Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 16.08.1945, Blaðsíða 2
2 Fimmtudaginn 16. ágúst 1945 DA6UR Nýtt viðhorf — Nýir tímar Mikill gæðamaður er |ón Pálmason! Málgagn Ólafs Thors og meiri hluta Sjálfstæðisflokksins hefir orðið til athlægis um land allt fyrir ummæli sín um úrslit brezku kosninganna. Mbl. held- ur því fram, að ósigur íhalds- flokksins í Bretlandi eigi rót sína að rekja til þess, að hann hafi ekki haft rænu á að taka vinnu- brögð Ólafs Thors og fylgifiska hans í Sjálfstæðisflokknum sér til fyrirmyndar. „Því fór sem fór", segir blaðið. Það, sem Mbl. á við með þeirri fullyrðingu, að brezki íhalds- flokkurinn hefði átt að gerast laérisveinn Sjálfstæðisflokksins á íslandi, er þetta: Haustið 1944 gerði meirihluti Sjálfstæðisflokksins samninga við kommúnista á þá lund, að laun opinberra starfsmanna skyldu hækkuð að miklum mun og dýr- tíðin á þann hátt skrúfuð upp, gegn því, að Ólafur Thors yrði forsætisráðherra og stríðsgróða- mönnum skyldi leyft að leika lausum hala að eigin vild. Þetta kalla samningsaðilar „þjóðarein- ingu" og þrástaglast á, að með henni hafi skapazt nýtt viðhorf í stjórnmálaheiminum og nýir tímar runnið upp. Þá, sem ekki vilja aðhyllast og taka þátt í þess- ari einingu, kalla nátengdustu blöð stjórnarinnar landráða- menn og friðspillendur. Það, sem Mbl. ber á brezka í- haldsflokkinn, er skilningsleysi á nýju viðhorfin og nýju tímana, sem Ólafur Thors var valdur að með stjórnmálasamvinnu sinni við kommúnista. Churchill skeytti ekkext um þessi merki- legu stjórnmálafyrirbrigði á ís- landi, og uppskeran af því skeyt- ingarleysi varð hinn stórfelldi og eftirminnilegi kosningaósigur íhaldsins í Bretlandi. Hin mikla yfirsjón forráða- manna brezka íhaldsins var að dómi Mbl. í því fólgin að gera ekki bandalag við kommúnista á undan kosningunum. Fyrir vikið vann verkamannaflokkurinn stórsigur sinn. Þetta fellur mjög vel saman við þá staðhæfingu Þjóðviljans.að verkamannaflokk- urinn eigi kommúnistum að þakka kosningasigurinn, því að þeir hafi stutt flokkinn með ráð- um og dáð í kosningabaráttunni og við kosningarnar. Sigur verkamannaflokksins í Bretlandi sé þvf í raun og veru sigjjr komm únista þar.í landi! Þetta gefur þeirri kenningu Mbl. byr undir báða vængi, að það hafi verið mikill klaufaskapur af íhalds- flokknum að tryggja sér ekki fylgi kommúnista fyrir kosning- arnar, líkt og Sjálfstæðismenn hér gerðu á síðasta hausti. Það er engu líkara en ritstjórar Mbl. og Þjóðv. hafi talað sig saman um rökfærslurnar í sambandi við úr- slit brezku kosninganna. Allir vita nú, að tal Þjóðvilj- ans um kosningasigur komm- únista í Bretlandi er ekki annað en Htilmannlegt skrum, til þess geft að breiða yfir fylgisleysi þeirra þar i landi. Allir vita líka, að verkamannaflokkurinn í Bret-- landi er þjóðlegur, háborgaraleg- ur flokkur, en samkvæmt kenn- ingum kommúnista sjálfra eru það svik við hugsjónir þeirra að styðja og efla flokk með því inn- ræti. En sé aftur vikið að því „nýja viðhorfi", sem Mbl. talar um að skapazt hafi fyrir tilverknað Ól. Thors og meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, og á að skapa nýja og betri tíma en áður hafa verið, þá er það öllum vitanlegt, að það er fyrst og fremst í því fólgið að knýja dýrtíðina upp á grundvelli síhækkandi framleiðslukostnað- ar, sem kommúnistar hafa staðið fyrir. Áður hefir verið nokkuð rakið hér í blaðinu, að Ólafur Thors sá og skildi fyrir alllöngu, að þetta nýja dýrtíðarviðhorf hlaut að leiða til hruns og niður- dreps fyrir atvinnuvegina og fjárhag einstaklinga og ríkis. Var Ólafur Thors sjálfur leiddur sem vitni í því máli með því að birta orðrétta ræðukafla eftir hann um þessi efni. Síðan hefir hann og flokkur hans gert nokkrar ,,koll- steypur" í dýrtíðarmálunum, þar til á síðasta hausti að aðalkoll- steypan var gerð, þegar meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins gekk í flatsængina með kommúnist- um. Á fyrstu stríðsárunum varaði Mbl. ákveðið og eindregið við vexti dýrtíðarinnar. Haustið 1940 segir blaðið: „Mbl. hefir þráfaldlega varað við kapp- hlaupi, sem háð hefir verið milli verðlags og kaupgjalds. . . . Vér erum áfram þeirrar skoðunar, að þetta sé röng og liættuleg stefna og hljóti að hefna sín síðar. . . .