Dagur - 31.05.1945, Blaðsíða 1
10 SÍÐUR
ANNALL
DAGS
■= éú—........
24. MAÍ. Tiilkynnt, að brezka
þingið verði rofið 15. júní n.k.
og þingkosningar fari fram 15.
júlí n. k. Churchill hefur sagt af
sér en konungur falið honum að
mynda nýtt bráðabirgðaráðu-
neyti. Heinrich Himmler, yfir-
maður þýzku Gestapolögregl-
unnar fremur sjálfmorð í aðal-
stöðvum 2. brezka hersins. Mesta
loftárás styrjaldarinnar á\Tokyo,
750 þús. eldsprengjum varpað á
borgina, tjón gífurlegt.
25. MAÍ. Enn gerð stórárás á
Tokyo. Okyrrð í Sýrlandi og
Lebanon vegna aukningar á
herstyrk Frakka í þessum lönd-
um.
26. MAÍ. Tai'ið að 1/5 hluti
Tokyo sé í rústum eftir loftá-
rásirnar að undanfömu. Mála-
ferlin gegn Vidkum Quisling
hefjast. Sænskt flugfélag ráðgerir
flugferðir tíil Bandaríkjanna
með viiðkomu á íslandi.
27. MAÍ. Arabaríkin ákveða
ráðstefnu 5. júní um málefni
Sýrlands og Lebanon. Talið að
þau muni styðja þessi ríki í deil-
unni við Frakka. Kínverjar í
sókn, taka Nanning. Ýmsir hátt-
settir nazistar enn handteknir, þ.
á. m. Forster, naaistaforingi .í
Danzig.
íþróttafélagið Þór 30 ára.
íþróttafélagið Þór er stofnað
6. júní 1915 og verður því 30
ára í næstu viku.
í maí 1915 ákváðu unglingar
á Oddeyri að mynda með sér fé-
lagsskap um sín áhugamál, og þá
fyrst og fremst íþróttir. Stofndag-
urinn var ákveðinn 6. júní.
Stofnendur voru milli 20 og 30.
Allt frá þessum degi hefir
íþróttafélagið Þór starfað að
margs konar íþróttum hér á Ak-
ureyri, oft af lífi og fjöri, þótt á
stundum væri dauft yfir — sér-
staklega á árunum 1924—1930.
Félagið hefir keppt við aðra
l^æði hér heima og annars staðar
og hefir þar, eins og gengur, ým-
ist verið skin. eða skúr, sigrað
eða tapað sigri í leik og keppni.
Félagar í Þór eru nú nokkuð
á 4. hundrað.
í tilefni af þessu afmæli félags-
ins hefst íþróttamót hér á Akur-
eyri miðvikudaginn 6. júní n.k.
og stendur til 10. júní. Þátt taka
í mótinu 4 íþróttafélög bæjarins
og má búast við margs konar
keppni og ýmsum skemmtiatrið-
um. M. a. íþrótta þar er svokall-
að Oddey^ar-boðhlaup og eru
þar 20 menn í hverri sveit og
hlaupa þeir 100—400 m. hver.
Þá eru knattleikar bæði fyrir
-pilta og stúlkur, sund, fimleika-
sýningar og frjálsar íþróttir. —
Allt verður þetta nánar auglýst
síðar.
Mótinu á að ljúka sunnudags-
kvöldið 10. júní með samkomu
að Hótel Norðurland og verður
þar skilað verðlaunum.
Stjórn félagsins skipa nú:
Jónas Jónsson, formaður.
Sverrir Magnússon, ritari.
Sigmundur Björnsson, gjaldkeri.
Gunnar Óskarsson varaform.
Jón Kristinsson, spjaldskrárritari
XXVIII. árg.
Akureyri, — fimmtudaginn 31. maí 1945.
22. tbl.
Eyfirðingar minnazt aldarártíðar Jónasar Hallgrímssonar
Virðuleg minningarháfíð í fæð-
ingarsveit hans.
Fjölbreytt hátíðahöld sjómanna um
næsfkomandi helgi
Síðastliðinn laugardag voru 100 ár liðin síðan Jónas
Hallgrímsson lézt, einmana og yfirgefinn, í sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn. Víða um land hefir aldarártíðar
„listaskáldsins góða“ verið minnzt, m. a. á Listamanna-
þinginu, sem nú stendur yfir í Reykjavík og helgað er
minningu hans. — Hér í Eyjafirði, heimasveit Jónasar,
hefir hans verið minnzt með ýmsu móti. Aðalhátíðin
var í Öxnadal, þar sem Jónas fæddist og ólst upp að
mestu leyti. Ungmennafélag Öxndæia gekkst fyrir há-
tíðinni.
