Dagur - 02.08.1945, Page 3

Dagur - 02.08.1945, Page 3
V Fimmtudaginn 26. júlí 1945 DAGUR 5 / Bernharð Stefánsson, alþingismaður: Uppgjöf Jóns Pálmasonar I. Jón Pálmason alþingismaðuí' fer enn á stúfana í Morgunblað- inu frá 18., 24. og 25. júlí sl.-með svargreinar til mín, er hann nefnir „Undanhald Bernharðs Stefánssonar“. Ekki tek eg það nærri mér þó hann velji grein- um sínum þetta heiti. Legg eg það alveg óhræddur undir dóm vitiborinna lesenda, sem fylgzt hafa með ritdeilu okkar, hvor hafi verið á meira undanhaldi. Það er nú hvort tveggja, að fátt nýtt kemur fram 1 þessum ritsmíðum Jóns, heldur endur- tekur hann margt það, sem eg er áður búinn að hrekja og get eg ekki verið að fást um það, heldur vísa til þess, sem eg hefi áður sagt um þau efni og í öðru lagi hefi eg nauman tíma til að skrifa langt mál nú. Eg mun því af- greiða hann með tiltölulega fá- um orðum. Jón talar í hverri grein um það, að eg sé „áttavilltur". Það eru nú rök í lagi! Eg held nú,' að ef það er áttavilla, sem eg hefi haldið fram, að kenning Jóns um „tveggja flokka kerfið“ hlyti að enda með einræði, ef hún kæmist í framkvæmd, þá hljóti hann að telja mig í fremur góð- um félagsskap í þeirri „átta- villu“. í leiðara í Morgunblaðinu frá 20. júlí sl. er sagt frá ræðu, sem Churchill hélt nýlega, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að sigur sósíalismans mundi leiða til einræðis. Eftir að hafa skýrt frá þessum umræðum bætir blaðið við frá eigin brjósti: „Þessi orð eru sönn og nægir í því sambandi að benda á Sovét- Rússland, þar sem sósíalistar hafa setið að völdum um nærfelt þrjá tugi ára. Þar ríkir nú flokks- einræði og ekkert er þar lengur til, sem heitir gagnrýni á ríkj- andi stjórn“. (Leturbreyting mín). Jón Pálmason telur aðeins tvo flokka eiga rétt á sér: eignarrétt- arstefnumenn" og sósíalista. — Churchill og Morgunblaðið fullyrða, að ef aúnar þessara flokka næði völdum þýddi það einræði. Ef það er rétt, hlyti „tveggja flokka kerfið“ að leiða til hins sama, því þó „eignarrétt- arflokkurinn“ sigraði í kosning- um og næði völdum, sem litlar líkur eru til þegar aðeins væri um tvennt að velja, þá yrði hann annað hvort að halda þeim til frambúðar, jafnvel með ófbeldi, sem væri sama og flokkseinræði hans eða að sósíalistar tækju sér einræði. Ef því álit mitt á „tveggja flokka kerfi“ Jóns er áttavilla, hlýtur aðal flokksblað hans að vera í sömu, eða reynd- ar verri villu og stæði honum þá næst að koma því á rétta leið. Eg tel nú reyndar Churchill og Morgunblaðið hafa tekið þarna of djúpt í árinni. Eg álít að sigur sósíalistaflokks, sem fylgir hóflegri stefnu, eins og t. d. Verkamannaflokks Bretlands pg Sósíal-demakrata á Norður- löndum, þyrfti alls ekki að boða' einræði, nema því aðeins, að þjóðin væri orðin svo ófrjálslynd að hún skipti sér aðeins í tvær fylkingar og sæi ekki fleiri sjón- armið, eins og Jón vill að verði. Það þýðir ekkert fyrir Jón að vera stöðugt að tala um, að „tveggja flokka kerfi“ hafi gefist vel áður. Þeir flokkar deildu um mikið smávægilegri hluti, held- ur en nú er gert. Auk þess eru ýms d^emi um það í sögunni, að „tveggja flokka kerfi“ hefir end- að með einræði, svo fór t. d. í Svíþjóð á 18. öld, eftir hina svo- kölluðu frelsisöld, þegar aðeins 2 flokkar (Ilattar og Húfur) höfðu átst við í nokkra áratugi. Aftur á móti mun tæplega finnast dæmi um það í sögunni, að einræði hafi komizt á, þar sem öflugur miðflokkur var til í landinu. Að þjóðfélagið skiptist að minnsta kosti í 3 flokka og að hvorugur þeirra, sem yzt standa, hafi hreinan meiri hluta, er eina algera tryggingin gegn einræði, þó benda megi á ýmsa smávægi- lega galla á því fyrirkomulagi að öðru leyti. Með fleiri flokkum en tveim og því, að enginn þeirra, nema þá lielzt miðflokkurinn, sé í hreinum meiri hluta, fæst ein- mitt sú dreyfing valdsins, sem okkar vitru forfeður