“ í janúar 1941 segir sama blað: „Þessi svikamylla (kapphlaup kaupgjalds og afurðaverðs) hlýt- ur að enda með skelfingu fyrir atvinnuvegi landsmanna og all- an okkar þjóðarbúskap, ef ekki verður gripið í taumana. En við fáum aldrei örugga fót- festu, nema öflugar ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr hinni sívaxandi dýrtíð í landinu og þá um leið einhvern hemil á kaupgjaldinu, sem nú vex hröð- um skrefum." í sept. s. á. farast Mbl. svo orð: „Verði ekkert aðgert til þess að vinna bug á þessum vágesti, verður það dýrtíðin, sem skapar nýtt hrun hjá okkar atvinnuveg- um. Nú geta menn gert samanburð á fyrrverandi og núverandi skoð- unum Mbl. á dýrtíðinni, eins og þær birtast í blaðinu. Mun þá engum dyljast, að fleiri eru leiknir í að gera kollsteypur í því máli eaólafur Thors. Því fer víðs fjarri að nokkrar líkur séu fyrir því, að brezka íhaldsflokknum hefði aukizt fylgi við það að haga sér eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefir gert, þó að Mbl. sé að halda því að les- endum sínum, til þess að reyna að hressa upp á álitið og traustið á flokknum, sem er nú mjög að fjara út og mun þó koma betur i ljós innan skamms. Fyrr en varir mun nýi timinn leiða það í ljós, að stefna núverandi stjórnar stríðsgróðavalds og Rússaþýja er „svikamylla", sem „hlýtur að enda með skelfingu fyrir at- vinnuvegi landsmanna og allan okkar þjóðarbúskap, ef ekki verður gripið í taumana,“ eins og Mbl. hefir spáð.. * Það eru framleiðendur og verkamenn, sem verða að grípa í taumana tafarlaust. Með sam- eiginlegu átaki, sem byggt er á gagnkvæmum skilningi, verða þessar tvær stéttir að bjarga því, sem bjargað verður, forða fram- leiðslunni frá samdrætti og hruni og verkalýðnum frá bölvu- un atvinnuleysisins, sem óhjá- kvæmilega siglir í kjölfar hins fyrrnefnda. Fulltrúar bænda hafa sýnt í verki vilja sinn til slíks átaks. Hlutur verkamanna og annarra launþega er enn eftir. Biblía Morgun- blaðsmanna. . Sú var tíðin, að Mbl.menn vönduðu Jónasi Jónssyni ekki kveðjurnar. Aldrei þreyttust þeir á að útmála, hversu J. J. væri ósannsögull í málflutningi sín- um, kærulaus um meðferð sann- leikans, illgjarn og ofsafenginn í ræðu og riti, svo að ekki Væri hans einasta orði að treysta. E\tt sinn hélt Mbl. því fram, að J. J. væri ekki sendibréfsfær og yrði því að fá sér „kapelán" við hverja blaðagrein, sem fangamark hans stæði undir. Jafnvel gekk hatur Mbl.manna til J. J. svo langt fyr- ir nokkrum árum, að gerð var til- raun í þá átt að útiloka hann úr mannlegu félagi og grafa hann lifandi á vissan hátt. Sú and- styggilega tilraun misheppnaðist að vísu á svo áberandi hátt, að hún varð íhaldinu til ævarandi minnkunar eins og verðugt var. Nú er öldin orðin önnur og annað hljóð komið í strokk Mbl. gagnvart J. J. Nú kemur ekki svo út hefti af riti hans „Ófeigi“, að Mbl. grfpi það ekki fegins hendi, birti úr því ýmsar sér þóknanleg- ar glefsur og geri þær að uppi- stöðu í stjórnmálaleiðurum sín- um. Og Mbl. elast ekki lengur um sannleiksgildi ritsmíða J. J. Sýnilega er „Ófeigur" nokkurs konar heilög ritning eða óskeik- ul biblía í huga Mbl.manna og J. J. mikill spámaður, fullur anda- giftar, sem þeir bera takmarka- laust traust til sem sannleiksyitn- is, líkt og biblíutrúarinenn treysta orðum og kenningum spámanna Gamla testamentisins. Það er víst eindæina virðipg, sem Mbl. hefir sýnt J. J., að hefja hann frá því að vera ekki sendi- bréfsfæran og ósannsöglasta stjórnmálamann í alndinu upp í spámannstignina, þar sem ljós sannleikans skín frá honum beint á- kollana á ritstjórum Morgunblaðsins. En einkennilegt er, að það er eins og enginn öfundi J. J. af þessari upphefð. Vér óskum Mbl. til hamingju með nýju biblíuna sína! Biblíufastur. Jón Pálmason frá Akri, sem farið er að kalla „bændaquisl- ing“, segir í grein í Morgun- blaðinu: „Hitt hljóta þessir menn (þ. e. Framsóknarmenn) að vita, að