Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 5. júlí 1945 » AGUR I ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF ############^################# r#####>################################################ r######################################################J Keppni Eyfirðinga og Þingeyinga. Nýtt íslandsmet sett. Kep>mi milli Héraðssambands Þingeyinga og Ungmennasambands Eyjafjarðar i frjálsum iþróttum og sundi fór fram að Breiðumýri fyrra sunnudag. Bæði samböndin höfðu áður samþykkt á aðalfundum sinu mið vinna að því, að slik keppni færi fram árlega og var þetta hið fyrsta i röðinni. Mótið hófst um kl. 2 e. h. með því að Jón Sigurðsson, formaður „Þingey- ings“, liauð gesti velkomnaf En síðan hófst íþróttakeppnin. Var henni hag- að þannig, að í hverri íþróttagrein kepptu 3 frá hvoru sambandi. Úrslit urðu: 400 m. hlaup: 1. Haraldur Sigurðsson U. M. S. E. ,á 11.5'sek. 2. Halldór Jóhannesson U. M. S. E. á 11.9 sek. 3. Steingrímur Birgisson H. S. Þ. á 12.1 sek. Haraldur hafði hér greinilega yfir- burði. í undanrás hljóp hann á sama tíma. 400 m. hlaup: 1. Baldur Þórisson H. S. Þ. á 55.2 sek. 2. Óskar Valdimarsson U. M. S. E. á 56. lsek. 3. Egill Jónasson H. S. Þ. á 56.2 sek. Hlaupið var á malarvegi og hlupu aðeins tveir í riðli, en engin úrslita- hlaup. Úrslitin virðast þó réttmæt, því að tveir fyrstu mennirnir hlupu saman. Ekki er þó ólíklegt að Egill hefði náð betri tíma, ef hann hefði hlaupið með sterkari manni. 3000 m. hlaup: 1. Jón A. Jónsson H. S. Þ. á 9 mín. 49.5 sek. 2. Ó >kar Valdimarsson U. M. S. E. I á 9 mío. 53.7 sek. 3. Friðbjörn Jóhannsson U. M. S. E. á 9 mín. 53.8 sek. Hér var einnig hlaupið á malarvegi, sem fl ístir eða allir keppendur voru óvanir við. 80 m. hlaup kvexma: 1. Kristín Friðbjarnardóttir U. M. S. E. á 11.2 sek. 2. Björk Jónasdóttir H. S. Þ. á 11.9 sek. 3. Valgerður Jónsdóttir H. S. Þ. á 12.1 sek. Arangur Kristínar er nýtt Islands- met, sem þó eigi fæst staðfest vegna þess að U. M. S. E. er ekki í í. S. 1. Kristín er mjög efnilegur hlaupari, sem hefir fallegan hlaupastíl og óvenjulega snerpu til að bera. 4000 m. boðhlaup: 1. Sveit H. S. Þ. á 2 mín. 15.4 sek. 2. Sveit U. M. S. E. á 2 mín. 15.6 sek. Hástökk: 1. Stefán Sörensson H. S. Þ. stökk 1.62 ni. 2. Gunnar Sigurðsson H. S. Þ. stökk 1.62 m. 3. Jónas Jónsson U. M. S. E. stökk 1.58 m. Árangurinn er ekki góður miðað við innansambandsmótin, þar sem þessir menn stukku allt að 10 cm. hærra. Lartgstökk: 1. Stefán Sörensson H. S. Þ. stökk 6.32 m. 2. Halldór Jóhannesson U. M. S, E. stökk 6.00 m. 3. Steingr. Birgisson H. S. Þ. stökk 5.89 m. Þrístökk: 1. Stefán S.rensson H. S. Þ. stökk 13.27 m. 2. Halldór Jóhannesson U. M. S. E. stökk 12.63 m. 3. Steingr. Birgisson H. S. Þ. stökk 12.50 m. Stefán er geysilegur stökkvari og með góðri þjálfun getur hann bætt árang- urinn að miklum mun. Hann er allt of óviss á plankanum, en viðspyrnan er mjög öflug og stökklagið ágætt. Hann mun keppa á drengjamóti í Reykjavík á næstunni og verður fróð- i legt að sjá árangur hans þar. Kúluvarp: 1. Gunnar Sigurðsson H. S. Þ. kast- aði 12.91 m. 2. Haraldur Sigurðsson U. M. S. kastaði 11.84 m. 3. Halldór Jóhannesson U. M. S. E. kastaði 10.96 m. Kringlukást: 1. Haraldur Sigurðsson U. M. S. E. kastaði 36.38 m. 2. —3. Gunnar Sigurðsson H. S. Þ. kastaði 32.85 m. 2.