Dagur - 07.06.1945, Qupperneq 4
4
BA6UR
Fimmtudaginn 7. júní 1945.
DAGUR
Rltstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
„Hafðu, bóndi minn,
hægt um þig!46
jyjORGUNBLAÐINU" er bersýnilega ekki
rótt innan brjósts yfir öllum þeim fjöl-
mörgu samróma ályktunum, er að undanförnu
liafa verið gerðar víðs vegar um land allt á fund-
um búnaðarsambanda, kaupfélaga og „annarra
samkunda bænda“, eins og „Mogginn" orðar
þetta svo einkar virðulega í forustugrein 30. f.
mán.! Bera ályktanir þessar það með sér, að
bændur hafa nú, allir sem einn maður, risið upp
og mótmælt því gjörræði meirihluta síðasta Al-
þingis að taka með lagasetningu ráðstöfunarrétt
yfir sameiginlegum sjóði bændastéttarinnar allr-
ar, búnaðarmálasjóði, úr höndum bænda sjálfra
og fela hann landbúnaðarráðherra. Er þó þeirra
tekna sjóðsins, sem hér um ræðir, einvörðungu
aflað með sérstökum veltuskatti, sem lagður er á
afurðir bænda, enda upphaflega svo til ætlazt, að
fénu skyldi eingöngu varið til stuðnings og efl-
ingar sameiginlegum nauðsynjamálum) bænda-
stéttarinnar samkvæmt ákvörðun búnaðarþings.
í nefndri forystugrein Morgunblaðsins segir — án
nokkurra tilraunar til frekari rökstuðnings — að
„allir sjái þó, að þetta (þ. e. að landbúnaðarráðh.
er falin stjórn sjóðsins í stað búnaðarþings) er að-
eins sjálfsagt öryggi bændum sjálfum tdl handa.
Búnaðarþing er vissulega ekki þcim mönnum
skápað nú, að það veiti bændum minnstu trygg-
ingu fyrir réttlátri og viturlegri meðferð fjárins".
JJUNDAÞÚFU-RITHÖFUNDUM Sjálfstæðis-
flokksins virðist bersýnilega seint nóg komiðaf
svívirðingunum og digurmælunum. í garð þeirra,
er í sveitunum búa. Þessi ummæli blaðsins verða
ekki skilin nema annað hvort þannig, að „Mogg-
inn“ telji bændur alls ekki til manna, og „allir“
þýði í hans munni aðeins hinar handmjúku og
innifölu leyniskyttur stjórnarblaðanna og þeirra
nótar, er gera nú hverja herferðina annarri hat-
ursfyllri og illvígari „und.ir niðurfelldum and-
litshlífum", gegn sveitamönnum og félagssamtök-
um þeirra. Eða þá hitt, að tilfærð ummæii blaðs-,
ins beri að skilja á þá leið, að bændur Iandsins
séu nú orðnir svo volaðir andlegir afturúrkreist-
ingar, að þeir geri — þúsundum saman og um allt
land — samþykktir, er stríði beint gegn betir vit-
und þeirra sjálfra um það, hvað sé þeim og stétt
þeirra fyrir beztu. Og búnaðarþing — sem skipað
er fulltrúum, er kosnir eru með algerlega lýðræð-
islegum hætti af búnaðarsamtökunum um land
allt — er, að dómi blaðsins, svo hraklega statt um
mannaval, að það veitir enga „minnstu trygg-
ingu fyrir réttlátri og viturlegri meðferð" þeirra
málefna, sem því er trúað fyrir! Ótíndum banka-
stjóra í Reykjavík, sem ekki þekkir þó sprengi-
efni frá tilbúnum áburði (!), er stórum betur
treystandi til þess að sjá, hvað bændastéttinni er
fyrir beztu um meðferð sinna eigin fjármuna en
fulltrúum bændanna sjálfra!