það, sem eg hefi þegar sagt, er ekki nema brot af því, sem eg veit um Framsóknar- menn". Svo bætir J. P. við: „Eng- um ósannindum þyrfti eg á að halda til þess^að birta ótal sögur um ósæmilegt athæff." Síðan endar J. P. grein sína á þenna hátt: „Að eg geri það ekki, og sem ýmsir ámæla mér fyrir, stafar af því, að mig skortir harðleikni til. Aðferðin er inér ógeðfelld, ekki einkum vegna þess, að eg vilji hlífa sekum mönnum, heldur fremur af hinu, að eg veit, að allir slíkir eiga fjölda aðstand- enda, sein er saklaust fólk og heiðarlegt. Ljótar persónulýsing- ar í víðlesnum blöðufti eru meira særandi slíku lólki, en fíesta grunar. Þess vegna vil eg í lengstu lög sneiða þar hjá, en efnið er nægilegt." Af þessu má sjá, að það er ekki ofsögum sagt af góð- mennsku og göfugmennsku og riddaralegri framkomu Jóns Pálmasonar! Eftir að hann hefir brigzlað Framsóknarmönnum um land- ráðasakir, tilkynnir hann, að þetta sé nú ekki annað en mein- laus barnabrek hjá öðrum sví- virðingum, sem Framsóknar- menn hafi drýgt, og sem Jón Pálmason segist kunna svo ágæt skil á. En J. P. er svo göfuglynd- ur riddari að sjálfs hans sögn, að hann ætlar ekki að birta hinar óteljandi sönnu sögur um „ósæmilegt athæfi“ Framsókn- armanna, og þetta ætlar hann ekki að gera, til þess að særa ekki vesalings saklausu-æiginkonurn- ar hinna stórseku Framsóknar- manna eða saklausu börnin þeirra og önnur náin skyld- menni, svo sem feður og mæður, bræður og systur. Seint verður þessi riddara- mennska J. P. fullþökkuð, og sæll er Sjálfstæðisflokkurinn, meðan þetta bjarta ljós skín inn- an hans vébanda! % Það hlýtur að vera ómetanleg- ur styrkur fyrir þann flokk að hafa í þjónustu sinni svo hrein- hjartaðan og fölskvalausan anda (sem }. P. er! Honum er það við- bjóður að birta „ljótar persónu- lýsingar í víðlesnum blöðum“ og þess vegna lætur hann sér nægja að dylgja um „ósæmilegt athæfi“ Framsóknarmanna, sem þeir við- hafi í, svo stórum stíl, að dæmi um það verði ekki tölum talin. Hver getur svo efast um dánu- mennsku J. P.? En laun heimsins eru van- þakklæti. Þessa dánumennsku launa heimsins börn með því að bera það á Jón Pálmason, að hann til- einki sér kostgæfilega lífsreynslu þá, sem gefin er í vísu eftir Pál J. Árdal og hljóðar svo: Ef kýs þú að svívirða saklausan mann, þá segðu engar ákveðnar skamm- ir um hann, en láttu það svona í veðrinu vaka, þú vitir, að hann hafi unnið til saka. Að þessu er ósvikið rógburðár- bragð. TIL Júlíusar Gunnlaugssonar Hvassafelli. á 80 ára afmæli lians 31. júlí 1945 Sveitin okkur sólartöfruð brosir. Sumarkvöldið boðar kyrrð og frið. Vinir þínir safnast glaðir saman, sitja hér um stund við þína hlið. Ástæðu við ærna til þess finnum að eiga með þér fjörugt bræðralag: Þegar þú af áttatíu árunr ósigraður heldur velli í dag. í trú á lífið, trú á sveit og landið traustlega var starf þitt grundvallað. Hugsjón þín kom heilsteypt fram í verki: að helga starfið þessum fagra stað. Hvassafell í ljóma sumarsólar sýnir manndóm, þrek og göfugt starf. Bústað þennan björgulegri og fegri börnum þínum lætur þú í arf. Og það er ljúft á þessum minnisdegi að þakka fyrir störf og kynni góð. Heill sé þér, sem hefir örugt gengið hölda góðra beina frægðarslóð. Lifðu svo i sælli kyrrð og friði til sólarlags og hvíldu þreytta mund. Verði þér til æfiloka yndi endurminningin um þessa stund. B. í. Mr. Churchill Ekki þáði hann orðu sokkabandsins eftir að hafa borgið sóma landsins. Þetta sumum þykja firrur stórar: — þegið hefðu gervi-prófessórar. Alislcáld og aðrir listajöfrar, sem allar máls og ljóða kunna töfra, tekið hefðu við með glöðu geði, og gefið bæði augu sín að veði. Hann var ekki eitt af dagsins börnum, sem elta hégómann á vegi förnum. — Höfðingi af fomu bergi brotinn, bersögull og hiklaus — hvergi rotinn. Það mun sannast, þegar hinir gleymast, þá mun afrek Churchills lifa og geymast. Hinna minnast aðeins fremur fáir: Flesta undra: hvað þeir voru smáir! Aösent. íbúð eða herbergi óskast nú þegar eða 1. okt. Afgr, vlsar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.