Dagur - 02.08.1945, Síða 8

Dagur - 02.08.1945, Síða 8
8 □ RÚN.: 5945856.: Afmælisf.: Messað sunnudaginn 5. ágúst: Akureyri kl. 11 f. h. — Lög- mannshlíð kl. 1 e. h. Gullbrúökaup eiga á morgun þau hjónin frú Gerða og Otto Tulinius. Fertuéur varð síðastliðinn sunnu- dag Sigurður Jónsson prentari. Stíéandi, 2. hefti, 3. árg., er nýkom ið út, fjölbreytt og læsilegt að vanda, Efni ritsins er: Morgunblær (kvæði) Sigurjón Friðjónsson. , Hugr einn það veit“, Jakob Kristinsson. — Indriði Einarsson, Brynleifur Tobiasson. Ol- afur i Kálfagerði, Kristín Sigfúsdótt ir. Brynjan (kvæði), Sigurður á Am- arvatni. Myndir, Örlygur Sigurðsson Búendatal Sands í Aðaldal, I. Þor- kelsson. Kannske breytt? (kvæði) Grímur Sigurðsson. Veðmálið, Sig, Róbertsson. Þitt skóhljóð hverfur (kvæði), Sv. Áskelsson. Æskuminn- ingar, Sigurjón Friðjónsson. Molar um málið, Björn Sigfússon. Fyrstu göngurnar mínar, Þormóður Sveins- son. Vegir örlaganna O’ Henry. Um bækur, Bragi Sigurjónsson. - JL AGUR Ryskingar og íkveikjur á Raufarhöfn Setuliðsskálar brenndir - skemmdir unnar á miðunarstöðinni r Attræðisafmæli átti sl. þriðjudag Júlíus Gunn- laugsson að Hvassafelli í Eyja- firði. Bjó hann, svo sem kunn- ugt er, með mikilli rausn og myndarbrag á því forna og nýja eyfirzka höfuðbóli frá því laust eftir aldamótin og allt fram að þeim tíma, að Benedikt sonur hans tók þar við búsforráðum nú fyrir nokkrum árum. Hefir gamli maðurinn dvalið síðan á hinu ágæta heimili sonar síns og tengdadóttur, frú Rósu Jóns- dóttur frá Öxnafelli í Eyjafirði — Mikill fjöldi vina og vanda manna Júlíusar, víðs vegar að úr héraðinu og frá Akureyri, heim sótti hann þennan dag. Sátu gest irnir hina ágætustu veizlu með afmælisbarninu þá um daginn og var þar veitt af hinni mestu rausn og höfðingsskap. Margar ræður voru fluttar fyrir minni Júlíusar undir borðum um kvöldið. Afhentu • sveitungar hans honum við það tækifæri hægindastól að gjöf til merkis um vináttu sína og virðingu. Fleiri góðar gjafir og fjöldi heillaskeyta og vináttukveðja bárust afihælisbarninu víðs veg- ar að í tilefni dagsins, enda hefir Júlíus ávallt verið sérlega vin- sæll og vel virtur af öllum þeim mörgu mönnum, sem hann hefir komizt í kynni við á hinni löngu lífsleið sinni. Er hann enn sér- lega ern'og fylgist af áhuga með öllum tíðindum, enda hefir hann alltaf verið mikill fjör- og áhugamaður og búmaður ágæt- ur. Eyfirzkar húsmæður notuðu tækifærið, er svo margar þeirra voru samankomnar að Hvassa- felli, og afhentu húsfreyjunni þar, frú Rósu Jónsdóttur, fagra mynd úr héraðinu sem vináttu- og þakkarvott fyrir ágætt og auðnuríkt starf hennar sem ljós- móður í Saurbæjar- og Hrafna- gilshreppum undanfarin ár, en frú Rósa lætur nú af því starfi sökum mikilla anna við húsmóð- urstörfin á hinu stóra heimili. Raufarhöfn í gær. Aðfaranótt sl. þriðjudags voru mörg skip á Raufarhöfn og við- skipti sjÖmanna og þorpsbúa mikil um daginn. Talsvert bar á ölvun er leið á kvöldið og um nóttina urðu nokkrar ryskingar við brauðgerðarliús staðarins, ei aðkomumenn heimtuðu öl og drykki þar, sem ekki voru fáan legir. Grn kiukkan 2,30 um nótt- ina urðu heimamenn varir við það, að mikinn reyk lagði