Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 2
2 DA9U& Sukkið og óstjórnin í Kaupfélagi Sigífirðinga Allt fyrir neytendurna, segir »Verkamaðurinn« Kommúnistar náðu yfirráðun- um í Kaupfélagi Siglfirðinga í fyrra méð því að viðhafa allskon- ar fantabrögð. * Á einu einasta ári eru þeir orðnir landfrægir fyrir óstjórn sína á félaginu. Alveg sýnilegt, ef þeir yrðu látnir ráða áfram, mundu þeir leggja kaupfélagið í rústir. Svo var sukkið og óreiðan dæmalaus tfndir stjórn kommún- ista, að eftir áramót konr í ljós að vörurýrnun í félaginu var nokkuð á annað hundrað þús- und króna eða 11 af hundraði. Aðalbókhaldara réð hin kommúnistiska stjórnMalgjörlega , þekkingarlausan mann á því sviði, aðeins af því að hann var þægt verkfæri kommúnista til hvers er vera skyldi. Þessum bók- haldara þröngvuðu þeir upp á ^ kaupfélagsstjórann honum þvert um geð. Má nærri fara, hvernig bókfærslan hafi verið eins og í pottinn var búið. Hin kommúnistiska stjórn réðst í að kaupa síldarsöltunar- stöð, sem mælt er að hafi verið hæfilega metin á 250 þús. kr., en það þótti stjórninni ekki nógu hátt verð og gaf fyrir hana 360 þús. kr. Af hvaða ástæðum hún sprengdi • verðið svo ' gífurlega upp fyrir sjálfri sér, eða því fé- lagi, sem hún hafði tekið að sér að stjórna, er ókunnugt og lík- lega óskiljanlegt, nema hún hafi vitandi vits viljað skaða félagið. Nú skyldi maður ætla, að kommúnistar í kaupfélagsstjórn- inni hefðu lagt nokkra áherzlu á að nota hina dýru söltunarstöð félaginu til framdráttar. En það er nú öðru nær. Stjórnin leigir kommúnistasprautu einni á Siglufirði, eða félagsskap, sem hún hefir stofnað, .söltunarstöð- ina til afnota, svo að þessi félags- skapur kommúnista geti rekið hana áem gróðafyrirtæki á kostn- að kaupfélagsins, er situr uppi með hina dýru eign, en mun fá litla leigu eftir hana. Fleiri braskfyrirtæki hafa kommúnistar á Siglufirði með höndum, sem þeir láta kaupfé- lagið blæða fyrir. Ennfremur hafa þeir þröngvað allskonar vörurusli upp á félagið, sem það hefir ekkert með að gera og* er í ráðaleysi með. Þegar allt þetta sukk og öll þessi óreiða var orðin félags- mönnum í Kf. S. ljós, leizt þeim ekki á blikuna, sem ekki var von, og tóku höndum saman um að hrinda óstjórninni af höndum sér. Við kosningu á fulltrúum til aðalfundar fengu kommúnistar ekki nema lítinn hluta, sem þeir þóttust geta treyst til stuðnings sér til að halda áfram óreiðunni og skemmdarstarfinu í kaupfé- laginu. Eins og kunnugt er, hafa aðalfundir kaupfélaganna æðsta vald í öllum málefnum félag- anna. Til aðalfundar Kaupfélags Siglfirðinga voru fulltrúar kosn- ir að réttum lögum og sam- kvæmt lýðræðislegum reglum. En úrslit kosninganna verða þau, að kommúnistar eru sýni- lega í stórkostlegum minnihluta og stjórn félagsins því orðin minnihluta-stjórn. Það var því siðferðisleg skylda hennar, úr því svo var komið, að segja af sér þegar í stað og gefa hinum ný- kjörnu fulltrúum færi á að kjósa nýja stjórn. Ef hin kommúnistiska kaup- félagsstjórn hefði tekið þetta ráð, sem henni var skylt að gera, hefði hún sýnt, að hún virti lýð- ræðishugsjónina að nokkru. Það hefði líka verið verulegur stuðn- ingur við þau ummæli Ólafs Thors, að hann treysti sér ekki til að halda uppi lýðræði í land- inu, nema með hjálp kommún- ista sinna. En hér fór á annan veg. í stað þess að beygja sig fyr- ir lýðræðisreglunni, tók kaupfé- lagsstjórnin til þeirra ráða að berja vilja mikils meirihluta fé- lagsmanna niðúr með ofbeldi. Hún