Dagur - 03.05.1945, Page 2

Dagur - 03.05.1945, Page 2
B AGUR Fimmtudaginn 3. rrtaí 1945 Framsóknarflokkurinn þjóðvígi þegar núverandi dýrtíðarbandalag rofnar Tvennir hljómleikar Um allt land spyrja menn og spá um framtíðina í sambandi við nýsköpunaráform ríkis- stjórnarinnar, eins og þau voru framsett í „plötu“ forsætisráð- herra við upphaf sltjórnarferils hans á síðasta hausti. Margir trtiðu þá á „plötuslátt- inn“ í byrjun, en nú virðislt þeim fara óðum fækkandi. Það er í raun og veru hreinn óþarfi að deila um það, að hve rniklu leyti nýsköpun stjórnar- innar muni takast eða takast ekki. Reynslan hlýtur að skera úr þessu fyrr en seinna, og eftir hennar dómi ættum við að gelta beðið, og honum verður ekki á- frýjað. En ýmsum þegar fram komn- um staðreyndum hljóta þó at- hugulir menn að taka eftir og draga sínar ályktanir þar af. Það er It. d. eftirtektarvert, hvað ríkisstjórnin og blöð henn- ar eru sárviðkvæm fyrir allri gagnrýni á verkum hennar eða verkleysi. Væri stjórnin jafn- sannfærð um, að hún væri á réttri leið og hún lætur, en and- stæðingarnir því á alrangri leið, þá ætti stjórnin að gdta látið sér í léttu rúmi liggja alla gagnrýn- ina, því að óskeikulleiki hennar og villa andstæðinganna hlýtur þá von bráðar að koma í'ljós og verða öllum opinber. Hinn megni ótti og mikla heift, er sí- fellt kemur fram gagnvart öllum aðfinnslum, einkum frá hendi Framsóknarflokksins, sýnist fjöl-' mörgum benda til þess,að stjórn- in sjálf, og málgögn liennar einnig, sé veik í trúnni á eigin verðléika og ágæti stefnu sinnar t. d. í fjármálum og dýrtíðarmál- unum. Og allra sízt ættu málgögn stjórnarinnar að vera smeik um hana, ef þau mæla það af heil- indum og sannfæringu, sem þau halda fram af miklu offorsi, að fylgið sé hröðum skrefum að hrynja af Framsóknarflokknum um allt land og hverfa inn í stjórnarflokkana; það séu aðeins „ fáeinir sjónlausir bændaaum- ingjar, sem enn fylgja Framsókn- arflokknum! Það, sem menn nú þegar festa einkum sjónir á, er þetta: Fjármál ríkisins eru í mesta öngþveiti og tekjuhalli fyrirsjá- anlegur, þrátt fyrir gífurlegar skattaálögur. Þvínær öllum framfaramálum til eflingar atvinjiuvegum þjóð- arinnar, sem Framsóknarmenn beittu sér fyrir, vísað frá eða felld. Má þar til nefna: áburðar- verksmiðjumálið, jarðræktar- málið, raforkumálafrumvarp milliþinganefndarinnar, strand- ferðaskipsmálið og eflingu fiski- málasjóðs itil stuðnings hvefs konar nýjungum í sjávarútvegi. Að þinglokum neyddist fjár- málaráðherra til að játa, að fjár- rhálum landsins væri nú stefnt í fullkomið öngþveiti og viður- kenndi jafnframt, að hann vissi ekki hvernig úr skyldi bæta. Enn ] játaði liann, að nýsköpunarfyrir- ætlanir stjórnarinnar kæmust ekki í framkvæmd, nema ger- breytt væri um stefnu. Þar með var játað frá stjórnar-. innar hálfu, að Framsóknarm. hafi rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á ráðleysisfálmi stjórnarinnar og stefnuleysi allan þann tíma, er núverandi stjórn hefir verið.við völd, og sem byrjaði með hroka- fullum yfirlýsingum um nýsköp- un atvinnuveganna og hvers konar framfarir. Þannig er þá ástandið, eins og sakir standa. Um það verður ekki deilt, því að stjórnin sjálf hefir viðurkennt það. Það er engin furða, þó