upp a;: braggahverfi, sem stendur á hæð skammt frá þo.rpinu. Varð brátt Ijóst, að eldur var laus þar og þykir víst, að kveikt hafi verið í skálunum. Brunnu 12 þeirra til ösku og einhverjar skemmdir munu hafa orðið á fleiri. Þá var brotist inn í áhaldageynrslu nrið- unarstöðvarinnar á Raufarhöfn Fimmtugsafmæli átti Kristinn Jónsson, bóndi Möðrufelli, 23. f. m. Heimsóttu hann þá fáeinir kunningjar hans og vinir til að árna honum og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamótum í æfi hans var þeim tekið með hinni mestu alúð og gestrisni eins og jafnan, er gesti ber þar að garði. Kristinn er jafnan hress í anda og glaður í lund, aðsópsmikill og afkastamaður við bústörfin, enda ber bújörð hans þess merki, að hann hefir ekki legið á liði sínu um ræktun landsins og aðrar framkvæmdir, og er þv ekki að undra, þó að á honum sjáist dálítil þreytumerki eftir daglegt strit margra ára, en þó minna en vænta mætti. Áhug inn og lundgleðin hafa komið lionum þar til hjálpar. Hann er samgróinn landbúnaðinum og ann honum af heilum hug. Kristinn er kvæntur Jónu Þorsteinsdóttur frá Upsum, hinni ágætustu konu. Eru þau hjón bæði vinsæl og vel metin. Þau eiga allstóran hóp efnilegra barna, sem að sjálfsögðu er for- eldranna dýrmætasta eign. Þau elztu eru að komast á fullorðins aldur og hafa verið sett til mennta, en halda þó fullri tryggð við heimili sitt. Kristinn í Möðrufelli tók sér að mestu frí frá störfum á fimrn- tugsafmælinu fyrir áeggjan konu sinnar og barna, og mun það nokkuð einstæður atburður í starfssögu hans. Vinur. )Ivun á almannafæri Framhald af 1. síðu staði í Reykjavík. Þykir nú miklu máli skipta að selja þjóð- inni sem mest af áfengi til þess að afla tekna í ríkissjóðinn. Áfengissala og bílabrask eru helztu tekjuöflunarleiðir stjórn- arinnar um þessar mundir. þessa sömu nótt og teknir þaðan mikil vinna hafði verið lögð í að ýmsir verðmætir munir. Bretar ' ganga á rekann og bjarga honum létu reisa miðunarstöð þessa en undan sjó. Vitamálastjórnin hafði fyrir skömmu tekið við henni. Þá bar það ennfremur til tíðinda, að að- komumenn tóku sér fyrir hend- ur að bera rekavið bóndans á Raufarhöfn í sjó fram. Varð hann fyrir miklu tjóni, því að Sýslumaður Þingeyinga kom til Raufarhafnar í gær og munu i réttarhöld í málum þessum hafa hafizt þá. Heilclsalamálið (Framhald af 1. síðu). brot og hneykslismál heildsal anna, sem bezt þau mega. Ríkis- stjórnin leggur auk þess-Iykkju leið sína til þess að verðlauna þá menn, sem eru við riðnir hin brotlegu fyrirtæki. Einn af aðal- eigendum O. Johnson & Kaaber var í vetur sendur í erindum rík- isins til Svíþjóðar, skömmu eftir að fyrirtækið hafði verið kært fyrir verðlagsbrot. Og litlu eftir að réttarsættin furðulega var gerð í málum fyrirtækjanna S. Árnason &: Co. og Brynju, gerði íkisstjórnin Gunnar Guðjóns- son, skipamiðlara, annan af aðal- eigendum þessara fyrirtækja, út til Svíþjóðar í opinberum erind- um. Jóhann Jósefsson, hinn að- aleigandinn, situr í Nýbygging- arráði og var ekki talin ástæða til, að hann viki þaðan á meðan rannsókn fór fram í málum hinna brotlegu fyrirtækja lians. Rannsókninni var síðan rubbað af og furðuleg réttarsætt