við íslenzka lesenduF í vandaðri þýðingu og snotrum og smekklegum ytra búnaði. Saga þessi er tvímælalaust stórum þroskaðra listaverk — oæði að boðskap og efnismeðferð — en tíðaslt er um skáldrit þau, sem annars er hæst hossað á markaði tízkubóka. „Eg ætla að vara mig á því, að mæla með henni. Hún er of góð til þess. Látum hana gera það sjálfa“, sagði Ka^ Munk í ritfregn sinni um bók- ina. Vafasamt er raunar, hvort slík ummæli geta nokkru sinni verið algerlega rökvfsleg eða Fréttir í stuttu máli Forseti íslands liefir skipað þrjá menn í dómaraembætti við Hæstarétt. Þeir eru: Árni Tryggvason, borgardómari í Reykjavík, Jón Ásbjörnsson, íæstaréttarlögmaður, og Jónatan Hallvarðsson, sakadómari í Reykjavík. • Mikið þjófnaðarmál er á ferð- inni á Snæfellsnesi. Aðfaranótt fyrra sunnudags var brotizt inn í últibú Kaupfél. Stykkishólms í Grafnarnesi við Grundarfjörð. Höfðu þjófarnir á brott með sér reningaskáp sem í voru milli 60 —70 þúsund krónur í peningum og ávísunum. Ekki hefir ennþá hafst upp á þjófunum og er leit að Jreim haldið áfram. • Sendinefndin, sem fór til Sví- yjóðar til samningagerðar við Svía, er nýkomin heim. Við- skiptasamningar milli ríkjanna voru undirritaðir í Stokkhólmi Mig vantar stofu eða gott herbergi frá 14. þ m. jónas fónsson kennari Strandgötu 5 ÍBUÐ, 4 lierbergi og eldbús óskast nú þegar eða 14« maí, Uppl. á afgr. 10-12 ára telpa óskast til að gæta 2 ára barns í sumar. Pálína Jónsdóttir Hafnarstræti 106 Einbýlishús 6 herbergja eða stærra, óskast til kaups nú þegar eða fyrir 1. okt n.k. Tilboð sendist í pósthólf 117 fyrir n.k. laugardagskvöld. Tennis Tennisvöllurinn verður tek- inn til afnota þriðjud. 15. þ. m. Væntanlegir þátttakendur skrifi sig á lista, sem liggur frammi í bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar. Tenriisnefnd K. A. sjálfum sér samkvæm, fremur en bein öfugmæli. En sannleikur- inn er heldur ekki ávalllt rökvís- legur, né rökvísin ávallt sannvís- leg. J. Fr. ið iðkuð í Mývatnssveit og liafa oft komið Jraðan kappar, í glímu góðir. Jafnvel á ísnum, Jregar talt var að sitja við dorgina, voru tekin glímutök og brogðum beitt, unz hitnaði í hamsi. A síðari árum hefir glíman haldizt rarna við, Jrótt lagzt hafi niður annars, víða hér nytðra. .Fyrir skömmu gaf Guðmund- ur Hofdal, — hér fyrri ein af glímukempum Mývetninga — fallegan glímu-verðlaunagrip — Geirfinns-bikarinn, — til minn- ingar um Geirf. heitinn Þorláks- son, hinn efnilegasta glímu- mann. Svo skal keppt um bikar- inn árlega, og sá, er vinnur grip- inn oftast á 15 árum, fær hann til eignar. I fyrra var glímt um bikarinn í fyrsta sinn. Sigurvegari varð þá Hallgrímur Þórhallsson. Nú, á sumardaginn fyrsta, var glímt í annað sinn; keppendur voru 7. Jafnir urðu — með 5 vinninga hvor — Hermann Þór- íallsson og Jón Kristjánsson. Glímdu Jreir á ný og sigraði Her- mann, og hlaut þar með Geir- iánnsbikarinn, þetta árið. Þeir Hallgrímur Þórhallsson og Jón Þorláksson urðu þessum næstir, með 4 vinninga hvor. — Glímu- stjóri var Sverrir Sigurðss. Einn- ig var þarna háð drengjaglíma og varð ívar Stefá nsson sigurvegari í Jreim hópi. Mývetnskir glímumenn munu tafa fullan hug á að' mæta til ís- landsglímunnar á Akureyri í sumar. Varla er þess að vænta, að þeir hafi bein í nefi til að sigra þrautþjálfaða kappa höfuðstað- arins, — sem m. a. hefir verið höfuðstaður glímunnar um skeið, — en sendi þeir á mótið nokkra vaska glímumenn, sem með drengskap og röskleika ganga fram í íþróttinni, mega þeir vel við una. Seinna koma sumir dagar------. Fimleikanámskeið var í„ Sveit- inni“ í vetur — mánaðartíma skipt í tvo staði, og var áhugi mikill. Kennari var Karl Guð- mundsson frá U.M.F.