Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 5. júlí 1945 DAGUB Rltstjóri: Haulnur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Skrafið um skýjaborgirnar QTJÓRNMÁLAFUNDURINN, sem stuðiA ingsflokkar núverandi ríkisstjórnar efndu til í Nýja-Bíó hér á Akureyri sl. föstudagskvöld, var óvenjúlega dauflegur og svo fásóttur, að furðu sætti, einkum franran af. Ræðumenn stjórnar- liðsins hlutu og harla tómlegar undirtektir fund- armanna, einkum þegar þess er gætt, að sömu hendurnar, sem klöppuðu Sigfúsi kommúnista- klérki hjartanlegast lof í lófa, töldu heldur engan veginn eftir sér að frægja á sama hátt og með engu minni hávaða frammistöðu Gísla Jónssonar og jafnvel Svavars bankastjóra, enda lágu at- vinnuklapparar íhaldsins þá heldur ekki á liði sínu að sinni hálfu, en létu hendur standa fram úr ermum eftir beztu getu í hvert sinn, er komm- únistinn lauk máli sínu. Jói skóari reyndi í eitt skipti að auka á fjölbreytni andlegheitanna og rjúfa tómahljóðið í salnum með því að hrópa eitthvað úr sæti sínu um íslenzku nazístana, en ekki var það þó í 'sambandi við ræðu Svavars, heldur við annað og stórum ólíklegra tækifæri. Annars var allt kyrrt, og fundarmenn hlýddu með sama fálætinu og áður á túlkun fagnaðarer- indis verðbólgupostulanna. Duldist það ekki, að ræðumönnum stjórnarandstöðunnar var tiltölu- lega langbezt fagnað á fundi þessum og máli þeirra mestur gaumur gefinn. gíZT ER ÞAÐ FURÐA, þótt almenningur taki öllu skrafi áróðursmanna dýrtíðarstjórnar- innar um gullöld „nýsköpunarinnar" með fyllstu varúð og tortryggni. Hvað stoðar það, þótt Sigfús Sigurhjartarson eða Gísli Jónsson prédiki þá fjarstæðu, að þjóðin hafi grætt á dýrtíðinni og ekkert sé að óttast í því efni, þegar sjálfur fjár- málaráðherra samsteypustjórnarinnar, Pétur Magnússon, hefir nú alveg nýskeð lýst því yfir sem sinni skoðun, að fyrirsjáanlegt sé, að „ný- sköpunin" hljóti að fara út um þúfur og ríkis- sjóður komist í full greiðsluþrot fyrr en varir, ef ekki verði hið bráðasta horfið frá upp tekinni stefnu í fjármálum þjóðarinnar. Undir lok fjár- málaræðu sinnar á Landsfundi sjálfstæðismanna á Þingvöllum nii á dögunum komst ráðherrann svo að orði um þetta efni: „Um framtíðarskipian fjármálanna vildi eg að öðru leyti segja þetta: Eg er sömu skoð- unar og eg áður hefi verið um það, að ÚTGJÖLD RÍKISSJÓÐS SÉU ORÐIN HÆRRI EN UNDIR VERÐI RISIÐ TIL LENGDAR. Það verður nú þegar iað stefna að því að draga saman seglin. Ella getur svo farið, að f jársóun og óhófleg skattaálagning hindri þá nýsköpun latvii nnulífsins, sem flestir játa að sé nauðsynleg.... Því aðeins verða ný atvinnufyrirtæki þjóðinni til var- anlegrar gæfu, að rekstri jreirra sé hagað þannig, 'að atvinnan beri sig.