■þÁ ÞYKIR MORGUNBLAÐINU ekki dælla
að fást við allar þær einróma kröfur, er hinar
fjölmörgu „samkundur bænda víðs vegar um
land“ hafa að undanförnu gert þess efnis, að ekki
verði vikið frá þeirri stefnu í áburðarverksmiðju-
málinu, er mörkuð var í frumvarpi Vilhjálms
Þór, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi. Sárast þyk-
ir blaðinu, að vonum, að sunnlenzkir bændur
skuli nú einnig hafa tekið kröftuglega í þennan
sama streng. „Hver trúir því“, segir í áðurnefndri
forustugrein, „að sunnlenzkir bændur krefjist
þess í alvöru (sic!), að áburðarverksmiðjan verði
reist norður við Eyjafjörð. .. .?“ Það er raunar
óþarft að taka það fram, að Eyjafjörður — né
Gullforði þriðja ríkisins
/ apríl sl. náðu Bandaríkjamenn saltnámu nokkurrí íMerkers íBæjaralandi
á vald sitt. Við athugun kom í ljós, að náman var hálftull aí gulli og banka-
seðlum. Var þarna um að ræða 100 tonn í gulli og ógrynni fjár í ýmissi
mynt og haíði verið flutt þan&að úr þýzka ríkisbankanum í febrúar 1945.
Annars staðar í námunni fundu Bandarikjamertn listaverk eftir Raphael,
Rembrandt og fleiri heimsfræga málara er nazistar höfðu rænt í Frakklandi
oé komið fyrir þarna til öryééis.
„Pjakkarnir við búðarborðin" og
„riddarar einkaframtaksins“.
AÐ ER SVO SEM öldungis sjélf-
sagt að „Morgunblaðið“ og aft-
aníossar þess, „íslendingur" og önnur
slík blöð, eru hinir einu sönnu og
réttu málsvarar verzlunarstéttarinnar,
„einkaframtaksins' og „hinnar frjálsu
verzlunar". (!) Þessi virðulegu málgögn
vita líka full vel, hvað”þau mega
bjóða skjólstaeðingum sínum, verzlun-
armönnunum, áður en nokkur hætta
er á því, að þeir hrökkvi við eða
stökkvi upp á nef sér. Það má nefni-
lega enginn ætlast til þess, að bless-
aður „Mogginn“ láti sína sól renna
jafnt upp bæði yfir vondum og góð-
um, eða geri engan greinarmun á
æðri og lægri starfsmönnum hinnar
frjálsu verzlunar og einkaframtaksins!
Þar er nefnilega ákaflega mikill mun-
ur á. Kengáluriddarinn, sem ritstjórar
nefndra blaða dást svo ákaft að, hefir
nýlega skilgreint þennan mikla eðlis-
mun svo greinilega, að nú verður ekki
framar um villzt: „Hver og einn
heldur aðrir tilteknir „útskækl-
ar“ — er alls ekki nefndur í frum-
v. V. Þór, heldur aðeins gengið
út frá því, að áburðarverksmiðj-
an verði reist þar á landinu, sem
hlutlaus, fræðileg athugun leiði
í ljós, að hún sé bezt sett, með
fullu tilliti bæði til framleiðslu-
kostnaðar og dreifingu áburðar-
ins til neytenda. En Morgun-
blaðið virðist, eftir þessu að
dæma, ganga út frá því sem al-
gerlega. gefnu, að slík athugun
hljóti að leiða það í Ijós, að Eyja-
fjörður sé einmitt eini rétti stað-
urinn fyrir slíkan rekstur og
framleiðslu! Á annan hátt verða
þessi ummæli blaðsins urn al-
vöruleysi sunnlenzkra bænda (!)