Hófst hún með guðsþjónustu
í Bakkakirkju kl. 2 e. h. sl. laug-
ardag. Sóknarpresturinn, séra
Sigurður Stefánsson, prédikaði.
Að því búnu var haldið að þing-
ofif skólahúsi sveitarinnar að
Þverá og hófst þar f jölmenn sam-
koma. Kári Þorsteinsson á Þverá,
formaður framkvæmdanefndar,
setti hátíðina, en að því búnu
flutti Bernharð Stefánsson alþm.
ræðu um skáldið og æskustöðv-
arnar. Steindór Steindórsson,
menntaskólakennari, talaði um
náttúrufræðinginn Jónas Hall-
grímsson, en Ágúst Kvaran, for-
stjóri, las upp úr ljóðum Jónasar
og ljóð um hann. Söngflokkur,
undir stjórn Jóhanns Ó. Har-
aldssonar, söng lög við ljóð eftir
skáldið og loks söng Hreinn
Pálsson einsöng. Samkomunni
var slitið með því, að þjóðsöng-
urinn var sunginn. Hátíðin fór
sérlega vel og virðulega fram.
í ræðu sinni komst Bernharð
Stefánsson m. a. svo að orði:
— í dag minnumst við þess, að
rétt 100 ár eru liðin frá andláti
„listaskáldsins góða“, Jónasar
Hallgrímssonar — þess manns,
sem langsamlega mestum ljóma
hefir varpað á sveitina ok-kar, því
að hér var hann borinn og barn-
fæddur og hér var æskuheimili
hans. Hann dó fjarri átthögum
sínum og ástvinum, á spítala suð-
ur í Kaupmannahöfn. . . . Hann
var þá aðeins 37 ára gamall. Fá-
tækur var hann og umkomulít-
ill, því að þó hann ætti alúðar-
vini meðal hins fámenna hóps
íslendinga í Kaupmannahöfn,
þá^voru þeir ekki mikils meg-
andi. . . . En þó Jónas Hall-
grímsson dæi ungur og þó hann
væri fátækur að veraldarauði, þá
hafði hann þó af gnógt anda síns
gefið íslenzku þjóðinni meira en
flestir aðrir. Hann hafði vakið
þjóðina til nýs lífs af margra
alda sinnuleysi og móki. Hann
hafði opnað augu hennar fyrir
fegurð og tign landsins og kennt
henni að þekkja það betur en
áður, Hann hafði gefið þjóðinni
nýja trú á sjálfa sig, á framtíð
sína og á land sitt. En einkum og
alveg sérstaklega, hafði hann
endurreist sjálfa tungu þjóðar-
innar, „ástkæra, ylhýra málið,
allri rödd fegri“, og gefið henni
nýja fegurð og þrótt. . . .
(Framhald á 4. síðu).
N orðurllandasöf nunin:
195 þús. krónur hafa
safnazt 1 Eyjafirði
og á Akureyri
Skyndifjársöfnuninni um
land allt til hjálpar bágstöddu
fólki í Danmörku og Noregi er
nú Iokið og mun láta nærri að
íöfnunin á öllu landinu nemi
3 millj. kr.
Hér á Akureyri og í Eyjafjarð-
arsýslu söfnuðust alls um 195
þús. kr., þar af 159 þús. í pening-
um, en rösk 35 þús. í vörugjöf-
um, og er þá ekki meðtalið neitt
af fatnaði þeim, sem einstakling-
ar gáfu, heldur aðeins vörugjafir
verzlana. Helztu upphæðirnar
eru þessar: Akureyrarkaupstaður
25 þús„ Eyjafjarðarsýsla 10 þús„
Kaupfélag Eyfirðinga 20 þús. (í
varningi), starfsfólk Iðunnar kr.
2400, Atli h.f. og starfsmenn
2500, Hótel Norðurland 2000,
vegamenn í Öxnadal 1275.,
Verzl. Eyjafjörður 1000, Kristján
Kristjánsson 5000, starfsfólk K.
E. A. 8500, Saurbæjarhreppur
5635, Arnarneshreppur 5407,
Öngulstaðahreppur 2805, Ár-
skógshreppur 3500, Hrafnagils-
hreppur 7575, Öxnadalshreppur
940, Hríseyjarhreppur 3320,
Skriðuhreppur 2025, starfsfólk
Prentverks Odds Björnssonar
1000, skólastj. og kennarar
barnaskólans 1020, Útgerðarfé-
lag K. E. A. 5000, Njörður h.f.
1000, Vélabókbandið h.f. 1000,
Prentverk Odds Björnssonar
(Framhald á 8. síðu).