—3. Kristinn Albertsson H. S. Þ. kastaði 32.85 m. Spjót: 1. Stefán Sörensson H. S. Þ. kastaði 44.30 m. 2. Pálmi Pálmason U. M. S. E. kast- aði 42.88 m. 3. Adam Jakobsson H. S. Þ. kastaði 41.75 m. 200 m. sund karla (frjáls aðferð): 1. Hermann Stefánsson U. M. S. E. á 3 mín. 35. 5sek. 2. Yngvi Júlíusson U. M. S. E. á 3 mín. 39 sek. 3. Hinrik Sigfússon H. S. Þ. á 4 mín. 11.4 sek. Allir keppendur syntu bringusund. 100 m. bringusund karla: 1. Aermann Stefánsson U. M. S. E. á 1 mín. 34.9 sek. 2. Yngvi Júlíusson U. M. S. E. á 1 mín. 38.3 sek. 3. Sigurður Sigurðsson H. S. Þ. á 1 mín. 44.8 sek. 50 m. bringusund kvenna: 1. Freyja Guðmundsdóttir U. M. S. E. 52 sek. 2. Sigrún Sigtryggsdóttir U. M. S. E. 54.9 sek. 3. Erna Sigfúsdóttir H. S. Þ. 56.0 sek. Að lokum fór fram glímukeppni. Keppendur voru 5, 4 úr Þingeyjar- sýsl og 1 úr Eyjafjarðarsýslu. Úrslit urðu: ^ 1. Jón Kristjánsson Þ. 3 vinn. Eink- unn 8.13. 2. Guðmundur Þorvaldsson E. 3 vinn. Einkunn 7.67. 3. Hallgrímur Þórhallsson Þ. 3 vinn. Einkunn 6.61. Urslit mótsins: 1. U. M. S. Eyjafjarðar alls 43 stig. 2. H. S. Þingeyingur alls 40 stig. Yfirdómari var Ármann Dalmanns- son og glímudómarar auk þess Har- aldur Jónsson og Haraldur Sigurðs- son. — Að keppni lokinni bauð H. S. Þ. öllum þátttakendum til sameigin- legrar kaffidrykkju. Mótið fór í alla staði ágætlega fram og ber að þakka það Héraðssambandi Þingeyinga, sem annaðist allan undir- búning og framkvæmd þess á mynd- arlegan hétt. Það er von allra þeirra Eyfirðinga, sem sóttu þetta mót, að fá að sjá hina drengilegu, þingeysku íþróttamenn á sumri komanda hér í Eyjafirði. Háhá. AKUREYRI. Mánudaginn 18. júní fóru fram, sunnan sundlaugarinnar, þeir liðir há- tíðahaldanna 17. júní, sem frestað hafði verið vegna veðurs. Fyrst sýndu nokkrir drengir íslenzka glímu undir stjórn Ármanns Dal- mannssonar. í. B. A. hélt í vetur nám- skeið í íslenzkri glímu, en óskandi væri að sýning þessara drengja hafi vakið meiri áhuga hjá þeim eldri fyrir glímunni. Næst fóru fram fimleikasýningar þriggja gvennaflokka. Fyrstar sýndu stúlkur úr Menntaskólanum á Akur- eyri undir stjórn frú Þórhildar Stein- grímsdóttur, þá flokkur íþróttafél. Þór undir stjórn frú Steinunnar Sigur- björnsdóttur og loks flokkur Gagn- fræðaskólans á Akureyri undir stjórn ungfrú Þórhöllu Þorsteinsdóttur. Sýningarnar tókust mjög vel og vöktu þær allar mikinn fögnuð áhorf- enda. Gleðilegast var þó, hve áþreyfan- legur vottur þær voru um tilveru nýja íþróttahússins og hve bjartar vonir jær gáfu um likamsrækt æsku þessa bæjar í framtíðinni. Að sýningunum loknum var svo dansað á palli til miðnættis. J. H. Handknattleiksmót Alcur- eyrar 1945. Handknattleiksmót Akureyrar fór fram hér, dagana 30. júní til 2. júlí. Þátttakendur voru frá Knattspyrnu- félagi Ak. og Iþróttafél. „Þór“. Keppt var í I.—II. og III. fl. kvenna, í I. fl. kvenna sendi Þór A og B sveit, og i I- fl. karla var A og B sveit frá báðum fél. Er það í fyrsta sinn, sem keppt er í karlafl. á Ak.