alls ekki skilin. Því að væntan-
lega dregur „Mogginn" þó ekki
þá staðreynd í efa, að slíkar sam-
þykktir hafi raunverulega verið'
gerðar á þingi Búnaðarsambands
Suðurlands og öðrum „samkund-
um bænda" suður þar, heldur
slær blaðið því aðeins föstu, að
samþykktirnar hafi ekki verið
gerðar í „alvöru“ en aðeins af
leikaraskap eða venjulegri
heimsku og þvermóðsku „mann-
•anna með mosann í skegginu".
pjakkur getur rétt aðkeyptar vörur út
fyrir búðarborðið“, stendur þar, „en
sköpun markaðs fyrir afurðir — og
hagkvæm umsetning þeirra í seljan-
legu formi kostar bæði tíma og fyrir-
höfn, en auk þess skipulags gáfu og
hugkvæmni“.
þAÐ MUN EINMITT hafa verið
slík skipulagsgáfa og hugkvæmni,
sem ríkisstjórnin var að verðlauna nú
á dögunum, þegar hún féllst á að
„semja“ við fyrirtækícS S. Amason &
Co. í Reykjavík — en sjálfur formað-
ur Nýbyggingaráðs, herra alþingis-
maður Jóhann úr Eyjum, mun vera
einn aðaleigandi þess— og sleppa því
með „réttarsætt", 10 þús. kr. sekt og
30 þús. kr. endurgreiðslu af óleyfileg-
um verzlunarhagnaði, í stað þess að
láta dóm ganga í þessu stórfellda
svika- og afbrotamáli gegn flestum
ákvæðum gjaldeyris- og verðlagslag-
anna. Mun algert einsdæmi, að nokk-
ur rikisstjórn leyfi sér að fallast á
„sættir“ og „samninga" í slíku máli,
hvað þá heldur að fela manni, sem
við það er bendlaður, að ráðstafa fyr-
ir hönd ríkisins innflutningsleyfum
fyrir stórkostlegar fjárfúlgur, er num-
ið geta hundruðum miljóna króna. En
Kengáluriddarinn tekur það hins veg-
ar greinilega fram, að hann viður-
kenni alls ekki „rétt búðarmanna" til
þess að kaupa dýra stóla „undir rass-
inn á sér“, eins og hann kemst svo
einkar sniðuglega að orði í grein
sinni, og mun hann þá eiga við
„pjakkana við búðarborðin", en ekki
sjálfan formann nýsköpunarráðsins
eða eðra slíka „riddara einkafram-
taksins“! — Það er sannarlega engin
furða, þótt ýmsir hinna’ ráðvöndu
„pjakka“ sjálfstæðisliðsins hér í bæ
gefi sér alls ekki tíma til að komast
heim til sín á kvöldin, eftir að hafa
hremmt „Moggann" glóðvolgan úr
áætlunarbílunum, áður en þeir fletta
honum upp og taka að lesa Kengálu-
greinarnar og aðrar slíkar lofgerðir
um starf sitt og stétt, af mikilli and-
akt og aðdáun, frammi fyrir sauð-
svörtum almúganum, sem aldrei hefir
inn fyrir búðarborð komið á æfi
sinni, og telur „pjakkana“ þar „frið-
helga og . hátt hafna yfir alla gagn-
rýni“, að því er margreyndur merar-
kóngur segir!
Miljónatöp vegna £iskskemmda.
J^ÝLEGA HEFIR VERIÐ upplýst,
að stórkostlegar skemmdir hafa
orðið að undanförnu á fiski, sem flutt-
ur hefir verið til Englands og ætlaður
til sölu á markaði þar. T. d. nam tjón-
(Framhald á 5. síðu).
Nýjasta nýtt!
Það er oft talað um, að eitthvað sé gamalt og
got't. Ekki þarf þó svo að vera ávallt, því að ýrnsir
hlutir gamlir reynast á vissum tíma úreltir og
verða að víkja fyrir því nýja.
Þar með er ekki sagt, að allt nýtt sé betra en hið
gamla. Stundum er það meira að segja þveröfugt.