fundu að var nauðsynleg til að halda frels- inu við. Þá þarf að taká fleiri til- lit og enginn getur komið neinu einræðisbrölti við. Stjórnskipun þjóðveldisins forna var byggð á dreyfingu valdsins meðal mafgra. Hún stóð í góðu giidi full 300 ár. En þeg- ar hún raskaðist, þannig að vald- ið komst í hendur fárra manna og að síðustu svo mjög, að .tveggja flokka kerfið" mátti heita komið, þá leið þjóðveldið undir lok. Af þessum ástæðum er það, að vilji íslendingar viðhalda því lýðræði, sem þeir hafa áunnið sér með langri baráttu, þá eiga þeir að efla Framsóknarflokkinn svo, að hvorki „Sjálfstæðismenn“ né kommúnistar geti náð völd- unum einir.~Það er, eins og nú standa sakir, eina fulla trygging- in fyrir lýðræðinu. II. í þessum umræðum virðist J ón Pálmason helzt ekki vilja koma nálægt því málefni, sem þær hófust með og standa um frá minni hlið. Það eina, sem hann reynir að klóra í bakkann um það efni í síðustu grein sinni, er að halda því fram, að samsteypustjórnir, sem til orða hafa komið undan- farið, mundu ekki hafa leitt til einræðis. Hvað kemur nú slíkt málinu við? Myndun slíkra stjórna hefði ekki orðið neitt „tveggja flokka kerfi", heldur hefði hver flokkur haldið sinni sérstöðu. „Vinstri stjórn", sem til orða kom haustið 1942, hefði auðvit- að ekki leitt til einræðis sökum þess, að bæði Framsóknarfl. pg Alþýðufl. eru hreinir lýðræðis- flokkar. Jón segir reyndar að kommúnistar hefðu orðið aðal- flokkurlnn í þeirri samvinnu, en slíkt er sagt alveg út í loftið, þar sem engin reynsla fékkst um það. En Jón segir þetta sjálfsagt sök- um þess, að honum finnst kommúnistar vera aðalflokkur- inn í núverandi stjórnarsam- starfi, en það er bara alls engin sönnun fyrir því, að eins hefði farið fyrir Framsóknarflokknum í því efni, eins og Jón virðist telja og flestir munu honum sammála um, að farið hafi fyrir „Sjálfstæðisflokknum". Eg er Jóni líka alveg sammála um það'að engin hætta hefði ver- ið á einræði þó stjórnarsamvinna Framsóknar og „Sjálfstæðism." hefði tekist. Lýðræðismenn hefðu orðið í töluverðum meiri hluta í því stjórnarsamstarfi; þeir hefðu orðið allir Framsókn- armenn og a. m. k. verulegur hluti „Sjálfstæðism.“. En hvorugt þetta kemur því máli neitt við, sem við höfum verið að ræða um, því hvorugt hefði verið neitt „tveggja flokka kerfi“. Samt hefir Jón ekki fleira fram að færa hinum upphaflega málstað sínum til stuðnings. Hann þykist þó vera búin nað reka mig á flótta með þessu og öðru einsil Mér finnst Jón ekki vera á neinum flótta lengur, heldur hafi hann algerlega gefist upp, að því er hið upphaflega deiluefni okkar snertir. Lesend- urnir verða svo að dæma um hvort réttara er. Það gegnir töluvert öðru máli um núverandi stjórn, heldur en þær stjórnir, sem til orða komu áður. Skrif Þjóðviljans sýna, að stefna kommúnista er alveg óbreytt frá því, þegar J. P. og samherjar hans töldu þá land- ráðamenn. Það er og öllum kunnugt að allmargir nazistar voru til í landinu á árunurn 1933—1940. Engin ástæða er til að ætla að þeir hafi breytt um skoðun, þó þeir hafi hljótt um hana nú. Þeir eru nær allir nú í „Sjálfstæðisflokknum”, en hinir hafa gerzt kommúnistar. Það liggur því beinlínis fyrir, að töluverður hluti stjórnarliðsins eru einræðismenn, þó „Sjálf- stæðisflokkurinn" sem heild sé ekki einræðisflokkur. Samt sem áður er það annað hvort misskilningur hjá Jóni, eða þá viljandi rangfærsla á orð- um mínum, að eg hafi talið mikla einræðishættu stáfa af nú- verandi stjórn. Eg hefi einmitt frá upphafi þessara viðræðna lát- ið þá trú í ljósi, að lýðræði mundi haldast hér á landi. En sum málgögn stjórnarinn- ar töluðu í fullkomnum einræð- isanda í vetur og vor, þau töldu stjórnarandstöðuna landráð að dærni nazista og í nafnlausri grein í Morgunblaðinu í vor („Kengálugreininni"), sem blað- ið ber fulla ábyrgð á, þó talið sé að hún sé skrifuð af kjósanda