“ jyjENN SKYLDU EKKI gleyma því í sambaridi við þessi ummæli ráðherrans, að það er ein- mitt flokkur hans sjálfs, Sjálfstæðisflokkurinn, sem lagt hefir til ALLA fjármáláráðherra ís- lenzka ríkisins síðan árið 1939. Fjármálastefna sú, er ráðherrann lýsir nú svo ófagurlega, er því sann- arlega fyrst og fremst verk Sjálfstæðismanna, enda rökrétt afleiðing af stjórnarstefnu þeirra að öðru leyti á þessu tímabili, ef brask þeirra um völdin og þrálátt samningamakk við kommún- ista getur annars stefna kallazt. En að öðru leyti er með tilfærðum ummælum ráðherrans glöggt og skilmerkilega lýst afstöðu Framsóknarmanna til „nýsköpunarinnar" og núverandi ríkisstjórn- 'ar. Þeir sjá ekki síður en aðrir nauðsyn fjölbreytt- ara og styrkara atvinnulífs í landinu, en þeir SIGURVEGARI Á LUZON Myndirt er af Eichelberger hershöfðingja (í miöi), sem stjórnar hefir hinum sigursæla her Bandaríkjamanna á Luzon. Skipulegri vörn Japaria á eynni lauk í síöastliðinni viku. „Þankabrot af norðurs/lóðum“. FBRÝÐISAMAR og metnaðar- fullar húsmæður, sem ekki hafa enn kömizt x Morgunblaðið fyrir náð og atbeina frú Schmidt, hafa skrifað „Degi“ og beðið blaðið að koma þeirri kröfu þeirra á framfæri við rétta hlutaðeigendur, að Morgun- blaðið efni hicf bráðasta til sam- keppni, þar sem úr því fáist skorið með óyggjandi vissu, hvort pönnu- kökur húsmæðra þeirra, sem nafn- greindar voru fyrir skemmstu í „Mogganum" sem framúrskarandi pönnukökubakarar hér í bænum, séu í rauninni stórum betri en pönnukök- ur þeirra Jóninnu í Grófinni, Möngu á Eyrinni, Stínu í Fjörunni eða Guddu í Brekkubæ. Verðlaunin þyrftu ekki að vera mjög dýrkeypt eða óvenjuleg; Síðasti árgangur „Moggans“ í rauðu skrautbandi eða þá bara einstök, ný- sprottin „fjóla“ úr þeim akri, gæti vel komið til greina til slíkra hluta, að því er bréfritararnir telja. „Tómir bílar“ — á norðurleið. /-•ÍSLI JÓNSSON upplýsti það í einni af ræðum sínum á Bíófund- inum á föstudagskvöldið, að svo vel hefði borið í veiði, er þeir Eysteinn Jónsson og hann voru einhverju sinni í vor'á heimleið að afstöðnum funda- höldum fyrir norðan eða vestan, að þeir komust ekki óhindraðir leiðar sinnar eftir þjóðveginum fyrir „tóm- um bílum“ á norðurleið — til Skaga- strandar. Taldi ræðumaður, að þessi atburður hefði algerlega afsannað þá kenningu Eysteins á nefndum fund- um, að „nýsköpunin" væri mest á pappírnum. Að vísu hefðu lögin um sildarverksmiðju þar verið samþykkt á Alþingi, áður en „nýsköpunarstjórn- in“ kom til skjalanna, en hún hefði þó ákveðið að láta lagabókstafinn koma til framkvæmda og sent alla þessa „tómu bíla“ norður. Mátti skilja það á andanum í ræðu þingmannsins, að slík stórmerki eins og bygging nýrrar síldarverksmiðju hefðu aldrei skeð á gerðu sér hins vegar ljóst, að all- ar framfarir og „nýsköpun“ á því sviði þurfti að byggja á traustum og heilbrigðum fjár- hagsgrundvelli, ef vel átti að fara. Baráttan gegn dýrtíðinni var því í þeirra augum aðal- atríði, sem ekki varð fram hjá komizt. Og þegar sýnt var orðið, að stuðningsflokkar væntanlegr- ar ríkisstjórnar voru ákveðnir í því að fljóta sofandi að feigðar- ósi í þessu efni og hugðust reisa „nýsköpun" sína á kviksyndi áframhaldandi verðbólgu og vaxandi fjársukks, töldu þeir sér hvorki fært né sæmandi að fylgja þeim út á þá slysaslóð. íslandi fyrr en á gullöld „nýsköpun-' arinnar“(!) — Það er viðbúið, að þeir hafi litið upp á Skagaströnd, þegar þessi glæsilega flutningalest hefir ekið þar