Í. Ómögu- legt reyndist að fá kennara lengri tíma, þótt reynt væri. Á sömu leið fór um útvegun glímu- kennara, — en Kjartan Berg- mann hefir áður kennt glímu í Mývatnssveit á einu námsskeiði. ----Bæði héraðssamböndin, Ey- firðinga og S-Þingeyinga, liafa nú lokið ársþingum sínum — og verður e. t. v. eitthvað nánar frá þeim skýrt hér síðar. Bæði gerðu ráð fyrir sameiginlegu íþrótta- móti. — Eyfirðinga og S.-Þingey- inga — nú í sumar og verður sennilega fastar ákveðið um það fljótlega.--- Akureyri. Barnaskóli Akureyrar hafði fimleikasýningu í Samkomuhúsi bæjarins sl. þriðjudag. Sýndu Jrar flokkar úr þriðja til sjöunda bekk skólans, undir stjórn kenn- ara sinna, þeirra Sverris Magnús- sonar, Jónasar Jónssonar, Sigríð- ar Skaftadóttur og Tryggva Þor- steinssonar. Barnaskólinn hefir undanfarið leikfimiiðkana, Jrangað til nú í vetur, að liann fékk aínot af íþróttahúsinu. Það er því vonum meiri árangur, sem birtisf í Jæss- ari fimleikasýningu barnaskól- ans og ber vott um bæði álniga barnanna fyrir fimleikunum og dugnað kennaranna, sem hafa rjálfað þau. Skemmtilegust þótti mér sýn- ing stúlknaflokks úr 6. bekk, undir stjórn Sigríðar Skaftadótt- ur, og jafnvægisæfingar þeirra á slánni máttu heita mjög góðar. Eins og áður segir, ær sýning- sessi ávöxtur þess, að reist hefir verið og tekið í notkun íþrótta- hús hér á Akureyri. En hún minnti mann líka áþreifanlega á lað, að enn höfum við ekkert hús, Jrar sem í raun og veru sé lægt að sýna fimleika. í Sam- komuhúsinu er Jrað næstum frá- gagnssök. Og þeir æfingasalir, sem enn eru í íþróttahúsinu, eru allt of litlir fyrir sýningar og engin áhorfendasæti í þeim. Ef imleikarnir eiga að skipa það rúm í íþróttalífi bæjarins, sem Deim ber, og almenningur a?5 eiga þess kost að sjá fimleika- mennina að verki, við og við, verður Jiess vegna hið bráðasta að byggja sýningarsalinn, sem lyrirhugaður er í íþróttahúsinu. Fyrir því ættu íþróttafélög bæj- irins að beita sér. Steingr. Aðalsteinsson. Fimleikar. Fimleikaflokkur úr íþróttafé- laginu Þór — karlar, undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar, — hafa >ýnt fimleika þrisvar sinnum nú fyrir skömmu, 4 samkomuhúsi bæjarins og Hótel Norðurland. Piltar þessir — 14 talsins — hafa æft saman í vetur í nýja í- oróttahúsinu — og sumir vanir fimleikum áður. Gólfæfingakerfi hópsins, gerir miklar kröfur um nákvæmni og samstillingu og stökkin rnörg erfið. F.n fiml.- mennirnir virtust — í heild - furðu lagnir að leysa vandann og tuðsjáanlega eru til í hópnuvn tfreksmenn. Aðstaða til sýninga er í báðum itöðum érfið, þrengsli og slæm TÓlfin, en þó alveg sitt með hvoru móti, annað óslétt og itamt en hitt fljúgandi hátt, svo rð spyrna til stökkanna var mjög hæpin. Áhorfendur voru aldrei marg- ‘r, en þeir virtust vel meta sýn- inguna og fagna fimleikamönn- unum. Ráðgert er, að flokkur Jvessi sýni fimleika hér í bænum í júní, 10. og 17. „og fari síðan austur um land og bafi sýningar á nokkrum stöðum í ferð Jreirri. Kæliskápar Hefi til sölu 2 stóra kaeíiskápa, mjög hent- uga fyrir stór sveita- heimili eða gistihús. Haukur Snorrason Sími 166

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.