-móti. Mótið hófst með leik í I-fl. kvenna, A-lið. Leikur þessi var allmiklu betri en afmælismótsleikurinn, og var hraði og samleikur oft ágætur. Sér- staklega var Þórsliðið nú miklu heil- steyptara, sýndi það oft nokkra yfir- burði, enda sigraði það með 4:2 mörkum. Næst lék Il-fl. og var sá leikur mjög lélegur, sem stafaði auð- sjáanlega af lítilli þjálfun, hraðann vantaði alveg og samleikur var léleg- ur, þó hafði K.A.-liðið augljósa yfir- burði og vann leikinn með 1:0 marki. Að lokum léku svo B-lið karla. Skemmtu áhorfendur sér vel við að horfa á þennan leik, þótt leikni manna kæmi bezt fram í því, að missa knöttinn og setjast á völlinn! Þetta lagaðist þó allmikið eftir því, sem á leið og var oft góður hraði í leiknum. Þórsliðið hafði allmikla yfirburði, sér- staklega í staðsetningu. Úrslit leiksins urðu 9:2 mörkum Þór í vil. 1. júlí áttu að leika A-lið K.A. og B.-lið Þórs, en hvorugt liðið mætti til leiks. 2. júlí léku svo A- og B-lið „Þórs“ og sigraði A.-liðið með 8:2 mörkum. I fyrstu virtist svo, að B,- liðið ætlaði að standa nokkuð í A,- liðinu, en i síðari hálfleik juku A,- liðs stúlkurnar hraðann í leiknum og brutu vörn B-liðsins á bak aftur. Næst léku A-lið karla. Var þar leikið af miklum dugnaði og krafti, sam- leikur og hraði var oft góður. Svo virtist sem sumir leikmenn hefðu ekki nægilega góða þekkingu í leikreglun- um og þurfti því alloft að stöðva leik- inn af þessum sökum, gerir það leik- ina þunglamalegri og leiðinlegri á að horfa. Bakverðir K.A. dekkuðu ekki sem skyldi og voru framverðir þórs því oft um of einráðir við markið, enda skoruðu þeir 8:4 mörkum. Að síðustu lék 3.-fl. kvenna; voru það smávaxnir leikmenn, sem, þar mætt- ust, en leikurinn var skemmtilegur og merkilega góður. Sýndu þessar ungu stúlkur oft allgóða boltameðferð og góðan skilning á leik og leikregl- um. Þór vann leikinn með 1:0 marki. í heild má segja, að mót þetta hafi verið hið ánægjulegasta og vel og drengilega leikið, og mun dómarinn Tryggvi Þorsteinsson, sem dæmdi alla leikina eiga sinn þátt í því. Hafði hann mjög gott vald á öllum leikjun- um, íþróttafélagið Þór sá um mótið og fórst það vel úr hendi. Íslandsglíman. Guðmundur Ágústsson frá íþrótta- félaginu Ármanni, Reykjavík, varð bæði glímukappi íslands 1945 og glímusnillingur íslands 1945. Vann i þriðja sinn Fegurðarverðlaunaskjöld í. S. í. og þar með til eignar. Íslandsglíman, hin 35. í röðinni, fór fram hér á Akureyri sl. föstudag á vegum í. B. A. Glímt var á palli á hinu fyrirhugaða hátíða- og íþrótta- svæði sunnan súndlaugarinnar. Kepp- endur voru 11 frá 6 félögum og hér- aðasamböndum: Davíð Hálfdánarson K. R., Einar Ingimundarson U. M. F. Vaka, Árn., Friðrik Guðmundsson K. R., Guðmundur Ágústsson Á., Guð- mundur Guðmundsson U. M. F. Trausti, Rang., Haukur Aðalgeirsson I. R., Hermann Þórhallsson H. S. Þ„ Rögnvaldur Guðlaugsson K. R., Sig- urður Hallbjörnsson Á„ Steinn Guð- mundsson Á. og Steingrimur Jóhann- esson í. R. Einn keppenda meiddist lítillega á ökla og varð að hætta keppni. Er einn hafði glímt