Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 05.07.1945, Blaðsíða 6
f ÐAÖUR Fimmtudaginn 5. júlí 1945 - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS (4. (Framhald). hressingu. en þar var enginn sími. Húsráðendur voru frönskutal- andi Kanadamenn, gestrisnir og hjálpsamir. Red varð hugsað til þess, þegar hann sötraði brennandi heitt kaffið, að Bill hafði oft sagt honum, að þessir hlustarverkir, sem Tumi fékk annað slagið, væru ekki þess eðlis, að ástæða væri til að hafa áhyggjur. Mörg börn hefðu þennan kvilla. En Ginny hafði alltaf verið áhyggjufull út af þessu. Ginny óttaðist höfuðbólgur. Hvað hafði hún sagt við hann, þegar hann tók á móti henni á járn- brautarstöðinni fyrir nokkru? „Ef Tumi fengi höfuðbólgur, Red, .mundi eg deyja af hræðslu. „Og hann hafði sagt: „Hann fær ekkert slíkt, Ginny.“ Þetta var fyrir nærri sjö mánuðum síðan. Ginny var ekki lengur til að líta eftir Tuma. Hún var í New York og hann hafði nær eng- ar fréttir haft af henni nú um langa hríð. Marta, og eftir að hún fór, Bill, voru einu heimildirnar. Marta hafði verið fáorð, og hann gat vel skilið það, en því undarlegra fannst honurn Jrað, hve Bill var þurr á manninn, sem hann hugsaði oftar til þess, að Bill hafði verið á hælunum á Ginny hér á árum áður, og vafalaust var hann ennþá ástfanginn af henni. Hann hafði því ástæðu til að láta sér vel líka, hvernig komið var. Ginny hafði alltaf haft mætur á honum og líklegast var, að hún mundi giftast honum. Hún hafði sagt, að hún vildi giftast aftur, og hafði ekki iarið í neinn launkofa með það. Það gat tekið tímann, að læra að þekkja sumar konur. Aldrei hefði honum komið til hugar, að Ginny mundi taka skilnaðinum með því hugarfari. Veðrinu slotaði um fimmleytið. Um klukkan sex var orðið ferðafært, en þá stóð á snjóplógnum, og fyrstu bílarnir koniust ekki af stað fyrr en klukkan var orðin átta, og um níuleytið voru þau Red og Cecilía á heimleið. En ferðin gekk hægt. Víða voru vinnu- flokkar við mokstur og öll var leiðin heim heldur ógreiðfær. — Klukkan var orðin ellefu þegar þau komu til Amesboro. Red sagði: „Væri þér sama þó eg kæmi við heima, áður en eg ek þér heim til Barry, — rétt til að fullvissa mig um að allt sé í lagi?“ „Já, auðvitað, — en þú verður ekki lengi? Mér er orðið mál að komast í heitt bað og fá eitthvað almennilegt að borða.“ Red stöðvaði bílinn fyrir framan húsið og hljóp upp gangstíg- inn, tók tröppurnar í nokkrum skrefum og gekk hvatlega irm í hús- ið. Hann var kominn nær alveg að stiganum þegar hann stanzaði. Einhverjir voru að koma ofan af lofti. Fyrstur var Sidney Leach, annar var Bill og í fyrstu hélt hann að konan, sem síðust gekk, væri hjúkrunarkonan, sem fengin hafði verið til að líta eftir Tuma, en allt í einu leit hún upp og beint framan i hann. Það var Ginny. Ginny stóð þarna beint fyrir framan hann og horfði á hann. Andlit hennar var þreytulegt og náfölt, rétt eins og hún hefði ekki fest blund um nóttina. Og raunar var því þannig farið. Hún hafði ekki getað sofnað fyrr en komið var undir dögun og litlu seinna hafði síminn vakið liana. Hún vissi strax, þegar hún heyrði rödd Bills í símanum, að nú hafði eitthvað komið fyrir. „Eg ætla ekki að hræða þig, Ginny,“ hafði hann sagt, „en Leach hringdi til mín rétt í þessu. Eg fer með flugvél til Vermont nú rétt bráðum, því að höfuðbólgan, sem þú óttaðist mest, hefir loks náð tökum á Tuma." Þetta voru nærri því söinu orðin og hann sagði við Red nú. En hann bætti við: „Við ætlum að skera upp strax. Við bíðum bara eftir sjúkrabílnum.