rak 29 hinna nýkjörnu full- trúa úr kaupfélaginu og auk þess 41 aðra félagsmenn án allra saka, nema þeirra einna að vera ekki kommnistar eða auðsveipar undirlægjur þeirra. Þetta ofbeldisverk er mælt að kommnistar á Siglufirði hafi framið eftir ráðleggingu Áka ráðherra, sem er náinn samstarfs- bróðir Ólafs Thors í ríkisstjórn- inni. Málið liggur Jjannig ljóst fyr- ir: Að innræti eru foringjar kommúnista ofbeldisfullir ein- ræðissinnar, sent ekki skirrast við að kúga meirihluta til hlýðni við minnihluta, hVar sein Jreir komast höndum undir og telja sér flokkslegan ávinning að. Gildir þetta jafnt í samvinnu- vinnufélögum, verklýðsfélögum og í ríkisstjórn. Dæmið frá Siglufirði sannar þetta og gerir að markleysu það munnfleipur formanns Sjálf- stæðisflokksins, að kommúnistar séu sú hjálparhella, sem lýðræði á íslandi byggist á í framtíðinni. Staðreyndirnar frá Siglufirði hafa leitt þann sannleika í Ijós, sem mörgum var að vísu kunnur áður, að kommúnistar eru þess albúnir að gerast böðlar þjóðar- viljans, ef allir lýðræðissinnar í landinu eru ekki vel á verði gegn ofbeldisfullu einræðisbrölti þeirra. Allt þetta gerist í sömu and- ránni og framhleypnasta áróð- urstæki Ólafs Thors er að reyna að telja lesendum Morgunblaðs- ins trú um, að einræðishneigð sé ekki til í stjórnarliðinu. Samvinnumenn á Siglufirði tóku málið réttum tökum. Þeir brutu ofbeldistilraun kommún- únista á bak aftur og gerðu sín- ar ráðstafanir á aðalfundi til bjargar kaupfélagi sínu á þann hátt, sem áður hefir verið frá skýrt í þessu blaði. En kommúnistar voru ekki að- gerðalausir. Þeir héldu^sinn að- alfund sérstaklega og munu hafa kosið þar sína fulltrúa til að mæta á aðalfund SÍS á Lauga- vatni. Fulltrúar KRON á Jieim fundi fóru Jaéss á leit, að frestað væri að taka gild kjörbréf full- trúa frá Kf. S., sem kjörbréfa- rtefnd hafði ekkert fundið við að athuga, því að von væri á full- trúum frá minnihlutanum í kaupfélaginu. Sést á Jaessu, að samband hefir verið á milli kommúnista á Siglufirði og flokksforustunnar í Reykjavík um aðfarir kommúnista á Siglu- firði. Þessi málaleitun var vitan- lega að engu höfð, enda komu minnihluta-fulltrúarnir aldrei til aðalfundar SÍS. Hafa ef til vill áttað sig á, að Jreir væru farnir að leika skrípaleik. • Nú víkur sögunni til mál- gagns kommúnista á Akurevri. ,,Verkamaðurinn“ .sá, að þörf var á, að hann tæki upp vörn fyrir atferli samherja sinna á Siglu- firði, því vitanlega fór það ekki framhjá blaðinu, að framferði þeirra vakti hvarvetna óhug og fyrirlitningu meðal allra lands- manna, að undanteknum ofstæk- isfyllstu sósíalistum, sem telja sér öll meðul leyfileg' til að ná tilgangi sínum, og ef til vill allra versta soranum í Sjálfstæðis- flokknum, sem leggur ýdauðlegt hatur á kaupfélögin. Þessi vörn „Verkamannsins" mun alveg einstök í sinni röð. Hún er á Jiann veg, að kommún- istar á Siglufirði miði allt við heill og farsæld neytendanna í kaupfélaginu þar. Öll stjórn þeirra á félaginu liafi snúizt um þetta eitt. En þetta hafi. hinir borgaralega sinnuðu félagsmenn ekki þolað, og þess vegna hafi þeir hafið klofnings- og sundr- ungarstarf í Kf. S., svo að konnn- únistar hefðu ekki frið til að vinna fyrir neytendurna. Samkvæmt þessari kenningu „Verkamannsins" er það gert vegna néytendanna í Kf. S. að láta meira en 1/10 hluta vöru- magns félagsins hverfa sýnum og gufa upp. Vegna neytendanna er bók- færslan í kapfélaginu hofð í því argasta ólági, sem hugsast getur. Sem dæmi