við alla og allir við einn voru þeir Guðmund- arnir jafnir að vinningum, 8 vinninga hvor. Guðm. Ág. féll fyrir Steini Guðmundssyni, en Guðm. Guðm. féll fyrir Guðm. Ágústssyni. ‘Þá glímdu nafnarnir til úrslita og sigraði Guðm. Ágústsson. Nokkur spenningur var í áhorfendum þegar Guðmundarnir tóku saman. Guðm. Guðm. hóf þegar snarpa sókn að nafna sinum, og hélt henni drykklanga stund. Guðm. Ág. tók sókninni með jafnvægi, ró og mýkt og leitaði fyrir sér. Segja má, að glímukóngurinn hafi fylgt lokabragð- inp full mikið eftir, eða nokkuð til lýta, en bragðið var hreint og vel tek- ið. Annars vakti Guðm. Ágústsson á sér sérstaka athygli fyrir prúðmann- lega og látlausa framkomu. Oft voru glæsileg tilþrif í glímum hans. Guðm. er sterkur og fagurlimaður. Mest beitti hann sniðglímu á lofti og nokk- uð klofbragði. — Guðm. Guðm. frá U. M. F. Trausta er ágætur glímu- maður, sem mikils má af vænta í farmtíðinni. Hann er fimur og drengi- legur, gengur rösklega til sóknar og hefir óhagganlegt, andlegt jafnvægi. — Einar Ingimundarson er sterkur og aðsópsmikill, en skortir enn kunnáttu á við þá nafna. — Hermann Þórhalls- son, glímukappi Mývetninga, tók nú í fyrsta skipti þátt í Íslandsglímunni. Hermann er prúðmannlegur á glímu- palli, en er óvanur keppni sem þessari og háði það honum nokkuð. Hermann getur orðið þeim nöfnum hættulegur keppinautur. — Friðrik Guðmunds- son, glímukapp'i K. R„ er ungur og efnilegur glimumaður. Glímustjóri var Jón Þorsteinsson. Falldómarar Haraldur Jónsson, Magnús Pétursson og Þorsteinn Ein- arsson. Fegurðardómarar: Ármann Dalmannsson, Kjartan Bergmann og Þorgils Guðmundsson. Armann Dalmannsson, form. í. B. A„ setti glímuna og bauð íþróttamenn- ina velkomna. Að lokinni keppni af- henti forseti I. S. I„ Ben G. Waage, sigurvegurum verðlaunin. Flutti hann við það tækifæri snjallt erindi um þróun glímunnar. Íslandsglíman var háð hér á Akur- eyri síðastliðið föstudagskvöld, þann 29. júní. Þátttakendur voru í fyrstu 11, en einn meiddist lítið eitt og gekk því úr leik, en 10 þreyttu glímuna til enda. Um þessa Islandsglímu — eins og að vísu kappglímur hinna síðari ára — mætti margt segja. Mun hinum eldri glímumönnum — og unnendum íslenzku glímunnar — hér á Akureyri og við Eyjafjörð yfir höfuð, bera sam- an um það, að glíman hafi heldur tap- að fegurð sinni og mýkt, síðan þeir lærðu og æfðu glímur. Hverju sem um þetta er að kenna, er illt til þess að vita, að svo skuli vera. Okkur ber að stefna að því — ekki siður í glím- unni en öðrum íþróttum — að fegra hana og prýða. Islenzka glíman er fyrst og fremst jafnvægisraun, sé hún réttilega æfð og iðkuð. Sigursæld bragða á að vera að miklu leyti undir því komin, hvað þau eru lögð fljótt og fimlega. Sama máli gegnir með viðbrögðin (varnirnar). Ef viðbrögð- in eru nógu fljót og skörp (áður en verjandinn missir jafnvægir) getur vöm hans á sama augnabliki snúizt .upp í sókn og sækjandinn fallið á sjélfs sín bragði. Varnir bragða eru á ýmsa lund og misfallegar, en sú vörn, sem sumir stórir og sterkir menn temja sér — að standa af sér brögðin — standa fast og stíft fyrir og halda