að hún sé hrædd við gagnrýni, ekki sízt þar sem Framsóknarmenn eru margsinn- is búnir að benda henni á þann háska, sem hún sé að leiða þjóð- ina út í. — Hvað gerist næst, þegar A! þingi kemur saman,^veit enginn, og allra sízt stjómin sjálf, sem þó þykist muni stýra málum þjóðar- innar áfram. Þrátt fyrir að feng- i?Jt hefir sæmilegt verð fyrir veru- legan liluta af þessa árs útflutn- ingsframleiðslu okkar, þá rekast fjármálin og dýrtíðarmálin í enn verri hnút í haust en nokkru sinni fyrr. Hefir þá stjórnin um tvo kosti að velja: annað hvort að snúast að stefnu Framsóknar- flokksins, eða hún treystir sér til að láta enn um sinn grafast und- an fjármála- og atvinnulífskerfi landsins, eins og forsprakkar kommúnisita vilja. Fjárhagsvandræði ríkisins, er við blasa, ef núverandi fjármála- stéfnu ríkisstjórnarinnar er hald- ið áfram, leiða óhjákvæmilega af sér stöðvun framfara og at- vinnuleysi, áður en varir. Þetta er Framsóknarflokknum ljóst. — Andstæðingarnir nefna það. svartsýni að þora að horfast í augu við þenna sannleika. Hiitt kalla þeir bjartsýni að loka aug- unum fyrir voðanum, sem fram- undan er. Framsóknarmönnum er á hinn bóginn einnig ljóst, að á næstu árum þurfa að verða stórstígar framfarir, bæði til lands og sjávar. Aðalkjarni framfara- og við- reisnarstefnu Framsóknarflokks- ins er stöðvun dýrtíðarinnar og síðan lækkun hennar með sann- gjarnri hluttöku allra, þannig að framleiðslukostnaður í landinu sé í samræmi við verðlag við- skiptaþjóða okkar. Þetta er und- irstaða þess, að alihenningi komi að gagni það fé, sem menn hafa eignast undanfarin ár. í öðru lagi þarf ríkið að veita rífleg framlög til verkilegra fram- kvæmda, til þess að forðaslt at- vinnuleysi fyrstu árin eftir stríð- ið, meðan verið er að koma upp- byggingu atvinnuveganna í framkvæmd. Þetta er ekki hægt, ef núverandi fjármála- og dýrtíð- arstefnu er fylgit. Við eflingu atvinnuveganna sé megináherzla lögð á hagnýtingu nútímatækni og vísindalegrar þekkingar í Jjjónustu þeiina. Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að haganlegt sé að koma öllu þessu í framkvæmd eftir áætlun, á,Jrann háltt að ríkið setji sér fyrir sín ákveðnu verkefni á ákveðnu árabili, en önnur séu ætluð einstaklingum eða samtök- um einstaklinga, sveitar- og bæj- arfélögum, með stuðningi ríkis- ins, þar sem þörf er á. Kemur hér fyrst til greina ræktun lands, raf- orkuframkvæmdir, efling fiski- málasjóðs og hlultverk hans, skip- un flugmála o. fl. Engu Jiessu verður komið í framkvæmd, meðan svo er á málum haldið, að ríkissjóði er látið blæða út, Jrrátt fyrir þyngd- ar skattaálögur, aðalútflutnings- starfsemi landsins er haldið uppi með itugmiljóna greiðslum úr ríkissjóði, framleiðslukostnaður fer síhækkandi, og engar líkur eru til, að landsmenn geti fram- leitt nokkrar vörur með sam- keppnisfæru verði, þegar eðlileg mill'ilandaviðskipti hefjaslt á ný. Um þessa stefnu þurfa allir umbótamenn í landinu að sam- einasit, hvort sem þeir eiga heirna í sveit eða við sjó, og hvaða flokki sem þeir hafa áður til- heyrt. • Fleiri og fleiri landsmönnum er nú að verða ljóst úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins og alger svik háns við fyrri sitefnu sína. Alveg er einnig ólnigsandi annað, en