má nefna, að einum hinum brottrekna er gefið að sök, að hann hafi engin viðskipti haft við félagið, það sem af er þessu ári; hann hafi Jrví verið í félaginu aðeins að yfirvarpi. Eigi að síður hefir þessi félagsmaður undir höndum búnka af úttekt- arnótum frá þessu tímabili. Hann vill fá að líta í viðskipta- bækur félagsins. Þar sér hann nafn sitt og annað ekki, engin viðskipti hans bókfærð. Fyrir þessa vanrækslu í bókhaldi er hann rekinn úr félaginu, og margt er sagt eftir þessu. Eftir frásögn „Verkamanns- ins“ er það í þágu neytendanna, að Kf. S. er látið leggja í brask- fyrirtæki kommúnista við Gils- laug í Fljótum, þó að kaupfélag- ið hafi ekkert nema skaða af þeirri þátttöku. Ennfremur á það að vera gert fyrir neytend- urna, að kommúnistar hrúga alls konar vörurusli í kaupfélagið til hagnaðar fyrir sjálfa sig, en til fjárhagslegs tjóns fyrir félagið. Svo þegar sterkur meirihluti félagsmanna tekur rögg á sig til að afmá allan þenna ósóma að svo miklu leyti sem það er ekki orðið of seint, þá kalla kommún- istar Jrað klofnings- og sundrung- arstarfsemi og að verið sé að hnekkja hagsmunum neytend- anna. F.n hvers kVmar fádæma rugl er Jjetta urn hagsmuni neytend- anna,-sem kommúnistar Jaykjast vilja vernda? Eru J)að ekki ein- ♦ Fimmtudaginn 5. júlí 1945 mitt neytendur í Kaupfélagi Siglfirðinga, sem sjálfir hafa ris- ið upp til andstöðu við sukkið og óreiðuna, sem kommúnistar hafa komið til leiðar í félaginu, og Jrað einmitt til bjargar hags- munum sínum gegn yfirgangi og yfirtroðslum hinna kommúnis- tisku afla, sem ráðið hafa yfir fé- lagsmálunum um sinn? Treystir „Verkamaðurinn“ sér að halda því fram, að neytendur séu ekki aðrir en nokkrar komm- únistasprautur? Vörn „Verkamannsins" er ónýt og vérri en engin. Kommúnist- um verður’ aldrei framar trúað fyrir að stjórna kaupfélagi eftir Jiá reynslu, sem fengin er af stjórn þeirra á Kaupfélagi Sigl- firðinga. Mlll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIII 111(11 lllll ■1111111111111111111111111111111111111III IIIIIUIIIIIIIIIIUIIIIIillllllllllllllllllll llll||» • • - Prjónakonur! Prjónakonur! Get bætt við nokkrum prjónakonum í haust. Bjart og gott i i vinnupláss. Hátt kaup. Þær stúlkur, sent áður hafa talað við. I [ mig viðvíkjandi atvinnu í haust eða næsta vetur, gjöri svo vel i i og láti mig vita nánar næstu daga, milli kl. 2 og 6 e. h. / E Prjónastofa Asgríms Stefánssonar í = Hafnarstrati 85 — Akureyri \ 7iiiii 11111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiii; Miiiiiiin ii iii iiiiiiiin iii ii iiiii iii ii iii iii ii 111111111111111111111111111 in mni 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii iii iiiiu,|k | TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið að hámarksálagn- j [ ing á innfluttar rafmagnseldavélar megi hæst vera 1 | 20% (ein álagning). J I Þurfi að skipta álagnmgunni ber innflytjanda [ [ að tilkynna þeim er hann selur hvaða útsöluverð i Í megi hæst vera. Ákvæði þessi ganga í gildi frá og með 22. júní [ I 1945. • | Reykjavík, 22. júní 1945. 1 VERÐLAGSSTJÓRINN. I 2 x ?i|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii11111111111jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii? «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilii,iiil„B | NÝKOMIÐ: Borðdúkadregilh og matarservíeltur I i I Kaupfélag Eyfirðinga | — Vefnaðarvörudeildin NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR '—> f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.