En við viljum sanrt gjarnan fylgjast með og frétta
af nýmælum þeim, sem koma á rúarkaðinn í liin-
um ýmsu greinum, í trausti þess að þar sé sett
fram það, sem sannast sé og bezt vitað á hverjum
tíma.
Eg þykist þess fullviss, að margar mæður muni
verða harla fegnar, þegar þær heyra, að ungbarn-
inu sé engin haétta búin á neinn hátt, þótt það
totti þumalfingurinn, heldur sé þetta eðlilegt og
algerlega heilbrigð hegðun.
Eflaust kannist þið miargar við þennan ávana
barna, og e. t. v. hafa einhverjar ykka^r kallað
þetta 1 jótan sið og haft áhyggjur út af þessu fram-
ferði barnsins.
Nú segja vísindin okkur þetta: Það er hvorki
ljótur siður né hættulegur, þegar barn sýgur
þumalfingurinn, heldur þvert á móti heilbrigt og
afar eðlilegt, og það getur haft skaðleg áhrif á
barnið, ef reynt er að sporna við þessu og koma í
veg fyrir að barnið stingi upp í sig fingrinum.
Til skamms tíma hefir því verið haldið fram,
að barn, sem tottar fingurinn, eða sýgur mikið,
muni verða frammynnt og það átti, meira að
segja að geta haft áhrif á tennurnarl
Nú segja vísindin, að þetta sé gömul bábilja,
slíkt hafi ekki hin minnstu áhrif á lögun tann-
garðsins né tannanna. Þau segja einnig: Það má
aldrei banna barni að sjúga fingurinn né koma í
veg fyrir það á annan hátt. Þetta er eðlileg-hegð-
un allra barna — þó að þau geri það ekki ævin-
lega öll — og stafar meðal annars af því, að fyrsta
snerting þess við umheiminn er með munninum,
þegar það er lagt á brjóst. Á þann hátt fær það
næringu og huggun. Hendurnar og munnurinn
eru fyrstu líkamshlutar, sem barnið lærir að
stjórna. Það er því hið eðlilegasta sem barn getur
gert, er það stingur upp í sig fingri og sýgur
hann.
Það er mjög misjafnt, hve lengi börn gera
þetta. Sum hætta 4—5 mán., en það er alveg eðli-
legt og skaðlaust, þó að það haldist til þriggja ára
aldurs og jafnvel lengur.
Þegar þau eru orðin svo görpul, er þó rétt að
fará að venja þau af þessu, en gera það á þann
hátt, að barnið verði þess sem minnst vart.
Ef það tottar fingurinn, lielzt þegar það er
háttað, þá láttu það hafa bangsa með sér í rúmið
eða annað leikfang til þess að beina athyglinni í
aðra farvegi — og um leið frá hinu. Gefið því
lúður eða eitthvert slíkt leikfang, sem það getur
haldið um og stungið í munninn. — Munið að
slá aldrei á hendi barns, þó að það stingi upp í
sig fingri. Slíkt getur haft skaðleg áhrif á sálarlíf
þess og alla vellíðan.
Þetta er það nýjasta um þessi mál, og er frá
Vesturheimi komið eins og margur okkar fróð-
leikur nú á tímum. Ameríkurríenn eru mjög
framarlega í ýmsum vísindagreinum og koma óð-
um fram með margar nýjar kenningar.
Þær gömlu verða að þoka og margar þeirra
munu sennilega ekki láta sjá sig framar.
„Puella“.
★
MINNSTU ÞESS!
Það er óhollt að vera ávallt í sömu fötunum,
heldur á að klæða sig eftir kringumstæðum.
★
Hlýindi fatnaðar er komið undir því:
1) Hve fötin eru „þykk“.
2) Hve lögin eru mörg.
3) Hve loftmagnið er mikið innan í þráðunum,
milli þeirra og í dúkamillibilunum. Miklu
minna máli skiptir það, hver dúkefni eru notuð.