að margir þeirra, sem kommún- istar hafa haft til fylgis við „um- bótastefnu" sína, hafi komið auga á hina takmarkalausu und- irgefni þeirra við erlendan mál- stað, þar sem beinlínis er sitefnt að auknum, erlendum áhrifum í landinu, að ógleymdu samfylk- ingarbrölti kommúnista við Ólaf Thors samfara stórfelldari bitl- ingaaustri til þeirra, en áður hefir þekksit. Það líður nú óðum að þeim tíma, að ríkisstjórnin komizt ekki undan því að sýna hreinni lit í stórmálunum, en hún hing- að til hefir gert. F.f ekki verður fallizt - á stefnu Framsóknar- flokksins, hlýltur stjórnin annað hvort að halda áfram dýrtíðar- greiðslum, sem hún sjálf þykist nú fordæma, eða láta vísitöluna stórhækka. Hvort tveggja hlýtur að leiða af sér söfnun ríkisskulda og öngþveilti í fjármálum. Hinu verður ekki trúað fyr en tekið er á, að stjórnin þori að 6era fram lagafrumvarp um einhliða fé- flettingu bændastéttarinnar. En þó er Jreim, er afla verðmæta úr skauiti náttúrunnar til lands og sjávar, hollast að vera vel á verði næstu mánuði og taka eftir hVerju fram vindur. Fyr eða síðar kemur að því, að núverandi dýrtíðarbandalag rofnar, annað hvort sjálfrátt eða ósjálfrátit. Þá er nauðsynlegt að hafa öruggt þjóðvígi að flýja til fyrir alla umbótamenn í land- inu. Það þjóðvígi er Framsóknar- flokkurinn. Þá hefst nýtt sóknar- tímabil í sögu flokksins. Auglýsið í „Degi" VVVWW»A*V¥W¥VW¥VVV¥ÍWV¥m1 Guðmundur Jónsson, hinn þjóðkunni baryton-söngvari, hélt fyrstu hljómleika sína hér í bæn- um sl. fimmtudagskvöld. Tón- lisitarfélag Akureyrar stóð fyrir hljómleikunum og voru þeir ein- vörðungu fyrir styrktarfélaga og gesti. Samkomuhús bæjarins var þéttskipað áheyrendum. Á söngskránni voru 8 íslenzk lög og 6 erlend. Söngvaranum var forkunnarvel fagnað og varð hann að syngja fjögur aukalög. Það kom fljótt í ljós, að Guð- mundur Jónsson er alveg óvenju- lega glæsilegur söngvari. Röddin er mikil, tónsviðið breitt og jafn- vægi í blæbrigðum með ágætum. Framkoman á söngsviðinu er eðlileg og látlaus og laus við til- gerð. Þetta eru allt miklir kostir. Þar við bætist, að söngvarinn virðislt búa yfir hæfileikum til þess að skila hverju því viðfangs- efni, sem hæfir rödd hans,.á smekkvísan og listrænan hátt. Þar með er ekki sagt, að svo hafi verið að öllu leyti á þessum hljómleikum. Um sum viðfangs- efnanna er það að segja, að áheyrandinn hefði óskað, að hann túlkaði þau betur, einmitit vegna þess, að hæfileikarnir voru fyrir hendi. Svo var t. d. um lög- in ,,í rökkurró", eftir Björgvin Guðmundsson og „Dráumaland- ig“, eftir Sigfús Einarsson. Söngvarinn sýndi það svo vel, í laginu „Mamma“, eftir Sig. Þórðarson, að hann býr yfir skapgerð og skilningi til þess að Itúlka angurværð og blíðu. Hin lögin voru þó langsamlega fleiri, er hann söng svo, að það vakti óskiptajirifningu, e. t. v. sérstak- lega Jrau, er útheimtu drama- tiskan kraft. „Sverrir konungur“ og „Bikarinn“ voru afbragðsvel flutt. Ennfremur þau lögin, er e. t. v. má nefna ,,semi-klassisk“, svo sem „Ol’ man river", hið ágæta lag, er Jerome Kern samdi fyrir bassasöngvarann heims- fræga, Paul Robeson, og Song of songs“ eftir Moya. Yfirleitt má segja, að hljóm- leikarnir hafi sýnlt á ótvíræðan hátt, að Guðmundur sé efnileg- asti söngvari, er