KAPPRÓÐRAR Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
AÐALHÁTÍÐIN Á SUNNUDAGINN
Sjómannadagurinn er á sunnu-
daginn kemur. Eins og venja er,
halda sjómenn daginn hátíðleg-
an um land allt. Hér á Akureyri-
verða margbreytffieg hátíðahöld.
Hefjast þau á laugardagskvöldið
kl. 8.30 með kappróðri sjómanna
á Pollinum. Keppa þá sex skips-
hafnir í 1000 metra róðri, frá
Höepfnersbryggju og að Ytri-
T orf unef sbryggju.
Á sunnudaginn hefjast hátíða-
höldin kl. 10 f. h. með hópgöngu
sjómanna frá hafnarbryggjunni.
Verður farið um bæinn og til
kirkju. Þar hefst sjómannamessa
klukan 11 f. h. Sr. Friðrik J.
Rafnar, vígslubiskup, prédikar.
Kl. 1.30 fer fram nýstárleg
sýning hér á Pollinum. Skotið
verður björgunarlínu út í skip á
höfninni og sýnd björgun úr því.
Verða skipsmenn dregnir í land
í björgunarstól.
Klukkan 2.30 hefst sundsýn-
ing við sundlaug bæjarins. Þar
verða sýnd björgunarsund og
stakkasund. Klukkan 5 hefjast
íþróttaleikir á Þórsvellinum.
Verður þar háður knattspyrnu-
kappleikur milli Vélstjórafélags
Akureyrar og Sjómannafélagsins.
Ennfremur keppa þessi félög, á-
Frá Tónlistarfélagi
Akureyrar
Strengjasveit Tónlistar-
félagsins í Reykjavík
kemur hingað 8. júní n.k.
fí
Strengjasveit þessi var stofnuð
sl. haust og telur 12 menn. —
Stjórnandi er Dr. V. Urbant-
shitsch, en konsertmeistari
Björn Ólafsson fiðluleikari. Sveit
þessi er orðin mjög vinsæl meðal
höfuðstaðarbúa, þó ung sé hún
hvað sjálfstæða starfsemi snertir,
enda eru meðlimir hennar allir
hinir efnilegustu hver á sínu
sviði og sumir þeirra, svo sem
stjórnandinn, konsertmeistarinn,
Dr. H. Edelstein og Fritz
Weiszhappel, löngu þjóðkunnir
listamenn.
Sveitin kemur hingað hinn 8.
júní næstk., á vegum Tónlistar-
félags Akuryrar og mun halda
hér að minnsta kosti 2 hljóm-
Framhald á 8, síðu
samt Skipstjórafélaginu, í reip
togi.
Klukkan 10 um kvöldið hefj-
ast dansleikir sjómanna að Hótel
Norðurland og Samkomuhúsinu.
Merki sjómannadagsins og Sjó-
mannadagsblaðið verða seld á
götunum allan daginn. Enn-
fremur munu skátastúlkur selja
happdrættismliða fyrir björgun-
arskútu Norðurlands. Vinning-
urinn er, svo sem kunnugt er,
forkunnarvandaður bókaskápur
með 300 úrvalsbókum í skraut-
bandi. Dregið verður 15. júlí.
Ættu bæjarbúar að hylla sjó-
mannastéttina og styðja gott
málefni með því að kaupa happ-
drættismiðana.
KEA ætlar að reisa nýtt
verzlunarhús í Grímsey og
kjöt- og mjólkursölubúð
í Ólafsfirði
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
og framkvæindastj. þess fóru til
Grímseyjar sl. fimmtudag til
þess að athuga um stað fyrir
verzlunarhús, er félagið hyggst
reisa þar. Kaupfélagið hefir starf-
rækt útibú í Grímsey úndanfar-
in ár. Hefir það verið til húsa í
leiguhúsnæði, semnúverðurekki
fáanlegt lengur. Var því ekki um
annað að velja en byggja yfir út-
búið, sem er eina verzlunin á
eyjunni. Húsinu var valinn stað-
ur í Sandvík, uppi á bakkanum,
en vörugeymsluhús verður
byggt niður við sjóinn. Er þegar
byrjað að vinna við þessar fram-
kvæmdir.
Gestirnir gengu um eyjuna og
skoðuðu hana. Grímseyingar
voru að síga í bjarg þennan dag
og þótti komumönnum það ný-
stárleg sjón. Eggjataka hefir
minnkað mjög mikið frá því sem
áður var. Er talið, að néi fáist
ekki nema tæplega 10% af því
magni, sem algengt var að fá á
árum áður.
Á heimleiðinni var komið við
í Ólafsfirði til þess að athuga um
lóð fyrir vænn,anlega kjöt- og
mjólkursölubúð þar. Ólafsfirð-
ingar hafa óskað þess, að félagið
léti reisa slíka búð í sambandi
Framhald á 8. síðu