“ „Eg vildiekki ráðast í það fyrr,“ sagði Leach, „þar sem hvorki þú né frú Stevens voru heimaog Bill var auk þess fjarverandi." Hann sneri sér að Bill. „Eg fer á undan yfir á spítalann til þess að full- vissa mig um«ð allt sé tilbúið þar.“ Hann greip frakka og hatt og skundaði út úr dyrunum. Rétt í þeim svifum kom hjúkrunarkonan fram á stigapallinn og sagði: „Má eg segja eitt orð við yður læknir?“ Bill flýtti sér upp á loftið aftur, og allt í einu voru þau Red og Ginny orðin ein eftir. En áður en þau gætu sagt nokkuð var útidyrahurðinni hent upp á gátt og Cecilía kom inn. Hún sá ekki Ginny, það er að segja fyrst í stað. — Hún sá ekkert nema Red. „Hvað lengi-----“, byrjaði hún og auðheyrt var að hún var reið,',,---ætlarðu að láta mig húka þarna úti í kuldanum? Veiztu ekki að eg þarf að komast heim?“ í þeim svifum sá hún Ginny og sagði ekki meira, en blóðið steig henni til höfuðsins. Algjör þögn var ofurlitla stund. Red ætlaði að segja eitthvað, en Ginny greip fram í fyrir honum. „Þú ættir að fylgja henni heim,“ sagði hún, og rödd hennar var í senn þreytuleg og háðsleg. Hún sneri baki við þeim og gekk hnarreist upp stigann, til Tuma og Bills. (Framhald). Hér með tilkynnist, að SIGURÐUR JÓNSSON (FRÁ AUÐNUM), andaðist að Elliheimilinu í Skjaldarvík, 30. júní, s.l. Jarðarförin ókveðin mónudaginn 9. júlí n.k., frá Akureyrar- kirkju, og hefst kl. 1 e. h. STEFÁN JÓNSSON Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem á margvís- legan hátt veittu okkur aðstoð og auðsýndu samúð við hið sviplega fráfall Helgu Huldu Ingimarsdóttur frá Þórshöfn. Guð blessi ykkur öll. Eiginmaður, foreldrar og systkini. HJARTANS ÞAKKIR öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur, Valgerðar Sigurjónu Bjarnadóttur. Guð blessi ykkur öll. Svanfríður Hrólfsdóttir. Bjarni Jónsson. Laufey Bjarnadóttir. Inga Bjarnadóttir. Gyða Bjarnadóttir. Öltum þeim mörgu einstaklingum og félögum, sem heiðruðu íþróttafélagið „Magni" á þritugsafmœli þess, þann 24. júni s. L, með nœrveru sinni, árnaðaróskum og gjöfum, vottum við okkar beztu þakkir. Grenivík, 25. júni 1945. íþróttafélagið „Magni". MIII|lll!llllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||il|||||||||||||f|||||t|||U|||||l|||||||||||||||||,||||,|| ELDFASTIR STEINAR ELDFASTUR LEIR HVERFISTEINAR GIRÐI BINDIVÍR I Kaupfelag Eyfirðinga | I .Byggingarvörudeild. \ iiiiMimiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiminimimi 1111111111111 ■■itiiimiiiin immmiimmmii *mmmmmmimmmmmmmmmmmmmmm,mmmmmmmm,mmmmmmmmmmmmm,mmmmmmmiiii» Nýjar bækur: | MÓÐIR 'ÍSLAND, eftir Guðm. G. Hagalín i MANNÞEKKING, eftir Símon Jóh. Ágústsson i TRYGG ERTU TOPPA, eftir Mary O'Hara | ] NÓTT VIÐ NORÐURPÓL | ALOHA, eftir Aage Krarup Nielsen BOÐSKAPUR PÝRAMÍDANS MIKLA SÓLSKINSÁRIN, eftir Berthu Holst. | | BARNABÆKUR: | DÓRA, eftir Ragnheiði Jónsdóttur i SNIÐUG STELPA í BEVERLY GRAY í II. BEKK HUGRAKKIR DRENGIR Bókaverzlunin EDDA Sími 334. «IIIIMIU|llllllflUlllllMIII,IMIII!IIMIII,ll„IMmiílllllllllllllll|ll|IIIMIIMIIHIIinMmilMIIIMI|IIIIIIIIIIMIII,IMIMIIIIIIIIII|,IMI|ltUI» RITFREGNIR Samvirtnan, maí 1945. Þetta hefti flytur grein um Hagkerfi samvinnu- stefnunnar, eftir ritstj., Jónas Jónsson, og í því er grein um Jónas Jónsson sextugan eftir Jón Árnason, frásögn af