Dagur - 12.07.1945, Page 4
4
DA6UR
Fimmtudaginn 12. júlí 1945
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Aígreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Lýðræði og einræði.
JJIÐ BOGNA getur ekki orðið beint, og hið
vantandi verður eigi talið,“ segir Prédikar-
inn. — Manneðlið er breyskt og öll verk nrann-
anna ófullkomin. Svo er það einnig um lýðræðið,
að auðvelt er að telja upp galla þess, því að tala
þeirra er legió. Þó er það fullkomnasta stjórnar-
form, sem fundið hefir verið eða reynt í sambúð
og félagsháttum mannkynsins frá öndverðu. En
það er bæði, að framkvæmd þess veitir þegnun-
um fullkomnast tækifæri til félagslegs þroska, og
eins hitt, að félagslegur þroski þegnanna er nauð-
synlegt skilyrði þess, að lýðræðið geti orðið sem
fullkomnast og þolanlegast stjórnarform í franr-
kvæmd. Hér er — eins og raunar svo oft endranær
í tilverunni — erfitt að skera úr því með fullri
vissu, hvað er orsök og hvað afleiðing, heldur
orkar hvað á annað til reisnar og falls.
JJEIMUR, SEM ÁÐUR var stór, er nú orðinn
lítill vegna greiðra samgangna og hraðfara
farartækja. Alþjóðahyggja er hugmynd, sem áð-
ur var þýðingarlaust og innantómt orð, en er nú
fyrr en varir orðin markvert og raunverulegt liug-
tak, sem enginn skyldi lengur skjóta skollaeyrum
við. En alþjóðarhyggjan getur vissulega táknað
aukna hættu fyrir hugsjón lýðræðisins og blásið
einræðisskipulaginu byr undir báða vængi, ef
þeim háska verður ekki afstýrt í tæka tíð. Lýð-
ræði í einstökum löpdum er í rauninni naumast
hugsanlegt framar, heldur verður það að ná til
allra landa og allra þjóða í þessum litla heimi,
því að annars mun það stöðugt verða í háska statt
og standa höllum fæti fyrir áhrifum, ásælni og yf-
irgangi einræðisríkjanna í nágrenni nútímans,
meðan þau þrífast á jörðunni. Það er engin til-
viljun, að þeir menn, sem vinna í þágu einræðis-
ríkjanna, leynt og ljóst, tala ávallt með mikilli
fyrirlitningu um lýðræðið og reyna jafnan að
læða inn í huga almennings tortryggni, lítilsvirð-
ingu og vanmati á kostum þess og úrræðum.
Vissulega er vá fyrir dyrum þar, sem svo er ástatt,
að áhrifamestu áróðurs- og útbreiðslutæki þjóð-
félagsins standa opin fyrir boðskap þeirra manna,
er svo tala, og lúta enda boði þeirra og banni.
£N HINN LITLI HEIMUR er jafnframt orð-
inn heimur mikilla nröguleika til aukinnar
liagsældar, frelsis og menningar til handa öllum
lýðnurti. Hlutverk og köllun hins almenna og
óskoraða lýðræðis er auðvitað fyrst og fremst það,
að hagnýta þá möguleika út í yztu æsar, skapa
öllum þjóðum og öllum stéttum frið, frelsi og
hagsæld. Það er fullkomlega athyglisvert og tákn-
rænt fyrir áróðursaðferðir hinna iöðurlandslausu
einræðissinna, svo að einstakt dæmi sé nefnt, að
Ríkisútvarpið íslenzka og blöð einvaldans í
Krerni töldu sér hentugt að stinga þeim kafla
ræðu Winstons Churchills nú á dögunum undir
stól og geta hans að engu, þar sem forsætisráð-
herrann brezki og öflugasti talsmaður lýðræðis-
ins í heiminum nú sem stendur, ræddi þetta at-
riði og ennfremur það, að þá væri til lítils barizt,
ef nýr óréttur, ný kúgun lítilla og hernaðarlega
vanmáttka þjóða, skyldi lögfest við friðarborðið
eftir þennan ófrið. Allir skildu, hvert þessari ör
var stefnt, og því var þagað í Reykjavík og
Moskvu, að talsmönnum einræðisins og nýrrar
stórvelda- og landvinningastefnur í heiminum
kom illa, að þjóðirnar legðu hlustir við þessum
varnaðarorðum.
Eyðileggingin í Manilla.
Áður en Japanar yfirgáfu Maniila, höfuðborg Filippseyja, eyðilögðu
þeir allt, sem hönd á festi. Borgin varð auk þess fyrir miklum
skemmdum í gölubardögum og stórskotahríð hmna stríðandi herja.
Myndin sýnir hverfi í borgmni, þar sein ekkerf stendur uppi, nema
Hattaöskjur og herðatré.
Hefir það
nokkurn tírna
hent þig, að
rífa eða draga
til þráð í fína
silkikjólnum
þínum, þegar
þú varst að
hengja hann
upp, vegna
þess, að herða-
tréð var svo gróft, að flísar úr því stóðu út í allar
þess stað út hattlaus?
