Dagur - 17.05.1945, Síða 6

Dagur - 17.05.1945, Síða 6
ð DA6UR Fimmtudaginn 17. maí 1945 - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS r$;$$$W:5v;$vv,íí:$v:ííív!í (Framhald). Hann stóð við orð sín. Og þannig atvikaðist það, að Ginny átti víst starf þegar hún kom til New York í september. Já, það var septembermánuður. Hún hafði hæt't að starfa hjá Dorcas March í september til þess að gifta sig, og nú var hún aftur komin að starfi á hennar vegum í sama mánuði. Henni flaug þetta í hug dag nokkurn. Þau sátu við lítið borð í matsöluhúsi, hún, Dorcas, Shannon MacKaye og Charles BuUton. „Eftir níu ár,“ sagði hún, „er eg nákvæmlega á sama stað og eg byrjaði. Eg hefi meira að segja fengið íbúð í sömu götu og þá.“ w „Hvað var það, sem fór út um þúfur?“ spurði Charlie Burton. Hann var rithöfundur og alltaf á snöpum eftir efnivið. „Vonbrigði með manninn?" Gínny brosti. „Ónei, ekki get eg sagt það. Mér þóitti alltaf mjög vænt um hann. En eg þurfti að dvelja að heiman um tíma og þá kynntist hann annarri stúlku.“ „Nú, svoleiðis," sagði Charlie Burton. „Það efni er nánast út- rætt. Dugar ekki í. smásögu, — Hollywood lítur ekki við því leng- ur.“ „Það var leiðinlegt,“ sagði Ginny. „En svona var það. Þér spurð' uð mig, og eg sagði eins og var.“ „Heyrðu, Charlie," sagði Dorcas. „Geturðu ekki gleymt því eitt einasta augnablik, að þú ert atvinnurithöfundur." „Já, og lélegur í þokkabót,“ bætti Shannon við. Shannon var grannleitur og skolhærður, líkléga nær fertugu. En þegar hann brosti varð hann nær unglingslegur á svipinn og Ginny leizt vel á hann frá fyrstu sýn. ,-Nokkrum dögum seinna sátu þær Dorcas við hádegisverð. Ginny sagði: „Það var fallega gert af ykkur Shannon urn daginn, að koma mér til hjálpar og leiða talið frá hjónaskilnaðinum að sögunum hans Charlie. Það var heimskulegt af mér að koma honum á sporið.“ í tíu ár hafði Dorcas March tekizt að vera fremsti tízkuritstjóri í allri borginni og Ginny fannst hún vatla hafa elzt um ár síðan hún sá hana fyrst. „Charlie meinti þetta vel,“ sagði Dorcas, „en hann er ekki alltaf heppinn í efnisvalinu. — Eg fékk bréf frá vini þínum í dag — frá Bill Sabins. Hann vildi fá að vita, hvernig þér gengi. — Hann hefir augsýnilega áhyggjur af líðan þin.ni." „Frá Bill,“ sagði Ginny, og var ekki alveg eins undrandi og hún lézt vera. „Þetta fer nú að verða talsvert skrítið. — Eg skrifa honum af því að eg hefi áhyggjur út af börnunum, en hann skrifar þér af því að hann áhyggjur mín vegna." (Framhald). Þurrkað grænmeti H V í T K Á L kr. 22 pr. kg. GULRÆTUR - 17 - - SPÍNAT - 32 - - | ATHUGIÐ: 1 kg. þurrkað samsvarar 10-12 kg. | af nýju káli. Kaupfélag Eyfirðinga 1 ****** Nýlenduvörudeild og útibú. Húsmæður! Athugið, að brauð- og mjólkurbúðir vorar verða lokaðar allan hvítasunnudag. — Munið því að kaupa brauð- og mjólkurvörur fyrir kl 4 e. h. á LAUGARDAGINN kemur, en þá verður búðunum lokað. Kaupfélag Eyfirðinga. Gefið börnunum hinar hollu Clapp’s niöursuðuvörur Alls konar grænmeti og ávextir Mjög holl barnafæða Kaupfjelag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Minningarliatíð í tilefni af 100 ára dánarafmæli Jónasar Haligrímssonar verður haldin í Öxnadal, laugardaginn 26. þ. m. Hefst hún með guðsþjónustu í Bakkakirkju kl. 2 e. m., þar sem sóknarpresturinn, sr. Sigurður Stefánsson, prédikar, en verður síðan fram haldið í þinghúsi Öxnadalshrepps, að Þverá, kl. 4 s.d. Ræðumenn verða þar: Bernharð Stefáns- son, alþingismaður og Steindór Steindórsson, Mennta- skólakennari. Ágúst Kvaran, forstjóri, les upp og ennfremur verður söngur. Veitingar og merki dagsins fást á staðnum. UNGMENNAFÉLAG ÖXNDÆLA höfum við ávalt fyrirliggjandi. Kaupf elag EyfirÖinga V ef naðar vörudeild !*$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ Tilkynning Vegna hækkunar á ökutaxta verður ekki komizt hjá framvegis, að taka gjald fyrir sérstakar heimsend- ingar á sunnudögum. Lágmarksgjald er 4 krónur. Brauðgerð K.E.A. Píanó til sölu Afgreiðslan vísar á. TIL SÖLU: nýlegur rúmfata- og geymsluskápur. Upplýsingar hjá Ben. J. Ólafs, málara, Skipagötu 5. Tilboð óskast í árabát. Björgvin Elíasson, Aðalstræti 13. Til sölu: traktor ásamt jarðvinnslutækjum Upplýsingar á Bílaverk- stæðinu Lykillinn eða á herbergi nr. 3. Hótel Ak- ureyri. Saumastofa í fullum gangi til sölu, að nokkru eða öllu leyti. — Upplýsingar gefur BÁRÐUR JAKOBSSON, Akureyri, sími 354. Nýr dívan til sölu. STEFÁN JÓNSSON, Mjölnir. Gagnfræðaskóla Ak. sagt upp (Framhald af 1. síðu). í skólanum voru 200 nemend- ur og luku 49 gagnfræðaprófi. Eru það fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu skólans. í ávarpi sínu til gagnfræðinga lagði skólastj. út af orðum Jó- han nesarguðspjal ls: Sannleikur- inn mun gera yður frjálsa. — Hvatti hann nemendur til sjálf- stæðis og rökvísi í hugsun og at- höfn og benti á, að þótt skipulag þjóðfélagsins veitti mönnum tækifæri til ríkulegs frelsis, væri enn ástæða til að óttast ófrelsið, því að enginn væri frjáls, sem ekki rökhugsaði sjálfur viðfangs- efni sín í lífinu og ekki léti leið- ast af eigin ályktunum eða þyrði ekki að breyta rétt. Múghugsun- inu mætti aldrei ná að magnast svo, að hún bældi niður sjálf- stæða hugsun og skoðun. Ræða skólastj. vakti hrifningu áheyr- enda og var ágætlega fagnað. Eftir skólaslit skoðuðu gestir handavinnusýningu skólans. Var þar margt haglegra og smekklega gerðra muna. Er þetta þó fyrsti veturinn, sem skólinn hefir tök á að kenna handavinnu. Síðan fór fram fimleikasýning undir stjórn frk. Þórhöllu Þorsteinsdóttur, fimleikakennara, og er þeirrar sýningar nánar getið í íþrótta- þætti blaðsins í dag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.