og helzta stuðningsmanni Jóns Pálmasonar, er beinlínis lagt til að berja stjórnarandstöðuna nið- ur með ofbeldi og afnema rit- frelsi og málfrelsi stjórnarand- stæðinga og láta þá jafnvel sæta refsingum vegna skoðana sinna. Þennan tón leyfði eg mér að víta. Ekki sökum þess, að eg teldi mikla einræðishættu stafa af honum, lieldur vegna þess, að eg taldi slíkt orðbragð ljótt, ósæm- andi — og siðspillandi. Svo og sökum þess, að eg er ekkisvogeð- laus að mér geti ekki runnið í skap af því að vera kallaður landráðamaður fyrir það að fylgja sannfæringu minni. Mér til ánægju sé eg, að tónn stjórnarblaðanna, einkum Morg- unblaðsins, hefir skánað töluvert að þessu leyti síðan eg skrifaði fyrstu grein mína um þetta efni, hvort sem það er skrifum mínum að þakka, eða hinu, sem líklegra er, að blöðin séu farin að sjá það, að þetta gengur ekki vel í íslend- inga. Illkvittnina í garð Fram- sóknarflokksins vantar að vísu ekki, en landráðabrigslin eru þó liætt og allar ráða^erðir um að afnema ritfrelsi og málfrelsi and- stæðinganna og er það góðra gjalda vert. (Framhald). Nýkomið þurrkað grænmeti: Hvítkál Gulrætur Spínat Rauðrófur Blandað Kaupið holla fæðul / Kaupf. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Auglýsið í „Degi" Leynivopn Þjóðverja voru meira en orðin tóin. Því betur sem Bandamenn kynnast beigagnaiðnaði Þjóð- vefja og léynivopnasmíði þeirra íví augljósara verður, að ekki mátti seinna vera, að þeim tæk- ist að koma Þýzkalandi á kné. Að vísu má segja, að Þjóðverjar hafi hraðað ósigrinum sjálfir með ainni ofsalegu leit sinni að nýj- um vopnuní', því að þessi leit og allur undirbúningur í sambandi við hana var gerð á kostnað tinna venjulegu hergagnasmíða. En fram hjá því verður ekki gengið, að hætturnar, sem biðu Bandamanna, sérstaklega Breta, á næsta leiti, voru margar og ægilegar. Það er þægilegast að greina stríðsuppfyndingar Þjóðverja í sjö flokka. Hinn fyrsti þeirra er á sviði ljósmynda- og sjónglerja- tækni. Þar var aðeins um eina meiri háttar nýjung að ræða’. Það var hin svonefnda infra-rauða ljósmyndatækni Þjóðverja. Þeim tókst að taka ljósmyndir úr ótrúlegri fjarlægð. í sambandi við þetta var hinn frægi „dauða- geisli“, sem átti að vera til varn- ar skriðdrekum. í reyndinni var þetta infra-rautt ljós til þess að blinda skriðdrekastjórana að næturlagi og í sambandi við ljósatækið var fallbyssa. Þetta var því að nokkru leyti blekking, en engu að síður hættulegt fyrir skriðdreka, sem sóttu fram að næturlagi. í öðrum flokki eru byssur. Þegar er kunnugt um hinar langdrægu fallbyssur óvin- anna, sem áttu að skjóta London í rústir. Uppfinningasemin var því mikil á þessu sviði og Banda- menn fundu ýmislegt fleira, sem hefði getað orðið óþægilegt ef tími hefði gefizt fyrir óvinina að koma því í notkun. Þar til má nefna fallbyssukúlur, sem voru að nokkru leyti drifnar með rak- ettum. Langdrægið var aukið gífurlega með þessari uppfynd- ingu. Þá voru í undirbúningi að- ferðir til þess að skjóta V-2 skeyt- um, sem höfðu vængi. Lang- drægi þeirra hefði orðið gífur- legt. í Jþriðja flokki er hið efna- fræðislega stríð. Þjóðverjar áttu nýja gastegund og nóg af henni. Þetta gas er ægilegra en nokkur gastegund, sem hingað til hefir verið notuð í stríði. Það mundi hafa tekist að ráða niðurlögum þess, en hefði orðið dýrt í manns- lífum, bæði á vígvöllum og í heimalöndum. Önnur uppfynd- ing á þessu sviði er ný gúnimí- tegund fyrir bíla, sem hefir þann kost, að byssukúlur vinna ekki á henni. í fjórða flokki er lofthernað- urinn. Auk eldflauganna, sem kunnar eru og rakettuflugvél- anna, voru í undirbúningi áætl- anir um að nota eldflaugar, sem flugmaður stjórnaði hluta af leiðinni. Þetta hefði orðið til að auka nákvæmni í notkun vopns- ins og auka eyðilegginguna af völdum þess. Þjóðverjar voru (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.