hér liefir komið á svið um langan aldur. Það væri til of mikils ætlast, að gera ráð fyrir að hann hefði náð þeirri fullkomnun, sem honum er möguleg, efltir svo stuttan námsferil. F.n efniviðurinn er ótvíræður og ætti því ekki að þurfa að telja það neina óhófs bjartsýni, að ætla, að Guðmund- ur eigi eftir að verða afbragðs söngvari og ná miklum frama. Fritz Weisshappel aðstoðaði söngvarann með píanóundirleik. Frá lisitirænu sjónarmiði verður ekki metið, að hans skerfur hafi verið minni en Guðmundar og hefði mátt prenta nafn hans með jafn stóru letri á söngskrána þess vegna. Undirleikurinn var með afbrigðum smekkvís, öruggur og látlaus. Hafi listamennirnir þökk fyrir kvöldið og Tónlistarfélag Akur- eyrar fyrir framltakið. Karlakór Akureyrar hafði kirkjuhljómleika í Akureyrar- kirkju sl. laugardagskvöld. Söng- stjóri var Áskéll Jónsson, en und- irleik á píanó og orgel önnuðust frú Þyri Eydal og Jóhann Ó. Haraldsson. Á söngskrá voru 10 viðfangsel’ni eftir innlend og er- lend tónskáld. Merkast þeirra má óhikað telja lagaflokk Áskels Snorrasonar tónskálds við liá- itíðaljóð samvinnumanna er Sig- urður Jónsson á Arnarvatni orti í tilefni af 100 ára afmæli sam- vinnuhreyfingarinnar. Lögin eru þessi: Áfram streymir, Nei, slík- an söng. Fagra hugsjón og Þau felast í fjarskans móðu-. Það var galli, að ljóðið var ekki prentað á söngskrána svo áheyrandinn gæti fylgst með. Ennfremur hefði verið æskilegt, að flokkur- inn hefi verið endurtekinn, og hefðu áheyrendur vafalaust ósk- að þess. En hin misskilda guð- rækni, sem hefir bannfært lófa- tak í kirkjunni, varnaði. Lögin eru stílhrein og tilkomumikil og voru ágætlega fluöt af kór og undirleikurum. Kórinn er prýði- lega þjálfaður, raddirnar vel samstilltar og innan uni auð- heyrilega afbragðs söngmenn. Af öðrum lögum, er athygli vöktu, má nefna Hin dimma grimma, eftir Schubert, Man- söngva eftir Brahe og Frieborg og Kvæði um rós efltir Reichardt. 1 því lagi hafði Sverrir Magnús- son sóló og skilaði henni ágæt- lega. Má óhikað telja, að hann hafi tekið miklum framförum. Söngstjórinn, Áskell Jónsson, stýrði söngnum með nákvæmni og festu. Hljómleikarnir voru kórnum til sóma og áheyrendum. til ánægju. Mundi það hafa komið betur í ljós, ef þeir hefðu láttið gleði sína í ljós á venjuleg- an og alsaklausan hátt, með dynjandi lófataki. Sá siður er nú innleiddur, er tónleikar eru í kirkjunni, að áheyrendur sitja þegjandi og • hreyfingarlausir undir söngnum, hversu hrifnir, sem Jaeir kunna að vera. Þetta orkar illa á söngmenn, jafnt sem áheyrendur. Mér er sagt, að söfn- uðurinn hafi sjálfkrafa innleiltt þennan sið, og muni sóknar- presturinn á engan hátt hafa neitt á móti því, að menn láti gleði sína í ljósi á venjulegan hátt. Enda verður ekki séð, að nein ásitæða sé til að þetta gangi svo. Hressilegt lófatak og heil- næm sönggleði er víðs fjarri því, að óvirða hinn helga stað. Nef- snýtur og hóstahviður, svo að undir tekur í hvelfingunni, sneiða þar nær. Væri óskandi, að menn byrgðu ekki gleði sína á þessum stað, frekar en öðrum, ’ svo lengi sem hún er innan sið- mennilegra takmarka og guði þóknanleg. Áuditor. XcLupum Sultuglös Ölog Gosdrykkir h.f. Sími 337

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.