Eða hefir nokkurn tíma farið svo illa lyrir þér,
þegar þú ætlaðir að setja upp sparihattinn, að
uppgötva, að hann var svo rykfallinn og upplit-
aður, að þú varst að hætta við og „spásseraðir“ í
þess tstað út hattlaus?
Vonandi hefirðu aldrei komizt í kynni við slíka
harmleiki, en ef vera kynni að þú þekktir ein-
einhverja, sem iila væri ástatt fyrir í þessum sök-
um þá gætirðu sagt henni, að hefjast lianda, áður
en allir kjólar hennar fara illa, og hattar upplit-
ast.
Bezta ráðið til þess að gera herðatrén slétt og
sleip, er að núa þau með grófum sandpappír og
lakka þau síðan. Sumir þekja þau með einhverju
efni, vefja þau garni, eða hekla og prjóna utan
um þau.
Allt slíkt er ágætt, en fljótlegast er að lakka
þau, og það getur verið skemmtilegt að nota til
slíks ýmsa liti lakksins.
Svo geturðu málað nafn Jritt á herðatréð og
bundið litla ilmpoka við það, ef þér sýnist svo.
í sumunr fataskápum er oft leiðinleg lykt, senr oft
er vont að losna við, þó að skáparnir séu ágætlega
hreinir, en slíkir ilmjrokar á lrerðatrjám koma í
veg fyrir að lyktin festist við fötin, sem þar hanga.
Ef þú átt jakka, kjóla eða dragtir, þá er eg viss
unr, að oft ertu í vandræðum nreð pilsin — ekki
satt?
Bezta ráðið er, að negla tvær þvottaklenrmur
(gorma) sína á hvorn enda herðatrésins, og
klemnra svo pilsið upp. Tilvalið er að hengja
jakka og blússur utan yfir.
Klemmurnar skaltu festa á, áður en Jrú lakkar
tréð, og lakka þær síðan með.
Taktu þig nú til og settu ,,nýsköpun“ af stað í
fataskápnum. Gættu þess vel, að nota ekki of löng
herðatré, svo að þau standi ekki langt út í erm-
arnar.
Gefðu hverjunr kjól sitt eigið tré, og lrann
nrun verða þér afar þakklátur.
Hatta-öskju, eins og þá ,er myndin sýnir, er
auðvelt að útbúa, ef þú getur náð í öskju í ein-
hverri verzlun, senr selur hatta. Léreft (eða taft)
er límt utan unr lrana og silkiborðarnir festir við
á eftir. Slík askja hlífir höttunum nreir en marg-
an grunar, og er Jrar að auki nauðsynleg, ef þú
þarft að ferðast með hatta. Þá er bezt að gera
hanka á hliðina, svo að hægt sé að lralda á henni
eins og hverri annarri ferðatösku.
Og nrér detlur í hug, hvort slík askja og upp-
dubbað herðatré gæti ekki verið tilvalin afmælis-
gjöf lranda vinkonu þinni?
Puella.
★
ELDHÚSIÐ.
Höfðingjakökur.
500 gr. hveiti.
375 gr. smjörlíki.
250 gr. sykur.
2 egg.
120 gr. saltar möndlur.
Hveiti og snrjör er mulið vel sanran. Sykur,
nröndlur og egg sett saman við. — Hnoðað vel
saman. — Flatt út og stungnar út kökur með nisti
(kringlóttu). Látnar á vel snrurða plötu. Bakaðar
Ijósbrúnar,
rustir einar.
Bréf.
jyjIG LANGAR til að biðja „Fok-
dreifar“ fyrir eftirfarandi orð-
sendingu til Jóns Sveinssonar, fyrrv.
bæjarstjóra, því að tilefnið til við-
skipta okkar að þessu sinni mun stutt
frásögn, sem birtist á sínum tíma
hér í þessum dálkum, og þá eftir
upplýsingum og heimildum frá mér.
Orðsendingin.
TÓN SVEINSSON sendir mér kveðju
* guðs og sína í síðasta tbl. íslend-
ings. Er hann svo vinsamlegur að full-
yrða, að eg hafi farið með „blekking-
ar og ósannindi" í frásögn um atburði,
er gerðust á stofnþingi Sambands ís-
lenzkra sveitafélaga, er háð var í
Reykjavík í síðasta mánuði, og telur
„rétt að mótmæla helztu staðleysun-
um“. Við tiltölulega nákvæma athug-
un á grein J. Sv. get eg ekki séð, að
hann geri þar nokkra tilraun til að
hnekkja nema þremur atriðum í frá-
sögn þeirri af fundinum, sem hann
mun eiga við og kenna mér. Væri það
auðvitað nokkur ástæða til þess áð
réttlæta orðbragð og aðdróttanir
greinarhöfundar í minn garð, ef hon-
um tækist að færa fyrir því fullgildar
sannanir — eða jafnvel þótt ekki
væri nema dálítið sannfærandi líkur
— að eg hafi hallað réttu máli í þess-
um þremur atriðum:
1. Að J. Sv. hafi á stofnþinginu gert
kröfu til þess fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri, að
vera sjálfur kosinn í fulltrúaráð
sambandsins.