afmælishátxðahöldunum til heiðurs Jónasi Jónssyni, á Laugarvatni, 1. maí sl. Jónas Guðmundsson skrifar í þetta hefti um erlenda viðburði og nefnist grein hans Þegar friðurinn kom. Þórir Baldvinsson skrifar at- hyglisverða grein um Híbýlaprýði og heimilislýti, Jónas Jónsson ritar um Karl Kristjánsson fimmtugan. Margt fleira greina er i ritinu. Skintaxi, Tímarit U. M. F. í., 1. hefti 36. árg., er nýkomið út. Blaðið er nokkuð breytt að formi til. Rit- stjóraskipti hafa orðið með þessu hefti. Séra Eiríkur J. Eiríksson lætur af ritstjórninni, en við'tekur Stefán Júlíusson kennari í Hafnarfirði. Af greinum í ritinu má nefna þessar: Tímamót eftir Daníel Ágústxnusson, Þörf á leiklistarráðunaut, viðtal við Harald Björnsson, Ungmennafélögin og fræðslumál sveitanna, eftir Stefán Jasonarson, Lestrarfélög og hrepps- bókasögn, viðtal við Bjarna M. Jóns- son, Leiðbeiningar um örnefnasöfnun eftir Kristján Eldjárn og íþrótfaþátt- ur eftir Þorstein Einarsson. Auk þess kvæði eftir Guðm. Daníelsson, Guðm. Inga og Skúla ÞorsteinsSon, sönglag eftir Halldór Jónsson. Auk þess fréttir af félagsmálum o. m. fl. Ritið er snot- urt og vandað að frágangi. Inter Arma, lnnsýn og Útsýn heit- ir ljóðakver, sem Snæbjörn Jónsson í Reykjavík hefir gefið út og er hann sjálfur höfundur ljóðanna. í formála segir höf.: „Ljóð þau, sem hér eru saman komin, hefir óbreyttur þjóðfé- lagsborgari í landi, er mikið leggur upp úr hlutleysi sínu, kveðið á ýmsum tímum heimsstyrjaldarinnar síðari. Hvað sem annars kann að vera um gildi þeirra, eru þau birt fyrir það, að þau lýsa einlæglega — enda þótt ófullkomlega — þeim tilfinningum,' sem þetta mikla bál hefir vakið'í brjósti höfundarins.“ Kverið er til- einkað brezka' hernum, sem hér dvaldi. Kvæðin lýsa aðdáun og ást á Bretlandi og brezkri menningu. Iceland Past and Present, eftir dr. Björn Þórðarson. Utgefandi Oxford University Press, London 1945. Þýtt á ensku af Sir William Craigie. Fyrir nokkrum árum gaf hið heims- fræga brezka bókaforlag Oxford University Press út lítinn bækling um Island, er dr. juris. Björn Þórðarson, fyrrv. forsætisráðherra, hafði tekið saman'. Nú er komin út hjá sama for- lagi önnur útgáfa þessa kvers, og hefir útgáfan verið aukin og endurbætt svo að frásögnin nær nú til ársins 1944. Bókin segir í stuttu og greinargóðu máli frá fundi Islands, uppruna ís- lendinga, þjóðríki þeirra, menningu og sögu fram eftir öldunum. Lýsir síð- an endurreisnartímabilinu, frelsisbar- áttunni og afrekum þjóðarinnar á síð- ustu áratugum. Ennfremur er greint frá náttúru landsins, atvinnuháttum og öðru því, er mestu máli skiptir, til þess að erlendir menn, sem hingað leita, eða hafa áhuga fyrir íslandi, geti í skjótri svipan gert sér hugmynd um íslenzku þjóðina og land hennar. I öllu því flóði misjafnra blaðagreina og ummæla, sem runnið er frá her- mönnum, sem hér hafa dvalið, og mis- jafnt er að gæðum, er sérstakur feng- ur að því, að þessi stutta og greinar- góða Islandslýsing skuli koma út í endurbættri útgafu hjá svo ágætu og viðurkenndu forlagi, sem Oxford University Press er. Það gefur bók- inni og aukið gildi, að hinn ágæti fræðimaður Sir William Craigie hefir snúið hei^ni á ensku. Allir þeir íslend- ingar, sem vilja senda kunningjum sínum erlendis glögga lýsingu á ís- landi ættu að senda þeim bækling dr. Björns Þórðarsonar: Iceland Past and Present.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.