gerð! Til viðbótar halda kommúnistar stöðugt áfram að krefjast þess, að Viðskiptaráð verði afnumið, en völd þess fengin í hendur Ný- byggingaráði, undir formennsku Jóhanns Jósefssonar. Þannig virðist siðgæðið vera á æðstu stöðum á heimili stjórnarflokk- anna. En hvað segir hinn almenni borgari við þessari spillingu? Er vitund þjóðarinnar fyrir heiðar- egum erindsrekstri í opinberu lífi orðinn svo dauf og dofin, að hún láti sig engu skipta slíkar aðfarir? I’eirri spurningu skal látið ósvarað að sinni, en hitt er víst, að hún er ekki sérlega viðbragðs- gjörn, ef stjórnarflokkunum tekst að þagga þessi mál niður á rann hátt einan, að Jrykjast ekk- ert vita og ekkert hafa heyrt. Eitt af gt'undvallarskily'rðum reilbrigðs lýðræðis er samvisku- semi og réttsýni í opinberum er- indisrekstri og vakandi áhugi al- mennings fyrir öllum stjórnmál- um og traust aðhald við þá rnenn, sem fara með umboð yjóðarinnar í hvert sinn. Ef slík tíðindi, sem hér hefir verið lýst, geta gerzt án þess að kjósendur re-irra flokka, er ábyrgðina bera, láti sig þau nokkru skipta, þá rorfir ekki vel um lýðræðið, þeg- ar á öðru ári hins endurheimta þjóðfrelsis. Dökkbrúnt seðlaveski með 320 kr. í hefir tapast í Vaglaskógi. Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila því á símastöðina á Dag- verðareyri, gegn fundar- launum. Ung kýr, til sölu. — Afgr. vísar á. 3 góð reiðhross til Sölu. — Upplýsingar hjá Pai í Kollugerði. Riffill til sölu. Afgr. vísar á. Ný sláttuvél til sölu. — Semja ber við Jón Ólafsson, Gilsá. Fimmtud. 2. ágúst 1945 ANNÁLL. (Framhald af 1. síðu). 19^-25. JÚLÍ. 600 risaflug- virki ráðast á iðnaðarborgir Jap- ana. Potsdam-ráðstefnan heldur álram. Deilur í Belgíska þinginu um Leopold konung. Þingið samþykkir, að konungur megi ekki taka við völdum á ný nema með samþykki þingsins. Banda- ríkjaþing samþykkir ályktanir Bretton Woods-ráðstefnunnar frá í fyrra. Bretar halda mikla her- sýningu í Berlín. Ástralíumenn ganga á^ land á nýjum stað á Borneo. Réttarhöldin yfir Petáin marskálki hefjast. König hers- höfðingi skipaður yfirmaður franska hernámsliðsins í Þýzka- landi. Þiiðjudaginn 24. júlí gerðu flotallugvélar og herskip stórskostlegar árásir á Japana. Mótspyrna var lítil. Gefið börnunum hina hollu Clapp’s Barnafæðu Alls konar niðursoðið grænmeti Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, INGIMAR JÓNSSON, andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 31. júlí. - Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 7. ágúst og hefst með kveðjuathöfn í Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. — Jarðsett verður að Munkaþverá. María Kristjánsdót(ir, börn og tengdabörn. Almennar Tryggingar h. I. r I hvert sinn, er eldsvoða ber að hönd- um, kemur í Ijós, að fjöldi fólks hefir orðið fyrir eignatjóni af því, að annað hvort gleymdist að vátryggja, eða of lágt var tryggt. Látið yður þessi víti að varnaði verða. Vátryggið eigur yðar í dag, á morgun getur það verið of seint! i Talið við Vátryggingadeild K. E. A. ;HKKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH»0<HMHMHKHWHX»9OÍH6lttO8HQHSH6»«6HWW5 /

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.