2. Að kosning J. Sv. sem fulltrúa á
þingið hafi verið með þeim
hætti, að hollast og sæmilegast sé
fyrir þá, sem að henni stóðu, að
frammistöðu þeirra í því sam-
bandi sé sem minnst á lofti haldið.
3. Að borgarstjórinn í Reykjavík hafi
í lok fundarins ráðizt með illyrð-
um að mér fyrir þá sök eina, að
eg hafði notað málfrelsi mitt og
- atkvæðisrétt á fundinum eftir eig-
in höfði.
J. Sv. fullyrðir í grein sinni, að
þessi þrjú atriði séu ósönn. En eg
hygg, að auðvelt sé fyrir þá, sem
kæra sig um að vita hið rétta í þessu
máli, að ganga úr skugga um það —
með því að lesa grein hans aftur —
að „rök“ hans fyrir þessum áburði eru
vífilengjur, sem ekkert koma málinu
við, og annað ekki, og sumt það, sem
þar er sagt, er auk þess alveg rangt og
villandi. J. Sv. fullyrðir t. d. að eftir-
litsmaður sveitastjórnarmálefna, Jón-
as Guðmundsson, hafi stungið upp á
honum sem fulltrúa fyrir Norðlend-
ingafjórðung í fulltrúaráð sambands-
ins. Uppástungur eftirlitsmannsins
voru lagðar fyrir þingið í fjölrituðu
fortni, svo að erfitt virðist og furðu
djarft um þær að deila. Það er stung-
ið upp á Erlingi Friðjónssyni til þessa
starfs, en ekki Jóni Sveinseyni. Hitt
er svo annað mól, að eftirlitsmaður-
inn studdi uppástungu um kosningu J.
Sv., eftir að hún var fram komin úr
annarri átt. Óli Hertervig nefndi J. Sv.
fyrst opinberlega í þessu sambandi,
en eg lagði hins vegar til, að tillögur
eftirlitsmannsins. um fulltrúavalið
yrðu samþykktar óbreyttar. Það var
einmitt þegar hér var komið sögu, að
J. Sv. gerði fyrrnefnda kröfu sína,
sem hann þrætir nú sem ákafast fyrir.
þÁ MUN AKUREYRINGUM koma
það nokkuð sþanskt fyrir sjónir,
að J. Sv. fullyrðir, að hann hafi verið
„kosinn á löglega framlögðum lista
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn". Má
í því sambandi spyrja á hvers konar
lista Steinn Steinsen bæjarstjóri hafi
þá verið kosinn til að mæta á stofn-
þinginu, eða hafði Sjálfstæðisflokkur-
inn e. t. v. tvo „löglega framlagða“
kjörlista við þessar kosningar? Og
hvers vegna lýsti bæjarstjóri því yfir
á fundinum, að hann myndi ekki
mæta á þinginu, eins og í pottinn væri
búið um kosninguna?
pF EINVER ANNAR en Jón
Sv. hefði orðið til þess að bera
mér á brýn ósannindi, blekkingar og
staðleysur í þessu efni, myndi eg
sennilega hafa haft svo mikið við að
sanna mál mitt með því að afla mér
vottorða þingfulltrúa, staðfestra úr-
skrifta úr gerðarbókum stofnþingsins
og bæjarstjórnar Akureyrar og ann-
arra slíkra gagna, er duga myndu til
þess að hrinda áburðinum. En bæjar-
búar þekkja J. Sv. og málfærslu hans,
ætti þeim því að vera vorkunnarlaust
að ótta sig á því, án allra slíkra sönn-
unargagna, hversu mikið mark muni
takandi á honum og orðum hans. Get
eg því sparað mér frekari ómök að
þessu sinni.
■þESS SKAL að lokum getið, að af-
skipti mín af umræddum kosning-
um voru alls ekki af flokkspólitískum
rótum runnin, eins og bezt má marka
á því, að eg bauðst í heyranda hljóði
á fundinum til þess að veita Sjálf-
stæðismanninum Óla Hertervig, bæj-
arstjóra í Siglufirði, fylgi mitt, er
hann var nefndur í þessu sambandi,
þótt eg hins vegar sæi ekki óstæðu til
að beita mér sérstaklega fyrir kosn-
ingu hans, enda var þeirri uppástungu
þá heldur ekki sinnt af öðrum. Þá er
og alkunnugt, að Erlingur Friðjóns-
son, sem kosningu hlaut í fulltrúaráð-
ið, ekki hvað sízt fyrir mitt tilstilli, er
ekki — og hefir aldrei verið -
flokksbróðir minn eða pólitískur sam-
starfsmaður. J. Sv. verður því einnig
að þessu leyti að leita annarra skýr
inga á framkomu minni á þinginu en
þeirra, er hann telur bezt þjóna
þeirri tegund góðfýsi og sannleiks-
elsku, sem honum virðist annars eigu-
legust í opinberum málum.
/. Ft.