andstæðingnum frá sér, hún er ljót og ætti ekki að sjást í íslenzkri glímu okkar tíma, á opinberum vettvangi. Þó sýnist enn fjarstæðara, þegar þeir menn, sem standa mjög langt frá oví að geta gert sér vonir um nokk- urn sigur, beita bolatökum og ljótri stöðu. Það er vel skiljanlegt, að nokk- urt kapp verði milli þeirra manna, sem næst standa sigrinum á hverjum tíma. En allt „kapp er bezt með for- sjá“, og þess verða menn vel að gæta, að sýna hver öðrum fullan drengskap, og ekki hvað sízt þegar til úrslita kemur. Það mun vera leyfilegt, eftir gildandi lögum og reglum — a. m. k. var það svo í þessari síðustu íslands- glímu, — að fylgja bragðinu eftir al- veg niður i gólf. Jafnvel þó andstæð- ingurinn komi fyrir sig kné og oln- boga, virðist sækjanda vera leyfilegt að leggjast með öllum bolþunga sín- um og handleggjastyrk ofan á and- stæðinginn og knúsa hann þannig í gólfið. Mjög er þetta Ijótt, og á ekki heima í hinni íslenzku glímu, sam- kvæmt eðli hennar, tilheyrir mikið fremur þeirri rómversku. Olatur Jónsson frá Skjaldarstöðum. Fimleikasýning K.R. Knattspyrnufél. Reykjavíkur sendi flokk fimleikamanna til Ak. um síð- ustu helgi. Sýning var í Samkomuhúsi bæjar- ins á laugardagskvöld. Þar sýndu 12 piltar, undir stjórn Vignis Andrésson- ar. Hópur þessi er sýnilega mjög sam- stæSur og lengi þjálfaður: Gólfæfing- ar vorú erfiðar og kröfðust hraða, samtaka og stíls, sem sjaldan brást. Lauk þeim með handstöðu úr bolvog- arstöðu og tókst vel. Öryggi piltanna í handstöðu sást þó enn betur síðar, er þeir voru á kistunni, — stóðu þar jafnvel 6 í einu — teinréttir og stöð- ugir. Stökkin voru í heild góð, kom þar fram fullt svo mikil mýkt, sem í gólf- æfingunum. Dirfska og stíll var hjá sumum í bezta lagi. Sérstaka hrifn- ingu vöktu síðustu stökk þeirra, Ar- abastökk og heljarstökk aftur á bak, mjög hátt og glæsilegt í stíl. — Stjórn Vignis er ákveðin, þekktur dugnaður hans hefir jafnvel sett blæ af harð- neskju á fyrirskipanir, sem aftur kem- ur fram í fullmikilli hörku eða stifni í sumum gólfæfingum piltanna — en vitanlega má hér vera um smekks- atriði að ræða. Sýningin var tilkomumikil og vissu- lega gott fyrir bæði kennara og fim- leikamenn hér að hjá hana, bera sam- an við það, sem hér gefst og sjá, hvað mikið er eftir að læra enn í leikni og stíl, þótt ekki sé lengra leitað til samanburðar. Fimleikamennirnir sýndu hér úti á sunnudaginn, fóru síðan til Siglufjarð- ar og sýndu þar við ágætar viðtökur áhorfenda, eins og hér, og flugu heim um kvöldið. Það var hraði í öllu til enda. — Þökk fyrir komuna. Helsingi heitir nýtt blað sem gefið er út frá Kristneshæli af Steindóri Sigurðssyni rithöf. Efni fyrsta blaðsins er þetta m. a.: Fylgt úr hlaði, Úr myrkri, 1030 atkvæði, grein um minningarsjóð frjálsrar hugsunar á íslandi, Orðsend- ing, Dýrt er drottins orðið, Stuttar hugvekjur, Boðsbréf og margt fleira. S. 1. sunnudag tapaðist hvítt 2ja manna tjald af bifreið frá Ráðhústorgi að Helga rnagra stræti 2. Finnandinn er vinsamlega beðinn að gera aðvart í Bóka- verzlunin Edda, Sími 334.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.