í hlað, ekki sízt, ef sjálfur þingmaður kjördæmisins, Jón á Akri, skyldi nú hafa verið með í för- inni og birzt kjósendur sínum þar á staðnum óvænt og skyndilega í dyra- gættum eins — tóma — bílsins. Ferðamenn, sem ætla tlil Norður- landa verða að hafa dvalarleyfi. Frá utanríkisráðuneytinu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þeir sem hafa í hyggju að ferðast til Norðurlanda verða fyrirfram að hafa tryggt sér dval- arleyfi (visum) í löndum þessurn lijá* hlutaðeigandi sendiráði í Reykjavík. Menn sem t. d. eru komnir til Stokkhólms og ætla þaðan til Danmerkur geta orðið að bíða vikunr saman í Stokkhólmi eftir fárarleyfi til Danmerkur, nema þeir liafi áður gert ráðstafanir til þess að fá leyfi hjá danska sendi- ráðinu í Reykjavík til dvalar um tiltekinn tíma i Danmörku. Fundahöld stjórnarliðsins. Fundinum lauk um eitt leytið um nóttina. Fulltrúarnir í ríkis- stjórnarbílnum liöfðu farið al- gjöra, pólitíska erindisleysu liingað. Þeir höf ðii engali, boð- skap að flytja, nema þann,- sem daglega getur að 1 íta í blöðum stjórnarinnar. Þeir áttu öflugri andstöðu að mæta á fundinum og munu því hafa verið nokkuð hógværari í skrumi smu um af- rek nýsköpunarstjórnarinnar en annars er siður þeirra, þar sem rétttrúaðar sálir einir hlýða á fagnaðarerindið. « Fregnir annars staðar frá herma, að fundirnir hafi yfirleitt verið mjög illa sóttir og voru sums staðar afboðaðir, t. d. á Eg- iísstöðum, Norðfirði, Húsavík og Vestmannaeyjum. Alls staðar átti stjórnarliði?5 harðsnúinni andstöðu að mæta og mun árang- urinn af fundunum sá einn, aða stjórnarliðið hefir fengið ennþá eina sönnun fyrir því, að lands- menn eru orðnir þreyttir á skrumloforðum og nýsköpunar- stagli og vilja efndir frá þessu fólki, en ekki endurtekin loforð. Fundahöld stjórnarliðsins. (Framhald af 1. síðu). Af hálfu Framsóknarflokksins var Bernliarð Stefánsson alþm. mættur á fundinum og flutti hann ítarlega svarræðu. Rakti hann það fyrst, að slík fundarsköp, sem höfð væru í frammi þar á fundinum, væru algjört einsdæmi í sögu opin- berra lunda á Islandi, þar sem stjórnarflokkarnir skömmtuðu sjálfum sér 3/4 hluta ræðutímans, en stjórnarandstöðunni 1/4 hluta. Því næst vék hann að þeim fullyrðingum stjórnarliðsins, að Framsóknarflokkurinn væri á móti endurreisn at- vinnulífsins og sýndi fram á með glöggum rök- um, að flokkurinn væri mjög fylgjandi „nýsköp- un“ atvinnulífsins, en hann væri á móti fjármála- og dýrtíðarglæfrum, sem stjórnarflokkarnir beittu sér fyrir, enda mundi engin „nýsköpun" verða framkvæmd nema fjárhagur ríkisins væri tryggur og dýrtíðin stöðvuð og síðan-færð niður. Bernharð gerði síðan samanburð á þeirri stað- hæfingu Sigfúsar Sigurhjartarsonar, að dýrtíðin væri blessun fyrir þjóðfélagið, og aðgerðum Breta, Svía og Bandaríkjamanna gegn dýrtíð í þeirra löndum. Þær aðgerðir allar væru vitaskuld til orðnar vegna þess, að þessar þjóðir vissu, að dýrtíð er. böl, sem fyrr eða síðar hlýtur að draga alvarlegan dilk á eftir sér. Máli Bernharðs var ágætlega tekið af fundar- mönnum. Er þessari umferð var lókið, bauð fundarstjór- inn, Sveinn Bjarnason, fátækrafulltrúi, orðið laust. J ók fyrstur til máls Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, og svaraði þeim atriðum í ræðu Gísla Jónssonar, er sneru að samvinnufélögunum. Benti hann m. a. á þá staðreynd, sem jafnan er þagað um af hálfu stjórnarliðsins, að samvinnu- félögin lúta sömu lögunt um stríðsgróðaskatt og önnur fyrirtæki og allt tal um „skattfrelsi" þeirra er ekkert nema blekking. J^á kvaddi sér hljóðs Svavar Guðmundsson, bankastjóri, og flutti garnalkunna ræðu um KEA og útsvarsgreiðslur félagsins til Akureyrar og skýrði gagn ýmsra mála á bæjarstjórnarfundum, sem hann hefir mætt á, sem varamaður Jóns Sveinssonar. Hins vegar minntist hann næsta lít- ið á boðskap frummælenda, og var svo að heyra, sem hann vildi nú láta fundinn snúast um kaup- félagið og bæjarstjórn Akureyrar frekar en „ný- sköpunar“-boðskapinn. Jakob Frímannsson svar- aði aðdróttunum bankastjórans í garð KEA og benti honum á þá staðreynd, að KEA bæri þriðja hæsta útsvar á landinu og engu máli skipti jim útsvarsgreiðslur samvinnufélaga, sem annarra að- ila, ef tekjur þeirra færu frarn úr 200 þús. kr„ því að á það, sem fram yfir væri þá upphæð, gætu bæ- irnir ekki lagt á útsvar. Ríkið hefði tekið sér einkarétt á því, að skattleggja allar tekjur fram yfir 200 þús. kr. Beindi hanri því til bankastjór- ans, að snúa geiri sínum að þingmönnum þeim, er viðstaddir væru, og fá þá til þess að breyta þessum ranglátu ákvæðum í skattalögunum. Jakob Pétursson, ritstjóri íslendings, taldi, að með jxví að afnema 5% staðgreiðsluafsláttinn hefði KEA fyrir sitt leyti svarað veltuskattinum og taldi hann jretta sönnun þess, að skatturinn kæmi ekki á neytendur. Hins vegar láðist honum að geta þess, að 5% afslátturinn hefir runnið til neytenda! Er hér var komið reis fundarstjórinn úr sæti sínu og benti mönnum á, að fundurinn væri um stjórnmál, en ekki kaupfélagsmál, og bað menn nú að snúa sér að þeim málum, er til umræðu værul Sigfús Sigurhjartarson var beðinn skýringar á þeirri kenningu kommúnista, að nýbyggingar all- ar ættu að fara fram í Reykjavík, en „útskæklarn- ir“ gætu látið sér nægja efni til viðhalds bygg- inga. Hófst þá önnur umferð og svaraði séra Sig- fús því, (með aðstoð Jóhanns Jónssonar skósmíða- meistara), að j)ar sem Reykjavík tæki við allri fjölgun þjóðarinnar, ætti hún að fá alla nýbygg- ingu, en aðrir landshlutar hefðu ekkert með slíkt að gera. Þótti nú ýmsum fara að gerast bragð af ,,nýsköpuninni“. I seinni umferð hélt Gísli Jónsson því frarn, að það væri opinbert orðið, að Samband ísh sam- vinnufélaga ætti 34 millj. kr. eign. I orðaskiptum út af þessu kom í ljós, að Gísli átti þarna við sjóð- eignir sambandsfélaganna, og það varð heyrin kunnugt, að Gísli Jónsson, alþm., botnaði hvorki upp né niður í því hvernig sjóðir kaupfélaganna eru myndaðir, né heldur hvernig Samband ísl. samvinnufélaga og kaupfélögin öll eru skipulögð. Fullyrðing hans um þessa eign Sambandsins var vitaskuld ekkert nema helber vitleysa. (Framh, á næsta d. fyrir framan).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.